Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 25
24 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 25 I Sport DV DV Sport ENSKA ÚRVALSDEILDIN Úrslit: Leicester-Birmingham 0-2 0-1 Clinton Morrison (42.), 0-2 Mikael Forssell (66.). Man. Utd-Man. City 3-1 1-0 Paul Scholes (7.), 2-0 Ruud Van Nistelrooy (34.), 2-1 Shaun Wright- Phillips (52.), 3-1 Paul Scholes (73.). Chelsea-Bolton 1-2 1-0 Hernan Crespo (22.), 1-1 Bruno N'Gotty (39.), 1 -2 John Terry, sjálfsm. (90.). Liverpool-Southampton 1-2 0-1 Brett Ormerod (2.), 0-2 Michael Svensson (64.), 1-2 Emile Heskey (75.). Middlesbrough-Charlton 0-0 Newcastle-Tottenham 4-0 1-0 Laurent Robert (35.), 2-0 Laurent Robert (55.), 3-0 Alan Shearer (59.), 4-0 Alan Shearer (66.). Portsmouth-Everton 1-2 1 -0 Jason Roberts (15.), 1 -1 Lee Carsley (27.), 1-2 Wayne Rooney (42.) Aston Villa-Wolves 3-2 1-0 Juan Pablo Angel (21.), 2-0 Juan Pablo Angel (24.), 2 !—1 Alex Rae (36.), 3- ■1 Gareth Barry (48.), 3-2 Mark Kennedy (80.). Arsenal-Blackburn 1-0 1-0 Dennis Bergkamp (11.). Leeds-Fulham 3-2 1 -0 Michael Duberry (41.), 2-0 MarkViduka (45.), 2- -1 Luis Saha (47.), 2-2 Luis Saha (86.), 3-2 Dominic Matteo (88.). Staðan: Arsenal 16 11 5 0 27-11 38 Man Utd 16 12 1 3 32-10 37 Chelsea 16 11 3 2 30-12 36 Fulham 16 7 4 5 28-22 25 Newcast. 16 6 6 4 25-20 24 South. 16 6 5 5 15-12 23 Charlton 16 6 5 5 22-20 23 Birming. 16 6 5 5 14-18 23 Liverp. 16 6 4 6 23-17 22 Bolton 16 5 6 5 16-22 21 Middles. 16 5 5 6 12-15 20 Man City 16 5 4 7 23-22 19 Tottenh. 16 5 3 8 18-24 18 Blackb. 16 5 2 9 23-25 17 Everton 16 4 5 7 17-20 17 A. Villa 16 4 5 7 14-23 17 Leicester 16 4 4 8 23-25 16 Portsm. 16 4 4 8 18-22 16 Leeds 16 4 3 9 16-36 15 Wolves 16 2 5 9 13-34 11 Markahæstu menn: Alan Shearer, Newcastle 15 Ruud Van Nisterooy, Man. Utd 12 Thierry Henry, Arsenal 10 Luis Saha, Fulham 10 Nicolas Anelka, Man. City 8 Michael Owen, Liverpool 8 James Beattie, Southampton 7 Freddie Kanoute, Tottenham 7 Mikael Forssell, Birmingham 7 Jimmy Floyd Hasselbaink, Chels. 6 Teddy Sheringham, Portsmouth 6 Hernan Crespo, Chelsea 6 Juan Pablo Angel, Aston Villa 6 Stig í síðustu átta leikjum Arsenal(1.) 18 Man. Utd (2.) 18 Chelsea(3.) , 16 Newcastle (5.) % 15 Middlesbrough (11.) 13 Bolton (10.) 13 Charlton (7.) 12 Leicester (17.) 11 Liverpool (9.) 11 Southampton (6.) 11 Fulham (4.) 10 Tottenham (13.) 10 Blackburn (14.) 9 Everton(15.) 9 Aston Villa (16.) 9 Birmingham (8.) 8 Man. City (12.) 7 Portsmouth (18.) 7 Leeds (19.) 7 Wolves (20.) 6 Næstu leikir: Laugardagur 20. desember Birmingham-Middlesbrough Blackburn-Aston Villa Bolton-Arsenal Charlton-Newcastle Everton-Leicester Fulham-Chelsea Wolves-Liverpool Sunnudagur 21. desember Southampton-Portsmouth Tottenham-Manchester United Mánudagur 22. desember Manchester City-Leeds Manchester United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í sólarhring á laugardaginn með því að leggja granna sina í Manchester City, 3-1, á Old Trafford. Paul Scholes spilaði sinn fyrsta leik í deildinni i langan tíma og skoraði tvö mör]tí. Arsenal komst hins vegar á topp deildarinnar í gær þegar liðið bar sigurorð af Blackburn, 1-0, á Highbury. Frakkinn Laurent Robert var í fantaformi hjá Newcastle gegn Tottenham, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö en raunir Gérards Houlliers og hans manna í Liverpool halda áfram, nú í formi taps gegn Southampton á heimavelli. Arsenal komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið bar sigurorð af Blackburn, 1-0, á Highbury. Manchester United sat á toppnum í rúman sólarhring eftir sigur á grönn- um sínum í Manchester City á laugardaginn en Chelsea, sem var í toppsætinu fyrir leiki helgarinnar, datt niður í þriðja sætið eftir dýrkeypt tap gegn Bolton á heimavelli. Þessi þrjú lið eru hins vegar búin að stinga önnur lið í deildinni af og vandséð er að eitthvað geti komið í veg fyrir að þau berjist um titilinn fram til síðustu umferðar. Raunir Liverpool halda áfram og þær raddir sem vilja Gerard Houllier, stjóra liðsins, burt, gerast æ háværari. Manchester United hafði betur í grannaslagnum gegn Manchester City á Old Trafford á laugardaginn. Ensku meistararnir unnu, 