Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Sport DV Böðullinn mættur „Böðullinn" Bernard Hopkins er ekki árennilegur á þessari mynd en hann mætir alitaftil leiks ■*'* með grimu á andlitinu. Á stóru myndinni er síðan„Kletturinn" Hasim Rahman en maðurinn á toppi síðunnar er sjálfur kóngurinn, Don King, sem skipuleggur herlegheit kvöldsins. Judah ver titilinn Fyrir utan þessa þrjá titilbardaga eru tveir aðrir í boði sem eiga eftir að kveikja í kofanum. Þar fer fremstur í flokki hinn skemmtilegi Zab Judah sem ver titil sinn gegn Jamie Rangel. Þetta ætti að öllu óbreyttu að vera frekar auðveldur bardagi fyrir Judah en handan við hornið hjá honum bíður síðan bardagi gegn Kosfya Tszyu. Alejandro Garcia verður spennandi að sjá en hann mætir Travis Simms. Garcia er boxari á stöðugri uppleið enda hefur hann aldrei tapað og gerir það tæpast gegn Travis Simms sem margir vilja meina að sé álíka mikil mótstaða fyrir Garcia og boxpúði. Það er hinn umdeildi, en ávallt hressi, skipuleggjandi Don King sem hefur veg og vanda að þessu kvöldi. Kræsingarnar sem Kóngurinn ber á borð í kvöld eru ekki amalegar og ljóst að hlaðborðið á eftir að svigna undan kræsingunum. henry@dv.is hreyfingu. Hann er vanur að gera andstæðinga sína örvænt-ingarfulla með því að dansa sífellt í kringum þá á meðan hann laumar inn stungum. Hann þykir einnig hafa gott úthald sem gæti komið honum vel í kvöld. Mayorga er hins vegar þekktur fyrir að hafa villtan og óagaðan stíl. Stíllinn gerir það að verkum að allt getur gerst þegar hann er annars vegar. Hans helsti styrkleiki er mikill höggþungi enda hafa mörg af hans rothöggum verið mjög glæsileg. Þessir tveir ólíku stflar, ásamt því að Spinks er örvhentur, ættu að sjá til þess að bardagi kappanna verði mjög opinn og skemmtilegur. Þar að auki er barist um þrjú belti sem ætti að vera mönnunum enn frekari hvatning. 'i wsm Stærsta boxkvöld ársins er í kvöld í Atlantic City. Það er sjálfur ^Don King sem býður til veislu en alls fara fimm titilbardagar fram, sem er fáséður atburður. Sá bardagi sem vekur hvað mesta athygli er viðureign „Böðulsins" Bemards Hopkins og Williams Joppy. Einnig er á boðstólum áhugaverður þungavigtarbardagi þar sem Hasim Rahman og John Ruiz mætast. Svo má ekki gleyma Ricardo Mayorga og Corey Spinks en þar em á ferð gríðarlega skemmtilegir boxarar og kæmi ekki á óvart ef þessir strákar stælu senunni. Þrátt fyrir að það séu fimm titilbardagar á dagskránni í kvöld eru það aðallega þrír sem flestir bíða spenntir eftir þótt hinir tveir standi vel undir sér. Við skulum kíkja á hvaða bardagar þetta eru og kynnast mönnunum eilítið. ** Hasim Rahman - John Ruiz „Kletturinn" Hasim Rahman og John „hinn hljóðláti" Ruiz fá í kvöld nýtt tækifæri til þess að koma ferli sínum í gang. Ferill beggja er mjög glæsilegur. Rahman hefur unnið 35 bardaga, tapað 4 og gert eitt jafntefli. 