Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Blaðsíða 12
28 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001 Sport dv Mikill áhugi á Istöltmóti Töltheima: Keilir og Vignir blómstruðu - útlendingar sækja í tilþrif knapa og hesta á ísnum Haldið var í fyrsta skipti ístöltmót í skautahöllinni í Árósum í Danmörku síðastliðið laugardagskvöld. Tuttugu og fjórir hestar mættu til leiks, þar af fjórir frá Noregi og þrír frá Sviþjóð. Einnig voru sýndir sextán stóðhestar og snarpskeiðskeppni fjögurra skeið- hesta. 1500 áhorfendur voru á mótinu og var skautahöllin troðfull. Sýningin tókst með eindæmum vel og er þaö mál manna að ekki hafi sést flottari sýning á íslenskum hestum í Dan- mörku. Þegar er búið að dagsetja næstu sýningu á næsta ári, fyrstu helgina í apríl. Jóhann R. Skúlason er sigurvegari mótsins. Stóðhestur- inn Heikir frá Kjartansstöðum, sem Jóhann sýndi í stóðhestasýningunni, var valinn glæsilegasti stóðhesturinn en Jóhann sigraði einnig í töltkeppn- inni á Snarpi frá Kjartansstööum. Jóhann keppti fyrir Danmörku. Siggi Óskarsson (Danmörku) var annar á Káti frá Stördal, Guömund- ur Björgvinsson (Danmörku) þriðji á Þyt frá Hóli og Malu Logan (Dan- mörku) fjórða á Drífu frá Hvolsvelli. Bjarne Forsan (Noregi) á Spæni frá Högali og Reynir Örn Pálmason (Sviþjóð) á Funa frá Hvítárholti voru í fimmta sæti. Jón Þórðarson sigr- aði í 40 metra snarpskeiði á Sindra frá Síðu á 4,88 sek. Siguróur Kolbeinsson og Einar Ragnarsson hafa verið valdir sem dómarar á heimsmeistarakeppninni í Austurríki fyrir Islands hönd. Þeir eru margreyndir og farsælir dómar- ar. Siðastliðið miðvikudagskvöld var haldið þriðja mótið í mótaröð Meist- aradeildar 847 að Ingólfshvoli. Keppt var i fimmgangi og mættu 23 kepp- endur til leiks. Keppendur safna stig- um í mótarööinni og gildir besti ár- angur sex móta. í fimmgangi sigraði landsliðseinvaldurinn Siguróur Sce- mundsson á Esjari frá Holtsmúla með 6,78 stig, Brynjar Jón Stefáns- son var annar á Sindra frá Selfossi með 6,71 stig, Sigurbjörn Bárðar- son var þriðji á Byl frá Skáney með 6,62 stig. Þorvaldur Árni Þorvalds- son var fjórði á Þór frá Prestbakka með 6,55 stig og Hinrik Bragason þriðji á Dreka frá Syöra-Skörðugili með 6,37 stig. Ármúlaskóli sigraði í sveitakeppni framhaldsskólanna annað áriö í röð. Keppt var i Reiðhöllinni í Reykjavík. Sveitina skipuðu: Davið Matthias- son, Nanna Jónsdóttir, Hrafnhild- ur Eggertsdóttir, Þórunn Eggerts- dóttir en liðsstjóri var Sigurður I. Ámundason. Fjölbrautaskóli Suður- iands var í öðru sæti og Menntaskól- inn við Sund í þriðja sæti. Keppt var í tölti, fjórgangi og fimmgangi auk fljúgandi skeiðs sem sýningargrein- ar. Alþjóðleg dómararráðstefna verður haldin á íslandi í aprílbyrjun. 1 tengslum við ráðstefnuna halda Fáks- menn opna nýhrossakeppni og tölt- mót og munu hinir alþjóðlegu dómar- ar sjá um dómgæsluna. Eftir keppni á þremur mótum í mótaröð Meistaradeildar 847 er stað- an sú að í fyrsta sæti er Sigurbjörn Báróarson með 20 stig, Sigurður Scemundsson er annar með 16 stig, Hinrik Bragason þriðji með 15 stig, Sigurður Sigurðarson fjórði meö 11 stig og þeir Tómas Ragnarsson og Brynjar Jón Stefánsson eru með 8 stig. Vetrarleikar Snæfellings voru haldnir fyrir skömmu á Hellissandi. Þátttaka var allgóð í fullorðinsflokk- unum en slakari hjá ungknöputn. í barnaflokki og töltkeppni barna sigr- aði Eva Kristin Kristjánsdóttir á Pjakki frá Hvoli, í A-flokki. Guð- mundur Ólafsson á Dögg frá Ólafs- vik og í B-flokki og tölti Kolbrún Grétarsdóttir á Ófeigi frá Galtar- nesi. Að því móti loknu verða verð- launaöir vetrarmeistarar Snæfell- ings. Stigastaöa er þessi: Kolbrún Gretarsdóttir 51 stig, Lárus Á Hannesson 46 stig og Guðmundur Ólafsson 27 stig. Næsta mót hjá Snæ- fellingi verður íþróttamót sem hald- ið verður 29 apríl í Stykkishólmi. Heimasiða Landssambands hesta- mannafélaga hefur verið endursköp- uö. Ætlunin er að Sigrún Ögmundótt- ir og Sólveig Ásgeirsdóttir á skrif- stofu LH uppfæri síðuna reglulega. Slóðin er lhhestar.is Aóalfundur