Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 6
20 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 Sport - þegar Keflavík vann íslandsmeis íslands- og bikarmeistarar KR töp- uöu fyrsta leik sínum í 1. deild kvenna þegar liðið sótti Keflavík heim á laugardag. Keflavík sigraði með 16 stiga mun, 81-65, og var sig- urinn nokkuð sannfærandi. KR, sem vann allt siðasta vetur sem hægt var að vinna, virkaði ekki nálægt eins sterkt og á síðasta tíma- bili enda liðið búið að missa nokkra góða leikmenn. Hæðin er sama og engin og er Helga Þorvaldsdóttir hæst í liðinu. Hún mátti sín lítils gegn Erlu Þorsteinsdóttur í liði Keflavíkur og átti Erla stórleik og skoraði 30 stig og tók 17 fráköst. KR meö átta stiga forskot Keflavík byrjaði leikinn af krafti og skoraði sex fyrstu stigin. KR- stelpur náðu þó að átta sig á hlutun- um og fóru að bíta frá sér. Eftir fyrsta leikhluta hafði KR átta stiga forskot, 13-21, og leikmenn Keflavík- ur virtust ráðlausir. Anna María Sveinsdóttir, þjálfari Keflavíkur, las vel yfir sínum stelpum áður en ann- ar leikhluti hófst og krafðist þess að sínir leikmenn léku betri vörn og gekk það eftir. Annar leikhluti var allur Keflavíkur og þegar hann var allur var Keflavík komið níu stigum yfir, 41-32. Seinni hálfleikur einkenndist af því að liðin skiptust á að skora. KR náði ekkert að minnka muninn enda Erla og Birna Valgarðsdóttir í mikl- um ham. Keflavík notaði varamenn sína í lokin enda öruggur sigur í höfn. Keflavík var spáð sigri fyrir tímabilið og Ijóst að liðið verður sterkt í vetur. Birna og Erla voru í algjörum sérflokki og bæði skoruðu og fráköstuðu grimmt. Hjá KR var Gréta Grétarsdóttir best en aðrir leikmenn liðsins voru að leika undir getu. Hildur Sigurðar- dóttir átti ágætis spretti en ljóst að liðiö er of lágvaxið til að blanda sér í baráttu um titia eins og staðan er í dag. Stig Keflavikur: Erla Þorsteinsdóttir 30 (17 fráköst), Birna Valgarðsdóttir 26 (13 fráköst), Kristín Blöndal 11, Gréta Guð- brandsdóttir 8, Guðrún Guðmundsdóttir 4, Theódóra Káradóttir 2. Stig KR: Gréta María Grétarsdóttir 24 (7 stolnir), Hildur Sigurðardóttir 17 (10 fráköst), Helga Þorvaldsdóttir 11, Kristin Jónsdóttir 9, Hafdís Gunnarsdóttir 4. -Ben IR-ingar slökktu á Perunni ÍR er komið í 16-liða úrslit SS-bikars karla í handknattleik eftir 9-36 sigur á Akureyrarlið- inu Perunni. ÍR-ingar mæta b-liði Eyjamanna í næstu umferð. Það var ijóst strax í upphitun að iR-ingar myndu ekki eiga í miklum vandræðum með Peruna sem byggð var upp af lyftingamönnum, fyrrum ungliðum hinna Akureyrarliðanna auk nokkurra ágætra manna sem vart hafa snert handbolta í fleiri ár. Þrátt fyrir að Perumenn hafi skorað fyrsta mark leiksins var staðan í leikhléi 4-19 gestun- um í vil og nú reið á fyrir heimamenn að skora fleiri mörk í síðari hálfleik en í þeim fyrri og undir tryggri stjóm fyrirliða síns, Torfa Ólafs- sonar kraftakarís, með ágætri markvörslu Jóns Jakobsonar lögreglumanns og með stuðningi Sigfúsar Karlssonar, kynnisins góðkunna, hafð- ist það og var eitt