Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001 31 T Sport DV Veiðivon Sjóbirtingsveiðin byrjaði fyrir alvöru í gærmorgun og það var eiginlega fyndiö að sjá veiðimenn fyrstu klukkutím- ana. Þeir voru eins og kálfar sem er hleypt út á vorin. Það var ætt um allt til að reyna að finna fiskinn og fá hann til að taka agnið. Og sumir höfðu er- indi sem erfiði. Reyndar getur veiðidellan verði ótrúleg í byrjun tímans, enda ekki hægt að veiða víða fyrir klaka. Rifjast þá upp sag- an af veiðifélögunum sem fóru austur að veiða sjóbirting og áin var næstum öll á ís. Þótti þeim þetta fúlt og leituðu lengi að vök sem þeir fundu um síð- ir og þar var rennt lengi dags, en enginn fiskur tók. Vökin var reyndar ekki nema metri á hvern veg og erfitt að hitta hana. Þeir slá ekki slöku við, félag- arnir Pálmi Gunnarsson söngvari og Erling Ingvason tannlæknir, en fyrir nokkrum dögum leigðu þeir Reykjadalsá í Suður-Þingeyjarsýslu. Skömmu áður höfðu þeir leigt Litluá i Kelduhverfi og þessar ár leigðu þeir til 10 ára. Og sama málið virðist vera í gangi í báðum ánum - að friða fisk- inn og ná þessum veiðiám aft- ur í sitt gamla horf. Þónokkur áhugi virðist vera á gönguferðunum hjá Ar- inbirni á Brekkulæk í Miðflrði á Arnarvatnsheiðina. Það eina sem menn setja fyrir sig er þessi langa ganga en spennan fyrir að fara í ferðirnar er mik- ill. Veiðivonin er líka mikil og fiskurinn vænn. Verslunin Útivist og Veiði, Síðumúla, verður með Græn- landskynningu næsta flmmtu- dag og hefst hún kl. 17 og stendur til kl. 21. Þeir sem sjá um kynninguna eru Þórhall- ur Borgarsson, Gunnar Óli Hákonarson og Jóhann Vil- hjálmsson en þeir hafa allir starfað sem leiðsögumenn á Grænlandi og eru mjög fróðir um allt sem viðkemur bæði hreindýraveiðum og bleikju- veiðum, náttúru og græn- lensku mannlífi. Sýndar verða litskyggnur þar sem þeir sýna og segja frá hreindýra- og bleikjuveiðum og munu siðan svara öllum fyrirspurnum eftir bestu getu. „ Vió vorum að ganga frá samningum við Veiðifélagið Lax-á fyrir fáum dögum og þaö verður með vatnið í sumar. Leigan er tólf hundruð þúsund fyrir tímabilið," segir Gisli Ellertsson, formaður Veiðifé- lags Meðalfellsvatns í Kjós, í samtali við DV-Sport, en veiðin má byrja í vatninu 1. apríl. „Mér sýnist það verða bara ís- veiði núna í byrjun, vatnið er næstum allt ísi lagt. Veiði- menn hafa aðeins verið að dorga hérna í vetur en ekki mikið og veiðin hefur verið frekar lítil," sagði Gísli enn fremur. „Það styttist verulega í að veiðiskapurinn byrji hérna við vatnið, þetta er ekki nema rétt mánuður og ég held að vatnið komi vel undan vetri,“ sagði tíðindamaður okkar við Elliða- vatn í samtali við DV-Sport, en það styttist verulega í að vatnaveiðin byrji fyrir alvöru. Það eru komnar vakir á Elliða- vatn og þeir hörðustu hafa fengið sér bíltúr upp að vatni til að líta á aðstæður. -G, Bender -------ii--------------------- Það styttist verulega í að Elliöavatn verði opnað veiðimönnum, en þeir hörðustu hafa fengið sér bíltúr upp að vatni. Á myndinni eru þeir Vignir Sigurðsson veiðivöröur og Þórir ísfeld veiðimaöur. DV-mynd G. Bender Veiöimálastjóri taki pokann sinn - á aö standa vörð um náttúrulega laxastofna en gerir það alls ekki. Úthlutar þess í stað leyfum til sjókvíaeldis út og suður Tveir veiðimenn ganga eftir árbakkanum á Selá í Vopnafirði. Það er lítil hreyfing i hyljum ár- innar en einn og einn tittur sést skjótast. Það er árið 2040 og veiðiárnar eru orðnar fisklausar eins og í Noregi fyrir 40 árum. Laxarnir sem koma eru afskræmdir fiskar sem sluppu úr