Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 22
X 38 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 Sport___________________________________________________________________________pv Nístingskuldi þegar Elliðavatn var opnað fyrir veiðimenn: Aldrei kynnst svona kulda vH opnunina „Það er hrikalega kalt héma við vatnið og maður hefur sjaldan kynnst þessu svona köldu þegar veiðiskapurinn er að byrja héma,“ 1 sagði Ólafur Guðmundsson er við hittiun hann við Elliðavatnið þegar vatnið var opnað veiðimönnum á fimmudaginn var. Það var skítakuldi en þrátt fyrir það voru ’ margir veiðimenn á staðnum til að renna og enn fleiri til að kíkja eftir veiðimönnum. Veiðin var kannski ekki mikil en veiðimenn reyndu um allt vatnið og einn og einn fiskur var að gefa sig. Margir veiðimenn komu til að kíkja á stöðuna og einn þeirra var Þór Nielsen. „Héma er fjöður sem verður hnýtt úr seinna, það er á hreinu," sagði Þór Nielsen og sýndi Valgeiri Skagfjörð fjöðrina en hann hefur nú hnýtt nokkrar flugur í gegnum árin. „Nei, það verður ekkert reynt núna, það er svo svalt héma við vatnið, en seinna," sagði Þór og það var áfram talað um veiði undir húsvegg. Þar var líka hlýjast við vatnið og fáir að trufla mann nema veiðimenn sem voru að koma og fara. Veiðimenn reyndu víða og lengst úti í vatni var Guttormur, kenndur við Ámvma, og þar aðeins lengra frá var Geir Thorsteinsson og kastaði hann aftur og aftur. Það var það sem hélt á veiðimönnunum hita við vatnið. Við Elliðavatnsbæinn vom veiðimenn að ræða um bleikju sem veiddist snemma um morguninn og hún var tvö pund. Annar veiðimaður sagðist hafa komið um sjöleytið og þá var kalt. Ekki veiddust margir fiskar, enda kait viö vatniö Það veiddust ekki margir fiskar þennan fyrsta dag en þó komu nokkrir á land. Fiskurinn hélt sig djúpt og takan var ekki mikil. Veiðimenn köstu grimmt um vatnið og flestir vora með fluguna. Yngri veiðimenn vora með spún og tveir eldri veiðimenn með maðkinn. Annar þeirra var búinn að veiða einn urriða og kom sér inn í bíl milli þess sem hann reyndi. „Þetta er kalt en maður reynir, fiskurinn er tregur og lítið nartað hjá manni,“ sagði veiðimaðurinn út um gluggann á bíl sínum og svo var stokkið af stað. Fiskur hafði kippt í en hann fór af. Svona var veiðin við vatnið þennan fyrsta dag sem mátti renna. Það var reynt og reynt aftur en fiskurinn var ekki í tökustuði þegar hitastigið var um frostmark. Venjulegir veiðimenn, sem reyndu við Elliðavatn þennan fýrsta dag, eiga heiður skilhm fyrir framtakið. Dellan getur verið ótrúlega mikil og hana stoppar fátt. G.Bender Þaö var hrikalega kalt við El- liðavatn þegar vatnið var opnað á fimmudaginn en þrátt fyrir það vora margir veiðimenn mættir til að veiða og sumir mjög ungir. Við brúna að bænum Elliðavatni voru tvær ungar snótir að kasta og önnur var greinilega aðeins eldri en hin. Sú stærri kenndi hinn yngri sem þrátt fyrir kulda sýndi náminu mikinn áhuga. Það var kastað og sagt til en fiskur- inn lét eitthvað á sér standa og þess vegna héldu veiöimennirnir ungu skömmu seinna inn i bíl. Þar var töluvert hlýrra. Mikid var rætt um veiði við vatnið og margir kunnir veiði- menn mættu til að kíkja á stöð- una. Ekki vora þeir margir sem tóku fram stangirnar og einn og einn lét sem hann væri ekki einu sinni með hana í bílnum. Þegar veiðistöngin barst í tal var mál- inu eytt þrátt fyrir að veiðimað- urinn hefði stundað veiðiskap- síðan í janúar. Margir veiöimenn era fúlir að fá þetta veðurfar núna en ekk- ert er við því að gera. Það kemur betra tíðarfar innan fárra daga og þá verður hægt að stunda veiöiskapinn á fullu. Ekki var hœgt að halda ís- landsmótið i dorgveiði i vetur en mótið hefur verið haldið núna tíu vetur í röð. Síðast var mótið haldið á Hólavatni í Eyjafirði og var það Þingeyingur sem vann. Veiðiskapurinn er að hefjast fyrir alvöru í Hólavatni í Eyja- firði enda lögðu margir veiði- menn þangað leið sína til að veiða síðasta sumar og veiddu vel. í Reynisvatni er veiðiskapur- inn að komast á fullt og það sama verður líka sagt um Hvammsvík í Kjós. Veiðimaður sem fór í Hvammsvík fyrir skömmu veiddi vel og fiskurinn þar er líka vænn. Þaö varfjör 1 opnu húsi hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á föstudaginn og meðal þeirra sem tróð upp þar var veiðimaðurinn Bubbi Morthens. Það er kominn spenningur í veiðimenn enda vita þeir að þaö er stutt þangað til veiðitíminn byijar fýrir al- vöru. G.Bender Ertendip veiöimenn afbóka ferðir hingað í sumar „Það gæti verið ástandið í heiminum sem hræðir veiðimenn við að ferðast mikið, það gæti verið. Allavega hefur verið töluvert um að erlendir veiðimenn hafi afbókað veiðitúra hingað í sumar, veiðimenn sem hafa veitt hérna i fjölda ára,“ sagði veiðimaður sem er öllum hnútum kunnugur í veiðiheiminum. „Heimsástandið hefur alls ekki verið gott og veiðimenn geta líka farið víða í góöa veiði þó ísland sé auðvitað alltaf sér á báti. Erlendir veiðimenn bóka mikið í nóvember og desember," sagði veiðimaðurinn enn fremur. Mjög gott holl í Víðidalsá í Húnvatnssýslu datt út fyrir nokkru og þar hættu við veiðimenn sem hafa veitt í ánni í fjölda ára. íslenskir veiðimenn era að spá í að kaupa hollið og veiða á þeim tima sem erlendu veiöimennirnir ætluðu að renna fyrir fiska. Vel hefur gengiö aö selja veiöileyfi innanlands Vel hefur gengið að selja innlendum veiðimönnum veiðileyfi fyrir sumarið og einhverjar laxveiðiár era uppseldar fyrir sumarið. Má þar nefna laxveiðiá eins og Leirvogsá og Krossá sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur innan sinna vébanda. í margar silungsveiðiár hefur gengið vel að selja, þar sem veiðimenn malla sjálfir í veiðihúsinu og stjóma sínum tíma. Veiðileyfin era kannski ekki mjög dýr og veiðivonin töluverð. í Gufudalsá er nær alveg uppselt, vel hefur gengið að selja í Eyjafjarðará og margir ætla sér á urriðasvæðið í Þingeyjarsveit til að veiða i sumar. G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.