Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 8
8 9 Útlönd FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 I>V FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 DV Útlönd Soltys-hjónin Nikolay Soltys stakk vanfæra eigin- konu sína í magann meö hnífi. Þessi ijósmynd af hjónunum fannst í yfirgefnum bíl Soltys í fyrradag. Nikolay Soltys: Ginnti son sinn með leikföngum Úkraínski innflytjandinn Nikolay Soltys, sem hefur myrt sex meðlimi stórfjölskyldu sinnar nærri Sacra- mento íKalifomíu síðustu daga, er talinn hafa skipulagt gjöminginn vandlega og verið meðvitaður um at- hafnir sínar. Allsherjarleit stendur yftr að morðingjanum og hefur þremur milljónum króna verið heitið fyrir upplýsingar um ferðir hans. Þriggja ára sonur Soltys fannst lát- inn í pappakassa á þriðjudag. Lög- reglumenn á vettvangi greindu fót- spor fullorðins manns og barns að pappakassanum, en einungis sá full- orðni sneri aftur frá kassanum. Svo virðist sem Soltys hafi ginnt son sinn i pappakassann með nýjum leikfóngum, en mörg slík fundust í alblóðugum kassanum. Barnið hafði verið skorið og stungið með hnífi, eins og hinir fimm myrtu ættingjar Nikolays Soltys. Ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs: Eldflaugaárásir á hátt- setta Palestínumenn Skærur á óróasvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs aukast nú dag frá degi, en í gær bættust að minnsta kosti sjö Palestínumenn í hóp fallinna. í gær féllu fimm manns þegar ísraelsk hersveit hóf skothríð á hóp Palestínu- manna í bænum Betiba, sem er vestur af Nablus i nágrenni Vest- urbakkans. Talsmaður hjálparsamtakanna Rauöa hálfmánans sagði að að- koman hefði verið hræðileg og lík- amar þeirra föllnu hefðu hrein- lega verið fullir af byssukúlum. Hann sagði að til skorbardaga hefði komið eftir að hersveitin hefði komið að hópi hryðjuverka- manna sem unnu við aö koma fyr- ir sprengjum við vegkantinn. Þá féll einn Palestímumaður á Gaza-svæðinu þegar eldflaug var skotið að bifreið sem hann var farþegi í. Maðurinn mun hafa verið félagi í Hamas-samtökun- um, sonur Adnan al-Ghoul, sem þar er háttsettur, og mun eld- flaugin hafa verið ætluð honum. Loks var palentínskur lögreglu- maður skotinn til bana á Gaza- svæðinu seint í gærkvöldi. Hann mun hafa verið skotinn eftir að hafa hætt sér of nálægt ísraelskri hersveit. í morgun var síðan gerð eld- flaugaárás á bíl háttsetts palest- ínsks embættismanns, sem særð- ist illa ásamt tveimur öðrum. Mikill órói er nú á svæðinu og búast menn við hinu versta eftir atburði gærdagsins. Yasser Arafat í Indlandi Á sama tíma og allt er að fara í bál og brand heima fyrir er Yasser Arafat, leiötogi Palestínumanna, í opinberri heimsókn í Indlandi þar sem hann leitar stuönings ráöamanna fyrir stefnu sinni í málefnum Miö-Austurlanda. Hann mun einnig heimsækja Pakistan og Kína í feröinni og er taliö líklegt aö hann muni leggja hart aö ráöamönnum í Kína aö taka virkari þátt í friöartiiraununum fyrir botni Miöjaröarhafs. Á myndinni hér aö ofan er Arafat meö Atal Behari Vajpayee, forsætisráöherra Indlands. Vill Bondevik við hlið sér Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður V erkamannaflokks- ins, kappkostar nú að fá forvera sinn, Kjell Magne Bondevik, formann Kristilega flokksins, til liðs við sig. Stoltenberg segir Bondevik veðja á rangan hest velji hann samstarf með Hægriflokknum eftir komandi þingkosningar. í mál við ákæranda Hjónin Neil og Christine Hamilton, sem eru sökuð af konu um að