Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 3
19 Sport Knattspyrna: Sharpe er mættur í slaginn Lee Sharpe, sem Grindvíking- ar hafa samið um aö leiki með liðinu í úrvalsdeildinni í knatt- spymu í sumar, kom til landsins fyrir helgina og hefur hafið æf- ingar að fullvmi krafti með liðinu fyrir átökin í sumar. Sharpe var með Grindvíkingum í æfinga- búðum á Spáni um helgina en fór þaðan heim til Englands. Sharpe verður Grindvíkingum eflaust mikill styrkur enda hér á ferð leikmaður sem kann ýmis- legt fyrir sér. -JKS Körfuknattleikur: Kvennaliðið á Polar Cup Landslið kvenna í körfuknatt- leik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, er á leið á Polar Cup sem haldið verður i Svíþjóð og hefst í lok þessa mánaðar. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari liðsins og Hlynur Skúli Auðunsson, hafa valið 12 leikmenn og er lið- ið þannig skipað. Ema Rún Magnúsdóttir . Grindavík Guðrún Guðmundsdóttir . Grindavík Gréta Guðbrandsdóttir .... Keflavík Hanna Hálfdánardóttir . . . Haukum Hrefna Gunnarsdóttir........Snæfell Jovana Stefánsdóttir .... Grindavík Kristín Sigurðardóttir............KR Lilja Oddsdóttir..................KR Petrúnella Skúladóttir . .. Grindavík Kristrún Sigurjónsdóttir..........ÍR Sara Pálmadóttir.................KFÍ Sigurlaug Guðmundsdóttir Njarðvík. -JKS Knattspyrna: HM kvenna ekkí í Kína Alþjóða knattspymusamband- ið (FIFA) hefur nú ákveðiö að heimsmeistaramót kvenna í knattspymu verði ekki haldið í Kína vegna lungnabólgufarald- ursins í Asíu. Mótið átti að fara fram dagana 23. september til 11. október en út af öryggisástæðum þótti skynsamlegast að flytja keppnina á axman stað. FIFA mun á næstunni fara yf- ir stöðuna og ákveðna hvar keppninni fer fram en Banda- ríkjamenn og Ástralir hafa líst yfir áhuga að halda keppnina. Á fundi sínum fyrir helgina ákvað FIFA að heimsmeisrtaramótið 2007 skildi fara fram í Kína. -JKS flugenthaler látinn tjúka Klaus Augenthaler, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Núm- berg, var fyrir helgina rekinn úr starfi. Hann er sjöundi þjálfar- inn sem látinn er taka poka sinn í þýsku bundeslígunni á yfir- standandi tímabili. Augenthaler er búhm að vera valdur í sessi um nokkurrt skeiö en stjóm félagsins ákvað fyrir helgina að ganga skrefið til fulls og víkja Augenthaler úr starfi. Staða liðsins í deildinni er erfið og verður það í höndum Wolf- gang Wolf að stýra liðinu í síð- ustu leikjunum i deildinni. Hann var rekinn frá Wolfsburg fyrir tveimur mánuðum síðan en fær það hlutverk að bjarga Númberg Tim Duncan var útnefndur í gær leikmaöur ársins í NBA annað árið í röð. Duncan leikmaður arsins í NBA Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs, var í gær útnefnd- ur leikmaður árfsins í NBA annað árið í röð. Það eru bandarískir íþróttafréttamenn sem standa að kjörinu. Duncan er sjöundi leik- maðurinn sem útnefndur er besti leikmaðurinn annað árið í röð. Duncan lék frábærlega með San Antonio í deildarkeppninni í vet- ur sem og félags hans sem var með besta vinningshlutfall allra liða. Meðal annara sem komu til greina sem leikmenn ársins voru Shaquille O’Neal, LA Lakers, Ko- be Bryant, LA Lakers, Kevin Gar- nett, Minnesota og Tracy McGrady, Orlando. Duncan skoraði að meðaltali 23,3 stig að meðaltali, átti 3,9 stoðsendingar, varði alls 2,92 skot að meðaltali og hirti 12,9 fráköst. -JKS AÐ TAKA ÞATT í LEIKNUM: ÓMETANLEGT. Ferð fyrir 4 á úrslitaleik UEFA Champions League í boði MasterCard ..... IKH Tveir heppnir MasterCard korthafar fá ferö fyrir 4 á úrslitaleik UEFA Champions League á Old Trafford i Manchester 28. maí nk. Skráðu þíg i leíkinn. Eftir það feröu i pott í hvert skipti sem þú notar MasterCard kortiö þitt til 15. maí 2003. Þú eykur vinningslíkurnar með því einu að nota kortíð. Meðal aukavinninga eru ferð fyrir 4 á leik Skotlands og íslands 29. mars nk„ og miðar á heimaleiki íslands i vor. Auk þess fjöldi smávinninga. Skráning í ollum bönkum, sparisjóðum og á www.kreditkort.is. Skráðu þig í dag til að auka vinningsmöguleikana Ég vil taka þátt í leiknum! Heimilisfang Nafn Kennitala Sveitarfélag Póstnúmer Símanúmer Netfang Skilist í næsta banka/sparisjóð eða til Kreditkorts hf., Ármúla 28, 108 Reykjavík. □ Hakaðu í reitinn til að gefa MasterCard leyfi til að hafa samband vegna annarra knattspyrnutengdra viðburða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.