Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 9
I) \t;rn. \t)H> l' lMM'l'l'DAC.UK 29. JÚLÍ 1976. 9 Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna: Gömlu og nýju dragnœturnar eiga nœr ekkert sameiginlegt nema nafnið — Kolahlutfallið íþeim nýju 95% á móti 40% íþeim eldri Bráðabirsðaniðurstööur rannsókna á veiðivirkni drag- nota með 120 mm möskva og hinum ný.ju nótum með 170 mm möskva leiða í fljótu bragði í l.jós að nánast ekkert er sameig- inlegt með þessum veiðarfær- um nema nafnið eitt. Eins og blaðið hefur skýrt frá, hefur mikillar óánægju gætt með rýmkun dragnótasvæða, einkutn við Bakkaflóa og í Höfnunum. Þórður Ásgeirsson skrif- stofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins sagði i viðtali við DB í gær að þessir staðir nytu sér- stöðu vegna trilluútgerðar þaðan og liti ráöuneytið á mál- efni staðarmanna með skiln- ingi. Hann ítrekaði jafnframt að reglugerð urf rýmkun svæð- anna hefði verið sett skv. til- lögum Fiskifélagsins, sem aftur hefði byggt á tillögum fiskveiði- laganefndar. Hann sagði að undanfarið hefði einn til tveir bátar stundað samanburðarrann- sóknir á Skjálfanda, hluta Bakkaflóa og á Vopnafirði á vegum Hafrannsóknastofnun- arinnar. Bráðabirgðatölur úr þeim rannsóknum leiða í ljós að eldri dragnótin tók um 60% af öðrum fiski en kola, sem drag- nótinni er þó einkum ætlað að veiða, en aðeins um 40% af kolanum sjálfum. Nýja nótin með 170 mm möskvunum tók hinsvegar aðeins 5% af öðrum fiski og 95% ko'la. Fyrir utan það hversu lítið nýja nótin tekur af öðrum fiski en kola er samsetningin önnur eins og t.d. í þorskinum þar sem hún tók 0% af smáþorski á móti 64% af smáþorski sem eidri gerðin tók. Af milliþorski tók sú nýja 73% og 26% af stór- þorski á móti 33% af milli- þorski og 2% af stórþorski sem sú eldri tók. Þórði sýndist því sem menn væru ef til vill óþarflega smeykir við rýmkun dragnóta- veiðisvæðanna og sagði að ráðu- neytið myndi nú bíða eftir end- anlegum niðurstöðum þessara rannsókna áður en hugsaniegar breytingar yrðu gerðar á ein- hverjum veiðisvæðanna. — G.S. KOMAST EKKI ÚT ÚR VÍTAHRINGNUM — vilja staðgreiðslukerf i „V'ið eigum að borga 804 þús, kr. í skatta fyrir áramót, 600.052 fengum við fyrir þetta ár, hitt eru eftirstöðvar og dráttarvextir frá fyrra ári." Þetta sögðu hjónin Dóra Asgeirsdóttir og Eggert Guð- mundsson þegar við heimsóttum þau í risíbúð við Grettisgötuna. Hana hafa þau nýlega keypt og breytt þannig að hún er nú mjög vistleg. Þau upplýstu okkur um, að þau hefðu auðvitað unnið baki brotnu síðastliðið ár til þess að borga niður íbúðina. Hann vann Þau hjónin Dóra Asgeirsdottir og Eggert Guðmundsson keyptu ihúð og unnu baki brotnu til þess að geta borgað hana. Svo fæddist erfinginn, Atli, og Eggert fór að læra iðn. Nú á eftir að borga skattana. DB-m.vnd Bjarnleifur hjá Rafmagnsveitunni og setti niður dísilvélar úti á landi, þar fyrir utan var hann dyravörður á Hótel Höfn í Hornafirði. Hún vann í Mjólkursamsölunni og á Oðali á kvöldin. Tekjurnar urðu vitanlega háar eða um 2.5 milljónir samanlagt. Nú er Eggert byrjaður að læra blikksmíði og hefur fyrir 40 tímana um 64 þús kr. á mánuði plús tvo tíma með eftirvinnu- kaupi á dag. Þau eru nýbúin að eignast erfingja og gefur það auga leið að ekki vinnur konan mikið utan heimilisins fyrst um sinn. „Ætli ég verði samt ekki að fara að vinna á Öðali á kvöldin, þegar Eggert kemur heirn" segir Dóra. Hún ætlar sér líka ákveðið að verða þroskaþjálfi meðtíðog tíma. „Við erum vitanlega ekkert hress yfir sköttunum," segja þau. „Eggert ætlar að fara að athuga með aukavinnu hjá Hampiðjunni, þar hefur hann unnið áður. Það er bara þetta að maður kemst aldrei út úr vítahringnum," segja hjónin og lizt vel á að komið verði á staðgreiðslukerfi skatta. EVI Blóðgjöf: SIGÖLDUMENN SEnU MET „Þetta var algert blóðtökumet. Eitt hundrað sextiu og sex gáfu blóð á einum degi“ sagöi starfs- stúlka í Blóðbankanum. A þriðjudaginn var haldið í blóðtökuleiðangur að Sigöldu. Þar höfðu hangið uppi auglýsingar til að ýta undir menn til blóðgjafa og verkstjórar höfðu haft samband við sina vinnu- flokka. Alls söfnuðust um 86 lítrar blóðs og mun þetta bjarga Blóðbankanum í nokkrar vikur. Aður en unnt er að gefa blóð verður að mæla blóðþrýsting við- komandi sem og járninnihald blóðsins. Fara svipaðar mælingar fram i Blóðbankanum þegar blóð ergefiðþar. Starfsstúlkan sagði að þessar ferðir út á land stæðu orðið að mestu leyti undir starfsemi Blóð- bankans. Lítið hefði verið um blóðgjafir í Reykjavík og munaði þar mest um að skólar væru lokaðir. Ekki er mikið um það að menn komi sjálfir og óski eftir að gefa blóð. Mun algengara er að hringt sé í þá sem áður hafa gefið blóð. Fyrra metið áttu íbúar Keflavíkur þar gáfu 145 aðilar blóð í einni ferð sem þangað var farin. Sigöldumenn höfðu áður staðið sig vel í þessu sambandi, þar gáfu 144 blóð í fyrra. Alls eru starfandi við Sigöldu tæplega 700 manns. —BA [ós|* svart

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.