Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fókus DV DV Fókus Keikó drapst um aldur fram en háhyrningar verða að jafnaði 30-35 ára. Hann á að baki eina kvikmynd og hefur skemmt börnum um allan heim í hinum ýmsu skemmtigörð- um. Undanfarin ár hefur hann orðið táknmynd fyrir baráttu dýraverndunarsinna en það mistókst að gera hann endanlega frjálsan. En það var upphaflega hugsunin með því að flytja hann til íslands og setja hann í kví við Vestmannaeyjar. DV ákvað að rifja upp feril hans. Ævisaga Sigga Villa Keikó 1996 1976 Keikó fæðist í landhelgi Islands. 1979 Keikó er veiddur við íslandsstrend- ur og fluttur á Sædýrasafnið í Hafn- arfirði. Hann var nefndur Siggi. 1980-1984 Flakk Keikós milli skemmtigarða hefst. Hann er seldur til „Marin- eland,“ í Kanada. Engar nánari up- lýsingar eru um söluna. í Marin- eland var Keikó kennt að sýna listir sýnar og brátt fór hróður hans að berast víðar. 1991 Lítill drengur féll í laug háhyrnings- ins en Keikó bjargar honum og flutti á fast land. Viðræður hefjast um að nota hann í aðalhlutverk í kvikmynd Warner Bros, Free Willy. Senan með litla drenginn var notuð í þeirri mynd. 1985-1990 Keikó er seldur til Reino Adventura, skemmtigarðs í Mexíkó-borg fyrir um 25 milljónir íslenskra króna. Fljótlega var Keikó orðinn eitt aðal sýningaratriðið. Aðstæður hans voru slæmar í Mexíkó. Enginn sjór var í lauginni heldur vatn með klór. í vistinni í Mexíkó fékk Keikó meðal annars húðsjúkóm og þjáðist af næringarskorti. 1994 Miklar umræður um hvað eigi að gera við Keikó. Samtökin Free Willy eru stofnuð með 300 milljón króna gjafafé. Viðræður hefjast við skemmtigarð í Oregon um að taka við Keikó en garðurinn bauð upp á mun betri aðstæður en Mexíkó- borg. 1992-1993 Keikó leikur í Free Willy og heillar þúsundir barna um allan heim. Stofnuð voru samtök sem börðust fyrir frelsun Keikós. Astand háhyrnings- ins var orðið alvar- legt og margir spáðu því að hann myndi deyja ef ekkert yrði að gert. Krafan um frelsun Keikós varð háværari. 1995 Ákvörðun tekin um að flytja Keikó til Oregon þar sem hafist er handa við byggingu 500 milljón króna laugar fyrir háhyrninginn. Banda- rískir skólakrakkar hófu landssöfn- un fyrir frelsun Keikó. Keikó er fluttur frá Mexíkó-borg til Oregon í Kanada. 27.000 manns köstuðu kveðju á háhyrninginn og yfir 100.000 manns fylgdust með því þegar Keikó var keyrður á flug- völlinn þar sem hans beið beint flug til Kanada. 1998 1997 Tilraunir hefjast með að venja Keikó við villt líferni. Honum var gefinn vflltur fiskur og aukið frelsi. Morgunblaðið sagði í leiðara að koma Keikós á heimaslóðirnar yrði dásamlegt ævintýri. Davíð Oddsson krefst þess að Keikó verði fluttur áftur til íslands á grundvelli þess að Keikó sé ís- lenskur ríkisborgari. Island skyndilega orðinn raunhæfur möguleiki sem ffamtíðarheimili Keikós. í september var Keikó fluttur til íslands með flugi. Þús- undir aðdáenda fylgdust með ferðalaginu og Vestmannaeyjar komust í heimsfréttirnar. 1999 Keikó nýtur þess að vera frjáls og reynir að komast frá Klettsvíkinni í Vestmannaeyjum til að hitta aðra háhyrninga. Miklar deilur risu um frelsun Keikós en spurningin sem margir spurðu sig var hvort Keikó sjálfur vildi vera frjáls. 2000 Keikó er farinn að láta sig hverfa í nokkra daga í senn og blanda geði við aðra háhyrninga. Áhugi al- mennings á Keikó dvínar hins veg- ar og sífellt erflðara er að fjár- magna rannsókn og umsjón há- hyrningsins. 100 2002 Keikó er hleypt út úr Klettsvíkinni og loksins orðinn frjáls. Hann synd- ir yfir Atlantshafið og endar í Nor- egi. Umsjónarmenn Keikós setja upp bækistöðvar í Noregi og segja Keikó uppgefinn eftir sundið. Kostnaðurinn við umsjón háhyrn- ingsins er orðinn yfir 3 milljónir dala á ári. Ákvörðun um laxeldi í grennd við Klettsvíkina setur enn meiri þrýsting á að Keikó yflrgef! kvína og verði að fullu frjáls. 