Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 21 DV Sport Reyndiað bjaraia að Sdnmachep Hetja dagsins, Femando Alonso, fékk mikið hrós frá liði sínu, Renualt, fyrir frammistöðu sína i gær. Tæknilegur stjóri liðsins, Mike Gascoygne, sagði að Alonso væri liklegur til að vinna í það minnsta eina keppni á árinu. „Hann hristir kannski höfuðið og segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstakt, en samt sem áður var þetta fráhært hjá honum. Hann er i raun kjarakaup fyrir þetta lið okkar. Það var hins vegar vanda- málið að þeir gerast ekki verri en Schumacher að eiga við í þessari stöðu, því hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera,“ sagði Gascoygne. Alonso sjálfur, sem var dyggi- legar hvattur af heimamönnum, var hógvær. „Þetta er búið að vera frábært. Við börðumst og reyndum eins og við gátum og reyndum að gera þetta eins erfitt fyrir Ferrari og hægt var. Þetta var frábær dagur. Ég reyndi að þjarma að Schumacher allan timann og ég slakaöi aldrei á nema kannski í tveimur síðustu hringjunum. Þetta er besti dagur lífs míns og mér finnst að þetta hafi verið draumur." -PS Úrslitín í Barcelona 1. Michael Schumacher .... Ferrari 2. Femando Alonso........Renault 3. Ruben Barrichello.....Ferrari 4. Juan Pablo Montoya ..., Williams 5. Ralf Schumacher......Williams 6. Christiano Da Matta....Toyota 7. Mark Webber............Jaguar 8. Ralph Firman...........Jordan 9. Jenson Button.............BAR 10. Nick Heidfield ......Sauber 11. Justin Wilson........Minardi Michael Schumacher veifar til starfsmanna Ferrari-liös- ins í Barcelona og þakkar þeim góöa samvinna í kappakstrinum sem skilaði aö lokum góöum sigri. Reuter á tímabilinu fór fram í Barcelona á Spáni í gær: dagur McLaren Schumacher sigri sem er sá annar í röð í tímabilinu Heimsmeistarinn Michael Schumacher var á ráspól i Barcelona í gær og félagi hans hjá Ferrari, Ruben Barrichello, var í öðru sæti, en loksins gat Ferrari teflt fram nýja bílnum þegar fjórar keppnir eru þeg- ar búnar af keppnistímabilinu. Renault-ökumennimir Fernand Alonso og Jarno Truili komu enn á óvart og voru i þriðja og fjórða sæt- inu eftir tímatökumar. McLaren-öku- mennimir áttu ekki góöan dag í tíma- tökum. Raikkonen þurfti að ræsa aft- astur og David Coulthard hóf keppni í sjötta sæti. Það varð óhapp strax í upphafi þar sem þeir Kimi Raikkonen og Antonia Pizzonia lentu saman áður en þeir komust yfir markhnuna. Pizzonia, sem hefur átt afspymuslakt tímabil, drap enn og aftur á bíl sinum í ræs- ingu og Raikkonen áttaði sig ekki á því og keyrði aftan á Pizzonia. Skömmu síðar féll Trulli úr keppni eftir samstuð við David Coulthard. Það er ljóst að þetta lengir ekki tíma Pizzonia hjá Jagúar og það hafa verið blikur á lofti um framtíð hans hjá lið- inu. Þetta gerði það að verkum að ör- yggisbíllinn kom ínn og ók fyrstu fimm hringina áður en keppninni var leyft að halda áfram að nýju. Það leið ekki á löngu þar til hinn McLaren-ökumaðurinn, David Coult- hard, var keyrður út úr keppninn af Jenson Button á BAR-bil. Að ööm leyti var keppnin i Bai'celona óhappa- lítil og flestir ökumennirnir sem féllu úr keppni gerðu það vegna vélarbil- ana, ef undan er skilið þetta leiðinda- atvik í ræsingunni. Það er ljóst að nýjar reglur sem kveða á um að ekki megi taka elds- neyti á bílana á milli tímatökunnar og keppninnar sjálfrar hefur breytt landslaginu hvað varðar þjónustuhlé. Flest liðin taka nú þrjú hlé ef undan er skilið lið McLaren í síðustu keppni sem skilaði sér í góðum árangri þess. Úr því verið er að ijalla um landslag í Formúlunni þá virðist tilkoma nýja Ferrari-bílsins eiga eftir að breyta því í komandi keppnum þar sem hann virðist gríðarlega aflmikill og mun fljótari en helstu keppinautamir hjá McLaren. Það hlýtur að teljast algjört forgangsverkefni að koma nýja Mc- Laren-bílnum á götuna, ef þeir ætla ekki að missa þá Ferrari-bræður fram úr sér í vetur. Sá stóri atburður gerðist á Spáni að Minardi-bílamir náðu báðir að ljúka keppninni og er það í fyrsta sinn sem það gerist á þessu