Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 16
16 DV-MYND BRINK Hrólfur Sæmundsson barítonsöngvari „Mér finnst þaö eiginlega skylda ungra tónlistarmanna aö koma meö sitt innlegg í tónlist síns samtíma og reyna aö flytja þekkta tónlist á nýjan hátt og laöa þannig fleiri til þess aö hlusta á góöa tónlist og ná þannig til sinnar eigin tónlistar. í þessu sambandi eru ekki til neinar heilagar kýr, “ Engar heilagar kýr - Hrólfur Sæmundsson barítonsöngvari kveður sér hljóðs Helgarblað Á morgun sunnudag stígur ung- ur barítonsöngvari á sviðið í Saln- um í Kópavogi og heldur sína fyrstu einsöngstónleika eftir að hann lauk mastersnámi frá The New England Conservatory of Music í Boston sem mun vera einn elsti og virtasti tónlistarskóli í Bandarikjunum. Þetta er Hrólfur Sæmundsson og þegar blaðamaður DV hitti hann á kaffihúsi við Rauðarárstíg yfir kaffibolla notaði Hrólfur tæki- færið og fékk að hengja upp plakat til þess að minna á tónleikana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rödd Hrólfs fyllir Salinn því hann hélt tónleika þar á svipuðum tíma í fyrra, skömmu áður en hann flaug utan til að ljúka námi. Hrólfur segir að á tónleikunum á morgun ætli hann að syngja aríu eftir Johann Sebastian Bach, úr kantötu númer 13, en fyrir flutning þessarar kantötu fékk hann gullverðlaun þegar hann sótti masterclass hjá Kenneth Cooper sem er þekktur ameriskur tónlistarkennari. Einnig mun Hrólfur flyfja nokkur smálög eftir Atla Heimi Sveinsson, lagaflokk- inn Of Love and Death eftir Jón Þórarinsson, sex laga flokk eftir Edvard Grieg og þrjár frægar óp- eruaríur eftir Ravel, Verdi og Mozart. „Lög Atla eru gamansöm smá- lög sem flest eru samin við gamla húsganga. Mér lætur vel að fást við húmoríska tónlist og fékk oft að takast á við slík verkefni í skól- anum,“ segir Hrólfur sem er ný- lega kominn heim til fslands en hann ílentist um hríð í Boston meðan hann beið eftir því að eig- inkona hans, Guðný Hildur Magn- úsdóttir, lyki námi í félagsfræði við háskólann í Massachusetts sem þarlendir kalla reyndar alltaf U Mass. Þau hjónin eiga tvo syni unga. „Við komum til fslands um ára- mótin og Guðný er að leysa af sem félagsmálastjóri í Sandgerði en ég ætla að hasla mér völf í tónlistinni og stefni að því að reyna að syngja eitthvað fyrir við óperuhús í Evr- ópu,“ segir Hrólfur. Bassinn og blokkflautan Hann hefur fengist talsvert við tónlist af ýmsu tagi og er langt frá því við eina fjölina felldur í þeim efnum. Hrólfur lærði lengi á blokkflautu eða í sjö ár en einnig fékkst hann við trompet- og píanó- nám. Þáttaskil urðu þó þegar fað- ir hans gaf honum rafbassa sem varð hans meginhljóðfæri um nokkra hríð og lék Hrólfur á bass- ann í ýmsum poppsveitum um árabil, lengst þó í hljómsveitinni Stingandi strá sem fór víða. „Það er afskaplega góð þjálfun í því að koma fram að fást við að leika í popphljómsveitum. Ég hefi komið fram fyrir þijá áheyrendur en einnig leikið á tónleikum þar sem voru ellefu þúsund manns. Þetta hefur reynst mér gott vega- nesti í tónlistamáminu." Hrólfur nam söng við Söngskól- ann í Reykjavík áður en hann hélt utan og var einkum í tímum hjá Guðmtmdi Jónssyni sem kennt hefur flestum barítonsöngvurum á íslandi í nokkrar kynslóðir að feta sig upp og niður tónstigann. En skyldi Hrólfur alltaf