Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Blaðsíða 6
G MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002 iy*%r Fréttir ASÍ sker upp herör gegn skattaliö fjárlagafrumvarpsins: „Viðfangsefni ASÍ að hafa áhrif á stefnumörkun flokkanna" - segir framkvæmdastjóri ASÍ Fulltrúar ASÍ funda með fulltrúum atvinnurekenda og ríkisstjórn á síðasta ári. Miðstjóm Alþýðusambands ís- lands hefur gagnrýnt harðlega það óréttlæti og þá auknu misskipt- ingu sem hún telur að einkenni tekjuhlið fjárlagafnunvarps ríkis- stjómarinnar fyrir árið 2003. Á meðan skattar á almennt launa- fólk séu hækkaðir og vegið sé að undirstöðum velferðarkerfisins em skattar á hátekju- og stór- eignafólk og fyrirtæki lækkaðir sem nemur mörgum milljörðum króna. Miðstjóm ASÍ telur mikil- vægt að pólitísk umræða næstu mánaða komi til með að snúast um stefnu stjórnvalda í skattamál- um og velferðarmálum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2003 á að auka skatta- álögur á almennt launafólk um 7.100 milljónir króna með hækkun tekjuskatta einstaklinga og hækk- un tryggingagjalds umfram al- mennar tekjubreytingar. Á sama tima eru skattar á hátekju- og stór- eignafólk og fyrirtæki lækkaðir um 4.700 milljónir króna. Mið- stjóm ASÍ mótmælir þessu órétt- læti harðlega og ítrekar gagnrýni sína á skattastefnu ríkisstjómar- innar sem samþykkt var á Alþingi í lok síðasta árs. ASÍ telur að ef ekki hefði komið til breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt í lok síðasta árs megi færa rök fyrir því að tekjur ríkisins hefðu orðið um 8.500 milljónum krónum meiri en samkvæmt þessu fjárlagafrum- varpi. Á sama tíma og ríkisstjóm- in skenki tilteknum þröngum hópi hátekju- og stóreignamanna þessa stórkostlegu skattalækkun hefur kröfum miklu stærri hóps öryrkja, eldra fólks, sjúklinga, fólks án at- vinnu og lágtekjufólks verið visað frá vegna „gífurlegs kostnaðar- auka fyrir rikissjóð“. Mikil misskipting Gylfi Ambjömsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að ASÍ hafi varaö mjög sterklega við þeirri hugsim sem orsakaði mikla misskiptingu milli þeirra sem lægstu laun hafa og þeirra sem betur megi sín þegar fmmvarpið til grundvallar skattalagabreyting- unni var lagt fram í fyrra. ASÍ taldi það mjög óskynsamlega leið til breytingar á skattkerfmu. Þeg- ar fyrsta ljárlagafmmvarpið komi nú fram sem byggist á þessum lög- um staðfesti þaö þær áhyggjur sem ASÍ hafi haft, að verið sé að færa skattbyrði að miklu leyti frá fyrirtækjum og tekjuhærra fólki yfir á almenning. - Gerðuð þið ykkur von um, áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram, að tekið yrði tillit til óska ykkar i skattamálum? „Það var ákaflega veik von, eig- inlega að gefnu tilefni. Þess vegna var það sett fram í ályktun mið- stjómar ASÍ að þetta mál yrði til umfjöllunar á Alþingi á komandi vetri. Það verði einfaldlega póli- tísk umræða um það hvert við séum að stefha með þetta skatt- kerfi. Skattbyrðin hefur verið að þyngjast hjá almennu launafólki, sérlega þeim tekjulægstu, á sama tíma og verið er að að koma til móts við kröfur þeirra sem betur mega sín í þjóðfélaginu og fyrir- tækjanna um að þau leggi mjög lít- ið til samneyslunnar. Við höfum því áhyggjur af því að þetta skatt- kerfi leiði til þess að hið opinbera hafi nú takmakaða möguleika að standa undir þeim fjárfestingum sem eru mikilvægar í vel- ferðarkerfinu," segir Gylfi Am- bjömsson. - Eruð þið ekki í betri aðstöðu en oft áður til þess að koma ykkar sjónarmiðum á framfæri vegna komandi alþingiskosninga? „Auðvitað geram við okkur von- ir um það. Verkalýðshreyfingin sér það sem viðfangsefni í vetur gagnvart öllum stjórnmálaflokk- um að fá tiltekin mál til umræðu í tengslum við næstu kosningar og hafa áhrif á þá grundvallarstefnu- mörkum sem stjómmálaflokkam- ir munu hafa í skattamálum, vel- ferðarmálum sem og Evrópumál- um.