Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 14
74 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fréttir DV Hassið hækkar Mikil verðhækkun hefur orðið á hassi í Reykjavík ef marka má verð- könnun Samtaka áhugafólks um áfengis- og fflcni- efnavandanna, SÁÁ. Könnunin er byggð á viðtölum við þá neytendur sem þangað sækja sér aðstoð. Hass hefur þannig hækkað um 23% milli mán- aðanna október og nóvem- ber. Þetta hefur áður átt sér stað en verðið þó fljótíega farið niður aftur. Verðmun- ur á hassi og helsælu er nú í öfugum hlutföllum miðað við upphaf verðkannana samtakanna í janúar 2000. Einkahlutafá- lögum fjölgar grimmt Einkahlutafélögum á fs- landi fjölgaði um 2.771 á milli áranna 2002 og 2003. Þar með er heildarfjöldi skráðra einkahlutafélaga í landinu alls 18.384. OPINBER GJÖLD LÖGAÐILA 2002-2003 2002 2003 breyting Tekjuskattur 10.186 13.844 +36% Fjármagnstekjusk. 138 1.173 +748% Eignaskattur 2.052 1.247 -39% Samtals: 12.376 16.264 Þetta kemur fram í Tí- und, fréttablaði Ríkisskatt- stjóra. Fram kemur að þrátt íyrir að skattar á félög hafi verið lækkaðir mikið frá fyrra ári jukust tekjuskattar lögaðila um 3.658 milljónir á milli ára. Vilja verulega hækkun „Það er nauðsynlegt að hækka grunnlaun allveru- lega í komandi kjarasamning- um,“ segirElna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara. Kjara- samningar við kennara renna út í aprfl næstkom- andi og í fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar eru fjár- veitingar til framhaldsskól- anna verulega vanáætlaðar að mati Kennarasambands Islands. Hvað liggur á Grétar Þorstein- son, forseti ASÍ Mér firmst liggja á að þetta umdeilda frumvarp um iaunahækkanir þingmanna og starfslokasamn- inga ráðherra verði dregið til baka. Nú stefnir i þingtok á mánudag, og mér heyrist á fréttum að það stefni í að frumvarpið verði afgreitt þann dag. Það getur ýmisiegt gerst þar til þá. Þó eru engar sér- stakar aðgerðir fyrirhugaðar afhálfu verkaiýðshreyfingar- innar. Okkur finnst við hafa komið okkar skilaboðum á framfæri á mótmælafundin- um á fimmtudag. Frímann Már Sigurðsson, bílamálari frá Hellu, er með kaupanda að taílenskri villu sinni í sigtinu. Sævar Sigurðsson, 65 ára skipstjóri á línubát, vill verja efri árum á Taílandi og lifa vel fyrir 90 þúsund króna lífeyri sem dugir skammt á íslandi. „Menn eru bara í sólinni og þetta eru ótrúlegir hlutir. Sannleikurinn var þarna." Frímann á Taílandi „Efmaður hefur stelpu i vinnu leyfir maður henni að nota skellinöðruna og sendir hana útí búð ag situr bara og pælir,* segir Frimann Már Sig- urðsson sem kveður Ijúft liflslend- ings á Tailandi. Sævar skipstjóri Skipstjórinn Sævar Sigurðsson á linubátnum Sævíkinni frá Grindavik á sér draum um að komast úr niu vind- stigum og snjókomu i sóllskin og monsúnrigningar til skiptis. Frímann Már Sigurðsson, bílamálari frá Hellu, er að undirbúa sölu á taílenskri villu sinni fyrir átta milljónir króna. Hann tekur í dag á móti Sæv- ari Sigurðssyni, 65 ára skipstjóra á Sævíkinni frá Grindavík, og sýnir honum höllina. „Ég hugsa að hún sé seld. Skipstjórinn hringdi og sýndi mikinn áhuga. Hann á eftir að skoða húsið og gera tilboð í það. Ég á ekki von á öðru en að hann vilji kaupa þegar hann sér húsið. Hann sleppir úr túr og hon- um er full alvara. Hann er kominn með tilboð í sitt hús og ætlar að vera hálft árið á Taflandi,'1 segir Frímann. Sævar var rétt ófarinn til Taflands þegar DV náði af honum tali. Hann er nýkominn af sjónum þar sem hann var að fiska norðan við landið. „Á sjón- um eru búin að vera átta til níu vindstig og snjó- koma. Málið er það að ég er búinn að vera á sjó alla mína ævi en minn lífeyrissjóður er svo lélegur að það er ekki hægt að lifa á lífeyrinum