Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 21 tðlvUi tíkni o g visinda Síminn GSM og tölvufyrirtækið Gagarín kynntu á fréttamanna- fundi á miðviku- daginn, 13. des- ember, nýja af- þreyingarþjónustu fyrir viðskiptavini Símans GSM. Þjónustan er falin í því að nú er hægt að spila tölvuleiki við annað fólk yfir Netið í gegnum WAP- síma. Fyrst um sinn er hægt að velja um 4 einfalda leiki til að spila yfir Netið, þ.e. skák, sjóorustu, fallbyssu- leik og drekaat, þar sem bjarga á prinsessu úr höndum dreka eða halda henni sem drekinn. Leikjamiölarinn ekki bara fyrir síma Hugbúnaðurinn, sem heldur utan um leikjanetið og hannaður er af Gagarín, er kallaður GameBrain. GameBrain er miðlægur gagna- grunnur sem spilarar tengjast til að spila leik. Hann mun gera vistun leikja mögulega þannig að hægt er að taka upp þráðinn að nýju ef hætt er í miðjum leik. Einnig er mögu- Í'JyJyii- JujJtjy Slminn GSM og Gagarin kynna nýja þjónustu: Netleikir í gegnum WAP-síma - hægt aö velja um Qóra leiki til að byrja með I framtíðinni er ætlunin að koma meö þróaðari leiki. Þá veröur hægt aö spila grafíkin verði kannski ekki alveg eins öflug, til aö byrja með alla vega. leiki að stofna deildir og halda mót sem og raða spilurum á styrkleika- lista. Þessi þrjú atriði eru á svipuð- um nótum og gengur og gerist með leiki sem spilaðir eru á Netinu. Þar sér yfirleitt eitt fyrirtæki um að vista upplýsingar um stöðu liða og einstaklinga. Líkt og þar er á WAP leikjunum hægt að skora á spilara sem eru ofar á styrkleikalistanum og vinna sig þannig upp ef vel gengur. Geir Borg, framkvæmdastjóri Gagarins, segir að GameBrain hafi verið hannað með það í huga að hægt verði að spila leikina á fleiri tækjum en bara WAP-símum. Þannig sé ekki verið að takmarka notkunarmöguleika eingöngu við Wappið heldur verður líka hægt að spila á GPRS símum og seinna meir þriðju kynslóðar símum, tölvum og gagnvirkum sjónvörpum. hlutverkaleiki í ætt við Diablo II þótt Magnus Salberg, verkefnastjóri hjá Símanum GSM, segir að í fyrstu verði gjaldtaka af leikjum í sama formi og önnur WAP-þjónusta þar sem borgað er mínútugjald. „Hins vegar er ekki búið að ákveða hvem- ig gjaldtakan mun verða þegar fram í sækir og GPRS verður komið í gagnið. Á meðal þeirra hugmynda sem eru á borðinu er að borgað verði fyrir hvem leik.“ Flóknari leikir þegar tæknin eykst Fyrstu fjórir leikirnir em einfaldir. Aftur móti er það ætlun Gagaríns að þróa flóknari leiki sem munu þegar > fram í sækir jafnast á við þá leiki sem nú eru spilaðir á Netinu, eins og t.d. hlutverkaleiki, og vinna við það er þegar hafin. Að sögn Magnúsar er afþreyingar- efni í gegnum síma framtíðin á fjar- skiptamarkaðinum. Hann tekur sem dæmi að símafyrirtækið DoKoMo í Japan, sem komið er hvað lengst í þróun afþreyingarefnis í gegnum síma, fái um 60% tekna sinna af slíkri þjónustu. Samkvæmt rannsókn sem fyrirtækið ART Group hefur gert nýta um 50 milljónir einstaklinga sér afþreyingarefni í gegnum sima. Er talið að það muni sextánfaldast á næstu fimm árum og er það ætlun Gagarín og Símans GSM að taka þátt, í þessari þróun frá byrjun. Hugbúnaðurínn sem heldur utan um leikja- netið og hannaður er af Gagarín er kallaður GameBrain. GameBrain er miðiæg- ur gagnagrunnur sem spilarar tengjast til að spila leik. Hann mun gera vistun leikja mögulega þannig að hægt er að taka upp þráðinn að nýju ef hætt er í miðjum leik. Geir Borg, framkvæmdastjóri Gagaríns, segir að GameBrain hug- búnaðurinn, sem heldur utan um leikjanetið, virki