Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 DV Helgarblað Höfundur aö sigri - Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari talar um hjátrú, andvökur og framtíðina með íslenska landsliðinu Þaö hefur ekki farið fram hjá lands- mönnum aö síðustu vikuna hefur stað- ið yfir Evrópumót landsliða i hand- knattleik en því lýkur nú um helgina með leikjum um sæti í Stokkhólmi. ís- lenska liðið hefúr náð frábærum ár- angri til þessa svo íslenska þjóðin hef- ur hrifist með og er stolt af strákunum sínum eins þeir eru oft nefndir. Mál- tækið að æfmgin skapi meistarann og að góð heimavinna skili ávallt góðum árangri á svo sannarlega við um ís- lenska landsliðið í handknattleik. Markviss undirbúningur fyrir mótið hefur skilað sér næstum fullkomlega en að þessum árangri koma vissulega margar hendur. Þegar á hólminn er komið eru það landsliðsmennimir sem klára verkefnið og láta á það reyna hvemig forvinnan hefúr tekist. Til þessa hefur allt leikið í lyndi en mót- lætið hefúr einnig verið á vegi liðsins en gegn því hefúr verið unnið með afar skynsömum hætti. Með skynsemina að vopni hafa unnist glæstir sigrar og strákamir okkar hafa glatt hjörtu landsmanna svo sannarlega í skamm- deginu, ekki í fyrsta sinn og vonandi verður áframhald á því. Man tímana tvenna Eins og áður sagði koma margar hendur að því að byggja upp sterkt landslið svo sómi sé að í keppni við sterkustu þjóðir heims. Það er þó á engcm hallað að nefna iandsliðsþjálfar- ann til sögunnar í þessum efnum. Hann er Guðmundur Guðmundsson, 41 árs gamail kerfisfræðingur, sem man tímana tvenna í handknattleik. Hann lék 236 landsleiki með íslenska landsliðinu, sneri sér síðan að þjálfun félagsliða, heima og í Þýskalandi, en á sl. vori tók hann við stjómun á ís- lenska landsliðinu. Margir sögðu þá að hér væri fundinn rétti maðurinn til starfans, maður með mikla reynslu, fylginn sér og annálaður fyrir sam- viskusemi. Guðmundur er giftur Helgu Björgu Hermannsdóttur og eiga þau saman þrjá drengi, Hermann, 12 ára, Guðmund Lúðvík, 9 ára, og Amar Gunnar, 5 ára. Þeir tveir síðamefhdu em báðir að æfa handbolta og ekki amalegt fyrir þá að hafa pabba ekki langt undan til að gefa sér góð ráð í íþróttinni. Guðmundur vann síðast sem verkefnisstjóri hjá Reiknistofú bankanna en þar áður var hann gagna- grunnstjóri hjá Visa-íslandi. Öryggið geislar af honum Guðmundur kemur fyrir sjónir sem afar heilsteypt persóna og sjálfsörygg- ið virðist geisla frá honum. Við gefum honum orðið: „Ef við víkjirm að Þýsklandsdvöl minni þá held ég að ég hafi lært gríð- arlega mikið af henni sem þjálfari. Það að starfa sem atvinnuþjálfari gefúr manni tækifæri til að einbeita sér ein- göngu að þjálfún. Ég rannsakaði með vem minni í Þýskalandi mikið hand- bolta, okkar eigin leik hjá Bayer Dor- magen og handbolta almennt hjá góð- um liðum. Það var mikil reynsla fyrir mig að fara í gegnum erfíðustu deild í heimi, þjálfa lið sem var að leika í sterkustu deild í heimi þar sem hver leikur er gríöarlega erfiður. Að upplifa þann hraða og hörku sem einkennir í raun og vem alvöm handboltann. Það að mínu mati var mjög góður skóli og ég á góðar minningar frá Þýskalandi þó ég hafi verið látinn taka pokann minn. Ég veit þó alltaf að liðið sem ég var með, Bayer Dormagen, var bara ekki nógu sterkt til að standa sig í þessari deild. í sjálfú sér var það alveg sársaukalaust af minni hálfu að vera látinn fara. Það var bara eðlilegur hluti í stöðunni, sem þá var uppi, að minu mati að skipta um þjálfara," sagði Guðmundur. Ögrandi verkefni - Hver var aðdragandinn að því að þú gerðist landsliðsþjálfari? „Þaö var nefnd sett á laggimar hjá HSí til að kanna þá kosti sem í boði vom til að þjálfa íslenska landsliðið. Ég var einn skilst mér sem kom til Guömundur Guðmundsson landsliösþjálfari Þetta er maöurinn sem hefur