Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 18
fr 42____ Ferðir MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002 DV Fótbolti, verslun og menning Nokkur sæti eru laus í terð til Manchester á vegum ÍT ferða þann 29. nóvember næstkomandi. Lagt verður upp að morgni 29. nóvember og flogið í beinu leiguflugi til Manchester - heim- ferðin er svo að kvöldi sunnudags- ins 1. desember. Meðal þess sem er boðið upp á er ferö 1 Traflbrd Center, sem er ein stærsta verslunar- miðstöð Evrópu. Söngleikurinn Beauty and the Be- ast er sýndur í borginni og svo geta fótboltaáhugamenn séö viður- eign Liverpool og Manchester Utd. Meðal fararstjóra eru söngvaram- ir Bergþór Pálsson, Eyjólfur Krist- jánsson og Stefán Hilmarsson. Stökk til Spánar Ferðaskrifstofan Heimsferðir kynnir nokkur tilboð á heimasíðu sinni. Þar er meðal annars að finna svokallað „stökk“ til Barcelóna. Ferðin er eftir tvo daga, 31. október, og kostar 49.950 krónur á manninn. Þá er önnur ferð í boði til Búdapest á 33.450. Nánari upplýsingar er að finna á www.heimsferdir.is á Netinu. Netsmellir Á heimasíðu Flugleiða, www.icelandair.is má finna nokk- ur ágæt tilboð sem ganga undir nafninu Netsmellir. Meðal ódýrra fargjaida má nefna farmiða á 19.800 til Kaupmannahafhar og London. Ferð til Amsterdam gefur sig á 24.560. Hér um svokallaða Smelli 21 að ræða en það þýðir að bóka verður með þriggja vikna fyr- irvara. Eins og títt er með ferða- tiiboö eru ýmsir skUmálar sem þarf að uppfyUa - - svo sem hámarkslengd dvalar o.s.frv. Heimsókn á vefinn er vel þess vir Spilað á strengi ástarinnar Margir komast aldrei lengra en aö láta sig dreyma um unaöinn, ástina og hvíldina sem fylgir rólegri helgi fjarri skarkala hversdagsins, skjóta rólegri og rómantískri helgi í sveitinni sífellt á frest. Hjónahelgi aö Hótel Skógum getur rofiö vítahringinn og kann aö leiöa til þess aö fólk rifji upp hve ástríöufullir kossargeta nú veriö. Hjónahelgar að Hótel Skógum sóttar af pörum á öllum aldri: Njóta, elska og hvílast Að njóta, elska og hvUast. Þetta hljómar vel, ekki síst í eyrum streituþjáðra hjóna sem eru á þön- um aUan daginn við að hafa í sig og á og viija ekki dragast aftur úr í lífs- gæðakapphlaupinu. En margir kom- ast aldrei lengra en að láta sig dreyma um unaðinn, ástina og hvUdina, skjóta rólegri helgi fjarri skarkalanum sífeUt á frest. Hafi fólk hins vegar áhuga á að brjótast út úr vítahring vanans getur lausnin falist í hjónahelgi að Hótel Skógum undir Eyjafjöllum. Þar stendur Sig- ríður Anna Einarsdóttir, félagsráð- gjafi og ljölskyldu- og hjónaráðgjafi, og fyrirtæki hennar, Aögát, fyrir hjónahelgum þar sem megináhersl- an er á að rækta ástina, ræða um uppbyggUega hluti sem bætt geta samskipti og tiifinningalíf hjá pör- um, bæði hjónum og ógiftum. „Við leggjum áherslu á að fólk njóti þess að elska og hvUast, helgin veröi upplyfting fyrir fólk. Pör á öU- um aldri þurfa tækifæri tU að spUa á strengi ástarinnar í rólegu og rómantísku umhverfi. í amstri dagsins getur það oft gleymst hve notalegt það er að dekra við hvort annað og njóta friðsældar," segir Sigriður Anna við DV. Helgardvölin eystra hefst miUi kl. 17 og 18 á fostudögum og stendur al- veg tU kl. 15 á sunnudögum. Pláss er fyrir 7-8 pör á hjónahelginni þar sem ræddir eru ýmsir þættir sam- lifsins. Pör fá sýnikennslu í „ástar- styrkjandi nuddi“, fara í hjónaslök- un og láta sér liða vel á aUan hátt. Á sunnudeginum er farið í gamla kirkju á staðnum þar sem prestur úr sveitinni fer með