hafa verið ákveðinn í því að verða ópera- söngvari? „Ég var ákveðinn í að ég vildi vinna við tónlist. Ég hef gaman af því að koma fram og mér finnst afar gaman að stunda rannsóknir og grúska í tónlist og mér fannst ég sameina þetta allt í söngnám- inu. Margir átta sig ekki á því hve mikil vinna liggur á bak við tón- listarflutning eins og söng. Ein- söngvarinn verður að gera svo miklu meira en bára að læra tón- listina. Sagan bak við lagið og ljóðiö, innihald og túlkun. Allt þetta skiptir miklu máli. Ég vand- ist því í skólanum ytra að við lærðum yfirleitt textann utanbók- ar áður en við svo mikið sem lit- um á tónlistina." Hrólfur ætlar að leggja land undir fót með prógrammið úr Salnum og flytja það 16. febrúar í tónlistarhúsinu Laugaborg í Eyja- firði. Lífið verður leikrit Hrólfur leggur gjörva hönd á sitthvað fleira en tónlist og söng því hann segist vera að langt kom- inn með að skrifa leikrit sem byggir að hluta til á hans eigin reynslu af því að fara úr litlum söngskóla í litlu landi og verða einn þúsunda nemenda í stórum erlendum skóla. „Þetta er leikrit fyrir þrjár per- sónur. Söngnemann, kennara hans og undirleikara og myndi því henta vel í svona nokkurs konar kaffileikhús með lítilli um- gerð. Ég get vel hugsað mér að leika aðalhlutverkið sjálfur en það útheimtir talsverðan söng. Ég byggi persónu kennarans að mestu á mínum eigin aðalkennara úti sem var þéttvaxin miðaldra kona sem hélt að fiskur og fransk- ar væri megrunarfæði og gat ver- ið blíð og ijúf þegar það átti við en hlífði nemendum aldrei við mein- ingu sinni og þeir fóru stundum grátandi út úr tímum hjá henni.“ Hrólfur vill verða Eneas Eins og þetta sé ekki nóg þá er Hrólfur kominn á fulla ferð með að undirbúa það að setja upp nokkurs konar sumarhátíð í Reykjavík sem myndi snúast kringum óperuuppfærslu á barokkóperunni Dido og Eneas eftir breska tónskáldið Henry Purcell sem byggir á Ene- asarkviðu. Þetta er gert með er- lendar sumarhátíðir í huga sem fyrirmynd en slíkar uppsetningar byggja alfarið á irngu fólki sem flytjendum og Hrólfur nefnir reyndar 35 ára aldurstakmark. „Þetta hefur verið rætt við ýmsa aðila og fengið mjög góðar undirtektir. Mestan áhuga hefði ég á því að fá Iðnó sem myndi óneitanlega henta afskaplega vel undir sýningu eins og þessa þar sem húsið er gamalt og sjamer- andi og það mætti ef til vill hugsa sér mat í anda þess tíma sem óper- an gerist á og þjóna í viðeigandi búningum þannig að gestimir gengju aftur í tímann.“ Hér er rétt að hafa í huga að umrædd ópera er einungis klukkutíma löng og er því sérlega hentug til umrædds flutnings. Hrólfur er óhræddur við að sjá fyrir sér slíka sýningu en hann tók þátt í starfi Harvard Early Music Society sem meðal annars setur upp slíkar sýningar. „Ef okkur tekst að afla styrkja getur þetta laðað að sér ferða- menn sem vilja kynnast íslensk- um tónlistarmönnum." Engar heilagar kýr Hann segist enn fremur hafa all- nokkum áhuga á að útsetja eða semja tónlist en hann flutti í skól- anum sínar eigin útsetningar á nokkrum íslenskum þjóðlögum fyrir þverflautur og seUó. „Mér finnst það eiginlega skylda ungra tónlistarmanna að koma með sitt innlegg i tónlist síns samtíma og reyna að flytja þekkta tónlist á nýjan hátt og laða þannig fleiri til þess að hlusta á góða tónlist