komiö íslenska landsliöinu í handbolta lengra en margir voru tilbúnir aö trúa aö væri hægt. Ef marka má viötaliö hér á eftir er þetta skapstór og einbeittur kerfísfræöingur sem tekur starf sitt alvarlega og liggur stundum andvaka yfir því. Strákarnir okkar og þeirra Þjóöin stendur öll aö baki „strákunum okkar“ en aö baki þjálfaranum stendur einnig lítill stráka- hópur. Hér sést eiginkona Guömundar, Helga Hermannsdóttir, fylgjast meö leiknum á fimmtu- dagskvöld ásamt sonum þeirra þremur, Hermann er elstur, þá Guömundur og svo Arnar. greina og hinir vom Rúss- inn Fedjukin, sem þjálfaði þá Fram á þeim tíma, og Kristján Arason, fyrrver- andi landsliðsmaður. Nið- urstaðan var sú að mér var boðið þetta starf og ég var afskaplega þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt. Það var mikill heiður að fá að þjálfa þetta landslið en um leið gerðar miklar kröfur til mín og liðsins.Mér fannst þetta mjög ögrandi verkefni og hef reyndar oft sótt í slík verkefni. Ef þetta starf hefði ekki komið upp hefði ég hugsanlega verið áfram í Þýskalandi og séð þá hvað hefði komið upp þar. Þetta var góð niður- staða og viö fjölskyldan erum mjög sátt með þess- ar lyktir mála.“ - Er starf landsliðsþjálf- ara erfitt og tekur þú það mikið inn á þig? „Já, þetta er mjög krefjandi starf. Mér hefur gengið nokkuð vel til þessa og kannski hef ég ekki enn þá upplifaö nein vonbrigði þannig lagað. Mitt fyrsta verkefiii vora leikimir við Hvít- Rússa sem tryggðu okkur inn á þessa keppni sem við erum að leika í þessa dagana. Síðan hefur þróunin verið sú að leika æfmgaleiki og þeir gengu prýðilega fyrir sig. Ég sá fljótlega að það byggi mikið í þessu liöi og ég sjálf- ur hafði ekki miklar áhyggjur. Aðalat- riðið er aö vita hvert maður er að stefiia og vera sáttur við það sem mað- ur er að gera. Það er framför í liðinu og það skiptir öllu máli í þessu sam- bandi." Getekki kvartað - Hvemig umhverfi er þér skapað sem landsliðsþjálfara? „Það verður bara að segjast eins og er að þegar ég kom að þessu var ég með mínar hugmyndir að fjölga lands- leikjum til muna. Leika leiki gegn sterkari þjóðum en áður og var þetta lykilatriði í minum huga. Ég verð að segja það að stjóm HSÍ, framkvæmda- stjóri og landsliðsnefnd hafa staðið ein- huga að baki mér í þessu starfi mínu og gert þetta kleift. Ég get ekki kvart- að yfir starfsumhveriinu. Eins og stað- an er í dag er HSÍ rekið af þremur launuðum starfsmönnum. Þetta er einsdæmi í heiminum að menn nái að reka sérsamband, sem er með þetta viðamikinn rekstur, á þetta fáum starfsmönnum. Samanboriö að í Nor- egi em á milli 20 og 30 manns í vinnu hjá norska handknattleikssamband- inu. Þama sjáið þið muninn og ekki em færri við störf hjá þýska hand- knattleikssambandinu. Við erum að gera sambærilega hluti en með miklu færra starfsfólki. Það er gríðarlegt álag á öllum sem koma að þessu." - Ertu kannski að segja að miðað við starfsmannafjölda á skrifstofú HSÍ sé unnið kraftaverk? „Ég ætla nú ekki að taka svo sterkt til orða, það verða aðrir að meta það. Ég ætla þó að segja það að menn era að leggja mikið á sig. Hér í tengslum við keppnina er fólk að vhma sjátfboða- starf, sjúkraþjálfari, sjúkranuddari, læknir, liðsstjóri og landsliðsnefndar- menn. Þetta held ég að sé einsdæmi í veröldinni og sýnir kannski þann vilja sem er í kringum handboltann á Is- landi. Þetta em hlutir sem eiga sér ekki hliðstæðu." Er ekki að leika - Hvemig lýsir þú þínum persónu- leika? „Ég tel mig vera skipulagðan, sam- viskusaman, fylginn mér og ég er skapmikill. Ég hef ríka réttlætiskennd, tel mig sanngjaman og ég reyni í mínu starfi að vera heiðarlegur og vera ekki að leika einhvem annan mann heldur en ég er. Ég reyni alltaf að vera ég sjálf- ur, það fmnst mér skipta máli. Þegar maður er að koma fram fyrir leikmenn að maður sé ekki að búa eitthvað til sem maður er i rauninni ekki.