Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Lögmaður FÍA um Þengil Oddsson trúnaðarlækni: Gaf rangar upplýsingar - til norskra flugmálayfirvalda - trúnaðarlæknirinn hafnar því „Trúnaðarlæknir Flugmálastjóm- ar gaf norsku flugumferðarstjóm- inni rangar upplýsingar. Ég hef undir höndum bréflega sönnun fyr- ir því,“ sagði Atli Gíslason hrl., lög- maður Áma G. Sigurðssonar, flug- stjóra hjá Flugleiðum, sem hefur staðið í stappi vegna útgáfu heil- brigðisvottorðs og flugskírteinis án skilyrða sér til handa. Þengill Oddsson hefur verið starf- andi trúnaöarlæknir Flugmála- stjómar. Mál flugstjórans hefur vaf- ið upp á sig og á endanum fór svo að Þengill sagði sig frá því. í kjölfarið samþykkti stjómarfundur Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna ályktun þar sem þess var kraflst að trúnað- arlæknirinn yrði látinn víkja vegna ítrekaörar valdníöslu gagnvart flug- stjóranum sem væri félagsmaður í FÍA. Þá skipaði Sturla Böðvarsson nefnd sem fara skyldi yfir stjóm- sýslu og opinberar yfirlýsingar trúnaðarlæknis- ins. Niðurstöður nefndarinnar eru á þann veg að talið er að trún- aðarlæknirinn hafði brotið stjómsýslulög við meðferð flug- stjóramálsins, þar sem hann hafi ekki borið ákvörðun um skilyrt flugskírteini undir úrskurðamefnd ráðuneytis- ins. Ekki var tekin afstaða til opin- berra yfirlýsinga trúnaðarlæknisins í nefndinni. Atli Gíslason hrl., lögmaður flug- stjórans og jafnframt FÍA, sagði við DV að trúnaðarlæknirinn hefði gef- ið rangar forsendur í upplýsingum sínum til Noregs og pantað þannig svör. Atli kvaðst hafa fengið stað- festingu á því. afrá norsku flug- umferðarstjórn- inni, sem sendi mér jafnframt bréf frá Þengli sem hann kann- ast ekki við að eiga í sínum fór- Atll um,“ sagði Atli. Gíslason. „Ég sé á bréfinu frá Þengli aö hann gefur þeim upp að endurtekn- ingaráhættan á áfalli sé sjö prósent og jafnvel miklu meiri. Fyrir því eru engin gögn og það er þvert á niðurstöður kærunefnda og öll læknisfræðileg gögn málsins. Þetta byggir ekki á einstaklingslegu mati á umbjóðanda mínum heldur rann- sóknum á fólki í miðríkjum Banda- ríkjanna, þar sem talaö er um „stroke-belti“. Þau svör sem Þengill hefur aflað sér með þessum hætti eru misnotuð gagnvart samgöngu- ráöuneytinu og umbjóðanda mín- um. Þau eru misnotuð með þeim hætti að jafnvel er látið í það skína að flugöryggi á íslandi sé áfátt. Það er til þess fallið að valda flugrekend- um tjóni. Menn sjást ekki fyrir í þessu máli.“ Þengill Oddsson læknir sagði í samtali við DV að engu máli skipti hvort áhætta á endurtekningu áfalls væri fjögur eöa sjö prósent. Alþjóð- legar reglur kvæðu á um að áhætt- an yrði að vera minni en eitt pró- sent. Að öðru leyti kvaðst Þengill ekki vilja tjá sig um umrætt bréf þar sem það kæmi þessu einstaka máli ekkert við heldur fjallaði um samsvarandi sjúkdóma. Hvorki Atli né Þengill höfðu séð niðurstöður nefndar samgönguráð- herra þótt þeir hefðu leitað eftir því. Þeir kváðust því ekki geta tjáð sig um þær að svo stöddu. -JSS Þenglll Oddsson. Landspítali - háskólasjúkrahús: Áratugastarfsemi á Vífilsstöðum hætt á árinu þegar nýi barnaspítalinn tekur til starfa Starfsemi hætt Á þessu ári veröur sjúkraþjónustu á Vífilsstööum hætt ef aö líkum lætur. Byggingin hefur þjónaö sem spítali allargötur síöan 1910 en þá var tekiö á móti fyrstu berklasjúklingunum þar. Stefnt er að því að hætta starf- semi á Vífilsstöð- um á síðari hluta þessa árs þegar hinn nýi bama- spítali Landspít- ala - háskóla- sjúkrahúss tekur til starfa, að sögn Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðis- ráðherra. Starfsemin á Vífilsstöðum hefur farið minnkandi á seinni ámm og sagöi Jón það aðkallandi að taka ákvarðanir um framtíðar- nýtingu þess. Húsnæðið