Félags hrossabænda verður haldinn fostudaginn 6. apríl næstkomandi í húsakynnum íþrótta- sambands íslands í Laugardalnum. Auk almennra umræðna má búast við umræðum um sölu á sæði úr stóðhestum til útlanda og jafnvel hækkun útflutningsgjglds. -EJ . -Tfe i <ii i ltonRúie Áhugi fyrir ístöltmóti Tölt- heima hefur aukist smám saman því útlendingar eru farnir aö sækja í að sjá tilþrif knapa og hesta á ísnum. Mikil stemning myndaöist fyrir mótið sem var haldið siðastliðið laugardagskvöld í Skautahöllinni í Reykjavík en þetta var fjórða ís- töltmótið. Erling Sigurðsson er einvaldur og valdi tuttugu og níu knapa og hesta. Hann valdi flest þeirra para sem hafa vakið athygli á mótum i vetur auk þekktra keppnishrossa fyrri ára. Töluvert var um fyrstu verðlauna kynbóta- hross, jafnt stóðhesta sem hryss- ur. Það er ljóst að þessi hross verða áberandi á keppnisvöllum næstu ár og er ekki aö efa að mörg þeirra verða prófuð í úrtöku fyrir heims- meistaramótið í Austurríki. Áhorfendur völdu stóöhestinn Smára Fyrirkomulag sýninga var hið sama allan tímann. Knapar sýndu hægt tölt, tölt með hraðaukningu og loks fegurðar- tölt. Keppt var í níu þriggja knapa riðlum og komust átta ein- kunnahæstu knaparnir í úrslit. Knapi með hæstu einkunn keppti í bráðabana við knapa i 8. sæti, knapi í 2. sæti við knapa í 7. sæti og svo framvegis. Sigur- vegararnir fjórir komust í úrslit. Þeir fjórir sem töpuðu fengu aukamöguleika á að komast í A- úrslit. Þeir kepptu eina umferð til viðbótar og völdu áhorfendur knapann Magnús Arngrímsson á stóðhestinum Smára frá Skaga- strönd. Notaður var klappmælir til að fá fram vilja áhorfenda. Lokaröð keppenda var: Vignir Jónasson á Keili frá Miðsitju, Hans Fr. Kjer- úlf á Laufa frá Kollaleiru, Sigur- björn Bárðarson á Amal frá Húsavík, Leó G. Arnarson á Stóra-Rauð frá Hrútsholti og Magnús Arngrímsson á Smára frá Skagaströnd. Hrossin nutu sin misvel á ísnum en yfirleitt virtust þau auka getu sína er leið á kvöldið. Þulirnir Sigurður Sæmundsson og Erling Sigurðs- son voru vel vakandi er stefndi í að knapar færu sér á voða og heyrðist þá „passiði ykkur á hraðanum, knapar góðir" en keppnisskapið getur oft aukist umfram það sem er skynsamlegt. Þannig ættu öll mót á íslandi aö fara fram Auk töltkeppninnar sýndi Atli Guðmundsson stóðhestinn Svein Hervar frá Þúfu, Samantha Leidersdorf Safir frá Viðvík og Björn Jónsson Glampa frá Vatns- leysu. Glampi og Björn voru valdir athyglisverðasta par ís- mótsins. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og skeikaði vart mínútu á þeim tíma sem auglýstur var sem upphafstími og mótinu lauk töluvert fyrir áætlaðan móts- slitatíma. Þannig ættu öll hesta- mót á íslandi aö fara fram. Opiö mót á Sauöárkróki Þó svo að reiðhöllin Svaðastað- ir á Sauðárkróki hafi ekki verið vígð enn þá var hún tekin í notk- un í febrúar. í gær var fyrsta opna mótiö í höllinni og var keppt í tölti fullorðinna og ung- knapa, 55 metra skeiði og fjór- gangi fullorðinna. Skráningar voru 82 og komu knapar víða að frá Norðurlandieystra. í 55 metra skeiði með fljúgandi starti sigraði Stefán B. Stefánsson á Blakki frá Árgerði á 5,23 sek. Ragnar Eiríksson var annar á Spóa frá Gröf á 5,24 sek. og Bald- vin Ari Guðlaugsson þriðji á Eld- járni frá Efri-Rauðalæk á 5,29 sek. í tölti fullorðinna sigraði Baldvin Ari Guðlaugsson á Golu frá Ysta-Gerði, Jóhann Þor- steinsson var annar á Smið frá Miðsitju og Bergur Gunnarsson þriðji á Krapa frá Þóreyjarnúpi. í tölti ungknapa sigraði Heiðrún Ósk Eymundsdóttir á Þyt frá Saurbæ, Hjördís Sigurð- ardóttir var önnur á Ágústi frá Brúnastöðum og þriðja Stefanía Sigurðardóttir á Flugu frá Hofs- völlum. Baldvin á Golu vann fjórganginn í fjórgangi sigraði Baldvin Ari Guðlaugsson á Golu frá Yzta- Gerði, Bergur Gunnarsson var annar á Amor frá Ólafsfirði og Anton Nfelsson var þriðji á Skugga frá Víðinesi. -EJ Vigrýr Jfin^ssqn og.Keilir.frá Miösttju sigruöu í ístöltmóti Tölthpima. t j io,n \r t<i>0 |«, 11.,|, •• öbl ill ir piI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.