“ Með stuttan kveik - Þá að hinu, Guðmundur. Hverjir em gallamir, á hvaöa sviöi telur þú þig geta bætt þig sem persónu? „Ég hef róast mikið með tímanum en ég hef átt það til að vera skapmikill og fljótur upp. Sumir hafa sagt að kveikurinn sé stuttur en ég held að ég hafi verið að breytast og róast með ár- unum. Ætli það hafi ekki gerst með auknum þroska. I þessu handbolta- starfi, bæði sem leikmaður og þjálfari, er ég búinn að vera lengi og hef upplif- að margar uppákomur.Maður nær ákveðinni fæmi og þroska með tíman- um. Ég veit ekki hvort það telst til galla eða kosts að ég geri gríðarlegar kröfur til sjálfs mín og þá um leið til annarra líka. Maður hefúr stundum ætlað sér of mikið. Ég reyni yfirleitt í lífinu að setja markið hátt og það hefur reynst mér ágætlega. Ég held að það sé ekki galli heldur kostur og það fer auvit- að eftir því hvemig á það er litið." Oft andvaka - Nú segir sagan að þú takir þetta starf mjög alvarlega og það gangi svo langt að þú gangir um gólf á nætumar og eigir andvökunætur. Er þetta rétt? „Já, ég verð að játa það. Ég lifi mig mikið inn í þetta starf og eins og mál- um háttar í keppninni er þetta 24 tíma vinna á sólarhring í bókstaflegri merk- ingu. Það er nú þannig með þessa keppni héma að það er stutt á milli leikja og maður er með hugann við þetta allan tímann. Maður hefúr ekki tima til að fagna einu sinni eftir leik- ina vegna þess að um leið bíður næsta verkefni við homið. Ég tek þetta alvar- lega en hins vegar held ég að með tím- anum hafi ég verið að ná ró og reynt að aðskilja starfið, sérstaklega að taka það ekki inn í fjölskyldulífið. Ég tek starfið inn á mig, reyni að vimia það eins vel og kostur er. Ég hef átt and- vökunætur hér og er i raun búinn að sofa mjög lítið.“ Fjölskyldan mikilvægust - Talandi um fjölskylduna. Hvemig fjölskyldumaður ertu? „Ég á þrjá stráka og alveg yndislega eiginkonu. Ég upplifði fjölskyldu mína upp á nýtt þegar ég fór til Þýskalands og gerði mér þá grein fyrir í hvaða munstri ég var búinn vera heima á Is- landi. Ég var þar í mjög krefjandi starfi, fyrst hjá Visa-íslandi og síðan hjá Reiknistofú bankanna og samhliða því einnig á kafi í þjálfún. Ég eyddi miklum krafti og vinnu í þjálfunina heima sem þýddi að ég hafði ekki tíma aflögu fyrir fjölskyldu mína. Þessari staðreynd gerði ég mér ekki almenni- lega grern fyrir fyrr ég var kominn til Þýskalands og kominn í þjálfarastarfið sem var mitt eina starf. Þá fór ég að hafa miklu meiri tíma til þess að sinna fjölskyldunni og strákunum mínum. Bara af þessu ekki síst var dvölin í Þýskalandi mjög ánægjuleg og ég held að ég geti ekki hugsað mér að fara út í svona miklu vinnu aftur. Ég met fjöl- skylduna mjög mikils og hún er fýrir mér það mikilvægasta í líflnu." Maöurinn með straujárnið - Hvemig stendur þú þig í stykkinu heima fyrir? Ertu duglegur að taka þátt f húsverkum? „Já, ég held að ég verði að segja það. Ég strauja alla vega skyrtumar minar alltaf en það hefúr enginn annar kom- ið nálægt því verki síðan ég flutti að heiman. Ég tel mig duglegan heima fyrir og er bara nokkuð vinnusamur. Ég á bara eríitt með að sitja aðgerða- laus og verð helst að hafa eitthvað fyr- ir stafhi. Ég geri það sem þarf að gera, viðhald á húsinu okkar eða öðrum hlutum þar sem þarf að taka til hend- inni. Ég kem að heimilisverkum eins og ég get en sjálfsagt getur maður ef- laust alltaf gert meira. Maður getur alltaf bætt sig á öllum sviðum í lífinu, það verður seint þannig að maður geti ekki bætt sig á einhverjum sviðum." - Ertu hjátrúarfullur maður? „Ég var það þegar ég var leikmaður en síðan hefúr það breyst. Ég er hætt- ur að vera svona hjátrúarfúllur en maður sækir samt í ákveðið munstur, sérstaklega þegar vel gengur. Mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.