sirkusmark haft með til að skreyta. Sturla Ásgeirsson og Tryggvi Haraldsson fóru mikinn i hraðaupphlaupum lR en þar á bæ komust allir á blað nema markverðimir og þjálfarinn Júlíus Jónasson. Peran tók lífinu létt í leiknum og ÍR-ingar tóku vel í það. Heima- menn nýttu leikhléin sín til fullnustu til að styrkja liðsandann og söngluðu og trölluðu og gestirnir voru svo vinsamlegir að nýta eitt leik- hlé í það að klappa fyrir áhorfendum í KA- heimilinu. Mörk Perunnar: Torfl Ólafsson 2, Birkir Baldursson 2, Tómas Jóhannesson 1, Guðmund- ur Pálsson 1, Hlynur Már Erlingsson 1, Ámi Kári Torfason 1. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 7, Tryggvi Haraldsson 6, Erlendur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 4, Ragnar Helgason 3, Brynjar Stein- arsson 3, Fannar Þorbjörnsson 2, Einar Hólm- geirsson 2, Kári Guðmundsson 2, Kristinn Björgúlfsson 2, Andri Úlfarsson 1. -ÓK Horkuleikur Breiöablik-Tindastóll 72-79 0-1, 8-3, 17-9, 22-11, (26-17), 31-22, 31-32, (38-35), 40-35, 47-39, 47-45, 57-47, (59-52), 65-58, 65-69, 70-69, 70-79, 72-79. Stig Breióabliks: Ken Richards 22, Pálmi Sigurgeirsson 18, Mirko Viri- jevic 12, Þórólfur Þorsteinsson 6, Þór- arinn Andrésson 6, Ómar Sævarsson 4, Ingvi Jökulsson 4. Stig Tindastóls: Kristinn Friðriks- son 25, Bryan Lucas 23, Friðrik Hreinsson 9, Helgi Margeirsson 8, Michail Andropov 8, Valur Ingi- mundarson 4, Axel Kárason 2. Fráköst: Breiðablik 39 (16 í sókn, 23 í vörn, Ómar 11), Tindastóll 27 (7 í sókn, 20 í vörn, Lucas 13) Stoósendingar: Breiðablik 16 (Pálmi 8), Tindastóll 10 (Helgi 3) Stolnir boltar: Breiðablik 11 (Pálmi, Loftur 4), Tindastóll 8 (Lucas 2) Tapaöir boltar: Varin skot: Breiðablik 2 (Richards, Pálmi), TindastóU 5 (Lucas, Antropv) 3ja stiga: Breiðablik 26/9, Tindastóll 14/5. Víti: Breiðablik 9/5, Tindastóll 26/15. Dómarar (1-10): Einar Skarphéðinsson og Kristinn Óskarsson, 8. Gceói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 220. Maöur leiksins ^mt7t^-^sson'Tindastóii Það var hörkuleikur þegar nýliðar Breiðabliks tóku á móti Tindastóli á fóstudagskvöld í Smáranum og fór svo að gestirnir sigruðu naumlega í lokin, 72-79, þar sem Blikar voru sterkari aðilinn nánast allan leik- inn. Það var framlag Kristins Frið- rikssonar í liði Tindastóls sem skildi liðin að í endann en hann bæði sá um að koma sínum mönnum inn í leikinn og komast yfir þegar skammt var til leiksloka. Blikar voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og voru að spila vel. Egg- ert Garðarsson, þjálfari Breiðabliks, skipti byrjunarliöinu útaf í öðrum leikhluta og komust Stólarnir yfir 32-31 með því að gera 11 stig í röð. Blikar náðu undirtökunum aftur í byrjun seinni hálfleiks og voru sjö stigum yfir þegar rúmar fimm mín- útur voru eftir af leiknum. Þá tók Kristinn sig til og gerði hverja körf- una á eftir annarri og nokkurt ráð- leysi var komið í leik Breiöabliks. Þaö sem eftir lifði leiks gerðu Stól- amir 27 stig gegn aðeins sjö heima- manna og innbyrtu því fínan sigur í erfiðum leik. Kristinn var besti maður