Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2» JÚLÍ 1976. Iþróttir Montreal-76 Dagskráin Dagskrá leikanna í dag — 12. keppnisdagur. Frjálsar-íþróttir: Tugþautin hefst í dag. Þrístökk, undankeppni. 100 metra grindahlaup kvenna, úrslit. Langstökk karla, úrslit. Kringlukast kvenna, úrslit, 400 metra hlaup karla, úrslit og einnig kvenna. 1500 metra hlaup, undanrásir og einnig hjá konun- um, þar undanúrslit. Hnefaleikar, kajakróöur, knatt- spyrna — baráttan um bronsið — Sovétríkin-Brazilía. Skylmingar, hokkey júdó, glíma, hesta- mennska, skotfimi með boga og blak. Þar er keppt í undanúrslit- um karla og kvenna. Viðar tapaði Viðar Guðjohnsen mátti sætta sig við tap í fyrstu umferð í milli- vigt á Olymíuleikunum í gær- kvöld. Viðar keppti við Spánverj- ann Luois Frutos og stóð keppni þeirra alla lotuna eða sex mínútur. Báðir sóttu kapparnir en þó Spánverjinn heldur meir og dæmdi dómarinn honum sigur en tæpara gat það varla verið. Litlu munaði tvívegis að Viðar kæmi brögðum á Spánverjann, en hann er gamalreyndur og sneri sig út úr þeim. Þrátt fyrir tap getur Viðar borið höfuð hátt — þetta var hörkukeppni sem gat farið á hvorn veginn sem var. Viðar Guðjohnsen mun halda til Japan með þjálfara sínum Muata og æfa þar — hann stefnir hátt pilturinn, enda aðdstæður í Japan mjög góðar til júdóæfinga. Fram slapp fyrir horn Fram slapp sannarlega fyrir horn á ísafirði í gærkvöld í bikar- keppni KSÍ. Aðeins þremur mínútum fyrir leikslok náði 1. deildar lið Fram að jafna — svo naumt var það og í framlengingu tókst Fram að tryggja sér sigur. Þegar frá upphafi náðu ísfirðingar að sýna stórgóðan leik, sinn bezta í sumar. Knött- urinn gekk manna á milli og aldrei var gefið eftir. Leikurinn var i jafnvægi — sóknarlotur gengu á víxl og einu sinni björguðu leikmenn Fram á línu — góðu skoti frá Gunnari Péturs- syni. Staðan í hálfleik var þvi 0-0. Fram hafði undan golu að sækja í síðari hálfleik en það kom ekki í veg fyrir mark ísfirðinga á 15. mínútu. Örnólfur Oddsson komst inn fyrir vörn Fram og skoraði örugglega fram hjá Árna Stefáns- syni í marki Fram. En áfram hélt leikurinn — Gunnar Pétursson fékk mjög gott tækifæri á 35 mínútu — hann komst einn inn fyrir vörn Fram og autt markið blasti við en skot Gunnars geigaði — fór fram hjá. Áfram liðu mínúturnar og heimamenn sá" fram á sigur. Gífurleg stemmning var á áhorfendapöllunum. En þá kom áfallið, jöfnunarinark Fram. Steinn Jónsson skoraði eftir að þvaga hafði myndazt i vítateig ísfirðinga Síðan tóku leikmenn F"ram öll völd í sínar hendur í fram- lengingunni — Kristinn Jörunds- son skoraði annað mark Fram i fyrri hluta framlengingar. Síðan battti hann öðru við — reyndar bætti Steinn Jónsson unt betur — en knötturinn var þá kominn inn l'vrir línu, sigur Fram 3-1. h. Iialls. