Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 11
11 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1976. fundu engin vopn hvorki þar né á nemendunum. Lögreglu- mennirnir fengu áhuga á frænda Garys, Ike, sem bar tómt skothylki í keðju um hálsinn. Hann var handtekinn fyrir aö „reyna að fela vopn.“ Þá dró Gary upp svipað hálsband og sagði að þeir gætu allt eins handtekið hann. Lög- reglumennirnir urðu gramir og handtóku Gary fyrir að „hindra lögfeglumenn í starfi". Daginn eftir var ákærunni breytt í morðákæru. Nýjar staðreyndir Hvíti hluti ibúanna í Destrehan þurfti að fá sinn syndabokk. Settur var á stofn kviðdómur sem eingöngu var skipaður hvítum mönnum og flestir þekktust innbyrðis og voru kunningjar fjölskyldu hins látna. Eftir að hafa þingað um málið í þrjá tíma dæmdi þessi kviðdómur Gary Tyler til dauða í nóvember sama ár. Er lögreglan hafði leitað í þriðja sinn í skólabílnum fannst 45 kalibera skammbyssa þar án fingrafara. Ekki var hægt að sanna að skotið hefði komið úr þeirri byssu. Né heldur var hægt að sanna að Gary Tyler ætti þá byssu eða hefði notað hana. Aðalvitni réttarins, 16 ára stúlka, sagði að hún hefði séð Gary Tyler skjóta einu skoti og fela síðan byssuna. ÖIl önnur vitni sögðu að þau hefðu aldrei séð Gary skjóta neinu skoti. Bíl- stjóri skólabílsins og þeir nem- endur, sem sátu við hlið Garys, sögðu að þau hefðu heyrt daufan skothvell en ekki nægi- lega háan til þess að skotið hefði verið frá bílnum. Að r'annsókn í máli Gary Tylers var unnið í miklum flýti. Eftir réttarhöldin hafa hins vegar komið fram nýjar og mikilvægar upplýsingar. M.a. hefur aðalvitnið sagt frá því að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa undir afrit af yfirheyrslum sem hún hafði ekki lesið. (Og þegar hún loksins fékk að lesa þau skildi hún ekki öll þau orð, sem þar voru skrifuð). Lögreglan hefði hótað að ákæra hana um meðsekt í morðinu ef hún skrifaði ekki undir. Yfir- heyrslurnar voru hljóðritaðar en þeir vilja ekki afhenda segulbandsspólurnar. Við réttarhöldin var stúlkan neydd til þess að lesa upp „réttu" svörin sem voru rituð á blað sem lfmt hafði verið á gólfið við fætur hennar! Dauðaskotið Málið komst á forsíður allra dagblaða i nágrenninu og fleiri og fleiri fóru að gagnrýna niðurstöðu dómarans. A sama hátt og menn höfðu staðið sam- an til þess að berjast fyrir Angelu Davis og Joanne Little, bundust menn nú samtökum til þess að berjast fyrir því að Gary Tyler hlyti frelsi á ný. Nefndir voru settar a laggirnar víða um Suðurrfkin, undirskriftum safnað og lög- fræðingar buðu fram aðstoð sfna ókeypis. Andstaðan óx mjög ört. Eftir dansleik, sem efnt var til til styrktar baráttunni fyrir málstað Tylers, var ungur blökkumaður skotinn til bana. Tveir hvftir menn f bíl óku framhjá honum á fullri ferð og hleyptu af skamm- byssum sfnum á hann. Eftir þann atburð óx almennur stuðningur við hreyfinguna til muna. Þar eð margar nýjar stað- reyndir voru komnar fram í málinu krafðist verjandinn þess að málið yrði tekið upp að nýju. Um leið og taka átti af- stöðu til þessa var efnt til nýrrar yfirheyrslu f lok aprfl sl. Um 300 manns söfnuðust saman á grasflötinni fyrir utan dómshúsið á hljóðum mótmæla- fundi sem var vel