hafa átt þátt í nauðgun á henni í vor, hafa kært hana fyrir meiðyrði. Neil er fyrrverandi við- skiptaráðherra Bretlands. Elding varð fimm að bana Elding varð fimm manna fjöl- skyldu að bana á bóndabýli hennar í Rúmeníu í fyrradag. Fjölskyldan var að slá tún þegar slysið varð. Geimskutla lenti heil Geimskutlan Discovery lenti heilu og höldnu i Flórída í gær og lauk þar með því verkefni að skipta um áhöfn í geimstöðinni Alpha. Kyrkislanga slasaði barn 8 ára stúlka fannst meðvitundar- laus á eldhúsgólfinu heima hjá sér i Pennsylvaníu i gær með þriggja metra kyrkislöngu um hálsinn. Slangan var gæludýr stúlkunnar. Varasamt verkefni Nató í Makedóníu Atlantshafsbandalagið ákvað í gærmorgun að senda 3500 manna af- vopnunarlið til Makedóníu. í gær komu 136 liðsmenn frönsku útlend- ingahersveitarinnar til landsins og i morgun var byrjað að flytja her- menn frá Bretlandi. Alls munu Bret- ar senda 1800 hermenn til Makedón- íu, Frakkar 530 og Kanadamenn 200. Nató hyggst eyða 30 dögum í að afvopna albönsku skæruliðana í Makedóniu. Hlutverk hersveitanna er vel afmarkað. Nató þvertekur fyr- ir að liðið verði lengur en 30 daga í landinu og undirstrikar að það muni ekki stunda friðargæslu eða miðla málum. Deilt er um möguleg- an árangur af fór Nató þar sem ekki hefur náðst sátt um hversu mörg vopn Albanar láta af hendi. Sjálfir segjast þeir hafa 2000 vopn til að skila inn en Makedóníustjórn segir þau 85 þúsund. Ríkisstjórn Makedóníu fagnaði komu afvopnunarsveitanna og sagði hana mikilvægan áfanga í átt til friðar. Albönsku uppreisnarmenn- imir fógnuðu einnig, en vildu fá Nató í friðargæslu vegna árásar- girni Makedóníuhers. Slavneskir íbúar landsins tóku fálega í komu Nató, minnugir þess að bandalagið neyddi Makedóníu til að taka við 230 þúsund albönskum flóttamönn- um frá Kosovo, sem siðar tóku margir þátt i uppreisninni. íbúar Makedóníu eru 2 milljónir en land- ið er fjórðungur af stærð Islands. Á leiö til Makedóníu Breskir hermenn lögöu upp frá Oxfordskíri í morgun. Förinni var heitiö til smáríkisins Makedóníu á Balkanskaga þar sem albanskir uppreisnarmenn hafa átt í borgarastríöi við slavneska stjórnarherinn. Nató hyggst eyöa 30 dögum í aö afvopna albönsku uppreisnarmennina. Fylkingarnar eru hins vegar ekki á eitt sáttar um hversu mörg vopn þær eigi aö skila inn. Albanar segja þau 2000 en stjórnarherinn segir uppreisnarmennina búa yfir 85 þúsund vopnum. Iain Duncan Smith: Aldrei evru Iain Duncan Smith, keppinautur Ken Clarkes um leiðtogasætið í breska íhaldsflokknum, segist aldrei taka það í mál að taka upp evruna komist hann til valda. Duncan Smith lét þessi orö falla í kappræðum við keppinaut sinn sem fram fóru í beinni sjónvarpsútsendingu í gær- kvöldi. Hann sagði einnig að meiri- hluti íhaldsmanna væri honum sam- mála og því væri nauðsynlegt að nýr leiðtogi flokkins væri á þeirri línu. Clarke, sem er ákveðinn evrusinni, hefur verið harðlega gagnrýndur af íhaldssamari armi flokksins fyrir evrumálin og nú síðast af Margréti Thatcher sem lýsti yfir stuðningi við Duncan Smith á mánudaginn. Hún varaði einnig við að Clarke gæti klofið flokkinn og að hann væri því „hörmulegur“ valkostur. William Hague, fyrrum leiðtogi flokksins, hefur einnig lýst yfir stuðningi við Duncan Smith, en John Major, fyrr- um forsætisráðherra, er í stuðnings- liði Ken Clarkes. : .: ■■ r- 1. SEPTEMBER HAUST 2001 ALLA SUNNUDAGA KL. 12:30JJG 22:00 ÖLL FIMMTUDAGSKVi ÖLL MIÐVIKU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.