Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JULÍ 1976. Duglegur og áreiðanlegur innheimtumaður óskast nú þegar. hálfan daginn. Verður að hafa bifreið til umráða. Uppl. í síma 35320. DREIFINGARKLUBBUR DAGBLAÐSINS Engin sýning í Hafnarbíói kl. I á sunnudag Hótei laugar S-Þing Gisting og matur. Góð sundlaug. Stutt til Mývatns, Húsavíkur og Akureyrar. Sími 96-43120. og sölubörn óskast strax ó AKRANESI N Upplýsingar gefur umboðsmaðurinn á Akranesi Sími1042 ÆWBLABIB m »: X • Víkingur 1. á Mars: Eftir langa og stranga biö tókst lokslns aö ná yfirborössýnum af Mars inn i Viking 1. Þar kraumar nú i öllu saman. „Kjúklingasúpu" helft yfiryfirborðssýnin Um borð í Víkingi I, á Mars kraumar nú í sýnishornum af yfirborðsjarðvegi reikistjörn- unnar en þau eiga að skera úr um hvort líf fyrirfinnist á Mars — eða hafi einhvern tíma fundizt. Eftir átta daga á grýttu yfir- borði plánetunnar kraflaði ferjan I gær í „jarðveginn" og dró sýni úr honum inn í fjóra mismunandi rannsóknarklefa um borð. „Þetta er sögulegt augnablik — fyrstu sýnin frá plánetunni Mars,“ sagði dr. Leonard Clark yfirmaður þess hluta Mars- áætlunarinnar, sem sér um að taka sýnifl og rannsaka þau. Ekki er búizt við að verulega marktækar niðurstöður úr þess- um rannsóknum fáist fyrr en eftir nokkrar vikur, þótt mögu- lega verði hægt að segja eitthvað til um líf eða lífs- skilyrði á Mars þegar á laugar- daginn. Ekki verða þó rannsóknirnar á yfirborðssýnunum alveg eins og til stóð, því snemma í morgun kom í ljós að armurinn hafði ekki komið með nægilegt magn inn í ferjuna. Síðar verður reynt að grafa meira upp úr yfirborðinu, svo hægt verði að gera allar nauð- synlegar tilraunir. Tvær tilraunir fólust að hluta í því, að efni með mikiu eggjahvítuinnihaldi — kallað „kjúklingasúpa" meðal vísinda- manna í Pasadena — var hellt yfir yfirborðssýnin. Þriðja tilraunin fólst í því að sýnin voru sett undir sóllampa, til að kanna hvort yfirborðið drægi í sig gasefni úr loftinu eins og á jörðinni. I fjórðu tilrauninni voru sýni sett undir röntgengeisla, sem áttu að mæla efnafræðilega samsetningu þeirra. Tilraunir þessar taka að minnsta kosti tólf daga. Þær verða síðan endurteknar í öryggisskyni. Eiturskýið í Seveso: Nágrönnum bœtt tjónið Eigendur efnaverksmiðj- unnar í þorpinu Seveso á Ítalíu hafa boðið bændum, sem urðu fyrir skaða vegna eiturlekans úr verksmiðjunni, að bæta þeim allt það tjón, sem þeir hafa orðið fyrir. Sem kunnugt er af fyrri fréttum varð að flytja fjölda manns frá héraðinu og meir en 30 manns lentu á sjúkrahúsi. Verksmiðjan er að miklum hluta í svissneskri eign. í tilkynningu, sem svissnesku Andreotti myndar minnihlutastjórn Leiðtogar Kristilega demó- krataflokksins á ítaliu hafa gefið formanni sinum. Giulio eigendurnir sendu frá sér í gær segir, að eftir ítarlegar rann- sóknir hefðu þeir komizt að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um viljaverk að ræða hjá starfsmönnum verksmiðjunnar og verkfræðingum, að eitrið lak út. Þar hafi aðeins verið um að ræða sprengingu, sem enginn gat gert neitt að. Eiturtegundin, sem slapp út, er af gerðinni hexachlor- ophene. Hún er notuð í sápur, sjampó og tannkrem. Andreotti, leyfi til þess að stofna minnihlutastjórn með stuðningi kommúnista. Eftir mikinn fund, sem tók rúmar fimm klukkustundir, var tekin urn það samhljöma ákvörðun. að styðja Andreotti til stjórnarmyndunar. Kveikti í klósett- pappfrnum . Hvað gerir goour hermaður, þegar honum verður skyndilega mál í háalvarlegri innrásar- æfingu. Nú, hann sezt niður og hægir sér. Það sama gerði ungur franskur hermaður, sem var á æfingu skammt frá bænum Rennes í Frakklandi fyrir skömmu. En þar sem ungi her- maðurinn var óvenjulega sam- vizkusamur, brenndi hann salernispappírnum eftir að hafa notað hann, svo að óvinirnir fyndu nú enga slóð. Að sögn lögreglunnar f Rennes varð þessi klósettpappírsbruni allafdrifaríkur, því að út frá honum brunnu um 150 hektarar af skógum og gróðurlendi. Miklir þurrkar hafa geisað þarna að undanförnu og varast verður að gera nokkuð, sem getur myndað eld. Zambía: Leitar á náðir Öryggisráðsins Stjórn Zambíu hefur beðið Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna um aðstoð til þess að verj- ast þvi, sem hún kallar útrým- ingu allra blökkumanna 1 Suður-Afriku og Ródesíu. Utanríkisráðherra Zambíu, Siteke Mwale, ákærði stjórn S-Afríku um það. sem hann kallaði „djöfullegan yfirgang'1 er 24 menn létu lífið innan landamæra Zambíu, eftir árás s-afrískra hermanna. Sendiherra S-Afríku hjá Sameinuðu þjóðunum neitaði þvi harðlega, að þeir hefðu ráóizt inn fyrir landamæri Zantbíu. Sagði Mwale ennfretnur, að tilgangur árásarinnar væri augljós — ganga ætti af einingarsamtökum þjóða i Suðvestur-Afríku dauðutn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.