undirbúinn og fór friðsamlega fram og höfðu menn bundizt um það samtökum að láta ekki æsa sig til óeirða. Aðeins um 10 hvftir menn tóku þátt í mótmælunum. Félagar úr kynþáttamis- réttishreyfingunni Ku Klux Klan hafa sfðar viðurkennt að hafa sent vopnaða menn á staðinn. Á sfðasta degi réttar- haldanna komu lögreglumenn skyndilega á staðinn og þyrlur hlaðnar lögreglumönnum lentu í nágrenninu. Mótmælafund- inum, sem var fullkomlega lög- legur, var hleypt upp og fólkinu sagt að halda heim á leið. 23. aprfl neitaði kvið- dómurinn, sem einungis var skipaður hvítum mönnum, að leyfa ný réttarhöld. Menn sögðu að enda þótt aðalvitnið hefði gefið nýjar skýringar á framburði sínum og talað um þátt lögreglunnar væri það ekki nægilegt til þess að láta ný réttarhöld fara fram. Haldið var fast við upprunalegan framburð hennar. Samkvæmt því sem móðir stúlkunnar segir, á stúlkan að hafa mjög ríkt ímyndunarafl og hefur þurft á aðstoð sál- fræðings að halda frá árinu 1968. Þeir sem vinna að frelsun Gary Tylers urðu að vonum fyrir miklum vonbrigðum. Verjandi hans, Jack Peebles, segir: „Það er ófyrirgefanlegt ef framburður þessarar stúlku á eftir að koma drengnum í rafmagnsstólinn." Undir lok júnímánaöar var dóminum áfrýjað til hæsta- réttar Bandaríkjanna, þess hins sama og ákvað að dauðadómur væri f samræmi við stjórnar- skrána. Þar hafa menn enn ekki tekið afstöðu til málsins. rauninni gætu Sovétríkin sett hér lið á land ef þau kærðu sig um, og það þrátt fyrir þessar fáu her- mannahræður í Keflavik og nokkuð af úreltu hergagnarusli, en þeir gætu ekki haldið landinu stundinni lengur. Bandarísk her- skip og flugvélar myndu óðar setja þau I herkví eins og Kúbu f eina tfð og fjölmennt fótgöngulið yrði i snatri flutt til landsins, svo að Sovétríkin yrðu að hverfa frá áætlun sinni með mestu skömm, nema þau þá einfaldlega vildu heimsstyrjöld, sem ég hef ekki trú á að þau vilji frékar en Banda- rfkin. Umræddur möguleiki, sem notaður er til að réttlæta dvöl hersins hér á landi, er alls ekki til í dæminu, enda trúir enginn Is- lendingur á hann. Sannleikurinn er sagna beztur f þessu tilfelli. Lygin gerir ríkisstjórnir vorar tortryggilegar f augum þjóðarinn- ar, sem er ekki það barn að hún trúi á grýlusögur. Öll þjóðin veit fullvel, að her- stöðin er starfrækt í þeim einum tilgangi að gegna mikilvægu hlut- verki f þágu alls bandalagsins, f starfrækslu hlerunarstöðva neðansjávar og í margvíslegu eftirliti með brölti Sovétríkjanna á Norður-Atlantshafi. Þeir okkar, sem eru hlynntir markmiðum Nato og vita að sameinaðar standa þjóðir þess en falla ella, hafa sætt sig við herstöðina f Keflavík vegna þess að þeir vilja að Nato sé sem sterkast. Hins vegar hefur þetta fólk aldrei skilið, hvers vegna bandamenn vorir hafa ekki þurft að borga eðlilegt aðstöðu- gjald fyrir starfsemi sína, eins og þeir gera beint og óbeint alls staðar annars staðar. Raunverulegar varnir eru allt annars eðlis og hætta fyrir þjóð vora skapast fyrst þá, er til heims- styrjaldar dregur. Þá gæti líf hennar verið undir vegakerfinu komið ef nauðsynlegt reynist að flytja fólk burt frá þéttbýlissvæð- unum á Suðurlandi. Það sem hefur hernaðarlega þýðingu fyrir íslands sérstaklea er þvf vega- kerfi með varanlegu