Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Síðast en ekki síst DV Ókeypis á Justin Eins og margir vita hefur undan- farið staðið yfir leikur hjá Kók þar sem kaupendur svaladrykkjarins hafa getaðð komist í pott og aðal- vinningurinn var ferð á tónleika i x m,i með Justin Timberlake £ ' ri j Manchester. Tónleikarnir voru á föstudagskvöldið og áttu vinningshafarnir kost á að fljúga út með einkaþotu og að sjálfsögðu beið límósína á flugvellinum sem flytja átti hersinguna á tónleikana með Justin. Kók hefur áður staðið fyrir svipuðum leikjum í samvinnu með FM957 með góðum árangri. Það kom því nokkuð á óvart að þessu sinni að einungis einn vinn- ingshafi gaf sig fram, en alls voru átta sæti í boði. Því mun hafa verið brugðið á það ráð að efna í skynd- ingu til „Timberleiksins" á útvarps- stöðinni. Það skilaði tveimur vinn- ingshöfum til viðbótar en enn átti eftir að fylla nokkur sæti. Að end- ingu voru það því tveir útvarps- menn á FM957, þeir Svali og Þröst- ur 3000, sem sendir voru í ferðina. Svo bættist Vilhelm Anton Jónsson, sjónvarpsmaður í At og söngvari í 200.000 naglbítum, í hópinn og að síðustu tveir starfsmenn Vífilfells. Ekki alveg það sem lagt var upp með en allir munu hafa skemmt sér vel... Svali og Villi Fengu fría ferð hjá Kók á tón- leika með Justin Timberlake afþvi að vinn- ingshafar skiluðu sér ekki. Auðveldur sigur Indverjar eru meðal þeirra þjóða sem hafa tekið stórstígum fram- fTwnfpi förum við skákborðið á PJaV-.IÁ'Í undanförnum áratug. Það er ekki lengur aðeins Vishy Anand sem er í fylkingarbrjósti; margir aðrir stórmeistarar hafa bæst við. Hér sjáum við hvítan vinna mann á miðju borði og ekkert við því að gera! Hvítur á leik! Hvítt: P. Harikrishna (2570) Svart: Praveen Thipsay (2486) Indverska meistaramótið, Kal- kútta (8), 08.12. 2003 27.Hd5 He5 28.g4 De6 29.Dxf4 1-0 • í pistli á vefsetrinu Kreml.is er framganga DV í svonefndu Patreks- fjarðarmáli lofuð - en margir hafa á Síðast en ekki síst hinn bóginn verið afar ósáttir við hana. Það er Ingólfur Margeirsson blaðamaður sem þarna leggur orð í belg og segir eftirfarandi: „DV birti mynd af Patreksijarðarníðingnum á forsíðu. Það fannst örugglega mörg- um vafasöm blaðamennska og tvíeggjuð. Ekki mér. Ég tek af hattinn fyrir rit- stjórum blaðsins að sýna lands- mönnum níðinginn og birta nafn hans. Það kennir kannski öðrum níðingum að taka viðbrögð samfé- lagsins alvarlega og að þeir geti ekki gengið óáreittir um þjóðfélagið okk- ar og framið hvert níðingsverkið af öðru. Og skapað karlafælni um leið.