Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2000, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 tölvu-. t*kni og visinda Sænskir vísindamenn gera samanburðarrannsóknir: Nútímamaðurinn frá Afríku UPPRUNI OG DREIFING NUTIMAMANNSINS Kenningin um aö nútímamaöurinn reki uppruna sinn til Afríku og hafi dreifst um heiminn þaöan fékk byr undir báöa vængi fyrir skömmu þegar greint var frá nýjum erfðafræöilegum rannsóknum þar sem fólk af mismunandi uppruna var rakiö til Afríku. Vísindamenn notuöu hvatbera DNA, erföaefni í frumu sem erfist óbreytt frá móöur tii barns, úr 53 manneskjum til aö sýna fram á aö styrkar raetur þróunartrés mannsins væru í Afríku. Vísbendingarnar frá hvatberunum styöja kenninguna um aö maöurinn só upp runninn sunnan Sahara og aö hann hafi dreifst frá Afríku á síöustu eitt hundraö þúsund árum. Tölurnar vísa til elstu þekktu steingervinganna og fornleifanna frá nútímamanninum í hverri heimsálfu og koma þær heim og saman viö nýju vísbendingarnar. REUTERS # Nú er vlst engum blöðum um það að fletta, við erum öll frá Afr- íku. Kenningin um að mannkynið reki uppruna sinn til Afríku fékk einmitt byr undir báða vængi nýverið þegar (sænskir visindamenn gerðu opinber- ar niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem þeir röktu uppruna fólks af mis- munandi þjóðerni og frá mismunandi heimshlutum tO þeirrar heimsálfu. Svíarnir skoðuðu hvatbera DNA, erfðaefni í frumu sem berst óbreytt frá móður til barns, úr 53 mönnum til að sýna fram á að þróunartré manns- ins ætti sér traustar rætur í Afríku. „Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem erfðamengið er notað úr nægi- lega mörgum einstaklingum til að ná fram mjög eindregnum vísbending- um, í þessu tilviki stuðningi við kenn- inguna um uppruna mannsins í Afr- íku,“ segir prófessorinn Ulf Gyllenst- en frá Uppsalaháskóla i samtali við jréttamann Reuters. ' Gyllensten, sem er bæði líifræðing- ur og eriðafræðingur, segir að jafnvel Gyllensten segir að jafnvel vísindamenn sem telja að nútíma- maðurínn hafi þróast samtímis á mörgum stöðum verði nú að viðurkenna að maður- 1 inn reki uppruna sinn að mestu tilAfríku. vísindamenn sem telja að nútímamað- urinn hafi þróast samtimis á mörgum stöðum verði nú að viðurkenna að maðurinn reki uppruna sinn að mestu til Afríku. Sænski prófessorinn og samstarfs- menn hans röktu uppruna 53 manna með DNA blóðprufum sem teknar voru fyrir aðra vísindarannsókn. Þátttakendurnir í rannsókninni komu úr ýmsum heimsálfum og voru af mis- munandi kynþáttum. Og þar sem hvatberar DNA erfast aðeins frá móð- urinni er gott að nota það til að rekja uppruna manna. Niðurstöðurnar, sem birtust í tíma- ritinu Nature, sýndu fram á allir þeir sem voru prófaðir reyndust upprunn- ir í Afríku og að fólksílutningarnir þaðan hófust fyrir um það bil 52 þús- und árum en ekki 100 þúsund árum, eins og fyrr var talið. í umsögn um grein sænsku vis- indamannanna eftir S. Blair Hedges frá ríkisháskólanum i Pennsylvan- íu í Bandaríkjunum kemur meðal annars fram að niðurstaða rann- sóknarinnar sé traust tré með ræt- ur sínar i Afríku. Þá segir Hedges að þróunartréð bendi til þess að sumir Afríkubúar séu skyldari Evr- ópubúum eða Asíumönnum en öðr- um Afríkumönnum. Gildasta tré í heimi endurskoðað: Mörg þúsund ár skafin af risafuru |uiiinvórfi Sverasta tré i heimi, 84 metra há risafura, er víst umtalsvert yngra en hingað til hefur verið talið. Vísinda- menn telja að það sé ekki nema rétt rúmlega tvö þúsund ára gamalt. Risafuran, sem gengur undir nafn- inu Sherman hershöfðingi og hefur gert síðan 1879, i höfuðið á hraustum dáta úr frelsisstríðinu, var áður tal- in vera sex þúsund ára gömul. Tréð er í Sequoia-þjóðgarðinum í Kali- forníu. „Sherman-tréð er ekki svona svert „Sherman-tréð er ekki svona svert afþví að það er óvenjugamalt heldur afþví að það vex svo hratt,usegir vistfræðingurinn Nate Stephenson. af því að það er óvenjugamalt heldur af því að það vex svo hratt,“ segir vistfræðingurinn Nate Stephenson sem yngdi risafuruna um fjögur þús- und ár með nýjum rannsóknum sín- um á árhringum trésins. «,---------- Risafuran Sherman hershöföingi á heima í Sequoia þjóögaröinum í Kali- forníu þar sem þessi mynd er tekin. Sherman hershöföingi reyndist miklu yngri en vísindamenn höföu hingaö til taliö. Sherman hershöfðingi er ekki hæsta tré í heimi. Þann heiður á svo- kallað Mendocino-tré, átta hundruð ára gömul strandrisafura sem teygir sig 112 metra upp í himininn í skóg- lendi nærri bænum Ukiah i Kali- forníu. Risafuran Sherman er níu metrar í þvermál niðri við jörðu og talið er að hún sé tíu sinnum þyngri en steypireyður. Nate Stephenson segir að rann- sóknir á risafurum hafi sýnt fram á að stærstu