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Fyrsta gull Frakka í f rjálsum í tuttugu ár! — og í fyrsta skipti í 44 ár, að bandarískur svertingi sigrar ekki í 110 m grindahlaupi Guy Drut — hinn 25 ára gamli íþróttafulltrúi frá Frakklandi sigraði í 110 metra grindahlaupi á Olympíuleikunum. Þar með hefur enn ein sagan verið skráð, því sigur Drut braut á bak aftur einveldi Bandaríkjamanna í greininni í tæpa hálfa öld. Já, bandariskir blökkumenn hafa ávallt sigrað í 110 metra grinda- hlaupi allar götur frá Olympíu- leikunum í Los Angeles 1932! Annegret Richter, V-Þýzkalandi, setti heimsmet í undanúrslitum í 100 m hlaupi — og í gær varð hún önnur í 200 m hlaupinu, þó svo hún ætlaði í fyrstu að hætta við að taka þátt í hlaupinu, þar sem hún hefur átt í erfiðleikum vegna strengja í fótunum. fyrstu sœtunum! — í 200 m hlaupi kvenna í gœr Barbel Eckert, 21 árs sálfræði- stúdent frá Leipzig, náði frábæru viðbragði í úrslitum 200 m hlaups kvenna á leikvanginum í Montreal í gær. Hún kom vel fyrst út úr beygjunni — um tveimur metrum á undan oiympíumeistaranum, Renötu Stecher, einnig frá Austur- Þýzkalandi. Þar með voru mögu- leikar Stecher til að verja titil sinn raunverulega úr sögunni — en önnur þýzk stúlka, Annegret Richter frá Vestur-Þýzkalandi, sigurvegarinn og heimsmethaf- inn í 100 m hlaupi, dró á Eckert og á lokametrunum háðu þær gífurlegt sentimetrastríð um gull- Rosemarie Ackermann — hinn 24 ára gamli hagfræðinemi frá A-Þýzkalandi sigraði á Olympíu- leikunum í hástökki þegar hún stökk 1.93 og setti þar með olympíumct. Sigur Aekermann var öruggur — hún hafði yfirburði yfir aðra keppendur. Litlu munaði að henni hefði tekizt að setja nýtt heimsmet — átt mjög góðar til- raunir við 1.97. Úrslit: 1. R. Ackermann A-Þýzkal. 1.93 2. S. Simeoni Italíu 1.91 3. Y. Blagoeva Búlgaríu 1.91 4. M. Mracnova, Tékkósl. 1.89 5. .1. Huntley ÚSA 1.89 verðlaunin. Eckert reyndist sterkari — varð tveimur hundr- uðustu úr sekúndu a undan i mark. Fimm þýzkar stúlkur voru í fimm fyrstu sætunum — þrjár austur-þýzkar, tvær vestur- þýzkar. Barbel Eckert setti nýtt olympíumet — bætti met Stecher frá leikunum í Munchen um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Sigur hennar I hlaupinu var óvæntur. Allir reiknuðu með að Stecher eða vestur-þýzku stúlkurnar Richter eða Inge Helten myndu bera sigur úr býtum. Ástralska stúlkan Realene Boyle, sem var aðeins fimm hundruðustu úr sekúndu — í öðru sæti — á eftir Stecher á leikunum í Munchen var dæmd úr leik eftir tvö þjófstört í undan- úrslitum. Ástralíumenn kærðu þann úrskurð — sögðu Boyle aðeins hafa lyft öxlunum í fyrra skiptið, en kæra þeirra var ekki tekin til greina. Úrslit í hlaupinu urðu þessi: 1. B. Eckert, A-Þýzkal. . 22.37 2. A. Richter, V-Þ. 22.39 3. R. Stecher, A-Þ. 22.47 4. C. Bodendorf, A-Þ. 22.64 5. I. Ilelten, V-Þýzkal. 22.68 6. Prorochenko, Sovét 23.03 7. D. Robertson, Ástr. 23.05 8. C. Rega, Frakkl. 23.09 Á Olympíuleikunum 1928 vann S-Afríkubúinn Sidney Atkinsson gullið, já 110 metra grindahlaup hefur sannarlega verið bandarísk grein! Ekki aðeins braut Guy Drut á bak aftur einveldi Bandaríkja- manna í greininni, heldur og rauf Drut 20 ára svelti Frakka hvað gull snertir á Olympíuleiktim í frjálsum íþróttum. Já, allt Frakk- land samfagnaði Drut í nótt — öll franska þjóðin fylgdist með Drut í úrslitahlaupinu í sjónvarpi, beint að sjálfsögðu. Nú, en snúum okkur að hlaupinu. Drut byrjaði ekki vel, fór hægt af stað og um mitt hlaup var hann