og ná þannig til sinn- ar eigin tónlistar. í þessu sam- bandi eru ekki til neinar heilagar kýr,“ sagði þessi ungi bjartsýni söngvari að lokum. PÁÁ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 x>v Undanfarið hefur verið fjallað lítil- lega um bragarhætti. Rímnaháttunum er skipt niður í þrjár ættir: ferskeytlu- ætt, stafhenduætt og braghenduætt. Ferskeytluættin er fjórar braglínur meö víxlrími; stafhenduætt er fjórar braglínur með runurími og brag- henduætt er þrjár braglínur, afbrigði af henni er afhending með aðeins tvær braglínur. Skoðum fyrst vísu eft- ir Dagbjart Dagbjartsson á Refsstöð- um: Stakan er, ef marka má margar vísur snjallar, afbragös grœja til aö tjá tilfinningar allar. Þessi vísa er ferskeytla. Eins og áður hefur komið fram er ferskeytluformið algengasti hátturinn. Og af honum eru til óteljandi afbrigði. En allar fer- skeytlur eru fjórar línur og með víxl- rími. [Hallberg Hallmundsson orti: Iöulega er enginn sér út í búr ég feta þar úr öllum fötum fer ogfæ mér ber aö éta. Þessi visa er úr merkri bók eftir Hallberg sem hann kallar Vandræð- ur.] Stafhenduætt er eins og fyrr sagði með fjórum braglínum eins og fer- skeytlan en munurinn liggur i skipan rímsins. í samhendu ríma línumar saman tvær og tvær. Það kallast runurím. í háttatali Sveinbjarnar Beinteinssonar er þessi vísa: Hildur kom þar, vífa val vildi fagna prúöum hal; snilldin skein cf skírri brá. Skildi fögrum hélt hún á. Þessi vísa er framrímuð, þ.e. ris fyrstu bragliða i hverri línu ríma saman. En það sem ákvarðar ættina er endarímið; hal/val og brá/á. Ef allar línumar ríma saman kallast það samhent. Hákon Aðalsteinsson orti ungur að árum austur í Hrafn- kelsdal, langþreyttur á búskaparpuð- inu, þetta var fyrir daga dráttarvéla og moksturstækja: Ég á stauti bakiö brýt biö um graut i mína hít, marga þraut og mœöu hlýt, moka blautum kúaskít. Þessi vísa er hringhent, allar línum- ar ríma saman í risi annars bragliðar. Þar að auki em tengsl milli innríms og endaríms, orðin ríma utan sér- hljóðinn er annar. Það kailast sniðrim og þetta form kallast, fyrir utan að vera samhent, hagkveðlingaháttur. Braghendan er þijár braglínur en þar með er þó ekki öll sagan sögð því að fyrsta lína í braghendu hefur þrjá ljóðstafi sem samsvara tveimur stuðl- um og höfuðstaf. Skoðum dæmi úr Svínámessvísum eftir Brynjólf Guð- mundsson, bónda í Núpstúni í Hruna- mannahreppi. Djöfull var nú, drengir, gott aö detta í'öa, megafrjáls umfjöllin ríóa ogfullur o’nipokann skríöa. Braghenduætt tilheyrir bragarháttur sem heitir stuðlafall. Þá er fyrsta braglínan stytt og ljóðstafir verða að- eins tveir. Kona nokkur var lengi að suða í Jóni Jónssyni á Gilsbakka í Skagafirði að yrkja vísu um dreng sem hún átti og Jón hét og mun hafa verið í vöggu þegar þetta gerðist. Jón á Gilsbakka varð að lokum við bæn hennar og orti, reyndar nokkuð við öl: Dúsu sýgur, drullar og mígur undir, þykir snótum þráskœlinn; þú ert Ijótur nafni minn. Við endum á afhendu eftir Pál Ólafs- son. Kirkjan á Dvergasteini við Seyð- isfjörð fauk á haf út í ofsveðri um nótt og Páli varð hugsað til prestsins sem honum var að sögn ekki alltof vel við: Kirkjunni drottinn burtu blés í brœöi sinni. Því var klerkur þá ekki inni? ria@ismennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.