Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV I apríl flytur DV meö aflan sinn rekstur úr húsinu við Þverholt þar sem blaðið hefur verið tfl húsa í hálfan annan áratug. Nýjar höfuð- stöðvar blaðsins verða í glæsilegu húsi að Skaftahlíð 24, húsi sem margir þekkja. Hús þetta hefur gengið í endunýjun lífdaganna. Fyr- irtækið Þyrping keypti húsið og tók það til gagngerrar endurnýjunar og hefur vel tU tekist. Húsið sem aUa tíð hýsti mikla gleði og mannfagn- aði var orðið mesta hryggðarmynd og setti lengi svartan blett á götu- mynd Miklubrautar, fjölfórnustu götu Reykjavíkur. Nú tekur það við nýju og merkilegu hlutverki, þar verður gefið út vandað dagblað. Það er ekki úr vegi að rifja upp í örfáum orðum sögu þessa 42 ára gamla húss, DV-hússins, sem er i raun fjórða nafnið sem verður notað á húsið. Hver kynslóð hefur haft sitt nafn og notar enn. Á byggingarstigi var talað um hús Veggs. Eftir opnun þess var ævinlega talað um Lídó - en eftir að sá rekstur var allur hét húsiö lengi Tónabær. Nú fær húsið fjórða nafnið, DV-húsið. Byggt til aö mæta „innrás SÍS“ Saga Skaftahlíðar 24 hefst með því að félagið Veggur hf. fær leyfi í ágúst 1955 til að byggja á lóðinni hús, stórhýsi á þeim tíma. Á ýmsu gekk á byggingartímanum, tU dæm- is var það ekkert einfalt mál að út- vega nauðsynleg byggingarefni á tímum innflutningshafta. Sá sem þetta skrifar getur borið um það, nokkrir vinnudagar fóru hreinlega í að bíða eftir að byggingavörur bær- ust á vinnustaðinn. TUdrögin að byggingu hússins voru þau að kaupmenn í Reykjavík voru uggandi yfir vaxandi fjárfest- ingu SÍS í Reykjavik og töldu að smásöluverslun í bænum stafaði hætta af „innrás SÍS“ í borgina. Fengu þeir borgarstjóra, Gunnar Thoroddsen, tU að tefja fyrir um- sókn SÍS um lóð í Hlíðahverfi en liðka að sama skapi fyrir Sambandi smásöluverslana að ná i lóðina í Skaftahlíð auk þess sem Gunnar lof- aði að hjálpa tU með fjárfestingar- leyfi. Hlutafélagið Veggur var síðan stofnað af frjálsum kaupmönnum í október 1954 í því skyni að byggja verslunarhúsið að Skaftahlíð 24. Hluthafar voru 110 og hlutafjárlof- orð námu einni og hálfri mUljón króna. Húsið var fullbúið í febrúar 1959. Á neðri hæðinni voru verslanir Austurvers en uppi á hæðinni, sem Þorvaldur Guðmundsson í SUd og fisk haföi keypt, var flottasta veit- ingahús landsins, Lidó, og opnaði það viku á eftir búðunum. Húsið í heUd var mikU nýjung í landi þar sem verslun og veitingamennska hafði ekki náð neinu flugi fram tU þessa. Fyrsta verslunin í húsinu var Austurver sem Sigurður Magnús- son kaupmaður og félagar hans ráku. Reksturinn flutti síðar að Háaleitisbraut en Lídókjör var rek- ið í hálft annað ár þegar Sunnubúö- in tók við en henni stýrðu þeir Ósk- ar Jóhannsson og Einar Eyjólfsson og vegnaði vel. Óskar segir að búð- in hafl verið nýtískuleg, stór og erf- ið. Við hliðina á búðinni voru sér- verslanir, fiskbúð og Hlíðabakarí auk sjoppu sem fylgdi matvörubúð- inni. Síðar verslaði Einar á þessum stað og sonur hans, Jón Einarsson, og köUu búðina Sunnukjör. Fínu böllin í Lidó Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Sögu um áratugaskeið, var veit- ingastjóri í Lidó. Hann var nýhætt- ur siglingum með Eimskip, ætlaði að stofna tU sjoppureksturs en var nappaður í vinnu af Þorvaldi og þakkar sínum sæla fyrir það í dag. Lidó fór vel af stað og menn voru metnaðarfuUir. Þetta var hágæða veitingastaður sem bauð góðan mat og þjónustu. Danshljómsveitir Svav- ars Gests og Finns Eydal og fjöl- margir skemmtikraftar sáu um fjör- ið í húsinu. Lídó þótti sjálfsagður vettvangur fyrir fínustu böUin, árs- hátíðir fyrirtækja og annað í þá ver- una. Konráð Guðmundsson sagði aö veitingareksturinn hefði þó ekki gengið sem skyldi, einkum eftir að Nýtt hús risið Gamla húsiö aö Skaftahlíö 24 hefur verið endurbyggt aö stærstum parti, húsiö haföi grotnaö niöur en er í dag eitt myndarlegasta hús borgarinnar og vekur mikla athygli fyrir glæsileikann sem færst hefur yfir þaö. DV flytur í hús glaðværðar - húsið sem á sínum tíma var byggt til að hamla gegn „innrás SIS“ Klúbburinn opnaði veitingastað á þrem hæðum. Síðan bættist Hótel Saga við og enn síðar Hótel Loftleið- ir. Þeir Þorvaldur og Konráð fluttu yfir á Hótel Sögu 1962 þar sem