fiskeldisstöðinni fyrr í sumar. Fiskeldisstöðinni hefur reyndar verið lokað og veiðiárnar í næsta nágrenni bjóða ekki upp á neitt lengur. Veiðimennirnir sem veiddu hérna eru hættir að koma, enda engin veiði lengur. Bændurnir sem bjuggu við ána eru fluttir suður. Þessi lýsing hérna á undan gæti vel átt við eftir 40 ár þegar við verðum búin að ganga frá laxveiðiánum vegna þess að laxastofnarnir eru ekki auðlind sem við getum endalaust treyst á. Sjúkdómar munu herja í veiðiánum og laxar sem sleppa munu með tíð og tíma breiða þá út, það gerist alls staðar í fiskeld- inu. Sterkustu kvíar halda ekki þegar gerir mikil óveður dag eft- ir dag. H Mennirnir sem eiga að standa vörð um náttúrulega laxastofna hafa klikkað. Veiðimálastjóri, Árni ísaksson, á samkvæmt sínum vinnureglum að standa vörð um laxastofnana. Samt sem áður úthlutar hann leyfi til vinstri og hægri. Það líður varla sá dagur að ekki sé gefið út leyfi fyrir nýrri stöð. Þetta er gert þrátt fyrir að áður nefndur Árni hafi oft bent á hætturnar eins og hann gerði í tímaritsgrein fyrir nokkrum árum: _____________ „Hér á landi eru veður mun vályndari en inni á lokuðum fjörðum Noregs og hitastig sjáv- ar oft við hættu- mörk á vetrum. Því mátti gera ráð fyrir að alvarleg áfóll yrðu hér mun algengari en í Noregi og meira slyppi úr kvíum, einkum að vetrarlagi, sem hefur komið á daginn.“ Og seinna segir Árni: „Bent hefur verið á þá hættu sem af því gæti stafað fyrir villta stofna í viðkomandi ám ef aðkomulax hrygnir mikið í ánum. í hita um- ræðunnar um erfðablöndun virð- Veiðiljós Gunnar Bender ist oft gleymast að fisksjúdómar eru tryggur fylgifiskur hvers konar eldis, ekki síst upp í slát- urstærð.“ Það er ótrúlegt að þessi sami Árni ísaksson gefur út leyfi til þess eins að koma höggi á nátt- úrulega laxastofna. I fyrra veiddust ekki nema 26 þúsund laxar á móti 40 þúsund löxum árið áður. Löxunum fækkar með hverju árinu, þrátt fyrir að veiði- menn séu byrjaðir að sleppa löx- um til að hjálpa veiðiánum. Sú hjálp er kannski til einskis með tíð og tlma? „Árni ísaks- ------------- son veiðimála- stjóri á auðvitað að taka dótið sitt og koma sér í burtu áður en hann stórskaðar íslenska laxastofna og þó fyrr hefði verið. Hann á að segja af sér og það strax. Þessi leyfi hans út og suður eru hneyksli, maður- inn á að standa vörð um íslenska laxastofna," sagði veiðimaður sem ég hitti við Laxá í Aðaldal fyrir fáum dögum, þar sem við stóðum við Æðarfossana. „Ef þetta vprður ekki Stqppað og það fljótlega, endar þetta með ósköpum. í Noregi hafa fiskeldis- menn fengið að vaða áfram, enda eru flestar bestu laxveiðiárnar orðnar fisklausar og þeir fiskar sem koma eru fiskar úr fiskeldis- stöðum. Þeir eru nú ekki fallegir sumir og svona verður þetta hérna með tíð og tima. í vinnu- reglum Árna stendur að hann eigi að standa vörð um náttúru- lega laxastofna. Þetta getur ekki verið sú aðferð. Hann er alls ekki hæfur að fjalla um þessi mál. Þessir menn verða ekki dregnir til ábyrgðar þó þeir rústi laxveiðiárnar, þeir eru ábyrgðar- lausir með öllu og alveg sama um veiðiárnar,“ sagði veiðimað- urinn í lokin. Það þýðir lítið að kortleggja landið eins og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni ís- aksson veiðimálastjóri gerðu nýlega. Laxinn kann ekki að lesa og fer auðvitað bara sínar eigin leiðir þegar hann kemur að ströndum landsins. Landbúnað- arráðherra er ekki hótinu betri en veiðimálastjóri - maðurinn sem sagði að náttúran ætti alltaf að njóta vafans. -G- Pender < < k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.