Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Side 4
4 MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002 jO"\r Fréttir Mörg sveitarfélög voru í miklum vanda um síðustu áramót: Tíu sveitarfélög skulda yfir 400 þúsund á mann - hjá sumum duga skatttekjur ekki fyrir rekstri Staða fjölmargra sveitarfélaga í iandinu virðist vera orðin mjög al- varieg ef dæma má fregnir i DV af afar slæmri lausafjárstöðu Raufar- hafnarhrepps. Þar voru slæmar horfur varðandi launagreiðslur starfsmanna sveitarsjóðs 1. nóvem- ber nema til kæmi utanaðkomandi aðstoð en Landsbankinn hafnaði beiðni sveitarfélagsins um fyrir- greiðslu. Þrátt fyrir þessa stöðu er Raufarhöfn ekki á topp tíu lista yfir skuldsettustu sveitarfélögin. Skuldugasta sveitarfélag lands- ins um síðustu áramót, miðað við skuldir á hvem íbúa, var Þórshafn- arhreppur. Heildarskuidir í árslok á hvem íbúa voru 581.700 krónur samkvæmt nýjum tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gefnar verða út í næstu viku. Peningaleg staöa Þórshafnarhrepps, án lífeyr- isskuldbindinga, var neikvæð, eða -95.600 krónur á mann. Skuldir Þórshafnar námu 101,1% i hlutfalli af skatttekjum. í öðru sæti var Vatnsleysu- strandarhreppur með skuldir upp á 580.200 krónur á mann. Það eru 96,3% í hlutfalli af skatttekjum. Peningaleg staða var -251.900 á mann. I þriðja sæti var Höfðahreppur (Skagaströnd o.fl.) með skuldir upp á 516.500 krónur á mann. Það er 81,6% hlutfall af skatttekjum. Pen- ingaleg staða í árslok var jákvæð um 29.200 krónur. í ijórða sæti var Vesturbyggð með 498.400 krónur í skuld á mann. Það er 76,1% hlutfall af skatttekj- um. Peningaleg staða var jákvæð um 52.500 krónur á mann. í fimmta sæti var Ólafsfjörður með 473.200 krónur í skuld á mann. Það er 83,4% skatthlutfall. Peninga- leg staða var mjög slæm, eða -392.300 krónur á mann. í sjötta sæti var Blönduós með 472.600 krónur í skuld á mann. Það er 81,6% skatthlutfall. Peningaleg staða þar var líka mjög slæm, eða -313.000 krónur á mann. Slæm staða í Hafnarfirði Það vekur athygli að eitt af stærstu sveitarfélögum landsins er í sjöunda sæti, en það er Hafnar- fjörður með 430.300 krónur í skuld á mann. Það er 84,1% skatthlutfall. Peningaleg staða í Hafnarfirði var einnig mjög slæm, eöa -244.000 krónur á mann. í áttunda sæti var Dalabyggð með 424.800 krónur í skuld á mann. Það er 88,2% skatthlutfall. Peninga- leg staða var -33.600 krónur á mann. í níunda sæti var Stöðvarhrepp- ur með 417.400 krónur í skuld á mann. Það er 86% skatthlutfall. Peningaleg staða þar á bæ var slæm, eða -182.600 krónur á mann. í tíunda sæti á þessum lista var svo Vopnafjörður með 404.100 krón- ur í skuld á hvern íbúa. Það er 80,2% í hlutfall af skatttekjum. Pen- ingaleg staða Vopnfirðinga um árs- lok var -1.700 krónur á mann. Ef horft er á skuldir í hlutfalli af skatttekjum má segja að fjögur þessara sveitarfélaga séu á gjör- gæslustigi. Meira að segja Hafnar- fjörður er við það að falla í þann flokk. Þó má segja varðandi Hafn- arfjörð að þar er mikil uppbygging í gangi með fjölgun íbúa, ólíkt því sem er í nær öflum hinum sveitar- félögunum á þessum lista. Víða um land verða menn hins vegar að horfa fram á fækkun ibúa og sam- drátt i tekjum samhliða hrikalegri lausafjárstöðu og gríðarlegum skuldum. -HKr. Tíu skuldsettustu sveitarfélögin Þórshafnarhreppur 412 íbúar Vatnsleysustrandarhr. 