Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus DV Grunnskólastarf á íslandi hefur verið í mikilli gerjun á undanförn- um árum, ekki síst eftir að rekstur þess skólastigs var færður frá ríki yfir til sveitarfélaga fyrir tæpum áratug. Fólk gerir alltjend orðið meiri kröfur til skólanna en áður og velur sér ósjaldan búsetu með tilliti til þeirra. Ætla má jafnframt að það fólk sem meðvitaðast er að þessu leyti sé það sem búið hefur erlendis og verið með börn þar í skóla. Eðli samanburðar er að kröfur aukast. Hér á opnunni er rætt við foreldra sem að þessari reynslu búa. Straumar ganga þvert á álfur íslenskt grunnskólastarf stend- ur að mörgu leyti vel í alþjóðlegum samanburði, að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík. „Hugmyndir okkar um skóla- starf koma meira og minna er- lendis frá. Það eru straumar í gangi þvert á lönd og álfur á hverjum tíma og við verðum fyrir áhrifum frá þeim og tökum þátt í mótun þeirra," segir Gerður. Um það hvernig íslenska grunnskólakerfið standist alþjóð- legan samanburð segir Gerður því óhægt að svara; fáir mælikvarðar séu fyrir hendi. „Við höfum al- þjóðleg próf og þá tilfinningu sem við fáum við það að heimsækja skóla erlendis. I síðustu aiþjóðlegu könnun sem ísland tók þátt í, PISA-könnuninni svonefndu, sem lögð var fyrir í 30 löndum og var ætlað að mæla færni nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði, „í skólastarfi borgar- innar höldum við ör- ugglega áfram að sækja okkur góðar fyrirmyndir til ann- arra landa. En skóla- menn frá öðrum lönd- um hafa einnig komið i kynnisferðir til okkar - og ekki hefur verið annað að heyra en sitthvað fróðlegthafi hér verið að fínna." Var einn vetur í Hollandi með dætur sínar í grunnskóla Keppikefli að aðlagast samfélginu „Hérerfjöl- breyttara fé- íagslíf, en það kostar líka sitt Dæturnar hófu skólagönguna í Svíþjóð Börnin fá betri Svanhildur Bogadóttir, borgar- skjalavörður í Reykjavík, fór haustið 2001 utan til Hollands og stundaði þá um veturinn MBA-nám við há- skóla í Haag. Dætur hennar tvær, Kristín Helga og Jóhanna Vigdís, sem þá voru átta og tíu ára, fóru með og gengu í grunnskóla ytra. „í Hollandi er áberandi að lögð er áhersla á að útlendingar aðlagist hollensku samfélagi sem fyrst. Hluti af því er að geta talað og skrif- að málið. Stelpurnar voru því í hol- lenskukennslu í skólanum marga tíma á dag fyrstu vikurnar. Þær tóku ótrúlegum framförum í hollensk- unni og fengu smátt og smátt að vera meira með bekkjunum sínum. Sú yngri var að fullu farin að læra sama námsefni og taka sömu próf og bekkurinn í febrúar og sú eldri aðeins seinna." Reiknað og reiknað Þegar Svanhildur fór fyrst að leita að skóla fyrir dætur sínar kveðst hún hafa rekist á marga veggi. Það haft þurft talsvert til að finna skóla sem hentaði þeim. Á endanum kveðst hún þó hafa fundið kristinn grunn- skóla, rekinn af borginni, sem var ókeypis og með sérkennslukvóta fyrir útlendinga. Almennt talað var Svanhildur ánægð með skólakerfið í Hollandi. „Mér fannst umsjónarkennarar og skólinn fylgjast vel með námi dætra minna og framförum þeirra. í ljós kom að þær voru heldur á eftir í stærðfræði miðað við hollenska samnemendur. Lögð var áhersla á að reikna og reikna og ná færni og hraða. I íslenska skólanum er meiri áhersla lögð á skilning og notkun. Þær gátu ekki reiknað jafn hratt og hollensku krakkarnir. Umsvifalaust voru þær settar í nokkra aukatíma í stærðfræði, þar til þær höfðu náð sömu leikni og hinir.“ Þrátt fyrir að 30 börn væru í hverjum bekk var námið eiristak- lingsmiðað og vel fylgst með árangri í hverju fagi og umsvifalaust gripið í taumana ef einhver dróst aftur úr. Umsjónarkennarinn hafði yfirsýn- ina og talið var mikilvægt að bekkur- inn fylgdist að. Ekkert félagslíf í hollenska skólanum var mun meiri agi og betur fylgst með nem- og ekki hafa aUirefniáað taka þátt íþví." endum heldur en þekkist á íslandi. í kuldatíð var nemendum ekki hleypt út nema þeir væru í úlpu. í hádeginu fóru flest börn heim að borða, en fylgst var með því að þau sem voru í skólanum væru með nesti. Algengt var að foreldrar fylgdu börnunum og sæktu þau, en hins vegar komu for- eldrarnir gangandi en ekki á bflum. „Það sem mér fannst virkilega skrítið í Hollandi var að ekkert félags- líf var í skólanum," segir Svanhildur. „Ekkert foreldrafélag starfandi og nemendur komu ekki í skólann utan skólatíma. Algjör undantekning var ef börnin fengu heimanám, svo kvöldin voru frjáls. Mér fannst til fyr- irmyndar að bannað var að kynna eitthvað í skólanum fyrir nemendum sem kostaði peninga. Litið var svo á að með því að sumir gætu komist en aðrir ekki, af fjárhagsástæðum, og því væri misrétti að einungis hluti nem- enda kæmist. Hér er fjölbreyttara fé- lagslíf, en það kostar líka sitt og ekki hafa allir efni á að taka þátt í