sjónarmun á eftir bandaríska tríóinu, Davenport, Foster og Owens. En Frakkinn fór óaðfinnanlega yfir þær fimm hindranir sem voru eftir... B andaríkjamenn- irnir gáfu eftir. Hins vegar dró Kúbumaðurinn Alejandro Casa- nas á, en á siðustu metrunum tókst Frakkanum að knýja þao fram, sem þurfti til sigurs. Hanh fagnaði innilega, öll franska þjóðt in fagnaði hetjunni innilega. Frakkland hafði beðið eftii* gullinu frá síðustu Olympíuleiki um en þá vann Drut silfrið. Eim veldi var brotið á bak aftur! Úrslit í 110 metra grindahlaupt inu varð: 1. Guy Drut, Frakk! 13.30 2. A. Casanas, Kúbu 13.33 3. W. Davenport, I SA 13.38 4. C. Foster, USA 13.41 5. T. Munkelt A-Þ. 13.44 6. J. Owens. USA 13.73 7. V. Kulebyakiri, Sovét 13.93 8. V. Myasniko/, Sovét 13.94 Tími Drut var aðeins 6/100 lakari tími ea heimsmnetið sem hann á sjálfur. „Ég vann gullið fyrir mig,“ sagði Drut eftir hlaupið, en áreiði anlegt er, að Drut verður fagnað sem þjóðhetju þegar hann snýtt heim til Frakklands með gullið — fyrsta gull Frakklands í 20 ár i frjálsum íþróttum. Varla sála i er Gœrderu — og setti nýtt heimsmet 8:08.0 mín. Þá fengu Sviar miklu að fagna í gær á Olympíuleikunum. Maðurinn, sem fyrir tíu dögum var talinn öruggur með sigur í 3000 m hindrunarhlaupinu, en veiktist svo í Montreal, hristi af sér slen síðustu daga — hljóp stórkostlegt hlaup. Anders Gærde rud var hinn öruggi sigurvegari, þegar allt kom til alls — yljaði áhorfendum á leikvanginum í Montreal með frábæru hlaupi og setti nýtt heimsmet. Hijóp á 8:08.0 mín. og bætti heimsmet sitt um 1.8 sekúndu. Svíar bjuggust við miklu af sínum manni — manninum, sem verið hefur bezti hindrunar- hlaupari heims síðustu árin. Svo kom óttinn vegna lasleikans — en aftur von, þegar Anders hljóp allvel í undanrás hindrunar- hlaupsins, þó hann væri nokkuð frá þeim, sem beztum tímum náðu. En Svíar ætluðu ekki að missa af hindrunarhlaupinu, þegar þvf Dómur — síðan Talsvert hefur verið um ai keppendur hafi verið dæmdir úr leik á Olympíuleikunum og hefur margt komið til. Til að mynda var ástralska stúlkan Realene Boyle dæmd úr leik þar sem hún þjóf- startaði tvisvar í 200 metra hlaup- inu í undanúrslitum. Flestum þótti nóg um þegar rúmenska stúlkan og silfurhafinn frá Munchen í 110 metra grinda- hlaupi, Valeria Stefanescu, var dæmd úr leik. Það var álitið að Hefur bœtt tín um 40 sek. á 2 — Lilja Guðmundsdóttir stórbœtti ísland Lilja Guðmundsdóttir, sem siðustu tvö árin hefur dvalið og æft að mestu í Svíþjóð. setti Íslandsmet í 1500 m hlaupi á Olympíuleikunum í gær. Hún hljóp á 4:20.27 min. og ba'tti met sitt á vegalengdinni um sex sekúndur. Það var þó aðeins mánaðargamalt — sett í Gauta- borg, þegar Lilja vann sér rétt til þátttöku á Olympíuleikunum. A þessum tveimur árum hefur Lilja hætt tíma sinn á vegalengd- inní um 40 sekúndur, svo framför hennar cr hreint stórkostleg. En nýi Íslandsmetstíminn hafði þó lítið að segja i hinni hörðu keppni Olympíuleikanna. Liija varð siðust í sínum riðli i hiaup- inu og í 34. sæti af 37 keppendum — en þó er árangur hennar hvað mest viðunandi hjá íslenzku þátt-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.