væri að tæmast og þvi þyrfti að ákveða hvemig því yrði ráðstafað. Með til- komu nýja barnaspítalans skapaðist rúm á Landspítalanum við Hring- braut, auk þess sem þaðan hefðu langlegusjúklingar verið fluttir inn á Sóltún. Samkvæmt tillögum nefndar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að fjalla um framtíðaruppbygg- ingu Landspítala - háskólasjúkra- húss er hagkvæmasti kosturinn að byggja spítalann upp við Hring- braut. Til skoðunar vom einnig Vífilsstaðasvæðið og Fossvogur. Heilbrigðisráðherra kvaðst vera samþykkur tillögu nefndarinnar. Hann hygðist fylgja henni eftir með þvi að skipa starfshóp til að undirbúa frekari vinnslu á tillög- unum. Um væri að ræða langtíma- áætlanir eins og fram hefði komið. „Þetta kallar á margþættan und- irbúning," sagði ráðherra, „ekki sist viðræður við Reykjavíkurborg vegna lóðamála í Fossvogi. Þá er færsla Hringbrautar forsenda fyrir uppbyggingunni þvi að aðalbygg- ingarsvæðið er sunnan Hring- brautar. Grundvallaratriði í þessu er að fyrir liggi stefna stjómvalda um hvar eigi að byggja upp.“ Ráðherra sagði engar ákvarðan- ir hafa verið teknar um framtíö Landspítalans í Fossvogi og Vífils- staða. Ljóst væri að spítalinn í Fossvogi yrði rekinn áfram um árabil. Að flutningi loknum mætti hugsa sér ýmiss konar nýt- ingu á húsnæðinu. Vifilsstaðir eiga sér langa og merka sögu. Þar var hafin starf- ræksla heilsuhælis 5. september 1910. Hlut- verk þess var að vista og lækna berklasjúk- linga. Það var rekið af Heilsuhælisfélaginu til 1916 en þá tók ríkið við rekstrinum. V ífilsstaðir heyra undir Landspítala og hafa þar einkum ver- ið reknar deildir fyrir lungnasjúklinga. Heilbrigðisráð- herra sagði að ríkið ætti miklar og dýrmætar lendur á Vífilsstöðum. Ekkert væri ákveðið um framtíð bygginga né landsins. -JSS Go harmar orð utanrík- isráðherra Flugfélagið Go hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem félagið harmar um- mæli Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra í umræðum á Alþingi í gær. Halldór sagði að kostnaður á Keflavíkurflugvelli gæti ekki verið ástæða þess að félagið ætlar ekki að fljúga til íslands nú í sumar en Go seg- ir þetta ekki rétt. Félagið ítrekar að hár kostnaður sé meginástæðan íyrir því að ekki verður af flugi félagsins til landsins í sumar. Halldór sagði að Keflavíkurflugvöll- ur væri 5. lægsti völlurinn af 12 skv. nýlegri könnun Deloitte&Touche inn- an Evrópu. Go segir hins vegar að Keflavíkurflugvöllur sé sá dýrasti sem félagið hefur notað til þessa. Þá er tek- ið mið af heildarkostnaði við hvem farþega, þ.e. flugvallargjöld og af- greiðslukostnað, að sögn talsmanna fé- lagsins. Go dregur þó ekki í efa þær tölur sem komu fram í máli utanríkisráð- herra en bendir á að félagið flýgur ein- ungis til nokkurra þeirra flugvalla sem þar vom nefndir. Félagið undir- strikar að óbreytt ástand þýöi að ekki sé grundvöllur fyrir flugi til Islands að svo stöddu. -BÞ Aðildarflokkar R-listans samþykkja samstarf og málefni í dag: Aðferðirnar ákveðnar í dag munu aðildarflokkar Reykjavikurlist- ans hver um sig taka endanlega ákvörðun til málefnagrund- vallar og sam- starfs á vett- vangi Reykja- víkurlistans í vor. Boðað hef- ur verið til funda í flokkunum í dag um þessi mál og þar verður jafnframt ákveðið hvemig staðið verður að framboðsmálum flokk- anna. Ekki er búist við neinum ágreiningi um þátttöku í kosn- ingabandalaginu eða um málefna- grundvöllinn, en hins vegar mun hver flokkur um sig fara eigin leiðir við uppstillingu í þau sæti sem þeir fá á framboðslistanum. Ljóst er þó að ákvarðanir flokk- anna munu taka nokkurt mið af því að einungis hálfur mánuður er til stefnu þvi talað hefur verið um að listinn gæti legið fyrir með nöfnum frá flokkunum