“ Ekki fram hjá rauða strikinu Gylfi Ambjörnsson telur útspii stjórnvalda ekki tiiraun til þess að fara fram hjá hinu svokallaða „rauða striki“. Það hafi síðast verið mælt í maímánuði og hafi ekkert að gera með skattamál heldur verð- bólgu. ASÍ beitti sér mjög í þeirri at- burðarás og var þá forgangsverkefni gagnvart kjörum launafólks til þess að ná verðbólgunni niður og það hafi tekist, ekki vegna aðgerða stjómvalda heldur vegna aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að mál- inu. - Þýðir þessi samþykkt miðstjóm- ar ASÍ að meira verður lagt upp úr skattamálum við gerð næstu kjara- samninga en beinum launahækkun- um? „Við leggjum alls ekki af þá kröfu að hækka laun verkafólks. Við höf- um hins vegar verið að óska eftir breytingum á skattakerfinu til þess að hægt verði að koma betur til móts við tekjulægri hópa en það eina sem við höfum fengið út úr því er nefndarstarf sem á að koma auga á leiðir til að framkvæma það. Á sama tíma leggur ríkisstjómin fram þá mestu skattalagabreytingu sem hefur komið fram um áratugaskeið, þ.e. hliðrun og lækkun skatta á eignafólk og fyrirtæki án þess að þar sé neitt sem snúi að almennu launa- fólki. Auðvitað leiðir þetta til þess að það verður að festa þessa þætti í kjarasamningum. En það hefur eng- in kröfugerð verið gerð enn þá, hvað þá lögð fram, enda gilda núverandi samningar til áramóta 2003/2004, að öllu forfallalausu." Launajöfnuöur grundvailarforsenda „Við höfum átt viðræður við stjómvöld um þessi mál en við teljum mikilvægt að hin pólitíska ábyrgð á þessu máli sé alfarið hjá stjómvöldum og ekki síður hjá at- vinnurekendum. Ef það þarf að mæta vaxandi kostnaði velferðar- kerfisins með hækkandi sköttum á launþega og lækkandi sköttum á fyrirtæki verðum við að snúa okk- ur til fyrirtækjanna tU að bæta okkur þetta upp. Fjármálaráð- herra hefur sagt að þessar skatta- breytingar auki getu fyrirtækj- anna til þess að standa undir hærri launum og við hljótum að taka undir það. Það er hins vegar ekki neinn sérstakur kostur í þess- ari stöðu. Þetta hefur hins vegar áhrif á getu ríkissjóðs til þess að standa fyrir tekjujöfnun en við sjá- um að tekjuskipting í þjóðfélaginu er að verða stöðugt óréttlátari. Það væri hægt að takast á við það gegnum skattakerfið en ef til vill er vilji stjómvalda með stuðningi fyrirtækja að beina því yfir í kjarasamninga. Við metum þessa skattabreytingu sem 8 milijarða króna tilfærslu í kerfinu og það hefði verið hægt að gera ansi margt fyrir þá fjárhæð fyrir eldri borgara, öryrkja og ýmsa aðra hópa. Krafa okkar um launajöfnun stendur hins vegar óhögguð. Það er grundvafiarforsenda fyrir því sem við erum að gera,“ segir Gylfi Arnbjömsson. -GG Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða Dekkjahótel vi& geymum dekkin fyrir þig gegn vægu gjaldi sóimuuG G)ntineníal Kópavogi - Njar&vík - Selfoss Sala ríkisbanka