Þor- valdur stýrði veitingarekstrinum en Lídó hætti rekstri fyrir fuUorðna eftir 4-5 ára rekstur en opnaði bama- og unglingastað með sama nafni. Eiginlega var staðurinn fyrsta fé- lagsmiðstöðin, einkarekin. Staður- inn hét áfram Lídó og fognuðu menn þessari nýjung. Þama var áfengislaus unglingastaður með mjólkurhristingi og hamborgurum en Ula gekk að ráða við áfengið sem smyglað var inn á staöinn. Unga fólkið á þessum tíma, afar og ömm- ur i dag, vora síst þægari en böm þeirra og barnaböm síðar. Þessi starfsemi stóð yfir í tvö ár en þá var Aldraöir skemmta sér Tónabær var opnaöur aö degi til fyrir starf aldraöra Reykvikinga. Hér er mynd frá upphafi þess starfs vorið 1959. Bingól Þessi mynd er úr Lídó 1963, bingó í gangi, en þau nutu mikilla vinsælda. Tónabær Unglingar Píöa í biöröö eftir aö komast á tónleika í Tónabæ eftir aö ung- lingastarfiö hófst í húsinu. staðurinn leigður Hilmari Helga- syni og Róbert Kristjónssyni sem efndu tfl veitingamennsku og skemmtanahalds í húsinu auk þess sem þeir ráku matvörubúðina Lídókjör í nokkur misseri á jarð- hæðinni. Tónabæjarárin TónabæjartímabUið stóð lengst, Stjórarnir Stjórnendur Lídó voru þeir Konráö Guömundsson og Þorvaldur Guö- mundsson sem var eigandi veitinga- hússins. frá því um 1970 og fram á árið 2000, þegar Tónabær flutti i Framhúsið við Safamýri. Þar fór fram ung- lingastarf sem víðfrægt var, öflugt og fjölbreytt. í húsinu fór líka fram starf eldri borgara frá því vorið 1969. Staðurinn þótti þó henta Ula undir lokin og yfirleitt nokkuð langt fyrir ungmennin að sækja staðinn. Nýja DV-húsið er 2.100 fermetrar sem skiptist á þrjú gólf, kjaUara, jarðhæð og efri hæð. Þyrping keypti húsið í afar slæmu ásigkomulagi af borginni og eignarhaldsfélagi Nóa- túnsmanna, Saxhóli. Húsið var end- urhannað og síðan rifið í tætlur þannig að ekki var annað eftir en burðarveggir og þak. Rými innan- húss var aukið með þvi að rífa ein- hvem mesta stiga miUi hæða sem sést hefur hér á landi. Stiginn tók undir sig hátt í 300 fermetra pláss af góflinu. Þá var byggöur nýr stiga- gangur að norðanverðu og húsið end- urbyggt að stærstum hluta. Fram- kvæmdunum hefur stjórnað Bergur Hauksson og sagði hann í viðtali við DV að nýtt blaðhús verði tUbúið þeg- ar vora tekur. Flutningur blaðsins er áformaður 12. aprU. -JBP Um þessar mundir er verið að sýna nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Boðorðin 9 í Borgarleik- húsinu í leik- stjórn Viðars Eggertssonar. Þar er meðal leikenda ung og upprenn- andi leikkona sem heitir Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hún hefur fengið sérstaklega lof- samlegar umsagnir gagnrýnenda fyrir hárfinan gamanleik og í þessu tUtekna verki þykir hún leika for- drukkna hjákonu af sérstakri næmni og innlifun. Fullt nafn: Edda Björg Eyjólfsdóttir Fæðingardagur og ár:___________ 14. júlí 1972. Makl: Stefán Már Magnússon. Börn: 0. Bifreið: VW Polo. Skemmtilegast að gera: Borða, sofa, dreyma, kyssa kærast- ann minn, synda, fara á kajak... Leiðinlegast að gera: Ekkert, kannski pínu, þetta með skattinn. Uppáhaldsmatur: Humar, kjúklingur og súkkulaði. Uppáhaldsdrykkur: ískalt vatn og kampavín. Fremstur iþróttamanna: Þórey Edda og handboltalandsliðið. Fallegasta kona/karl fyrir utanmaka: Ewan McGregor. Með eða á móti rikisstjórninni: Æi. Hvern langar þig til að hitta: Woody Allen. Uppáhaldsleikari: Maðurinn sem lék Svarthöfða og Chaplin. Uppáhaldsleikkona: Audrey Hepbum. Uppáhaldstónlistarmaður: Erla Þorsteins og Tom Waits. Uppáhaldsrithófundur:__________ M. Búlgakov. Uppáhaldsbók:__________________ Meistarinn og Margaríta. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ha? Besta teiknimyndapersónan: Viggó og Hómer Simpson. Eftirlætissjónvarpsefni: Beðmál í borginni. Uppáhaldsstjónvarpsstöð: Er bara með stöð 1, þannig að ... Stöð 1, bara. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Gísli Marteinn. Uppáhaldsskemmtistaður:________ Allir alveg ótrúlega skemmtUegir, sérstaklega þegar ég er að skemmta mér. Hverju stefnirðu að: Að verða betri manneskja og gera upp húsið aö utan. Hvað óttastu mest:_____________ Godzilla. Hvaða eftirmæli viltu fá: Veit ekki, kannski eitthvað sem rímar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.