Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 18
MANUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 Sport DV Veiðileyfln í Laxá á Ásum eiga að hækka verulega næsta sumar en dýrasti dagurinn á sumri komanda mun hækka verulega og ætti það að skýrast á næstu dögum hvert verðið verð- ur. Veiöitiminn hefur verið stytt- ur í Laxá um hálfan mánuð og aðeins er leyfð fluguveiði enda veitir ekki af að gera eitthvað, aðeins veiddust 565 laxar á móti 760 löxum árið áður. Blanda var ekki eina lax- veiðiáin sem bætti sig á milli ára norðan heiða, það gerði Laxá á Refasveit en þar veiddust 100 laxar, á móti 65 löxum í fyrra. Eitthvað var af laxi í Laxá þeg- ar veiöiskapurinn hætti í haust, til að hrygna. Öllum laxi var sleppt í Fljótá i Fljótum og gekk veiðiskapur- inn vel en það veiddust yflr hundrað laxar. Eru menn að vona að þessar aðgerðir hjálpi ánni þegar með tímanum. Haustbleikjan lét lítið sjá sig í Fnjóská i Fnjóskadal en bleikjuveiði var fln í ánni í sum- ar og margar mjög vænar veidd- ust. Laxveiðin hefði mátt vera betri. Þeir Jón Ingi Sveinsson, Árni Halldórsson og Sigurjón Hafsteinsson voru á gæs fyrir nokkrum dögum og veiddu vel. Árni ætlaöi til rjúpna á fyrsta degi veiðitímans. DV-mynd G. Bender „Veiðin hefur verið fín á mið- svæðinu í Vola og veiðimenn veitt vel síðustu daga. Veiðimað- ur sem var þar fyrir nokkrum dögum veiddi 12 fiska,“ sagði Ágúst Morthens á Selfossi er við leituðum frétta af veiðimönnum fyrir austan fjall og sjóbirting- um. „Stærsti sjóbirtingurinn er 14 pund en veiðin hefur verið ágæt í sumar og í ósnum hefur veiðin verið mjög góð,“ sagði Ágúst enn fremur. „Við vorum að koma úr Geir- landsá og við fengum einn lax og einn sjóbirting en sjóbirtingur- inn er kominn upp í gljúfur og þar má ekki veiöa núna,“ sagði Gunnar J. Óskarsson, formaður Stangaveiðifélags Keflavíkur, í vikunni. -G.Bender - vertiðm byrjaði í morgun Rjúpnaveiðin byrjaði fyrir alvöru morgun en margir veiðimenn komu sér fyrir á veiðislóðum í gær- dag og mikil spenna að byrja veiði- skapinn. „Það er mikill spenningur í okkur en við ætlum á Öxarfjarðar- heiðina og vera þar i nokkra daga, en það er skemmtilegast að byrja svona snemma," sagði Árni Hall- dórsson á Hauganesi er við heyrð- um í honum í vikunni en þá var stutt í fyrsta daginn sem mátti fara til rjúpna. „Við sjáum bara til hvernig veiði- skapurinn gengur, það hefur víst oft verið meira af rjúpunni en núna þetta árið,“ sagði Árni í lokin. Rjúpnaveiðimenn sem DV-Sport Gæsabyssa frá CBC, 3“ magnum pumpa, 28“ hlaup, F choke. Frábært verð! Sportvörugeröin, Skipholti 5, s. 562 8383 ræddi við í vikulokin voru orðnir spenntir að byrja veiðiskapinn á mánudagsmorguninn. Þeir voru hæfilega bjartsýnir á góða veiði. Samkvæmt talningum og rann- sóknum á rjúpnastofninum virðast færri rjúpur til skiptanna nú til handa veiðimönnum en oft áður. Stofninn er í mikilli niðursveiflu og þetta ættu veiðimenn að hafa í huga og veiða alls ekki meira en þeir þurfa. Veiöiþjófnaður á Noröur landi Það er með ólíkindum að lögregl- an þurfi að leita að rjúpnaveiði- mönnum fyrir veiðitímann og hirða af þeim fjölda rjúpna. Það á auðvit- að að birta nöfn þessara manna op- inberlega. Margir telja að algengt sé að „veiðimenn" þjófstarti fyrir tímabilið. Á dögunum tók lögreglan veiði- þjóf með 55 rjúpur, rúmri viku áður en veiöitíminn byrjaði. Það eru einmitt þessir svörtu sauðir í hópi veiðimanna sem koma óorði á allan hópinn. Því fer fjarri að hægt sé að nefna slíka menn veiðimenn sem haga sér með þessum hætti. -G. Bender & M' V $ .. ■ Fluguveiöi hefur eingöngu veriö leyfð í Hrútafjaröará síöustu árin en áin gaf 128 laxa og helling af bleikju í sumar. DV-mynd G. Bender Hrútaflarðará og Síká: Þröstur með Hrútu Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár hefur ákveðið að semja við Veiði- þjónustuna Strengi og Þröst Elliðason um leigu á ánum til nokkurra ára. Fyrir hefur Þröstur Breiðdalsá í Breiðdal, Minnivallarlæk í Landsveit og Hvolsá og Staðarhólsá i Dölum. Sverrir Hermannsson og fjölskylda hafa haft Hrútafjarðará á leigu til fjölda ára en buðu ekki í ána núna þegar hún var sett í útboð. 13 tilboð komu í ána en Þröstur var með fjórða hæsta tilboðið og veiðifélagið ákvað að semja við hann. Góður árangur Þrastar varðandi Rangárnar hefur eflaust skipt þar miklu máli. Þröstur ætlar jafnframt að vera með fiskiræktarátak i ánum. -G. Bender Sjóbirtingsveiðin: Bullandi gangur íVola mami

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.