841 fbúl Höfðahreppur 621 íbúi Vesturbyggð 1.134 íbúar Ólafsfjörður 1.035 íbúar Blönduós 901 ibúl Hafnarfjöröur 20.223 ibúar Dalabyggð 657 fbúar Stöðvarhreppur 257 ibúar Vopnafjörður 742 íbúar 0 100 200 300 400 500 600 Skuldlr á fbúa í þúsundum króna Þórshöfn er skuldugasta sveitarfélag landsins Hver íbúi skuidaöi um síöustu áramót sem svarar 581.700 krónum. Skatt- tekjur hreppsins dugöu ekki fyrir rekstri málaflokka án vaxta. Nýkotnin Handunnitt gjafavara úr tré: blaðagrindur, ruslafotur ogfleira DV-MYND NH Skipt í Fossvoginum Karlarnir tóku viö afkonumum eftirháift maraþon þeirra og hiupu hinn heiminginn. Metþátttaka í paraþoni - 40 pör hlupu maraþon í samvinnu Helga Björnsdóttir og Guðmann Elísson unnu paraþon félags mara- þonhlaupara sem var haldið á laug- ardag. Afls tóku 40 pör þátt i hlaup- inu sem fór fram við ágætar aðstæð- ur. í paraþoni keppa karl og kona saman, hvort hleypur hálft mara- þon. Samanlagður tími parsins eftir heilt maraþon ræður úrslitum. Skipt var í aldursflokka eftir sam- anlögðum aldri hlauparanna. Hlaupið hófst klukkan tiu um morg- uninn við Gljúfrastein, hlaupið var í átt til Reykjavíkur og inn í borg- ina. Konurnar hlupu fyrri hluta hlaupsins. Pörin skiptu í Fossvogin- um rétt við Borgarspítalann. Þar hlupu karlamir áfram, hring út á Ægisíðuna og aftur inn í Laugardal þar sem hlaupinu lauk. -NH Svavar skipaður Valnefnd Fellaprestakalls i Breiðholti í Reykjavík ákvað á fundi sínum 21. október sl. að leggja til að sr. Svavar Stefánsson yrði skipaður sóknarprestur þar frá 1. janúar nk. Sjö umsækjendur voru um embætti sóknarprests í Fella- prestakafli. Það er kirkjumálaráð- herra, Sólveig Pétursdóttir, sem skipar í embættið til fimm ára. I valnefnd sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups og prófasts Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra. Sr. Svavar þjónaði um tíma Norðfjarðarprestakalli og síðan í Þorlákshöfn. Síðustu ár hefur hann unnið hjá Vinnumála- stofnun á Selfossi. Dreifbýli tilheyrir lögbýlum Þórólfur Hall- dórsson, sýslu- maður á Pat- reksfirði, segir að aflt dreifbýli Barðastrandar- sýslu tilheyri lögbýlum í eigu bænda og ann- arra og svo sé almennt á Vest- fjörðum. Þetta segir Þórólfur Halldórsson vegna umræðna um ágang rjúpna- skyttna á Vestfjörðum og víðar. Hann segir að yhrleitt gangi sam- skipti skotveiðimanna og landeig- enda vel fyrir sig. „Það eru engir eiginlegir afrétt- ir í Barðastrandarsýslu og víðar á Vestfjörðum og því er hér i raun engin smuga fyrir rjúpnaskyttur að skjóta ijúpu, öðruvísi en að fá leyfi landeiganda, í flestum tilfell- um bænda. Landamerki eru þekkt alls staðar og því eru engir afrétt- ir. Lögbýli ná því alls staðar sam- an,“ segir Þórólfur Halldórsson sýslumaður. Sýslumaður er rjúpnaskytta en hann fer ekki til rjúpna á Vest- fjörðum heldur vestur í Dali þar sem hann á jörðina Grund á Fells- strönd ásamt systkinum sínum. Hann er búinn að fara og fékk 7 rjúpur og það dugir í jólamatinn. Sýslumaður segist því vera hætt- ur á þessu hausti. Rifu niður stafi Nokkrir ölvaðir Húsvikingar drógu stiga um kaupstaðinn í fyrrinótt og notuðu hann sér til hagræðis til að rífa niður stafi í merkingu utanhúss á skrifstofum endurskoðendanna Pricewater- houseCoopers. Þeir voru um það bil hálfnaðir í því verki sínu þeg- ar lögregla kom á staðinn og skakkaði leikinn. Munu menn væntanlega þurfa að greiða fyrir skemmdirnar - og svara til saka eins og við á. -GG/sbs DV-MYND GVA Tindabikkju landaö Maöurinn á myndinni horfir þung- brýnn á aftann og viröist ekki lítast vel á. Tindabikkja er ekki aigeng á boröum landsmanna en finnst þó á matseölum veitingastaöa borgarinn- ar og þykir herramannsmatur. Rúm- lega tólf hundruö tonnum af tinda- bikkju var landaö á árinu 2001. Þórólfur Halldórsson. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.