hugleiðingu um hjónabandið og samlífið yfir- leitt. Dagskrá hjónahelgarinnar hefst ekki fyrr en klukkan hálf eU- efu á laugardagsmorgninum og á sunnudeginum er sofið út. í verði fyrir eina slíka helgi er aUt inni- falið: Kennsla og ráðgjöf, gisting, matur og öU aðstaða sem er fyrir hendi, eins og heitir pottar. Á laug- ardagskvöldinu er þátttakendum boðið upp á þriggja rétta máltíð. Verð fyrir parið er 45 þúsund krón- ur ef greiðslum er dreift en 39.900 ef staðgreitt er. - En fyrir hverja er þessi helgi? „Hún er fyrir fólk á öUum aldri. Á fyrri hjónahelgum, sem voru mjög vel lukkaðar, hafa verið pör frá tæp- lega þrítugu að rúmlega sextugu. En það er rétt að taka fram að þessar helgar eru ekki fyrir fólk sem á í erfiðum vandamáium í hjónaband- inu, þau leysum við ekki á svona helgum. Við leggjum áherslu á aö fá fólk sem viU gera gott hjónaband betra, fólk sem gleymir að sinna hvort öðru í annríki dagsins, er ein- faldlega þreytt, stressað og gefur sér aldrei tíma tU að rækta hvort ann- að. Ánægjan við þetta er að sjá pör fara héðan með bros á vör og ást í hjarta.“ Næsta hjónahelgi hjá Sigríði Önnu verður 1.-3. nóvember en fólk getur skráð sig tU þátttöku með því að senda póst á adgat@mmedia.is -hlh Skíðaferðirnar að verða fullbókaðar „Ákveðnar brottfarir eru uppseldar þó enn þá sé möguleiki á að skeUa sér í skíðaferð ef fólk drífur sig,“ segir PáU Þór Ármann, markaðsstjóri hjá & ferðaskrifstofunni Úrvali-Útsýn. Upp- selt er í flestar ferðir í febrúar en eitt- hvað er enn laust í janúar. „Áherslan er á Ítalíu því að það er eins og is- lendingar kunni vel við sig þar.“ PáU segir aðalsvæðin á Ítalíu vera Madonna di Campiglio og Selva Val Gardena. „Við finnum fyrir vaxandi áhuga á skíðaferðum vegna erfiðs tíðarfars hér heima.“ Hann segir ásókn í skíðaferðir vera svipaða og í fyrra en þó hafi hún aðeins aukist. Hins vegar, ef miðað er við síðastlið- in tvö tU þrjú ár, fari skíðaferðum ís- lendinga tU útlanda fjölgandi. „Fólk fer með fjölskylduna og dvelur í viku og aUt upp í tiu daga.“ Fyrir utan Ítalíu er Austurríki vin- sæU áfangastaður og býður Úrval-Út- sýn upp á ferðir tU þriggja skíða- svæða þar í landi: Serfaus, Lech og St. Anton. PáU átti ekki von á að bætt yrði við þegar ákveðnar brott- farir en þó væri möguleiki á því ef 4« aUar feröir seldust upp. -ÁS. Feröavefur vikunnar -( www.milehighclub.com }- © Ét & © frmn JOIN THE MILE HIGH CLUB Vtfjjtn Atlantic A»rtin« wili atiow pasiwgn to loln th» Club tfv nWrv»{ ',P frv Mil* H*oh Ciut> -• iw.rtf.iinM- rjittx trusf. nttnt* OhTht ahwbww anö fhwwj mri '•|r Beats First-Class By A Mite!“ Sweetie... WAKE VP I wíUUhi DOIT... ajajtjaaitiisatai Flugferðir geta verið lang- dregnar og tU þess að vega upp á móti leiðindunum hafa far- þegar fundið upp ýmislegt tU að dunda við. Sumir lesa bæk- ur, aðrir horfa á bíómyndir og svo eru sumir sem stunda kyn- líf. Þeir sem iðka síðastnefhdu iðjuna geta síðan orðið félagar í óvenjulegum klúbbi sem snýst um þetta og ekkert ann- að. Klúbburinn nefnist MUe High Club og á heimasíðu hans má lesa sig tfl um starfsemina, lesið sögur klúbbfélaga, pantað boli svo fátt eitt sé nefnt. Ekki þarf aö sanna afrek sín í háloftunum tU að fá að kaupa minjagripi á heimasíðunni tU að fá félagaskírteini þarf að senda lýsingu á atvikinu ásamt undirskrift og vottun þess sem tók þátt. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni auk fjölda skemmtUegra tengla á aðrar flugsíður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.