slitlagi, flug- vellir til innanlandssamgangna og hafnir. Allt þetta væri fyrir löngu komið í bezta lag ef rfkisstjornir tslands hefðu ekki sett sig upp á móti þvf og ekki mátt heyra á það minnzt, að bandalagsþjóðir vorar greiddu kostnaðinn, sem er í raun inni allt of mikill fyrir fámenna þjóð, enda er vegakerfið á íslandi eins mikilvægt fyrir Nato og fyrir íslendinga sjálfa. Varnir tslands og Noregs, ef til styrjaldar dreg- ur, byggjast á því sama, að til séu fullkomnir flugvellir, sem stöðugt sé haldið við og hægt að nota til að flytja þangað mikinn herafla frá Kanada og Bandarfkjunum strax f upphafi strfðs. Erlendur her á ís- landi yrði fljótlega eins mann- margur og í sfðasta stríði. Þessum herafla og þá ekki sfður íslend- ingum sjálfum er það mikilvægt, að vegakerfið sé brúklegt hernaðarlega séð. í Noregi getur það gegnt sínu hlutverki, enda eru Norðmenn nýríkt olíuríki og ólfkt fjölmennari þjóð en tslend- ingar. Samt hafa þeir látið Nato borga heilmikið fé til vegakerfis- ins, enda er það ekki nema sann- gjarnt þar sem það er mikilvægt fyrir allar bandalagsþjóðir. Á Islandi strandar allt á skiin- ingsleysi rfkisstjórnarinnar. Margir mega ekki heyra það nefnt á nafn, að erlendir aðilar kosti steinsteypu eða malbikun, þó ekki væri nema eins hring- vegar, og/eða eins eða tveggja vegarspotta norður í land. Nato munar ekkert um að kosta gerð þessara vega, sem líf þeirra eigin hermanna, engu síður en lff ts- lendinga, getur oltið á í heims- styrjöld. Hvf mega þeir ekki gera þá skyldu sína við tsland og sjálfa sig? Gerð þessara vega er hin raunverulega vernd tslands f ófriði, rétt eins og Rússagrýlan er ekkert nema hugarórar „hyster- ískra sálna. Vill hinn ágæti þingmaður, Þórarinn Þórarinss. skýra það fyrir okkur, af hverju kjósendur hans og skjólstæðingar f Reykjavík eiga að ástæðulausu að deyja drottni sinum ef til styrj- aldar kemur, af þvf að hann vill ekki að Bandaríkjamenn borgi fyrir brúklegt vegakerfi og hafn- Þórður Valdimarsson Kjallarinn armannvirki á íslandi? Ég bið hann lengstra orða að setja sig betur inn f hernaðarmál og þá er ég viss um að jafn heiðarlegur maður og hann er tekur sinna- skiptum. Ég bendi honum og öðrum, sem eru líkt þenkjandi, á að malbikað eða steypt vegakerfi á tslandi er miklu þýðingarmeira hernaðarlega séð en annars staðar, af þvf að hér eru engar járnbrautir eins og t.d. í Noregi. Eg býst við, að ekki megi heldur láta Nato leggja þær? Mesta fram- lag til raunverulegra varna Is- lendinga kemur í rauninni frá þeim sjálfum, og á ég þá við hina miklu bílaeign landsmanna. Ef til styrjaldar kæmi, yrði hún sett undir stjórn almannavarna eða hersins og notuð til fólksflutn- inga ef þurfa þætti. En þá komum við aftur áð vegakerfinu, þessu mikla trompi okkar til varðveizlu lífs Islendinga. I styrjöld yrði það gert að engu eða að minnsta kosti dregið mjög úr gildi þess af því að við erum of stoltir til að láta bandamenn gera vegi hér á landi. Guði sé lof að Norðmenn eru ekki haldnir þeim nýlenduþjóðar- komplex! Spánarstjórn lætur Bandarikjunum eftir herstöðvar f landi sínu sem eru báðum aðilum mikilsverðar. Hún lætur Banda- ríkjamenn borga háa leigu og veltir mestu af kostnaðinum við þergagnakaup af þegnum sinum yfir á hið efnahagslega breiða bak Sams frænda, enda er það alveg rétt. Gjöf skal til gjalda, ef vin- áttu á að halda. Allir verða að gera sitt: Þeir vilja ekki una því eins og Islendingar að láta fjögur þúsund milljarða aðstöðu í té en fá ekkert fyrir það, ekki einu sinni þá vernd í stríði sem felst í góðu samgöngukerfi. „Við megum ekki taka leigu,“ segir einhver þingmaður Framsóknar- flokksins, „vegna þess að þá mundum við lækka f áliti hjá Nato.