Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 10
26 4 Sport MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 DV Reynir Jónsson viö- beinsbrotnaði við æf- ingar um páskana og var því fjarri góðu gamni á fyrsta mótinu um helgina. Hann hef- ur orðið ísiands- meistari einu sinni. DV-mynd Sigurður Jökull Reynir Jónsson ekki meö vegna meiösla: Sérstök tilf inning Reynir Jónsson, sem oft hefur verið meðal fremstu manna í endurokeppni, var ekki með vegna meiðsla er hann varð fyrir á æfingum um páskana. Hann var í þjónustuliði Hondu-liðsins og var spurður að því hvernig það væri að vera ekki á meðal keppanda. Þetta er sérstök tilfinning, maður er sjálfkjörinn í að vera „pyttstjóri" þegar maður er svona fatlaður. Einar Sverrisson vann DV- bikarinn í motocrossi fyrir 25 árum, eða um það bil. Þrátt fyrir að vera orðinn afi og 45 ára var hann mættur í keppni aftur og það í meistaradeild. Einar varð fyrir því óláni að sleppa hliði í brautinni og fékk við það dæmda á sig refsingu er kallast „víti“. Hrikalegasta braut sem ég hef nokkru sinni keppt á Á meðan hann var að taka út refsingu sína, sem er fimm mín- útur, var hann spurður hvort þetta væri erfítt. Hann kvað svo vera og það Gunnar Þór Gunnarsson í Hondu-liðinu en hann stóð sig með ágætum og lenti í fimmta sæti. Eins og sjá má voru aðstæður í pyttunum erfiöar. DV-mynd Siguröur Jökull hefði verið gott að fá dæmt á sig „víti“ því að hann hefði verið orðinn þreyttur. „Þetta er hrikalegasta braut sem ég hef nokkru sinni keyrt á ævi minni, það er hvergi hægt að slaka á í brautinni. Maður hefur ekkert að gera við 4. og 5. gírinn í hjólinu, þeir eru alveg ónotaðir í dag,“ sagði Einar Sverrisson í samtali við DV-Sport á meðan á vítinu stóð. Pessir strákar vita hvað þeir eru að gera Guðmundur Björnsson læknir hefur verið læknir á enduro- keppnunum í gegnum tíðina og var mættur enn einu sinni keppnisstjórn til halds og trausts og sagði hann að þetta væri eins og venjulega, enginn meiddur, enda strákarnir í góðri þjálfun og vissu hvað þeir væru að gera. Ekki bara fyrir stráka heldur líka stelpur Aðalheiður Birgisdóttir, Heiða í Týnda hlekknum, var spurð hvernig það væri að keppa í enduro. „Þetta var mjög erfítt en þetta er ekki bara fyrir stráka. Stelpur geta þetta líka þetta og þetta var gaman en erfitt. Ég fékk mikla sálræna hjálp á leiðinni en ég þarf að æfa mig meira. Ég verð betur undirbúin í næstu keppni," sagði Heiða í samtali við DV eftir keppnina. -HJ Einar Sigurðsson sigraöi í fyrri keppninni en Ragnar Ingi, sem sést fyrir aftan Einar, sigraði hins vegar í síöari umferöinni. DV-mynd Siguröur Jökull Brautarvenðip voru fastir í drullusvaði Brautarverðir í þessari keppni voru margir og höfðu nóg aö gera við að hjálpa keppendum sem voru fastir í drullu og sáu þeir manna best hverjir væru betri en aðrir í leðjunni. Allir brautarverð- imir voru sammála að Finnur Að- albjörnsson, keppandi nr. 31, hefði borið af í drullunni í aksturstækni við vondar aðstæður. Finnur átti rosalegasta „krassiö" Finnur átti einnig rosalegasta „krassið" í drullunni þar sem hann endastakkst og fór kollhnís og hjólið kom á eftir honum og fór yfir hann. Finnur var snöggur á fætur, hjólið I gang og af stað. í seinni keppninni var gefinn sá möguleiki að stytta sér leið um 300-400 metra meö þvi að fara beint yfir Leirtjörn og var Finnur sá keppandi sem nýtti sér það í hverjum hring með tilheyrandi gusugangi og drulluslettum. Siv ræsti keppendur Siv Friöleifsdóttir ræsti keppn- ina en var búin að lofa kosninga- stjóranum sínum að fara ekki á hjól því hún gæti slasað sig. Siv stóðst ekki mátið er Viggó Guð- mundsson (pabbi Viggós Viggós- sonar keppanda) kom með Hondu- hjól sem var glænýtt og bað hana að vigja hjólið fyrir sig. Siv fannst eins og að nýr mót- orhjólaheimur hefði opnast og hver veit nema hún fari að laum- ast um á svona hjóli í óþökk kosn- ingastjórans. Þar sem Siv Friðleifsdóttir var á svæðinu setti allt Suzuki-liðið X-B á hjólin sín, Framsóknarflokknum til heiðurs en einn keppandi var með sitt hjól vel merkt X-D. Mætt- ust flokkarnir þar í sinni fyrstu mótorhjólakeppni. Ekki fer nein- um sögur af því hvor hafði betur í þeirri rimmu. Sleit drifkeðjuna á fyrsta hring Heiðar Jóhannsson, elsti kepp- andinn í keppninni, 49 ára gamall, varð fyrir því óláni að slíta drif- keðjuna á hjóli sínu strax í fyrsta hring. Hann var kominn alla leið frá Akureyri til að keppa og þótti þetta súrt. Hann hljóp eftir brautinni það sem eftir var af hringnum og fékk leyfi til aö skipta um hjól hjá keppnisstjóm og hjóla sem gestur það sem eftir væri því að hann hefði ekki komið keyrandi alla leið frá Akureyri til að hjóla bara í 1 hring. -HJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.