Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2000, Blaðsíða 4
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 tölvun takni og vísinda Kenning um votviðrið í Bretlandi: Lægðir við ísland meðal sökudólga - Páll Bergþórsson veðurfræðingur ekki sammála NAO er heitið á að því er virðist tilviljana- kenndum sveiflum á loftþrýstíngi yfir Norð- ur~Atlantshafinu sem gerast mjög hægt, með ára eða áratuga millibili. Þetta er hins vegar umdeild kenning og ekki samstaða um hana meðal veður- fræðinga. BHópur vísinda- manna við Uni- versity College í London hafa gef- ið út langtíma- veðurspá fyrir Bretlandseyjar þar sem sagt er 70-75 % líkur séu á því að sú vætu- og stormatíð sem riðið hefur yfir eyjarnar að undan- fömu haldist út veturinn. Ástæðuna telja þeir að hafi minna með gróður- húsaáhrifin að gera heldur en hita- stig sjávar og áhrif þess á lofthjúp- inn. Umdeild kenning Stutt er síðan að rannsóknir leiddu í ljós hugsanleg tengsl milli hitstigs sjávar og þess sem á ensku er kallað North Atlantic Oscillation (NAO); næsta þýðing á íslensku væri Norður-Átlantshafssveiflan. NAO er heitið á að því er virðist til- viljanakenndum sveiflum á loft- þrýstingi yflr Norður-Atlantshaflnu sem gerast mjög hægt, með ára eða áratuga millibili. Þetta er hins veg- ar umdeild kenning og ekki sam- staða um hana meðal veðurfræð- inga. Vísindamennirnir, dr. Mark Saunders, dr. Tony Hamilton og Steven George, segja skilyrðin í dag vera þau að lágur loftþrýstingur í kringum ísland og háþrýstisvæði úti fyrir ströndum Portúgal, svokall- að jákvætt NAO. Þar sem vindur í háþrýstisvæðum fer í réttsælan ^!MMÍÍiiMÍÍS>ÉÍiW#É>SÍ£lMÍwSSÍlÍÍ>ÍWÍÍÍ<ÍÉÍÍiWÍ^ÍWMÍÍÍÍlÍ£fiSw1ÍÍlW,||7ÍlÍBÍwS&(ÍMÍSlÍMÍÍMSÍ Páll Bergþórsson segir NAO-kenninguna ekki standast sem skýring á stormum og flóðum í Bretlandi hring og rangsælan i lágþrýstisvæð- um (eins og sést á myndinni) þrýsta þau sterkum vestanvindum inn yfir Bretlandseyjar og norðvesturhluta meginlands Evrópu auk hlýs loft- lags. Hlýja loftslagið og rigningin koma frá hafsvæðinu á milli Ný- fundnalands og Bermúda sem er sagt hlýrra þegar NAO er jákvætt. Neikvætt NÁO hefur hins vegar í för með sér kalda, þurra og kyrra vetur á norðvesturhluta meginlands Evrópu og Bretlandseyjum auk kaldari sjós á áðumefndu hafsvæði. 100 ára gróð- urhúsaáhrif Páll Bergþórsson veðurfræðingur er einn þeirra sem ekki eru al- veg tilbúnir að samþykkja kenn- inguna um NAO. Hann segir að sér finnist of mikið gert úr langtimaá- hrifum sjávar í kenningunni. „Það er satt að sjávarhiti hefur áhrif á veðurfar en það er meira í skamman tíma en til langframa." Hann bendir einnig á að það hafi ekki verið mikið lágþrýsti- svæði yfir Islandi eða við upp á nú seinustu mánuði. Hins vegar hafi mikið af lægðum far- ið yfir Bretlandseyjar. Það er því ekki þessi vindstrengur sem NAO á valda sem hefur valdið þeim storm- um flóðum sem gengið hafa yfir á Englandi og nágrannaríkjum þess heldur lægðir sem gengið hafa þar yfir. Reglulega hafa komið fram vís- indamenn sem halda því fram að gróðurhúsaáhrifin séu i raun ekki til staðar eða hafi ekki nærri því jafn al- varlegar afleiðingar og haldið sé fram af mörgum. Aðspurður hvort sú kenning að hér sé ekki gróðurhúsaá- hrifum um að kenna svarar Páll að varlega verði að fara í allar slíkar fullyrðingar. „Það er mín skoðun að gróðurhúsaáhrif séu til staðar og hófust raunar fyrir 100 árum að mínu mati.