rnn miðjan mánuðinn. Framsóknarmenn hafa boðað Sigríður Stefán Jóhann Stefánsdóttir. Stefánsson. sameiginlegt kjördæmisþing norð- ur- og suðurkjördæmanna í borg- inni fyrir hádegi og segist Alfreð Þorsteinsson borgEufulltrúi telja mestar líkur á að fram muni fara könnun í fulltrúaráðinu um röðun í sæti. Samkvæmt því munu koma að málinu aðal- og varamenn í fulltrúaráðinu, sem eru samtals um 400 manns. Hjá Samfylkingunni hefur verið boðaö til sameiginlegs félagsfund- ar allra Samfylkingarfélaganna í Reykjavík eftir hádegið þar sem búist er við fleiri en einni tillögu um aðferðir við að stilla upp. Stef- án Jóhann Stefánsson, formaður kjördæmafélags flokksins í Reykjavík, segir ýmsar hugmynd- ir uppi í flokknum varðandi val á fulltrúum, allt frá einhvers konar uppstillingu að undangenginni skoðanakönnun til almenns próf- kjörs. Stefán segir þær raddir þó ekki háværar sem vilja opið próf- kjör en telur líklegra að einhvers, konar könnun hjá stuðnings- og/eða flokksmönnum sé ekki ólíkleg. Hins vegar segir hann ljóst að málið verið afgreitt á fundinum ásamt með samþykkt- inni um málefnagrundvöllinn og samstarfið. Sigríður Stefánsdóttir, formaö- ur Reykjavíkurfélags VG, segist ekki eiga von á öðru en samstarfs- og málefnatillögur muni fá góðar undirtektir hjá félagsmönnum en ýmsar leiðir eru enn inni í mynd- inni varðandi val á frambjóðend- um. Ljóst er að kjömefnd mun fá það verkefni að raða endanlega á listann en spuming sé mn hvem- ig nöfnum verði komið til nefnd- arinnar, hvort það verður með klárri uppstillingu, einhvers kon- ar tilnefndingaraðferð eða forvali. Hins vegar segir Sigríður ljóst að málið verði útkljáð i dag. Sólarga REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18.49 18.15 Sólarupprás á morgun 8.29 09.52 Síðdegísflóö 20.56 01.29 Árdegisflób á morgun 02.21 03.54 mmm Veðurstofan gerir ráð fyrir kólnandi veðri. Um landið noröaustanvert verður norðan- og norðaustanátt, 20- 28 m/s og snjókoma. Á Suöurlandi veröur 18-25 m/s og stöku él. Á Austurlandi verður norðaustanátt, 10-18 m/s og rigning. Veðríö á morgt Gert er ráð fyrir norðanátt, 13-18 m/s, og vaxandi frosti vestanlands Hiti verður allt að 3 stigum. É1 norð- austan til en rigning austanlands. Mánudagur ÞriAjudagur Miðvikudagur Vttidur: Vindur: Vírtdur: 5-15 mA 5-15 °V* 5-15™/* Hvassviöri Noröanstrekking Noröanlands veröur á ur veröur á veröur snjókoma VestQöröum. Él landlnu. eöa éljagangur noröan til en Noröanlands en skýjaö meö búast má vlö aö veröur snjókoma köflum á þaö létti til eöa éljagangur sunnanveröu sunnanlands. on skýjaö meö landlnu. Vlndur Kaldast veröur köflum á blœs aö noröan. norövestan til á sunnanveröu landinu. landinu. " ■ J m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinnlngskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvlöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárvlöri >= 32,7 AKUREYRI slydda 3 BERGSSTAÐIR úrkoma 2 BOLUNGARVÍK rigning 2 EGILSSTAÐIR rigning 3 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 4 KEFLAVIK úrkoma 5 RAUFARHÖFN alskýjaö 2 REYKJAVÍK skýjað 6 STÓRHÖFÐI skýjað 4 BERGEN skúr 5 HELSINKI snjókoma -13 KAUPMANNAHOFN skýjaö 7 ÓSLÓ snjókoma 1 STOKKHÓLMUR rigning 1 ÞÓRSHÖFN rigning 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 0 ALGARVE heiöskírt 16 AMSTERDAM súld 10 BARCELONA BERLÍN skýjaö 10 CH1CAG0 þokumóöa -2 DUBLIN rigning 8 HALIFAX alskýjaö -11 FRANKFURT skýjaö 11 HAMBORG skýjaö 10 JAN MAYEN skafrenningur -2 LONDON rigning 13 LÚXEMBORG súld 8 MALLORCA heiðskírt 16 MONTREAL -9 NARSSARSSUAQ skafrenningur -1 NEW YORK súld 4 ORLANDO þokumóða 17 PARÍS skýjað 12 VÍN skýjað 12 WASHINGTON þokuruöningur 11 WINNIPEG heiðskírt -28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.