“... • Ákveðið hefur verið að ísaijarð- arhátíðin, sem halda átti til að heiðra minningu Hannesar ráð- herra Hafstein, verði haldin 17. janúar. Sem kunnugt er átti hún að vera fyrr í þessum mánuði, en var sett á ís á síðustu stundu. Sem kunnugt er verða 1. febrúar liðin 100 ár frá þvf Hannes tók við ráð- herradómi - og verður væntanlega mikið um dýrðir af því tilefni. Á Isa- ljarðarhátíðina væntanlegu hefur verið boðið mörgu stertimenni, þar á meðal allri ríkisstjórninni. Dag- setningin 17. janúar lætur lítið yfir sér í fyrstu, en hefur þó djúpa meiningu þegar betur er að gáð. Þetta er einmitt afmælisdagur eftir- launamannsins Davíðs Oddssonar, sem verður 56 ára þennan dag ... „Ég er bara staddur í miðri veisl- unni. Hér er allt á fullu,“ sagði Ás- geir Davíðsson, Geiri á Goldfinger, þegar DV sló á þráðinn til hans í gær. Geiri var þá staddur á Fjöru- kránni þar sem hann hélt jólaball fyrir starfsfólkið sitt og börn þess. „Mér finnst svo þjóðlegt að vera hérna á Fjörukránni. Það passar líka vel enda eru margar stúlkurnar hjá mér farnar að koma hingað með börnin sín og jafnvel mæður sínar. Þær eru farnar að fá sér sjálfar íbúð- ir á leigu og eru hérna stóran hluta af árinu. Þá finnst mér við hæfi að gera eitthvað fyrir þær á stórhátíð- um eins og jólin eru og því reynum við að sýna þeim hérna þjóðarsiði íslendinga eins og hægt er," segir Geiri. Svo fæiðirðu þeim gjafir, ekki satt? „Ég gef nú alltaf öllu starfsfólkinu mfnu gjafir. Þegar þið komuð og mynduðuð var ég bara að pakka inn fyrir börnin. Það er svo mikil stemn- ing hér, hann Jói hérna á Fjöru- kránni er með jólasvein sem réttir börnunum gjafirnar þannig að þetta er alveg frábært," segir Geiri sem taldi að um 50 manns væru í veislunni. Boðið var upp á hangi- Geiri á Goldfinger Var i óða önn að pakka inn jólagjöfum fyrir börn starfsfóiks sins igær. Hélt svo 50 manna jólaball á Fjörukránni. kjöt, laufabrauð, síld, hákarl og skyr, svo eitthvað sé nefnt. Fei svo ekki fólkið í vinrtuna á eftir? Krossgátan Lárétt: 1 listi, 4 tungu, 7 andúð, 8 sögn, 10 hnuplaði, 12 kvendýr, 13 aðeins, 14 gerlegt, 15 góð, 16 ganga, 18 ferskt, 22 lýkur, 22 sælgæti, 23 þjöl. Lóðrétt: 1 sjón, 2 rölt, 3 ófulikomið, 4 náðar, 5 stefna, 6 ánægð, 9 reykti, 11 gagn, 16 kaðall, 17 skref, 19 væta, 20 fjör. Lausn á krossgátu •dei 07 TjX 6 L 'JSJ L t '6oj 9 l 'iouje l i 'igeso 6 jæs g 'ue s 'jeuun>|S!Lu þ 'jueAeioqe £ joj z 'uás i :»ajgo-| ’dsej íz 'Ho6 ££'jepua LZ'lláu 8L 'ejp g l 'useA g i 'juun y l 'ejeq £ i '>|ji z l jeis ol '0|Ou 8'l|sqo L 'S|eiu þ 'bj>|S l :«?Jei „Jú jú, það fara flestir í vinnuna á eftir," sagði Geiri og kallaði á Jóa fé- laga sinn á Fjörukfánni. Útskýrði Geiri svo fyrir blaðamanni að hann væri að gefa Jóa mynd af Bjarna riddara á siglingu inn í Hafnarfjarð- arhöfn 13. 9. 1947. „það gaf einhver mér þessa mynd þegar ég var á Hafnarkránni, hún passar einhvern veginn ekki alveg á strippstað þannig að það er betra að gefa Jóa hana," sagði Geiri og skellti upp úr. Ertu kominn íjólaskap sjálfur? „Jájá, ég er kominn í jólaskap, eða jólastuð öllu heldur." Þú hefur ekki keypt gjöf handa sjálfum þéi? „Nei, ég er ekki búinn að því enn. Ætli við reynum ekki að splæsa í ut- anlandsferð saman, við hjónin." Veðrið <3 +5 h ÍQ +4 Nc>kkur vindur Strekkii 4 éNokkur vindur mgur ^rT^okkur +5' * vindur Nokkur. - * j * t vlndur __ w3/ .ot ,+7,,“ * »* iStrokkingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.