Tinda- stóls í seinni hálfleik en Bryan Lucas í þeim fyrri. Hjá Blikum voru Pálmi Sigurgeirsson, Ken Richards ^MÚ'koVirijevicbe^.y^Bem Grindavíkurstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í 19 mánuði: Leikhléiö - sem aldrei átti að leyfast stöðvaði besta áhlaup Stúdína sem töpuðu óvænt í Grindavík, 61-72 Grindavíkurstúlkur unnu lang- þráðan en jafnframt nokkuð óvæntan sigur á Stúdínum, 72-61, í fyrsta leik liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta í Grindavík á laugardaginn. Þetta var fyrsti deildarsigur Grindavíkurliðsins í 19 mánuði eða síðan þær unnu KFÍ á ísafirði 11. mars 2000. Grindavík byrjaði leikinn mun bet- ur og leiddi 26-19 eftir fyrsta leikhluta og 41-33 í hálfleik en Stúdínur áttu sitt besta áhlaup í lok þriðja leikhluta. Þá skoruðu þær 11 stig gegn 2 og minnkuðu muninn í fimm stig, 51-46, þegar 1 og hálf mínúta var eftir af fjórðungnum. Þá bað Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, um leikhlé og fékk það þrátt fyrir að hafa fjórum minútum áður tekið annað leikhlé og var því í raun búinn með sinn kvóta. Þrátt fyrir athugasemdir við þetta ólqglega leikhlé í upphafi þess levfðu dðiVfa'rarnir. I.eifur Garðarssðn' og - Jón Halldór Eðvaldsson, Unndóri að taka það til enda og Grindavík hóf síð- an leik eins og ekkert hefði í skorist. Samkvæmt reglum má lið aðeins taka eitt leikhlé í hverjum af fyrstu þremur leikhlutunum og þarna hefði Unndór Sigurðsson átt að fá tækni- villu, ÍS tvö vítaskot og boltann, þeg- ar aðeins 5 stigum munaði á liðunum. í stað þess fékk Unndór tækifæri til að stilla upp í góða sókn sem endaði með þriggja stiga körfu frá Jessicu Gaspar og munurinn fór upp í átta stig og hélst á þeim nótunum út leik- inn. Það er skrítið að jafnreyndir dómarar geri sig seka um slík mistök og reyna síðan að fela mistökin í stað þess að leiðrétta þau. Jessica Gaspar átti frábæran leik fyrir Grindavík, leiddi sitt lið og náði auk þess þrefaldri tvennu og er ljóst að barátta og grimd hennar reynist Stefánsdóttur sem lék vel í þessum leik auk þess sem Sólveig Gunnlaugs- dóttir var sterk í fjórða leikhlutanum þegar hún geröi sjö af síðustu 12 stig- um liðsins. Liðið er líka til alls líklegt í deildinni í vetur. Stúdínur áttu í basli í þessum leik en þær léku án Stellu Rúnar Krist- jánsdóttur sem skoraði 18 stig þegar ÍS vann Grindavík í úrslitaleik Reykjavíkurmóstsins á dögunum. Svana Bjarnadóttir og Alda Leif Jóns- dóttir voru bestu menn liðsins. Stig Grindavíkur: Jessica Gaspar 29 (17 fráköst, 5 í sókn, 10 stolnir, 6 stoðs., hitti 10 af 20 skotum), Sólveig Gunnlaugsdóttir 12 (hitti 5 af 8 skotum), Jovana Stefánsdóttir 10 (8 fráköst), Sandra Guðlaugsdóttir 7, Sig- ríður Anna Ólafsdóttir 6, Ólöf Helga Páls- dóttir 5, Petrúnella Skúladóttir 3. Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 20 (5 stoðsendingar, 5 fráköst), Svana Bjarnadótt- ir 16 (14 fráköst, 7 i sókn, 3 varin skot), Haf- dís Helgadóttir.U, Lovisa Guðmundsdótþf arin skot),. Þón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.