Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 24
48 MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002 Tilvera I>V Síðasta lag fyrir fréttir í Óperunni: Ég verð í þularstofunni og kynni fyrir strákana - segir Pétur Pétursson Hiö kunna lag, Þó þú langförull legöir, hljómar um sali íslensku óperunnar. Það er Jóhann Frið- geir sem syngur þaö af tilfinn- ingu en hann og Davíð Ólafsson eru aö æfa fyrir hádegistónleik- ana í íslensku óperunni á morg- un, þriðjudag. Við píanóið er Cli- ve Pollard en á fremsta bekk í salnum situr hinn virðulegi Pét- ur Pétursson, fyrrverandi út- varpsþulur. Tónleikarnir hafa yf- irskriftina Síðasta lag fyrir frétt- ir - íslensk sönglög og Pétur rifj- ar upp hvernig sá siður komst á að flytja íslenskt lag rétt fyrir há- degisfréttirnar. „Ég var þulur hjá útvarpinu 1941 og ég varð þess NOTAÐAR VINNUVÉLAR Manitou MC 60 K dísillyftari 2WD, meö húsi, 6,0 tonna lyftigeta, 90 hö. Ingvar Helgason hf. VÉLADEILD var að þótt beðið væri af miklum spenningi eftir fréttunum þá var oft mikið skvaldur á matsöluhús- um og menn þurftu að sussa hver á annan þegar fréttir byrjuðu. Þess vegna tók ég upp á því að gefa vísbendingu um að nú liði að fréttum með því að spila is- lenskt lag rétt áður en fréttatím- inn hæfist og kynna það sem „síðasta lag fyrir fréttir". Þessi siður hefur haldist æ síðan hjá Rás 1. Því er mér blandað í þessa tónleika núna. Ég verð í nokkurs konar þularstofu inni á sviði og kynni lögin fyrir strákana." Þegar Davið hefur æft Nirfil- inn með sinni djúpu rödd eru söngvararnir spurðir hvað hafi ráðið lagavali þeirra. „Ég vildi hafa vissa breidd í lagavalinu og þess vegna er ég t.d. bæði með hið kraftmikla lag Hamraborgina og hið angur- væra Mamma ætlar að sofnaJl‘ segir hann og Davíð kveðst hafa valið Kirkjuhvol vegna þess að fræg- asta upptakan af því lagi sé með Stefáni íslandi og hún hafi verið gerð i þessu sama húsi. „Maður heyrir kliðinn í húsinu á plötunni,“ segir hann. Þeir félag- ar hlakka til tónleikanna á morg- un enda eru þeir i essinu sínu eins og þessi orð Péturs bera með sér: „Ég vona bara að þið þurfið ekki að segja eins og ræðumaður- inn: „Fagnaðarlætin ætluðu aldrei að hefjast." Já, eða fleiri komust að en vildu,“ bætir Davíð við. -Gun. SNYRTIVÖRUR ERU EKKI BARA FYRIR KONUR OG HOMMA, EINS OG LESA MÁ UM í FÓKUS í NÆSTU VIKU. ÞAR FÆRÐU AÐ VITA ALLT UM RAKSPÍRA, RAKSTUR OG SNYRTIVÖRUR STERKARA KYNSINS. Vinsælar flíkur Peysurnar skagfirsku - Undir bláhimni og Undir gráhimni - sem Védís Jóns- dóttir hannaöi. Lopapeysa sérhönnuð fyrir Skagfirðinga: Undir blá- himni sló í Veruleg sala varð í sumar á lopapeysu sem sérstaklega var hönnuð fyrir Skagfirðinga og fyrst sett í sölu fyrir tveimur árum. Hún hefur hlotið nafnið Undir bláhimni eða Undir grá- himni eftir því hvor liturinn er notaður í flíkina. Peysan höfðar ekki síst til hestamanna því í munstrinu eru hross og einnig Mælifellshnjúkurinn, sá staður sem hvað mest útsýni er af á Is- landi, en þaðan er sagt að sjáist í tíu sýslur. Heillar útlendinga Salan á peysum jókst áberandi mikið í kringum landsmót hesta- manna og það eru ekki síst út- lendingar sem heillast af henni en þeir leggja margir leið sína í Skagafjörðinn í sambandi við hross. Það var Védís Jónsdóttir sem hannaði munstrið í Undir blá- eða gráhimni en nokkrar skagfirskar hagleikskonur sjá um að prjóna peysuna. Alþýðulist Milli níu og tíu þúsund manns komu í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð í sumar og er þetta mesta aðsókn á einu sumri til þessa. Auk þess að miðla ýmsum upplýsingum um þá þjónustu sem til boða er í Skagafirði til ferðamanna er í sama húsi rekin verslun með handunnar vörur sem gerðar eru af Skagfirðingum. Félags- skapur handverksfólksins heitir Alþýðulist og eru um 40 manns að framleiða margvíslegan varn- ing sem þarna var á boðstólnum. Að sögn Mariu Guðmundsdótt- ur, umsjónarmanns Upplýsinga- miðstöðvarinnar i sumar, jókst sala talsvert á munum. Upplýsingamiðstöðin var opin frá júní og fram á haust en þess má geta að þó svo að henni hafi nú verið lokað verður húsnæðið opið frá kl. 13-17 um helgar til jóla og þar gefst fólki kostur á að kaupa margvíslegar handunnar vörur. -ÖÞ ÐV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Undir bláum himni eða gráum María Guömundsdóttir, til vinstri á myndinni, haföi umsjón meö Upplýsinga- miöstööinni í Varmahlíö í sumar og meö henni er Guðbjörg Guömundsdóttir, feröamálafulltrúi Skagafjaröar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.