trén séu ekki endilega þau elstu og að árhringir úr minni trjám en Sherman hershöfðingja sýni að þau geti verið meira en 3.200 ára gömul. Sherman vex þó enn hratt og á hverju ári bætist við hann nægilegur viður til að hækka tré sem er þrjátíu sentímetrar í þvermál um heila þrjátíu metra. Blýaust bensín drepur smáfugla |(<nifi\T=[í[ Umhverfisvænt eldsneyti kann að vera gott fyr- ir samvisku okkar mann- anna en ýmis- legt bendir til að það valdi fjöldadauða meðal smáfugla á Bretlandi. Vísindamenn sem standa fyrir átján mánaða langri rannsókn á mikilli fækkun í stofnum spörva og stara á Bretlandi telja að tvö efna- sambönd sem finnast í blýslausu í bensíni, bensól og MTBE, gætu þar átt beina sök á. Efnasamböndum þessum er bætt út i blýlausa bensínið, sem á að vera umhverflsvænna en gamal- dags bensín með blýi, til að auka oktantölu þess. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið aö minnka bensól í -^bensíni um áttatíu prósent. Danir vinna að því hægt og bítandi að út- rýma hinu efnasambandinu, MTBE, alfarið. Það er einnig verið að gera sums staðar í Bandaríkjun- um. Fækkun spörva á Bretlandi und- anfarin ár var orðin svo mikil að í ráðuneyti samgangna og umhverf- ismála voru menn farnir að hafa af því þungar áhyggjur. Þess vegna var ákveðið að fara af stað með rannsóknina og hófst hún 1. desem- ber síðastliðinn. Gögn sem breska fuglafræðifé- lagið hefur safnað sýna fram á að húsaspörvum í London hefur fækk- að um fimmtíu prósent á siðustu fímm árum. Þá hefur störum fækk- að um 61 prósent um allt Bretland. Nigel Clark, einn forráðamanna fuglafræðifélagsins, segir að vís- Störum á Bretlandi hefur fækkaö mjög mikiö á undanförnum árum og er taliö aö blýlaust bensín eigi þar stóran hlut aö máli. Þessi mynd var tekin af störum aö sýna listir sínar yfir Rómaborg. indamenn hafí tekið eftir sambandi milli fækkunar fugla og upphafs notkunar blýlauss bensíns, einkum þó á svæðum þar sem umferðin er mikil. „Ein ástæðan kann að vera sú að efnasamböndin hafí bein áhrif á fuglana, eða þá að þau kunna að hafa áhrif á hryggleysingjana sem þeir lifa á,“ segir Nigel Clark. Nigel Clark, eínn for- ráðamanna fugla- fræðifélagsins, segir að vísindamenn hafi tekið eftir sambandi milli fækkunar fugia og upphafi notkunar biýlauss bensíns, eink- umþóá svæðum þar sem umferðin ermikil. ( »1\0 T*lr>: i»1 V >)l r j'jJdJ UJ1 Bætt bóluefni gegn berkl- um á leiðinni Vonir standa til að hægt verði að prófa nýtt og betra bóluefni gegn berklum á fólki þegar á næsta ári. Vísinda- mennirnir sem þróuðu bóluefnið segja að það sé mun betra en nú- verandi bóluefni og hafi komið í veg fyrir berklasmit hjá öllum til- raunadýrum. „Þetta er mjög öflugt bóluefni," segir Marcus Horwitz, prófessor við Kalifomíuháskóla í Los Ang- eles, í viðtali við fréttastofu Reuters. Horwitz stjórnaði rann- sókninni. Bóluefnið nýja byggir á tæplega aldargamalli aðferð. Tveir milljarðar manna eru smitaðir af berklabakteríunni og tvær milljónir deyja úr berklum á ári hverju i heiminum. Berkla- bakterían er mjög smitandi og getur meðal annars borist með hnerra smitaðs einstaklings. Fólínsýra góð á meðgöngunni Ný rannsókn hef- ur staðfest að vanfærar konur sem taka fólín- sýru á meðgöng- unni geta með því komið í veg fyrir margvíslega fæðingargalla hjá börnum sínum. Frá þessu var greint í New England læknablað- inu fyrir skömmu. Rannsóknin byggði á nýlegum ráðleggingum til vanfærra kvenna um að taka fólínsýru til að koma i veg fyrir vanskapaða mænu og heila í börnum símnn. Sonia Hernandez-Diaz við lýð- heilsuskóla Bostonháskóla og rannsóknarhópur hennar komst að þeirri niðurstöðu að konur sem taka lyf sem útiloka áhrif fólínsýru áttu miklu frekar á hættu að eignast böm með annars konar vansköpun, svo sem hjarta- galla og klofínn góm, en aðrar konur. Vísindamennirnir ræddu við þúsundir mæðra. Smáeöla veldur vísinda- mönnum heilabrotum Vísindamenn klóra sér nú í höfðinu yfir fót- frárri smáeðlu sem virðist hafa hlaupiö um á tveimur jafnfljót- um 60 milljón árum áður en fyrstu risaeölumar litu dagsins ljós. Mjög heilleg steingerð beina- grind eðlu þessarar hefur verið grafín upp í Þýskalandi. Hún er frá permtímabilinu fyrir 290 milljón árum. í grein visinda- manna í tímaritinu Science kemur fram að eðla þessi sé fyrsta skepnan sem vitað er um að hafi hlaupið á tveimur fót- um. Litlu eðlunni hefur verið gef- ið nafnið eudibamus cursoris. Hún var um það bil fet á lengd, með langa afturleggi og enn lengri hala og tiltölulega stuttar framlappir. Af tönnunum má ráða að dýrið hafi verið plöntu- æta og telja vísindamenn að það hafí verið svona fótfrátt til að sleppa undan rándýrum sem voru á eftir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.