“ Páll er ekki með neinar heimsendaspár í sambandi við gróð- urhúsaáhrifin. Það dregur þó ekki úr þörfmni á því aö draga úr útblæstri koltvisýrings, að sögn Páls, þar sem öll umsvif manna sem hafa áhrif á náttúruna séu slæm. VÆTA OvÆTA STORM^ ÞURRt i •) Þetta er veðurkerfiö sem fylgir jákvæöu NAO. HÆÐIR Yfirborðshiti sjávar úti fyrir ströndum USA í sept- eiuber getur sagt til um' vetrarveöur á Bretiancli. Hiti yfir meölagi er ‘Tj tengdur jákvaeðu NAO- & Miiini yfirborðsliiti sjávar en i meöallagl úti fyrir strondum USA er tengdur ncikvæöum NAO sem pyðir kalda, þurra og stillta vetur a BretlandiT Skýringarmynd á hvernig NAO virkar. íslensk viöbót viö flughermiforrit frá Microsoft: Landslagið hundraðfalt nákvæmara - en í upprunalega forritinu íslenska fyrir- tækið IceSim ehf. hefur gefið út ísland 2000, viðbótarlands- lag fyrir flug- hermiforritið Flight SimulatorTM 2000 frá Microsoft. Landslagið er unnið upp úr raungögnum frá Landmæl- ingum íslands sem samanstanda af hæðarpunktum gefnum á 90 metra millibili (norður/suður, austur/vestur), en í upprunalegu útgáfunni er upplausnin 900mx900m. Þannig má segja að þetta landslag íslands 2000 sé 100- falt nákvæmara (10x10). Þessar upplýsingar eru útbúnar með því að vinna úr gögnum frá gervi- tunglum þar sem fleiri en ein mynd af sama landsvæðinu er not- Svo nákvæm eru gögnin að það er hægt að nota þau við korta- gerð. Þetta skapar áður óþekkt gæði í flughermum með ís~ lensku landslagi. Nú er auðveldlega hægt að fljúga sjónflug um landið með gott landa- kort og þekkja helstu staðhætti. uð til þess að reikna út hæð þess. Þær hafa aldrei áður verið gefnar út fyrir flugherma í almennri notkun. Svo nákvæm eru gögnin að það er hægt að nota þau við kortagerð. Þetta skapar áður óþekkt gæði í flughermum með íslensku lands- lagi. Nú er auðveldlega hægt að fljúga sjónflug um landið með gott landakort og þekkja helstu stað- hætti. Nú gefst mönnum tækifæri til að skoða landið með augum flugmannins. Með íslandi 2000 geta flugnemar t.d. kynnt sér flug- leiðir áður en lagt er af stað. Það eru ekki bara flugáhuga- menn og flugnemar sem geta nýtt sér leikinn. Jeppamenn og aðrir sem ferðast um landið með fast land undir fótum hafa einnig not- að það til þess að kynna sér stað- hætti og ákveðið hvaða leiðir skuli farið sem sýnir hversu nákvæm- lega hefur tekist að setja upp landslag. Þrautir í mismundandi veðurskilyröum Þessu til viðbótar fylgja pakkan- um 20 flugþrautir sem hafa verið unnar af íslenskum einka- og at- vinnuflugmönnum og hafa verið settar upp í ísland 2000 á hinum ýmsu stöðum á landinu. Þær gefa mönnum kost á að hefja flug í ís- lensku landslagi á ýmsum flugvél- um með uppsett raunveruleg veð- urskilyrði. Hverri þraut fylgir lesning þar sem stungið er upp á flugleiö eða þraut sem hægt er að framkvæma. Þrautirnar sýna á raunsæjan hátt íslenskt landslag og veðurskilyrði og þar með þær aðstæður sem íslenskir flugmenn búa við. Þá fylgja pakkanum 40 aö- flugs-, lendingar- og blindflugskort frá Flugmálastjóm íslands. ísland 2000 gefur flugáhuga- mönnum nú tækifæri til að fljúga yfir öllu landinu í ótrúlegri ná- kvæmni. Fjöll, hólar, dalir og firð- ir birtast eins og fólk þekkir þau í raunveruleikanum. Viðbótin er unnin í samvinnu við Landmælingar íslands, Flug- kerfi hf„ Flugleiðir hf. og Flugfé- lagið Geirfugl, Flugskóla. jjilJJUÓiJj1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.