því. í Hollandi voru kennslubækurnar oft bara úr endurunnum pappír, prent- aðar í einlit. Maður er vanur fallegum vönduðum litprentuðum bókum hér. Annað var að aðaláherslan var á kennslu í fyrirlestraformi í Hollandi, ekki vinnubækur og verkefnavinnu eins og hér, þar sem ótrúlega mikill tími hjá krökkum fram eftir aldri virðist fara í að lita myndir og skreyta vinnubækur." Mikill lærdómur Að flestra dómi felst mikill lær- dómur í því að búa erlendis - og er fólki hollt. „Það að búa í údöndum og fara í skóla með þarlendum krökkum er ekki bara lærdómur í kennslustofunum," segir Svanhild- ur. „Mér fannst dætur mínar læra mikið um annað þjóðfélag og sömu- leiðis hvað fólk er ólíkt og býr við misjafnar aðstæður. Mér er til dæm- is minnisstætt þegar þær sögðu mér sögu af strák frá Pakistan sem byrj- aði í skólanum þeirra og var stund- um með þeim í hollenskutímum. Hann var 12 ára og hafði aldrei á æv- inni farið í skóla. Það fyrsta sem hann lærði var að skrifa nafnið sitt. Stelpurnar samglöddust honumsvo innilega þegar hann var búinn að ná nafninu að ég gleymi því ekki." „Það er mikill munur á ís- lenska og sænska skólakerfinu. Sérstaklega þykir mér sláandi að finna hve börnin fá betri félags- legan bakgrunn í náminu ytra heldur en hér heima," segir Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrn- arfræðingur. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Reyr Stefánsson flugvirki, bjuggu í nokkur ár í Gautaborg í Svíþjóð, en fluttu heim haustið 2002. Una Valgerð- ur, dóttir þeirra, var þá átta ára og fór strax inn í þriðja bekk grunnskóla hér heima. Yngri dóttirin, Urður Björg, fór aftur á móti beint í 6 ára bekk eftir að hafa verið á leikskóla. Ellisif segir undirbúning úr bóklegu námi Unu Valgerðar ytra ekki hafa ver- ið fullnægjandi þegar kom í hið íslenska skólakerfl. Tíndu sveppi í skógarferð- um „Hér heima er farið að lesa, skrifa og reikna af krafti strax en 6 ára bekkurinn, sem var kallað- ur forskóli, var líkari leikskóla og börnunum kennt að umgangast í. hóp og kynnast," segir Ellisif. „Það er mikið lagt upp úr því að auka félagslega færni nem- enda. Hún hefur verið örvuð með því til dæmis að krakkarnir hafa farið í skógarferðir, lært að tína sveppi og fengið fræðslu um dýr og gróður sem er í skóginum. Þetta kom mjög vel út. Síðan held ég að Una hafi einnig haft mjög gott af því að kynnast börn- um frá öðrum þjóðlöndum þar sem önnur menning er við lýði. í bekknum hennar í Gautaborg voru tuttugu nemendur frá nítján löndum. Tveir íranar, en síðan eitt barn frá hverju hinna landanna átján. Sænskan var það mál sem þau þurftu að temja sér og tala sín á milli í skólanum. íslendingar eru hins vegar mjög fordómafullir í öllum samskipt- um sínurn við útlendinga og ég held að fáfræði sé þar helst um að kenna." Una Valgerður fékk, eins og önnur íslensk börn í Gautaborg, kennslu í íslensku og hafði hún gott af því, að sögn móður hennar. öll börn innflytj- enda í Svíþjóð fá kennslu í þeim málum sem eru töluð á heimili viðkomandi ef það er annað en sænska. Hugað að allra þörfum Þegar heim til íslands kom fór Una, sem fyrr segir, í þriðja bekk. „Hún er á góðri leið með að vinna upp það sem upp á vantaði bóklega. Mestu við- brigðin eru kannski að koma í náms- og félagsumhverfi sem er miklu harðara en nokkru sinni úti. Þar tíðkast til dæmis ekki að krakkar gangist undir próf í námsefninu fyrr en komið er á unglingastig. Hér tíðkast að allir gangist undir sömu viðmið. En mér finnst kosturinn við ís- lenska kerfið vera að reynt er að huga að þörfum allra, ekki bara miða við þá sem eru meðal. Hér heima er lagt mikið upp úr hreyfmgu. íþrótta- og sund- kennsla er til fyrirmyndar." Annað sem Ellisif nefnir enn fremur sænska skólakerfinu til hróss er að þar fá nemendur strax við skólabyrjun á haustin allar námsbækur og ritföng. Þetta þyki sér til fyrirmyndar. „Sannleikurinn er sá að hér heima eru þetta alltaf talsverð útgjöld fyrir foreldra, nokkuð sem verulega munar um.“ Svigrúm til að vera börn Það er mat Ellisifjar að í Sví- þjóð fái börnin miklu meira svigrúm „til þess að vera börn“, eins og hún kemst að orði. Eftir skóladaginn séu þau flest á skóladagheimili þar til vinnu- tíma foreldra ljúki, en hér heima er alsiða að þau gangi með lykil- inn um hálsinn og fari heim strax eftir skóla. Jafnvel þótt þar séu engir foreldrarnir og þeir Svanhildur og dæturnar „Ekkert foreldrafélag starfandi og nemendur komu ekki ískólann utan skólatima. Algjör undantekning var efbörnin fengu heimanám, svo kvöldin voru frjáls. Mér fannst til fyrirmyndar að bannað var að kynna eitthvað I skólanum fyrir nemendum sem kostaði peninga," segir Svanhildur Bogadóttir. Dóttirin Jóhanna Vigdis er fyrir miðju og Kristín Helga er lengst til vinstri á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.