Dagblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 3
DACJBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAC'.UR 4. AGUST 1976. 3 Pollar eíga heima á leikvelli — ekkiá umferðargötum S.A hringdi: Það er skrýtið að þótt götur séu lagfærðar þá eru alltaf sömu pollarnir í þeim. Svo er um hornið á Kalkofnsvegi og Tr.vggvagötu. Þar væri sem hægast hægt að fara í pollaleik, ef menn væru ekki að keyra á bílum. Þetta tvennt á ekki saman. Ekki skil ég af hverju er ekki hægt að ráða bót á þessu. Pollana væri sem hægast hægt að búa til á einhverjum barnaleikvellinum. Það er að segja, ef þar yrði ekki óvart slétt, þegar ætlunin væri að hafa mishæðótt. Þessir pollar væru betur geymdir á einhverjum barnaieikvallanna. í Suður-Afriku var api lekinn á launaskrá .járnhraulanna. Byggingarnef nd Reykjavíkur: VERNDK) OKKUR GEGN VEDRINU Fyrst loksins er komið að því að fyrstu húsin í nýja miðbænum, Kringlubæ, rísi dldi ég vekja athygli ayggingarnefndar og forráða- manna Reykjavíkurborgar á einföldu atriði sem rétt er að bafa i huga við húsbyggingarn- ar í nýja miðbænum. Vegna veðurfarsins sem er á tslandi, ættu menn að reyna að aðhæfa sig betur að því heldur an hingað til hefur verið gert, ag þá m.a. með rétt hönnuðum húsbyggingum. Á ég þá hér aðallega við að öll hús sem reist /erða í nýja miðbænum verðf með inndreginni jarðhæð svo gangstéttin verði ekki eingöngu undir berum himni, þaðan sem fignir og snjóar svo mikið á okkur íslendinga, heldur verði hægt að ganga undir þaki. Yfir- leitt er of mikið hugsað um þarfir bíleigenda, en rétt er að hafa það í huga að bílstjórar og fleiri þurfa einnig að ganga spöl og spöl. Þá er gott að geta lorft á regnið undir þaki. Þetta atriði virðist e.t.v. ekki stórt þegar hönnuðir velta byggingunum fyrir sér á pappírnum, en ef gert yrði að skyldu að byggja hús með inn- dreginni jarðhæð í nýja miðbænum yrðu ekki aðeins fótgangandi þakklátir, heldur áreiðanlega kaupmenn, þvf undir þau hús í gamla miðbænum sem hafa inndregna jarðhæð er mikið sótzt eftir að ganga í misjöfnum veðrum. Kaupmenn næðu þá öllu betur til viðskiptavinanna með út- stillingum í búðargluggum. Ég veit ég tala fyrir munn margra með því að rita þessi örfáu orð og vona að borgar- yfirvöld íhugi málið nánar áður en hugmyndinn er kastað burt sem enn einni „patent- lausninni" frá þeim sem hafa ekkert vit á málinu. Vigfús Þorsteinsson. Soknaðirðu sjónvarpsins í f riinu? Þórarinn Einarsson togarasjó- maður: Nei, það er alveg öruggt mál. Bezti tími ársins er meðan sjónvarpið er í fríi. Svavar Björnsson: Nei, ég saknaði þess ekki neitt. Þórdís Mósesdóttir nemi: rsei, ekki neitt. Það er svo margt annað hægt að gera sem er miklu skemmtilegra. Hér hafa Reykvíkingar hingað til getað gengið undir og forðazt úrkomuna. NATO GREIÐI FYRIR VERU OG AÐSTÖÐU BANDARÍKJAHERS HÉR Sveinn Sigurjónsson Kefiavík: Eg vil láta þess getið í byrjun, að ég fylgi engum stjórnmálaflokki og hefi aldrei látið binda mig á þann klafa, enda maður ráðríkur og fer mínar eigin leiðir. Að undanförnu hafa verið miklar umræður um veru og aðstöðu Bandarikjahers hér. Finnst mér ótækt að Nato greiði ekki fyrir hana. Hugsan- legt er að haga þeirri greiðslu með tvennu móti: A 1) að Nato greiði aðstöðu- gjald af sínum rekstri hér eins og aðrir 2) að Nato greiði toll af öllu þvi er þeir flytja inn. 3) að Nato greiði okkur þann skaöa sem við höfum orðið fyrir vegna bókunar sex. B að við leigjum Nato afnot af stöð þess á Miðnesheiði fyrir ákveðið gjald til ákveðins tíma t.d. 5 ára. Nú hefur komið fram að Norðmenn hafa fengið greitt frá Nato og Bandaríkjamönn- um 305 milljarða ísl. króna frá ’52—'73. Á sama tima hafa íslendingar ekkerl fengið nema laun þeirra manna. sem hjá hernum hafa unnið. Þetta tel ég óviðunandi og vil skora á Herinn á Keflavikurflugvelli hefur ávallt verið mikið til umræóu. Hér bætist við enn eitt tilleggið. alla sem þessari stefnu fylgja að láta til sín heyra, þar sem leiðtogar þjóöarinnar eru búnir að siikkva okkur olan i það botnlaust skuldafen, að tæp- lega er hægt meira. Forráða- menn þjóðarinnar vilja ekki heyra þessa kenningu. Við vitum að þeir skammta sjálfum sér kaup og sömuleiðis það, sem þeir þurfa að gefa upp til skatts. Okkur ber engin nauð- syn að hafa þá við völd næsta kjörtímabil. Það erum við sem ráðum. Munið eftir því hvar sem þið standið að kjósa ein- ungis þá, sem vilja láta Nató borga. Sérstök nefnd gæti tekið við greiðslunum og peningun- um yrði varið til vega- og flug- vallagerðar svo og til að greiða niður skuldir. Einnig mætti hugsa sér að fara fram á greiðslu fyrir veru hersins í 25 ár og að þeir greiddu sem svaraði 1 milljarði á ári. Viö uppgötvuðum í vetur að herinn er ekki hér til að verja okkur. Þeir eru hér vegna Bandaríkjanna og annarra Nató-þjóða. Þeim virðist alveg sama unt okkur, enda sýndu .Bretar það í vetur að lítilmagn- inn á enga sérstöðu innan þessa bandalags eða neinnar misk- unnar að vten’.a þó gengið sé á hlut hans. Eiríkur Kristinsson flugum- ferðarstjóri: Nei, og ekki vegna þess að mér finnist efni þess svo lélegt, það er bara varhugavert að horfa of mikið á það. Kristján Þorbergsson 12 ára: Nei, ég var bara feginn að vera laus við það. Efni þess er svo lélegt. Svala Nielsen verzlunarmaður: Nei. Og ínér finnst eftir þennan mátnið fólk vera miklu frjálsara þegar ekki er hægt að horfa á sjönvarpiö.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.