hér heima. Ég á hús í Kópavogi og ætía að selja það, kaupa mér minna í bænum og búa ódýrt í Taflandi hluta árs- ins þar sem er sól og ævintýri," segir Sævar. Húsið er 300 fermetrar en kostar talsvert minna en kjallaraíbúð í Reykjavík. Sævar er ekki með öflu ókunnugur Taflandi því hann fór þangað í fyrra til að ganga úr skugga um hvort sagnir sem hann heyrði frá landinu væru sannar. „Ég fór þangað í fyrsta skipti á sjómannadaginn í fyrra. Mig langaði Átta milljóna villa 300 fermetra hús Frimanns Más Sigurðssonar við Pattaya-ströndina er falt fyrir átta milljónir. Möguleikinn á þjónustufólki fyrir 200 krónur á dag fylgir með. til að athuga hvort það væri rétt sem verið var að segja manni af aUs konar ævintýrum þarna úti. Ég hélt að menn væru bara að búa þetta tU. En þetta reyndist æðislegt. Menn eru bara í sólinni og þetta eru ótrúlegir hlutir. Sannleikurinn var þarna." í ljós kom að kaupið hjá þjónustufólkinu var 200 krónur íslenskar fyrir 10 tíma vinnu. Sævar dvaldist í þorpi 700 kflómetra norðaustur af höfuð- borginni Bangkok og mætti góðmennsku íbúanna. Sævar, sem fær útborgaðar 90 þúsund krónur í líf- eyri fyrir ævistarfið, lifir betur á Taflandi heldur en íslandi. „Svo er maður orðinn gamall og enginn vill hafa mann. Ég skfldi fyrir þremur árum, átti mjög góða fjölskyldu. Það kom kona hingað með mér frá Taflandi, en það er önnur saga.“ jontrausti@dv.is Stúlkur í Pakistan líða fyrir hefndarþorsta hryggbrotinna biðla Karlmaður dæmdur til að fá sýrugusu í andlitið Pakistani hefur verið dæmdur til að verða blindaður með sýrugusu. Mohammad Sajid blindaði unnustu sína og afskræmdi andlit hennar þegar hann skvetti sýru í andlit hennar fyrir stuttu. Sajid gerði þetta í hefndarskyni eftir að foreldrar unnustunnar, Rabiu Bibi, slitu trú- lofuninni og sögðu dóttur sína myndu giftast öðrum. Sýmbruni er algengur í dreifðum byggðum Pakistans, og raunar víðar í löndum Suður-Asíu. Ekki er vitað hversu margar konur geta ekki sýnt sig á almannafæri vegna sýrubmna en talið er að þær skipti þúsundum. Það eru oftast ungar og fallegar stúlk- ur sem verða fyrir því að sýru er skvett í andlit þeirra og að verki eru menn sem stúlkurnar hafa hryggbrotið. Konur hafa einnig sætt slíku ógnarof- beldi fyrir það eitt að elda vondan mat eða fyrir að eignast bara dætur. „Sýrudropum verður skvett í andlit hans," sagði dómari þegar hann kvað upp úr úrskurð sinn. Mohammad Sajid var dæmdur í bænum Bahawalpur í Punjab-hér- aði. Dómarinn vísaði í gömul ís- lömsk lög sem gera ráð fyrir að af- brotamaðurinn sé látinn þola það sama og hann gerði öðmm. Fjöl- skylda fórnarlambsins hefur vald til að náða afbrotamanninn. Sajid getur áfrýjað dómnum til æðra dómstigs og telja frétta- skýrendur ólíklegt að hæstiréttur staðfesti dóminn, ekki síst í ljósi þess að Musharraf forseti hefur heit- ið umbótum í landinu. Mannréttindasamtök í Pakistan berjast fyrir því að sýrubmni verði tekinn föstum tökum og hinum seku verði refsað. Þau gagnrýna jafnframt dóminn yfir Sajid. „Þetta er kannski dómur en í honum felst ekkert rétt- læti. Þetta er ekki refsing heldur hefnd,“ segir Rashid Reham sem stýr- ir mannréttindasamtökum í Pakistan. Að minnsta kosti 70 stúlkur hafa orðið fyrir sýrubruna í Punjab á þessu ári en talið er að talan geti ver- ið mun hærri. Fjölskyldur stúlkn- anna reyna oft að þagga málin niður og semja sjálfar við glæpamennina. Tíðarandinn í sveitum hefur verið á þá lund að stúlkurnar hafi sjálfar kallað þessi ósköp yfir sig og oftar en ekki sleppa ofbeldismennirnir létt. Rabia Bibi hafði hins vegar ekkert um það að segja að foreldrar hennar skiptu um skoðun. Samt hefur líf hennar verið lagt í rúst. arndis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.