Dagblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 14
ÞRJÁR ÆFINGAR í ÞRJÁR VIKUR KONIA MITTISMÁL- INU f BETRA HORF DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUK 4. ÁGUST 1976. Um þetta leyti árs er engin morgunleikfimi í útvarpinu, en trúlega lætur fólk þaö ekkert á sig fá, heldur gerir æfingar heima hjá sér. Ef einhver vill gjarnan halda sér í formi, eða koma sér í form á þrem vikum, eru hér einfaldar æfingar, sem sagðar eru gagna mjög vel. Smá ^ Fyrsta vikan: j Standið upprétt með hökuna beint fram, eins og myndin sýnir. Takið ykkur prik í hönd — stafur eða regnhlífð gera sama gagn. Haldið i báða enda priksins og réttið hendurnar upp fyrir höfuðið. Beygið ykkur siðan niður og snertið tærnar með prikinu. Ef það gengur ekki i fyrstu atrennu er ekki ráðlegt að leggja of hart að sér i byrjun. þetta kemur allt smám saman. Reisið ykkur síðan upp á nýjan leik í upphaflega stöðu. Endurtakið þetta fimm sinnum á hverjum morgni í eina viku. Standið með fætur saman, eins og myndin sýnir og haldið um stólsetu. Beygið síðan vinstra hné og réttið upp að enni. Réttið síðan úr fætinum beint aftur og reigið höfuðið og hálsinn upp á við. Farið aftur i upphaflega stöðu og endurtakið síðan æfinguna með hægri fæt- inum. Gerið þetta fimm sinnum með hvorum fæti á hverjum morgni I eina viku. Önnur vikan: tærnar undan húsgagninu, látið hökuna nema við hnén. Hvílið. og leggist síðan aftur á bakið, hafið lófana á gólfinu. Þetta er mjög erfið æfing, sérstaklega ef magavöðvarnir eru eitthvað slakir, svo ráðlegt er að gera hana ekki oftar en tvisvar fyrsta daginn, og auka Liggið á bakinu með hnén bogin og tærnar undir einhverju þungu húsgagni eins og stól eða sófa. Hvflið lófana á gólfinu við hliðina á mjöðm- unum. Reisið slðan líkamann i sitjandi stöðu án þess að hreyfa sfðan smátt og smátt þangað til þið finnið að þið getið með góðu móti gert æfinguna oftar. Þegar því takmarki 'er náð er Þriðja vikan: ráðlegt að gera æfinguna erfiðari með því að hafa hendurnar fyrir aftan hálsinn. V svindl er leyfilegt Ekki eru allir jafn leiknir f útsaumskúnstinni og nútíma fólk nennir ekki lengur að liggja yfir útsaumi. En ef mann langar samt sem áður til þess að flikka upp á fötin sfn með ,,útsaumi“ er leyfilegt að „plata". Gott ráð er að kaupa „útsauminn" tilbúinn og sauma hann sfðan á flíkina. Rósin á kúrekajakkanum hérna á myndinni er klippt út úr stór- mynztruðu, grófu, rósóttu efni; húsgagnaáklæði. Þegar ,,blómið“ hefur verið klippt haganlega út er það þrætt á flíkina og síðan sikk- sakkað þétt. Einnig hefur verið á markaðn- um „útsaumur" af ýmsum teg- undum, og þá vanalega með lfmi á bakhliðinni, þannig að sikksakkió er óþarft. Trúlega er þó öruggara að sauma skrautið á flfkina ef hún á eftir að lenda oft í þvottavélinni. Tízkukjólar í bólinu Það vill brenna við að nátt- fötin verði gjarnan útundan þegar klæðaskápurinn er endurnýjaður. Þetta er síður en svo einsdæmi hérna hjá okkur. Þessu er vfst alls staðar líkt farið. Með dálitlu ímyndunarafli og án teljandi útgjalda má kippa þessu í lag. Það er ákaflega skemmtileg tilfinning að skrfða undir sængina í „smart" nátt- kjól. Auðvelt er að líkja eftir þessum náttkjólum, sem hér eru á teikningunni. Sá til hægri er bryddaður í hálsmálið með örmjórri líningu, sem bundin er saman í slaufur á öxlunum. Skrautið á honum er blúndu- kanturinn að neðan og örmjó blúnda í handveginn. Veljið blúndu úr mjúku efni. Á kjólnum til vinstri er gamalt milliverk sem „beru- stykki" og kjóllinn sjálfur rvkktur undir það. Bæði efnisval og sídd getur v.canlega farið eftir smekk hvers og eins. en hentugasta efnið í náttkjóla er svo kallað „moll" eða bómullarefni. Það er gott að sofa í flikum úr þann- ig efnum og hægt að fá þau í „rómantískum" litum og mynztri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.