Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus DV Mikael Torfason skilur ekki hvernig Davíð Oddsson, fullur vandiætingar, fær sig í að vitna í Passíusálmana og rjúka út í Búnaðarbanka og taka út alla peningana sína afþví að honum finnst græðgi æðstu manna í bankanum svo fáránlega mikil, en svo fer sami maður upp á Alþingi og hækkar eftirlaun sín um 240 millur. Mikael finnst íraun að Davíð hafi með því tekið sjálfan sig af sjálfskipuðum Jesústalli og sett sig í stól Júdasar. og hengdi sig Maðurinn er rétt búinn að láta stjórnend- urrisabanka éta ofan í sig samninga er gerðir eru á frjátsum markaði þegar hann gefur sjátfum sér240 millur ískóinn. Ef ég á að segja ykkur alveg eins og er þá bara nenni ég þessu ekki leng- ur. Það er eitthvað meira en lítið að þegar æðstu ráðamenn þjóðarinnar taka sig til og skammta sjálfum sér milljarða í desemberuppbót í formi miklu hærri eftirlauna en þeir höfðu gengið að þegar þeir völdti að verða þingmenn. I samanburði við þetta bjánalega frumvarp þeirra blikna kauprétt- arsamningar Hreiðars Más og Sigurðar Einarsson- ar hjá Kaupþingi Búnaðar- banka. En hann var upp á nokkur hundruð milljónir og þeir áttu að fá hann til að tolla í Hneykslun Davíðs varsvo mikil yfirkaupauka framá- manna Kaupþings Búnaðar- banka að hann þurfti að ferð- astalla leið afturá 17. öld tít að fínna nógu sterk orð. vinnu, eins fáránlega og það hljóm- ar, og að hluta til var hann árang- urstengdur. Auðvitað var samning- urinn tóm steypa og þeir drógu hann sjálflr til baka. En samningurinn sem Davíð og hans slekt er að reyna að gera við okkur er með þeim ólíkindum að það er ekki fyrir venjulegan mann að setja sig í þessi spor að sitja báðum megin við borðið í þeim samninga- viðræðum. Þegar hægri höndin neit- ar öryrkjum um 500 milljónir grípur sú vinstri um milljarða og ætlar að stinga þeim í eigin vasa. Davíð er Júdas Davíð getur ekki fengið neitt annað hlutverk í þessu litla jólaleik- riti sínu. Maðurinn er rétt búinn að láta stjórnendur risabanka éta ofan í sig samninga er gerðir voru á frjáls- um markaði þegar hann gefur sjálf- um sér 240 millur í skóinn. Hann hefur yfirgeflð lærisveinanna góðu og svikið þá. Sem er svoldið skondið í ljósi þess að fyrir um tveim vikum var hann svo uppfullur af heilagri vandlætingu að hann fór með Pass- ísusálm: Undirrót allra lasta ágirndin köiluð er. Frómleika frá sérkasta fjárplógsmenn ágjarnir, sem freklega elska féð, auði með okri safna, andlegri blessun hafna, en setja sál í veð. Þetta uppátæki forsætisráðherra vakti mikla athygli. Hneykslun Dav- íðs var svo mikil yfir kaupaka framámanna Kaupþings-Búnaðar- banka að hann þurfti að ferðast alla leið aftur á 17. öld til að finna nógu sterk orð. Orðin sem hann fann voru orð Hallgríms Péturssonar um pínu og dauða Jesú Krists. En Pass- íusálmar hans voru lengi vel eina andlega næringin sem þjóðin fékk aldrei nóg af, enda sárþjáð. Davíð veit sínu viti og hefur séð í hendi sér að við myndum þurfa á þeim að halda aftur. Hann gleymdi bara að segja okkur að það væri vegna gjörða sinna og lét okkur halda um tíma að hann hefði verið að tala um litlu bankastjórana. Þeir héldu það h'ka og skiluðu peningunum. 