til bygg- ingar menningarhúsa Með sölu ríkis- bankanna hafa skapast fjárhags- legar forsendur fyrir því að hefj- ast handa við byggingu menn- ingarhúss á Ak- ureyri og vega- framkvæmdir á landsbyggðinni, þó aðaUega jarð- göng mUli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar og Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Við sölu á hluta rík- issjóðs í Landsbankanum var þó lýst yfir að þeir fjármunir mundu renna tU greiðslu á erlendum skuld- um og talið að það hefði ekki eins mikU áhrif á fjármálamarkaðinn ef kaupverð yrði greitt í erlendri mynt en kæmi ekki inn í landið. Valgeröur Sverrisdóttir, iðnaðar- og viö- skiptaráðherra, segir að sam- komulag sé mUli stjórnarflokk- anna, Framsókn- arflokks og Sjálf- stæðisflokks, um Öirich. ° að þeim fjármun- um sem fáist við sölu ríkisbankanna verði varið tU þess að standa við yfirlýsingar um byggingu menningarhúsa, bæði á Akureyri og víðar, á næstu árum. Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra hefur lýst þvi yfir að menn- ingarhús muni rísa á Akureyri fyr- ir lok næsta kjörtímabUs. Því lýkur 1 maímánuði 2007 verði þing ekki rofið fyrir þann tíma. -GG I------------------------------------------1 Valgerður Sverrisdóttlr. Sóf arga REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.25 17.22 Sólarupprás á morgun 09.00 09.03 Síödegisflóö 23.16 15.09 Árdegisflóö á morgun 11.58 03.49 Hlýnandi veður Sunnan 5-8 og dálítil slydda eða rigning sunnan- og vestanlands en léttskýjað norðan- og austanlands. Gert er ráð lyrir hlýnandi veðri. yajÍjSíBfUj El og slydda Gert er ráð fýrir vestlægri átt og éljum en breytilegri átt og slyddu eða snjókomu austanlands. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands að deginum en annars kringum frostmark. jiyk YhT* í t t'’<l§ f Kijcií;íi fbi Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur HitiO” w Hiti 0° Hiti 1" til 5“ til 7° til 9“ Vindur: 5-10m/s Vindur: 3-8 Vínriur: 5-10“/* Norölæg átt, 5-10 m/s víöast hvar. Él um landiö noröanvert en léttskýjaö sunnan tll. Hltl 0 til 5 stlg. Austlæg eöa breytileg átt, 3-8 m/s. Súld eöa rigning suö- austanlands en annars víða bjart veður. Austlæg átt og vætusamt sunnan og austan tll en annars skýjaö meö köflum. Hlýnar talsvert í veöri. m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 Veðriö ki. 12 Ö í -J-.u AKUREYRI léttskýjaö -5 BERGSSTAÐIR úrkoma -4 BOLUNGARVÍK skýjað -3 EGILSSTAÐIR skýjað -2 KEFLAVÍK léttskýjað 0 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 1 RAUFARHÖFN snjóél -2 REYKJAVÍK léttskýjaö -1 STÓRHÖFÐI léttskýjað -1 BERGEN skýjað 6 HELSINKI skúrir 4 KAUPMANNAHÖFN rigning 8 ÓSLÓ skýjaö 6 STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN skúrir 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 6 ALGARVE sl^jað 24 AMSTERDAM skúrir 14 BARCEL0NA léttskýjaö 23 BERLÍN rigning 10 CHICAGO skýjaö 19 DUBUN skúrir 9 HALIFAX rigning 7 HAMBORG skúrir 13 FRANKFURT rigning 15 JAN MAYEN snjóél -1 LONDON skýjaö 13 LÚXEMBORG skúrir 15 MALLORCA léttskýjaö 23 MONTREAL heiðskírt 3 NARSSARSSUAQ úrkoma -5 NEW YORK heiðskírt 9 ORLANDO þokumóða 22 PARÍS hálfskýjað 16 VÍN alskýjaö 18 WASHINGTON léttskýjaö 6 WINNIPEG alskýjaö -5 Logn Andvari Kul Goia Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassvjöri Stormur Rok Ofsaveður Fárviöri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.