29 af 35 sigrum hafa komið með rothöggi. Ruiz hefur unnið 38 bardaga, tapað 5 og gert eitt jafntefli. Hann hefur rotað andstæðing sinn í 27 skipti af þeim 38 bardögum sem hann hefur unnið. Rahman er klárlega betri boxari en Ruiz hefur gríðarstórt hjarta og mikinn vilja sem fleytir honum langt. Það sannaði hann rækilega er hann lagði Evander Holyfield að velli. Hann tapaði illa fyrir Roy Jones Jr. á dögunum og þessi bardagi er að öllum líkindum hans síðasta tækifæri. Hans helsta vopn er höggþunginn en hann gerði sér lítið fyrir og sló Holyfield þrisvar í strigann er þeir mættust. Á móti kemur að hann þykir ekki mjög „fallegur" boxari og hafa margir, sem sjá hann í fyrsta sinn, á tilfinningunni að þar sé á ferð óreyndur boxari - en ekld láta tilþrifin blekkja ykkur. Maðurinn er með handsprengjur undir hönskunum. Rahman hefur ekki afveg verið upp á sitt besta undanfarið heldur. Síðustu tveir bardagar hans voru mjög ■^umdeildir. Fyrst mætti hann Holyfield og sá bardagi var stöðvaður er stórt kýli fór að myndast á höfði Rahmans en kýlið var „eign" Holyfields sem hafði skallað Rahman illa. Næst fór hann í David Tua og sá bardagi endaði með jafntefli sem þótti ekki sanngjörn úrslit. Báðir þessir bardagamenn eiga harma að hefna og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda sér í fremstu röð. Það má því búast við blóðugri baráttu allt til enda. Bernard Hopkins - William Joppy Það eru öll þrjú beltin lögð undir þegar „Böðullinn" Bernard Hopkins mætir William Joppy. Hopkins leggur að veði WBA-beltið sem og WBC/IBF-beltið sitt. Joppy er aftur á móti handhafi WBU- beltisins. Hopkins á stórkostlegan feril að baki en hann hefur unnið 42 bar-daga, tapað 2 og gert eitt jafntefli. 31 bardaga hefúr hann klárað með rothöggi en hann hefur ekki tapað í heil 1Ó ár. Hann hefur því mikið að verja er hann stígur hringinn gegn Joppy í kvöld. Joppy hefur mátt sætta sig við að vera í skugga Hopkins lengi en nú fær hann loks tækifæri til þess að næla í þá viðurkenningu sem hann telur sig eiga skilda. Hann hefur sigrað í 34 bardögum, tapað 2 og gert eitt jafntefli. Rothöggin hjá Joppy eru 25 en hann hefur varið titil sinn 13 sinnum í röð. Stíll strákanna er ólflotr. Talað er um að í hringnun muni mætast vilji gegn hæffleikum og hnefaleikamaður gegn slagsmálamanninum. Báðir boxarar hafa aðeins tapað tveim bardögum á ferlinum og því verður eitthvað undan að láta í kvöld. Þetta er klárlega stærsti bardagi kvöldsins þar sem allt getur gerst og er ekki ólfldegt að þeir standi haus í haus og skiptist á kjarnorkusprengjum. Ricardo Mayorga - Cory Spinks Ricardo Mayorga hefur verið á blússandi uppleið í hnefaleika- heiminum undanfarin ár. Hann hefur unnið þrjá stóra bardaga í röð sem hafa komið honum rækilega á kortið. Sá stærsti kom gegn Vernon Forrest en meirihluti dómara dæmdi Mayorga sigur í þeim bardaga. Mayorga kemur frá Nikvaragúa en ferill hans er einkar glæsilegur - 26 sigrar, 23 rothögg, 3 töp og eitt jafhtefli. Maðurinn sem fær það verðuga verkefni að takast á við „nautabanann" - en það er viðurnefni Mayorga - er Cory Spinks en viðumefni hans er af dýrari gerðinni, „Next Generation" eða næsta kynslóðin. Spinks heldur IBF- beltinu og hann leggur það undir gegn tveimur beltum sem Mayorga á. Nafnið Spinks hljómar væntanlega kunnuglega í eyrum margra hnefaleikaunnenda en Cory er einmitt sonur Leon Spinks, fyrmm heimsmeistara. Bardagastfll Corys einkennist af miklum hraða og stöðugri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.