30 silfurpeningar Sálmurinn sem Davíð notaði til að lesa yfir litlu bankamönnunum er sextándi Passíusálmurinn. Hann heitir Um Júdasar iðrun og hefst á orðunum „Undirót allra lasta ágirndin kölluð er." Jafnvel versti unglingur og mesti aðdáandi Eminem skilur við hvað er átt í sálminum. En manni sortnar fyrir augum þegar maður reynir að sjá í þessu eitthvað trúarlegt samhengi. En Davíð valdi þennan sálm sjálfur. Notaði hann til að neyða umrædda bankamenn til að skila fengnum og fór svo sjálfur og tók út úr bankanum hálfa milljón til að undirstrika reiði sína. Auðvitað var hann með því að vísa í Jesú. Rudd- ist inn í musterið eða bankann og reyndi að rústa honum með for- mælingum í formi sálma og með því að taka út alia aurana sína. Honum tókst ætlunarverk sitt því bankinn lækkaði í verði um millj- arða og fólk fór í straumum niður í banka og tók út peningana sína að fyrirmynd Davíðs. Ég vil hins vegar vita hvert ég á að senda vegabréfið mitt. Ég vil þetta ekki lengur. Kæri mig ekld um að taka þátt í þessari vitleysu. Dav- íð bara má ekki gefa sjálfum sér og vinum sínum milljarðana okkar. Því ég á í þessum peningum. Við fjölskyldan ísland eigum þessa peninga og ég veit ekki til þess að það sé almenn ánægja með að þetta fólk niðri á Alþingi sé að gefa sér aukin líffeyri. Eg vil því fá að vita hvert ég á að skila inn vega- bréfinu! Hengja sig Svo ég rifji upp sögu Júdasar, en Davíð er mjög annt um hana, þá seldi Júdas meistara sinn og föður í hend- ur Farísea og Rómverja íyrir 30 silfur- peninga. Júdas var einn af lærisvein- um Jesú en þeir voru tólf. Misjafnir voru þeir og svo fór að einn þeirra hamseldi frelsarann í dauðann. Það má gefa sér að Davíð hafi valið þenn- an sálm sem hann fór með í bankaráninu til þess að bankastrák- arnir myndu sjá að sér. Að þeir fengju skilning á því að jafnvel Júdas, svikar- inn sjálfur, skilaði peningunum og iðraðist gjörða sinna. Hins vegar er erfitt að sjá Davíð í lilutverki Frelsarans í ljósi nýjustu atburða. Bankamálið verður hálf hjákátlegt fyrir þennan heilaga Davíð og manni fer að líða eins og þar fari úlfur í sauðagæru, sjálfur Júdas. Hann er alla vega meiri Júd- as en Jesú því svikarinn var eitt sinn góður piltur og uppfullur af heilag- leika. Hann var einn hinna útvöldu lærisveina. En eins og Davíð þá spilltist hann. Græðgin tók yfir og Júdas varð svikari. Hann seldi Jesú Krist rétt eins og Davíð selur nú þjóð sína. Ég veit ekki hver er kaup- andinn og þori varla að spyrja.En ég veit að „undirrót allra lasta ágirndin kölluð er“ og Davíð og vin- ir hans á Alþingi hafa selt sig græðginni verði þetta frumvarp samþykkt. Og fyrst Davíð er Júdas þá má hann minnast þess að Júdas iðrað- ist. Hann sá eftir öllu saman eins og bankakumpánarnir. En þótt ég vilji að Davíð iðrist líkt og Júdas þá er ég ekki alveg viss um að ég vilji að hann gangi alla leið í þeirri iðrun. Ég efast meira að segja um að hann hafi ætl- að Hreiðari og Sigurði að ganga alla leið í kaupaukamálinu. En næsta skref í Júdasariðrun er að skila pen- ingunum, ganga út og hengja sig. Það var það sem maðurinn gerði, Davíð. Þetta myndirðu vita ef þú læsir fleiri sálma en sextán. Mikael Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.