2003 Almenningur í Noregi er ánægður með háhyminginn sem heldur sig í nágrenni þorpsins Halsa á vest- urströnd Noregs. Þrátt fyrir frelsið sótti Keikó enn í samvistir með mönnum. í desember tóku um- sjónarmenn Keikós eftir því að há- hyrningurinn var orðinn lystar- laus. Föstudaginn 12. des. dó Keikó úr bráðalungnabólgu. Keikó fór eins og rokkstjarna - dó 27 ára eins og svo margar stjörnur Brian Jones Dánaraldur 27 Dánarorsök; Drukknaði í sundlauginni sinni. Brian Jones var einn af upp- runalegum meðlimum Rolling Stones. Hans aðalhljóðfæri var gít- ar, en hann virtist geta tekið upp og leikið á hvaða hljóðfæri sem er. I-Iann var mikið kvennagull, og átti sex óskilgetin börn, þar af tvö í Noregi. Hann var mikill eiturlyfjaneytandi, og breska lögreglan lagði hann í einelti með stans- lausum húsleitum. Hann var rekinn úr Rolling Stones þar sem hann þótti óstarfhæfur vegna of- neyslu eiturlyfja. Síðustu æviárunum eyddi hann á sveitasetri sem var áður í eigu skapara Bangsím- on. Þar drukknaði hann f sundlauginni, og kenn- ingar eru upp um að hann hafi verið myrtur af sundlaugarverðinum. Janis Joplin Dánaraldur. 27 Dánarorsök: Tók inn of stóran skammt af heróíni. Janis Joplin kom frá smábæ í Texas þar sem hún var litin homauga af íbúum. Hún flutti til Californiu þar sem hún sló í gegn með hljómsveitinni Big Brother and the Holding Company. Breikið kom á Monterey-hátíðinni, en hún varð seinna sólóstjarna. Hún átti í ástarsambandi við marga fræga karlmenn, eins og Kris Kristofferson, Leonard Cohen og Country Joe. Cohen skrifaði um hana lagið Chelsea Hotel Nr.2, þar sem hún gefur honum munnmök meðan límúsínur bíða fyrir utan. Kris Kristofferson samdi lagið Me and Bobby McGee, sem varð þekktasta lagið sem Janis ílutti. Hún lést sökum herófnneyslu árið 1970. Platan Pearl var gefinn út skömmu eftir dauða hennar, og varð metsölu- plata. Bette Midler lék söngkonu byggða á Joplin í kvikmyndinni Pearl. Jimi Hendrix Dánaraldur: 27 Dánarorsök: Kafnaði í eigin ælu. Jimi Hendrix var bandarískur fallhlífarhermaður sem var kennt að sofa með riffilinn uppi í rúmi. Hann lagði riffillinn á hilluna og tók upp gítarinn í staðinn og svaf með hann uppi í rúmi. Hann flutt- ist til Englands, stofnaði hljóm- sveitina Jimi Hendrix Experience, sló í gegn, og svaf með fullt af grúppíuin uppi í rúmi. Hann spil- aði á hátíðum eins og Monterey og Woodstock, færði rokkgítarleik upp á nýtt plan, tók inn ósköp- in öll af eiturlyfjum, og kafnaði í eigin ælu uppi í Jim Morrison Dánaraldur: 27 Dánarorsök: Fékk hjartaáfall í baði, ekki alveg allsgáður. Pabbi hans var hermaður og þegar Jim var barn fluttist fjölskyldan mikið á milli staða. Hann var nemi í kvikmyndagerðardeild í Háskóla í Cali- forniu. Kvikmynclir hans áttu ekki upp á pallborð- ið hjá kennurum, og hann hætti og gekk til liðs við hljómsveitina The Doors. Hljómsveitin sló í gegn með lögum eins og Break on Through og Light My Fire. Jim varð mikið kyntákn, og enn meiri drykkjusvoli og eiturlyfjaneytandi. Hann fór sjald- an í bað. Hann héit að hann hefði sál indíána, eftir að hafa verið vitni að bílslysi þar sem indfánar höfðu látist. Hann hélt líka að hann væri ljóðskáld, og gaf út nokkrar mis- heppnaðar ljóðabækur. Eins og skáldi sæmir fluttist hann til París- ar, og lést þar í baði, ekki allsgáður. Kurt Cobain Dánaraldur: 27 Dánarorsök: Skaut sig í hausinn með hagla- byssu. Pabbi hans vildi að hann gengi í flotann, en hann lærði á gítar og stofnaði hljómsveitina Nirvana í staðinn. Önnur plata þeirra, Nevermind, sló rækilega í gegn og lagið Smells Like Teen Spirit varð einkennislag heillar kynslóðar. Kurt byrjaði með Courtney Love, sem var söngkona hljómsveitarinnar Hole. Þau eiga eina dóttur saman. Cobain þjáðist af ólæknandi maga- verkjum, og tók inn heróín til að deyfa sársauk- ann. Síðustu mánuðina heyrðust reglulega sögur af því að hann væri dáinn. Hann gaf út lagið „I Hate Myself and I Want to Die“ á Beavis and Butthead plötu. Hann skaut sig í hausinn með haglabyssu. Keikó Dánaraldur: 27 Dánarorsölc Bráðalugnabólga. Háhyrningurinn Siggi var handsamaður við ís- landsstrendur, og fluttur í sjávargarð í Kanada. Þar var hann endurskýrður Kago, og varð fyrir að- kasti frá kvenkynsháhyrningum. Hvort sem þetta var vegna þess að Kago þýðir kúkur á spænsku, þá var hann fluttur til Mexíkó og endurskýrður Keiko, sem þýðir „hinn heppni" á japönsku. Hann átti við húðsjúkdóm að stríða, sem var líklega til kom- inn vegna álags í starfi. Árið 1993 var hann uppgötvaður í Hollywood, og lék aðalhlutverkið í Free Willy. Bandaríkjamenn tóku söguna af hvalnum sem vildi vera frjáls svo nærri sér að flugherinn flutti hann til Vestmannaeyja. Honum var svo sleppt lausum, synti til Noregs, og dó þar, eins og stjörnu sæmir, 27 ára. 151.640 lesendur j.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.