3-1, og tylltu sér á toppinn í sólarhring. Maður leiksins var Paul Scholes en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni eftir langa fjarveru vegna meiðsla og skoraði tvö mörk. Hollendingurinn Ruud Van Nistelrooy skoraði þriðja mark liðsins en Shaun Wright-Phillips, sonur markahróksins Ian Wrights, minnkaði muninn fyrir gestina. Alex Ferguson, knattspymustjóri Manchester United, var sáttur við frammistöðu sinnan manna og hrósaði sérstaklega Paul Scholes. Valdi svo sannarlega daginn „Hann valdi svo sannarlega daginn til að skora tvö mörk en við vitum svo sem hvað hann getur,“ sagði Ferguson. Ferguosn bætti því við að honum hefði fundist sínir menn mun betri í fyrri hálfleik en að leikurinn hefði jafnast eftir því sem liðið hefði á leikinn. „Við hefðum átt að vera þremur eða fjórum mörkum yfir í hálfleik en það er ekki hægt annað en að hrósa leikmönnum Manchester City fyrir að komast aftur inn í leikinn. Leikurinn var í jafnvægi allt þar við skoruðum þriðja markið. Ég er viss um að stjóri þeirra hefur lesið hressilega yfir þeim í hálfleik og hvatt þá til dáða og það skemmdi ekki fyrir baráttugleði þeirra að þetta var grannaslagur. Þeir hafa margir hverjir verið lélegir en það er alltaf spenna í þeim sem gefur þeim ákveðið gildi," sagði Ferguson. Hann bætti við að það væri mikil spenna á toppi deildarinnar og lítið mætti út af bregða. „Mér sýnist á öllu að liðin á toppnum ætli ekki að gefa neitt eftir. Við þurfum að gera þetta sjálfir og sigurinn í dag var mikilvægur." Hetjan sjálf, Paul Scholes, sagði eftir leikinn að honum hefði ekki fundist Manchester United spila vel í þessum leik. „Vörnin hjá okkur var frábær en spilið gekk illa. Sigurinn stendur þó upp úr og hann var mikilvægur. Okkur sárnaði mikið að tapa fjórum stigum gegn Manchester City í fyrra og þetta var ágætis sárabót," sagði Scholes sem vildi lítið gera úr mörkunum sínum tveimur. „Ég fékk tvær frábærar fyrirgjafir frá Gary Neville og Kleberson og gat eiginlega ekki annað en skorað." Arsenal aftur á toppinn Arsenal nýtti sér tap Chelsea á laugardaginn og smellti sér í efsta sæti deildarinnar með því að berá sigurorð af Blackburn, 1-0, á High- bury í gær. Það var Hollendingurinn Dennis Bergkamp sem skoraði sigurmarkið á tólftu mínútu eftir frábæran undirbúning Kolos Toures. Leikmenn Arsenal bökkuðu mjög í síðari hálfleik en Blackburn tókst ekki að gera sér mat úr pressunni sem þeir héldu á mark Arsenals. Jens Lehman, markvörður Arsenals, varði oft frábærlega en auk þess var mark dæmt af Markusi Babbell. Kolo Toure, sem lagði upp sigurmarkið fyrir Bergkamp, sagði að leikurinn hefði verið mjög erfiður. „Þetta var erfiður leikur. Blackburn er með gott lið og það var töluverð þreyta í mannskapnum eftir leikinn gegn Lokomotiv í meistaradeildinni í vikunni. Þessi leikur var ekki sá besti en okkur tókst að vinna og komast á topp deildarinnar. Þar er best að vera," sagði Toure eftir leikinn. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var sérlega sáttur við frammistöðu sinna manna og ekki síst stigin þrjú. „Þetta er búin að vera frábær vika hjá okkur. Fyrst tryggðum við okkur sæti í næstu umferð meistaradeildarinnar og í dag komumst við á toppinn í deildinni. Það er ekki hægt að biðja um meira jafnvel þótt leikurinn f dag hafi ekki verið neitt sérstaklega vel spilaður af okkar hálfu," sagði Wenger. Erfiðir tímar hjá Houllier Gérard Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. Hans menn brugðust enn eina ferðina ,um helgina, nú gegn Southampton á heimavelli, og gerast þær raddir, Mættur aftur Paul Scholes, sem sést hér fagna öðru af tveimur mörkum sinum gegn Manchester City á laugardaginn ásamt Ruud Van Nistelrooy og Roy Keane, kom inn i lið Manchester United eftir langa fjarveru vegna meiðsla og sýndi mátt sinn og megin. „Það er erfitt að vera knattspyrnustjóri í þessari deild. Pressan er oft og tíðum ómanneskjuleg og það er klárt að efég ætti nóg afpeningum myndi ég kaupa mér golfvöll, spila af miklum móð og ekki koma nálægt þessari vitleysu." sem vilja Houllier burt frá Anfield Road, æ háværari. Það bætti ekki úr skák að liðið lék án Harrys Kewells og Michaels Owens og án þeirra var sóknarleikur liðsins ekki upp á marga fiska. Houllier var þó með afsakanir á reiðum höndum eftir leikinn gegn Southampton líkt og svo oft áður. „Við erum án sex fastamanna og það er aðeins lið eins og Chelsea sem getur lifað slíkt af. Ég get vel skilið skilið gremju stuðnings- manna okkar en ég bið þá að sýna þolinmæði. Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla en við þurfum að yfirstíga þá,“ sagði Houllier. Kollegi hans hjá Southampton, Gordon Strachan, sagðist hafa samúð með Gérard Houllier, og reyndar öllum knattspyrnustjórum í úrvalsdeildinni. „Það er erfitt að vera knatt- spyrnustjóri í þessari deild. Pressan er oft og tíðum ómanneskjuleg og það er klárt að ef ég ætti nóg af peningum myndi ég kaupa mér golfvöll, spila af miklum móð og ekki koma nálægt þessari videysu." Strachan sagði að sínir menn hefðu átt sigurinn skilinn, jafnvel þótt Liverpool hefði pressað stíft undir lokin. „Við unnum fyrir sigrinum en undir lokin var þetta bara spurning um að festa sætisbeltin og halda sér þar til leik lyki,“ sagði Strachan. Rosalegur Robert Frakkinn Laurent Robert stal senunni á St. James’ Park á laugardaginn. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Alan Shearer en fyrra mark þessa mikla markahróks var það hundraðasta sem hann skorar á heimavelli Newcastle. Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, var alsæll eftir leikinn og hrósaði sérstaklega Robert sem var hársbreidd ffá því að spila ekki vegna veikinda. Það var hins vegar ákveðið að láta hann hita upp og sjá hvernig hann yrði og Robson sá ekki eftir því. „Við vissum að það myndi ekki vera nein áhætta þó að við létum hann byjra inná. Honum leið hins vegar vel, mökin tvö voru frábær og hornspyrnur hans voru glæsilegar. Þetta var mikilvægur sigur sem kemur okkur í fimmta sæti deildarinnar og ég get ekki annað en verið ánægður með það,“ sagði Robson. oskar@dv.is Ranieri ekki sáttur Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, vandaðisinum mönnum ekki kveðjurnar eftir tapleikinn gegn Bolton á laugardaginn. Claudio Ranieri ósáttur við sina menn Töpuðu áttum Chelsea missti toppsætið í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut fyrir Bolton, 2-1, á Stamford Bridge á laugardaginn. Þetta var annað tap liðsins í deildinni á þessu tímabili og það fyrsta á heimavelli. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri liðsins, var ekki sáttur við sína menn og taldi að þeir hefðu tapað áttum í síðari hálfleik. Þetta tap þýðir að Chelsea er ekki lengur á toppi deildarinnar og Claudio Ranieri hafði áhyggjur af því hvað leikmönnum hans gengur illa að nýta yfirburði sína til að skora fleiri mörk. Verðum að skora mörk „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, réðum þá algjörlega ferðinni en náðum því miður ekki að skora fleiri mörk. Við verðum að skora mörk ú þessum færum því guð veit að við fengum nóg af þeim," sagði Claudio Ranieri eftir leikinn. Allir ætluðu gera meira Hann var ekki sáttur við varnarleik sinna manna í síðari háifleik eða spilamennsku þeirra yfirhöfuð eftir að Bolton jafnaði metin. „Varnarleikurinn var skelfi- legur og við getum hreinlega ekki leyft okkur að skilja einn mann eftir einan inni í teignum. Okkur var refsað fýrir það í jöfnunarmarkinu og í si'ðari hálfleik voru mínir menn orðnir þreyttir og töpuðu áttum. Það ætluðu allir að gera meira en þeir gátu og það skapar alltaf vandamál þegar menn reyna að gera of rnikið. Við gleymdum því að vera rólegir og spila okkar leik." oskar@dv.is Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráthir húsbréfa í eftiitöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 53. útdráttur 50. útdráttur 49. útdráttur 47. útdráttur 42. útdiátbir 38. útdráttur 35. útdrátbir 34. útdiátbir Koma þessi biéf til inniausnar 15. febrúar 2004. ÖU númerín verða birt i Lögbirtíngablaðinu. Atik þess eru númer úr fjóruin fyrsttöídu flokkunum birt hér i blaðinu i dag. UppSýsingar um útdiegin húsbréf má einnig fínna á heimasíðu íbúðalánasjóðs: wtm.ils.is. íbúdalanasjóður BmganlbSim 21 I 105 Keýiqinák | SSinrii 5S9 | f 3tx 56® V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.