á öllum stafrænum, nettengdum miðlum. Intel kynnir framtíðarsýn sína: Tíu gígahertza ör- gjörvar eftir tíu ár - þróun örgjörva í samræmi við Lögmál Moore Gordon Moore, annar stofnenda Intel, reyndist sannspár þegar hann setti fram þá kenningu fyrir rúmum 35 árum að vinnsluhraöi örgjörva myndi ca tvöfaldast meö hverri nýrri kynslóö. Talsmenn ör- gjörvaframleið- andans Intel kynnti í seinustu viku framtíðar- sýn fyrirtækis- ins í ör- gjörvaframleiðslu. Þeir spá þvi að um árið 2010 verði örgjörvar orðnir 10 sinnum öflugri heldur en þeir eru í dag eða um 10 GHz. Rannsóknir sem fyrirtækið stendur nú í miða að því að gera þetta mögulegt. Lögmál Moore Ein leiðin til að auka vinnslugetu örgjörva sem hefur verið notuð hing- að til er að minnka stærð þeirra ein- inga sem raöað er á sílikonflögurnar, s.s. smára (e. transistor). Fyrsti ör- gjörvi Intel sem kom á markað árið 1971, Intel 4004, var með 2300 smára en nýjasta kynslóð Intel örgjörva, Pentium 4, hefur 42 milljónir smára. Gordon Moore, annar stofiienda Intel, kom með þá kenningu fyrir rúmum 35 árum að hver ný kyn- slóð örgjörva (ein kynslóð á ca. 18-24 mánaða fresti) yrði tvöfalt öflugri en sú á undan, hefði tvöfalt fleiri smára. Kenningin hlaut nafnið Lögmál Gordons og hefur hún hingað til reynst sönn. Reynd- ar setti Moore þau mörk að eining- Fyrsii örgjörvi Intel, sem kom á markað árið 1971, Intel 4004, var með 2300 smára en nýjasta kynslóð Intel ör- gjörva, Pentium 4, hef- ur 42 milljónir smára ar örgjörvanna yrðu aldrei minni en 0.25 míkron á breidd (míkron= einn miljónasti úr metra). Þau tak- mörk eru sprungin þar sem ein- ingarnar eru nú komnar niöur í 0.18 míkron. Ofur útfjólublátt Ijós Með rannsóknum sínum segja vísindamenn Intel að þeir hafi fund- ið leið til að gera einingar sem eru aðeins 0.07 míkron á breidd. Með því móti yrði fjöldi smára á einni flögu kominn upp í 400 milljónir sem jafngildir eins og áður sagði um tífóldum vinnsluhraða á hraðvirk- ustu örgjörvana í dag. Þegar smárarnir verða orðnir þetta litlir verða hlutar þeirra komnir niður í það að vera aðeins um þrjú atóm á breidd. Til þess að skera út, móta og bræða æ smærri einingar á sílikonflögurnar hafa In- tel og aðrir örgjörvaframleiðendur notað fínni og finni ljósbylgjur. Ljósið sem Intel mun nýta sér í gerð örsmáranna er ofur útfjólublátt ljós sem ekki er sýnilegt með berum augum en hingað til hefur verið not- að sýnilegt ljós. Yfirstíga þarf vandamál Þótt Intel hafi fundið leið til að búa til smára og aðrar einingar svo litlar þá eru enn vandamál sem þarf að yfirstíga. Eitt þeirra er að raða 400 milljónum eininga á flöguna þannig að þær vinni saman sem ein heild, á sama tíma. Ef aðeins ein vinnslueining þarf að bíða eftir upp- lýsingum frá þeirri á undan er sú aukning í vinnsluhraða sem ör- gjörvinn á að gefa unnin fyrir gíg. Einnig segja eðlisfræðileg lögmál fólki að þegar sumir partar smár- anna sem notaðir verða eru orðnir aðeins þrjú atóm á breidd þá muni 4 óútreiknanlegar skammtaafleiður ' byrja. Þær er aðeins að finna í atómum og minni einingum og eiga sér svið innan eðlisfræðinnar, skammtafræði. Auk vandamála með að raða ein- ingum rétt á flögurnar þurfa vís- indamenn Intel einnig að finna leið til þess að kæla örgjörvana. Hiti*. umhverfis örgjörva má ekki fara ' upp fyrir visst mark þar sem þeir hætta að virka. Pentium 4 eru öflugustu örgjörvarnir á markaðnum í dag sem geta keyrt á mest 1,5 GHz og þykir þá flestum nóg um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.