“ Hvernig í ósköpunum er hægt að búast við að Nato beri virðingu fyrir þeim einsdæmum og því ófremdarástandi, sem ríkir f þeim málum er varða líf íslenzku þjóðarinnar og því, sem ég hef verið að lýsa? Eg veit, að Alþingi íslands hefur veitt eins mikið til vega- gerðar og það hefur mögulega getað. Við höfum kunnáttumenn á þvf sviði, sem unnið hafa stór- virki við þær kringumstæður, sem hljóta að vera til staðar f jafn fámennu þjóðfélagi og okkar. Það er f rauninni mesta furða hvað vegakerfið er, en þvf miður er það samt hættulega lélegt hernaðar- lega séð, ef til styrjaldar kæmi. Það getur kostað mikinn hluta fslenzku þjóðarinnar lffið að ástæðulausu, og því krefst ég þess að þeir aðilar, sem ekkert munar um að gera og f rauninni vilja það gjarnan, fái að gera skyldu sfna áður en það verður kannski um seinan. Reynsla þjóðarinnar af Banda- rlkjunum hefur verið á þann veg, að þeir eru jafnan fúsir að gera skyldu slna, og ég tala nú ekki um í máli sem er eins mikilvægt f.vrir þá sjálfa og islenzka vegakerfið verður, ef til styrjaldar kemur. Ég þarf varla að benda á mikil- vægi betrumbóta á íslenzka vega- kerfinu fyrir jafnvægi f byggð landsins, sem svo mikið er talað jm en svo lftið er gert í, og það hefur leiga af Keflavíkurflugvelli lfka, ættum við að kalla það að- stöðugjald, segjum tuttugu millj- arða á ári. I þeirri upphæð gæti falizt t.d. kostnaður við vegaframkvæmdir og ef til vill ókeypis olía. Hún er það hergagn, sem við þurfum á að halda í baráttunni við hafið og er eins mikilvæg fyrir okkur og aðstaða á ‘Islandi fyrir Banda- ríkjamenn. „Sannleikurinn gerir yður frjálsa“ segir f hinni.góðu bók, og vlst er mikil þörf á að hreinsa andrúmsloftið. Svo mjög hafa lygasögur ráðamanna um ástæður fyrir bandarísku herstöðinni lævi blandið það. Eg er sannfærour um, að ytir- gnæfandi meirihluti fslenzku þjóðarinnar er hlynntur Nato og vill jafnframt að vegakerfið sé bætt og aðstöðugjald tekið af starfrækslu Nato á vellinum. Því miður hefur sá vilji ekki komið fram, af því að enginn flokkur hefur haft vilja þjóðar- innar f þessu máli á stefnuskrá sinni. Og hvaða flokk eiga þeir að kjósa, sem vilja breytingu? Þvf sting ég upp á lýðræðisleg- ustu leiðinni, þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Leyfið vilja þjóðarinnar að koma fram I þessu örlagarika máli, spyrjið hana f þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem þið valda- menn talið oft svo fjálglega um, hvort hún vilji f fyrsta lagi að herinn sé hér áfram, og ef svo er, hvort hún vilji óbreytt fyrirkomu- lag eða það. sem sumir ykkar kalla Aronsku, eða Helga Briem- isku en er í rauninni bara fs- lenzka. Þórður Valdimarsson (hefur numið stjórnmálafræði). ✓ V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.