Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfasorY' Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Laun forsætis- ráðherra hækk- að um130% Laun forsætisráðherra hafa hækkað um 130% síðan í ársbyrj- un 1997. Þetta kemur fram í svari Gylfa Arn- björnssonar, framkvæmda- stjdraAlþýðu- sambands fs- lands, vegna ummæla Davíðs Odds- sonar um að títreikning- ar ASÍ vegna eftiriauna- frumvarpsins séu rangir. Þar bendir Gylfl á að miðað við verðlag hafl þetta þýtt 11% kaup- máttaraukningu á ári hverju fyrir forsætisráð- herrann. Á sama tíma hefur kaupmáttur dag- vinnulauna opinberra starfsmanna hækkað um 8%. Reykskynjarar ekki vandamál „Þetta hefur komið einu sinni upp hér á landi en þávar um að ræða einstak- ling sem var alveg ut ur heimin- um vegna fíkniefnaneyslu," segir Árni Oddsson, vaktstjóri hjá Slökkviliði Reykja- víkur. í Bandaríkjunum hafa menn áhyggjur af því að nokkur dauðsföll vegna eldsvoða þar í landi má rekja til þess að einstaklingar vöknuðu ekki við aðvörunarhljóð úr reykskynjurum. „Hér á landi er meiri hætta á að reykskynjarar - virki ekki vegna þess að ^ rafhlaðan er þrotin eða £ að engin rafhlaða er í tækinu heldur en að fólk vakni ekki við hljóðið." Meðfulltaf c Q. Q. QJ kreditkortum Tveir Nígeríumenn eru - enníhaldihjálögregl- S. unni á Keflavíkurflug- velli. Mennirnirvoru 2 stöðvaðir við komuna til 'Z landsins þar sem á þeim fannst á annan tug „ kreditkorta og fölsuð E persónuskiirfld. Skilrfldn ™ pössuðu við kreditkort- in. Grunur var um að mennirnir myndu taka « títvörur ogmiklar ljár- ® hæðir á þessi kort. Heild- ar úttektarheimildir á *- kortunum eru miklar. Uppvakningur gripinn T T andtaka Saddams Husseins, íyrrum for- I ... I seta íraks, er fagnaðarefni af tveimur JL JLástæðum. f fyrsta lagi er maðurinn glæpamaður, fjöldamorðingi og margt fleira ljótt og í sjálfu sér gott að hann skuli nú kominn undir manna hend- ur og verði (væntanlega) leiddur fyrir rétt, ákærð- ur fyrir sín mörgu myrkraverk. I öðm lagi verðum við að vænta þess - og vona - að handtaka hans verði til þess að auka frið inn- anlands í írak. Bæði mun gufa upp ótti alþýðunn- ar við að hann kynni þrátt fyrir allt að eiga aftur- kvæmt á valdastól og sömuleiðis má reikna með að fylgismenn hans, sem reynst hafa furðu marg- ir, verði nú sem höfuðlaus her og vopnuð barátta þeirra innanlands minnki og verði vonandi úr sögunni. Það er reyndar alls ekki öruggt en hlýtur þó að teljast líklegra en hitt. Á hinn bóginn verður að segjast að það er dá- lítið einkennilegt að fylgjast með fagnaðarlátum vestrænna leiðtoga yfir handtöku Saddams. Þeir tala eins og andskotinn sjálfur hafi nú verið grip- inn af Guði og héðan í frá muni renna upp para- dfs á jörðu, iðjagræn úr ægi. En svo slæmur sem Saddam Hussein var, þá var hann þó ekki andskotinn sjálfur. Framan af ferli sínum var hann einræðisherra af verstu sort, traðk- aði á sínu heimafólki að vild sinni og framdi morð og aðra glæpi eins og fara gerir. Slíkir einræðisherr- ar em því miður ekki einsdæmi í sögunni þótt þeim fari nú blessunarlega mjög fækkandi. Saddam varð hins vegar ekki hættulegur öðr- um en írökum sjálfum fyrr en eftir að vestræn ríki tóku hann upp á sína arma eins og uppvakning sem þau vildu magna upp gegn klerkastjórninni í fran. Þá ofmetnaðist Saddam og taldi sig geta hvað sem var, án þess að eiga refsingu á hættu. Sem var líka raunin, því hans verstu glæpir - t.d. morðin á Kúrdum - vom látnir að mestu óátaldir af vestrænum leiðtogum. Það var ekki fyrr en offnetnaður Saddams var orðinn slíkur að hann misskildi gersamlega hversu langt „húsbændur" hans á Vesturlöndum myndu leyfa honum að ganga - og réðst þá inn f Kúveit, hin helgu vé bandarísku olíufélaganna - sem hann varð höfuðóvinur vestrænna ríkja og tók smátt og smátt á sig mynd Satans sjálfs. Vestrænir fjölmiðlar henda stundum gaman að því þegar Iranar og aðrar múslimaþjóðir út- nefna Bandaríkin sem „hinn mikla Satan" en hafa reyndar ekki úr háum söðli að detta, svo mjög sem hin illu áhrif Saddams hafa verið ýkt upp úr öllu valdi síðustu árin. Og getur nú fáum blandast hugur um að „stríðið gegn Saddam" var ekki háð fyrir íraska al- þýðu - sem Bush, Blair og félagar láta sér standa nákvæmlega á sama um - heldur með þrönga bandaríska hagsmuni í huga. Vonandi er að ekki aðeins fái Saddam Hussein nú makleg málagjöld fyrir glæpi sína, heldur verði brotthvarf hans af sviðinu til þess að fólk á Vestur- löndum láti ekki öllu lengur stríð vestrænna leið- toga gegn sínum eigin uppvakningi blinda sér sýn um það sem gerast er í heimsmálunum. Illugi Jökulsson Handtaka Saddams Husseins var mál málanna í gær - og að vonum, svo mjög sem leitað hefúr verið að honum undanfama mánuði. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjanna, steig þá í ræðustól á blaðamanna- fundi og tilkynnti: „Herrar mínir og frúr, we got’im!" Var þessi kabboj- lega yfirlýsing í góðu samræmi við hvemig Bandaríkjamenn standa nú að öllum málum. Á hinu íslenska Intemeti vom menn mjög misfljótir að bregðast við tíðindunum. Fljótastir allra vom þeir Múrveijar en þar skrifaði Sverrir Jak- obsson stuttu eftir að tilkynnt var um handtöku Saddams: „Nú fyrir skömmu tilkynnti land- stjóri Iraks, Paul Bremer, að Saddam Hussein hefði verið handtekinn og sendi Ríkisútvarpið beint frá blaða- mannafundi hans. Gekk sú útsending vel þar til farið var að tala arabísku, þá voru fréttamenn Sjónvarpsins ráðalausir. Það hefur aldrei þótt forsenda fyrir skilningi á málefnum Mið-Austurianda að kunna arabísku. Handtöku Saddams Husseins mun verða lýst sem stórsigri. Æðstu menn þeirra þjóða sem hófu árásar- stríð gegn Irak í vor, þeir George Bush og TonyBIair, munu nota hana til hlítar í áróðursstríði sínu til að verja stríðið og hernám Iraks í kjöl- farið. Ekki þarf að efast um að klapp- lið þeirra á íslandi erístartholunum, líkt og svipuð klapplið um allan heim. Handtaka Saddams Husseins breytir hins vegar engu tun réttmæti stríðsins. Hún breytir því ekki að það var tilefhislaust og brot á alþjóðalög- um. Enginn þeirra þúsunda íraka sem hafa fallið frá því að þetta stríð hófst verður vakinn til lífsins vegna hennar. Drengurinn sem missti fæt- uma f loftárásum Bandaríkjanna fær ekki ijölskyldu sína aftur. Bandarfsku hermennimir sem fallið hafa f írak frá því í mars em jafn dauðir og áður. Bandaríska her- námsstjómin vonast til að því mann- falli ljúki með handtöku Saddams Husseins. Trúlegra er þó að nú loksins komi sannieikurinn í ljós, að árásir á bandaríska her- námsliðið em ekki skipulagðar af örfá- um mönnum. Hverjum munu Bandaríkj amenn og Bretar nú geta kennt um, ef hryðjuverkaárásir halda áfram? Handtaka Saddams Husseins vekur ekki til lífs neitt þeirra 750.000 barna sem létu lífið fíraká dögum 12 ára viðskiptabanns. Viðskiptabanns sem rGrisstjórn íslands studdi með ráðum og dáð, þótt henni væri full- kunnugt um afleiðingar þess. Árás- arstríðið gegn írak batt enda á við- skiptabannið, en dregurá engan hátt úr ábyrgð þeirra sem studdu það. Handtaka Saddams Husseins breytir ekki þeirri staðreynd að það voru sömu þjóðir og nú hafa hand- tekið Saddam Hussein sem styrktu hann til vopnakaupa og efldu til Handtaka Saddams Husseins vekur ekki til lífs neitt þeirra 750,000 barna sem létu lífið I frak á dög- um 12 ára viðskipta- banns, árása á íran. Þær þjóðir bera sína ábyrgð á gríðariegu mannfalli í átta ára styrjöld, 1980-1988. Hins vegar vekurhún veika von, um að Saddam Hussein verði leiddur fyrir rétt. Þá mun hann geta skýrt frá sannleikan- um um þessa bandamenn sfna. Ólík- legt er þó að hernámsstjórnin muni leyfa svipuð réttarhöld og nú eru haldin yGr Slobodan Milosevic í Haag. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands mega ekki við slíkum álits- hnekki. Einmitt þess vegna er brýnt að krefjast nú opinna og heiðarlegra réttarhalda yGr Saddam Hussein. Bandaríska herstjómin hefúr við- urkennt að hún hafi náð Saddam Hussein lífs og að hann sé við góða heilsu. í því felst tækifæri til að fá nú fram sannleikann. Það verður ekki gert á meðan hann er í höndum her- námsliðsins. Einungis óháðir aðilar geta gert slfkt Þjóðir heimsins mega ekki leyfa þeim Bush og Blair að meðhöndla Saddam Hussein eins og stríðsfang- ana sem haldið er með ólögmætum hætd í Guantanamo. Of mikið er í húfi til þess.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.