keppnis- tímabili, en reyndar gerðu þeir það án þess að ná í stig. Árangur Spánveijans á Reunault- bílnum er að verða æði athyglisverð- ur í vetur, en hann hefur nú tyllt sér í þriðja sætið í heildarstigatölu öku- manna, á eftir þeim Kimi Raikkonen og Michael Schumacher. Það væri gaman að sjá hvers hann væri megn- ugur ef hann væri á öflugri bíl og það væri tilvalið að leyfa honum að taka nokkra hringi á nýja Ferrari-bílnum og sjá hvað það myndi skila Alonso. Þrátt að vera með eina öflugustu vél- ina þá em Williams-bilamir ekki að gera það nægilega gott um þessar mundir. Þeir Juan Pablo Montoya og Ralf Schumacher höfnuðu í fjórða og fimmta sætinu í gær, en sá síðar- nefndi átti möguleika á að ná í betra sæti á Spáni en gerði mistök og keyrði út úr brautinni. Williams-öku- mennimir virtust eiga í dálitlum vandræðum með bílinn í gær. En það var ekki bara Femando Alonso sem kom dálitið á óvart í gær, heldur má þar einnig nefna Brasilíu- manninn Christian Da Matta á Toyota, en hann hafnaði í sjötta sæti eftir mikla baráttu við Ralph Schumacher, en hann náði ekki að leggja Þjóðverjann að velli. Þetta vora fyrstu stig Toyota í vetur. Þrátt fyrir há laun og miklar yfirlýsingar Jacques Villeneuve, fyrram heims- meistara og ökumanns hjá BAR-lið- inu, er frammistaða hans á brautinni að verða hálf-háðugleg. Enn og aftur varð hann að hætta keppni og nú eft- ir aðeins 12 hringi, en hins vegar náði Jenson Button, félagi hans hjá BAR, sem Villeneuve hefur fundið allt til foráttu, að klára keppnina þrátt fyrir að ná ekki í stig. Ef svo fer fram sem horfir verða forsvarsmenn BAR-liðsins að fara að endurskoða framtíð Villeneuve hjá liðinu. Sigurinn hjá Schumacher og óheppni Kimi Raikkonens gerir það að verkum að nú munar aðeins fjór- um stigum á þeim í tveimur efstu sætunum og þá hefur munurinn í keppni bílaframleiðenda dottið niður í þriggja stiga forystu McLaren og má fyrst og fremst þakka það nýja bíln- um í gær hjá Ferrari og frábærri út- komu hans. Þrátt fyrir þetta vora for- múluspekingar ekki sérlega hrifnir af frammistöðunni hjá Ferrari i gær og vora flestir sammála um að búast hefði mátt við meira. Á hinn bóginn má segja að þetta var aðeins fyrsta keppnin og eflaust hafa ökumennirnir ekki reynt bílinn til hins ýtrasta á meðan þeir era að venjast honum fullkomlega í keppni. Eins og áður sagði verða McLaren- menn að drífa sinn nýja bfl í keppn- ina ef þeir ætla ekki að missa Ferrari fram úr sér og áður en munurinn á liðunum verður svo mikill að þeir ná Ferrari ekki aftur. 12. Jorst Verstappen ......Minardi Þeir sem kláruðu ekki: Klmi Raikkonen ............McLaren Jacques Villeneuve ............BAR David Coulthard ...........McLaren Jamo Trulli ...............Renault Antonio Pizzonia ...........Jaguar Oliver Panis................Toyota Heinz-Harold Frentzen ......Sauber Giancarlo Fischicella ......Jordan Staða ökumanna 1. Kimi Raikkonen, McLaren 32 stig 2. M. Schumacher, Ferrari . .28 stig 3. Femando Alonso, Renault .25 stig 4. Ruben Barrichello, Ferrari 20 stig 5. David Coulthard, McLaren 19 stig 6. R. Schumacher, Williams .17 stig 7. Juan P. Montoya, Williams 15 stig 8. G. Fischicella, Jordan ... .10 stig 9. Jamo Trulli, Jordan ......9 stig 10. Heinz-H. Frentzen, Sauber .7 stig Staða liða 1. McLaren .................51 stig 2. Ferrari .................48 stig 3. Renault.......................34 stig 4. Williams......................32 stig 5. Jordan ..................11 stig 6. Sauber ...................8 stig 7. BAR............................6 stig 8. Toyota ...................3 stig 9. Jaguar ...................2 stig 10. Minardi..................0 stig Nœsta keppni fer fram i Austurriki þann 18. mai nk. V I fl H A L D * fekx í 8ór frta yírferö á vervtasrum man árs. Vara/AAr eru okki rmtatcV ÞEGAR HART MÆTIR HORÐU! ISIIMDRI Sindri Reykjavík • Klettagörðum 12 • sími 575 0000 Sindri Akureyri • Draupnisgötu 2 • sími 462 2360 Sindri Hafnarfírði • Strandgötu 75 • sími 565 2965

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.