Dagblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 22
 NÝJA BÍÓ I DACJBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDACUR 4. ÁGUST 1976 CHARLES GRODIN CANDICE BERGEN JAMES MASON TREVOR HOWARD JOHN GIELGUD &pcnnandi og viðburðarík ný bandarísk kvikmynd með íslenzk- um texta um mjög óvenjulegt demantarán. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ I Síðasta sendiferðin (Thc Last Dctail) íslciizkur tcxti Frábærlcga vcl gerð og leikin.ný amcrísk úrvalskvikmynd. I.eik- stjóri Hal Ashb.v. Aðalhlutvcrk leikur hinn stórkostlegi Jack Nochplson ásamt Otis Young. Randy Quaid. Sýnd kl. 6. 8 og 10. Bönnuð innan 12 ára. TÓNABÍÓ I Þrumufleygur og Lettfeti (THUNDERBOLT AND LIGHTFOOT) Övenjuleg. ný, bandarísk mynd með Clint Eastwood í aðalhlutverki. Myndin segir frá nokkrum ræningjum, sem nota kraftmikil stríðsvopn við að sprengja upp peningaskápa. Leikstjóri: Mikael Cimino. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Jeff Bridges, George Kennedy. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. 1 AUSTURBÆJARBÍÓ SJ Æðisleg nótt með Jackie Sprenghlægileg og víðfræg, ný, frönsk gamanmynd í litum. Aðal- hlutverk: Pierre Richard, Jane Birkin. Gamanmynd í sérflokki, sem 'allir ættu að sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur tcxti. 1 HAFNARBÍO Tóknmól óstarinnar Umdcildasta kvikmynd sem sýnd hcfur vcrið hér á landi. íslcnzkur texti Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. :i. 5. 7, 9 og 11. 1 GAMLA BIO Óvœttur nœturinnar I night, LEPUS Spcnnandi og hrollvekjandi bandarísk kvikmynd. Janet Lcigh. Rozy Calhoun. Sýnd kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. 1 HÁSKÓLABÍO I Handtökusveitin (Possc) Æsispennandi lærdómsrík amerísk litmynd úr villta vestr- inu, tekin i Panavision, gerð undir stjórn Kirks Douglas, sem einnig er framleiðandinn. Aðal- hlutverk: Kirk Douglas, Bruce Dern, Bo Hopkins. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 LAUGARÁSBÍÓ Detroit 9000 Signalet til en helvedes ballade^ Ný hörkuspennandi bandarísk sakamálamýnd. Aðalhlutverk: Alex Rocco. Haris Rhodes og Vonetta Macgee. Islenzkur texti. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11. BÆJARBÍÓ 8 Fullkomið bankarón Mjög spennandi og gamansöm sakamálamynd. Aðalhlutverk: Ursula Andress, Stanley Baker. Islenzkur texti. Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum. Útvarp I BILASALA- BÍLASKIPTI Útvarp kl. 14,30 alla virka daga vikunnar: HÁRÓMANTÍSK MIÐDEGISSAGA Hinn góðkunni útvarps- maður, Axel Thorsteinsson, byrjaði á nýrri miðdegissögu kl. 14.30 í gær. Sagan sem Axel les heitir „Blómið blóðrauða" og er eftir finnska skáldið Johannes Linnankoski. Linnankoski var fæddur árið 1860 og lézt úr tæringu árið 1913. Skáldsagan Blómið blóð- rauða varð strax við útkomu svo vinsæl af allri alþýðu manna, að slík munu fá eða engin dæmi. Þegar ári eftir útkomu hennar hafði verið gerð eftir henni kvikmynd og búið var að þýða hana á sænsku, norsku og dönsku. Bókin hefur einnig verið þýdd á fjölmörg önnur tungumál, m.a. japönsku og þýzku. Valtýr Guðmundsson prófessor sagði m.a. í ritdómi um söguna: ,,Þetta er einkennileg bók og með allt öðru sniði en skáld- sögur gerast um þessar mundir, því hún er hárómantísk. I henni er öll náttúran látin vera talandi, trén, blómin, steinarn- ir, dýrin og húsgögnin í húsum inni. En þetta er auðvitað aðeins form, sem höfundur velur til að lýsa hugsunum þeirra manna, sem verið er að segja frá. Og því verður ekki neitað að það gerir frá- sögnina miklu fjörugri. Að rekja efni bókarinnar er ekki auðgert nema í löngu máli. En aðalpersónan er ungur maður, sem verður ósáttur við foreldra sína út úr ástamálum og fer burt i fússi til að spila upp á eigin spýtur. Hann er ákaflega vel gefinn bæði til sálar og líkama, fimur og knár og kann vel að koma fyrir sig orði. Hann er ör í lund og til- finninganæmur. Og frábærlega ástsjúkur. Og hann er í raun- inni versti flagari því hann tælir hverja stúlkuna á fætur annarri til ásta við sig og skilur þær svo eftir með sárt ennið og brostið hjarta. En allar verða þær svo gagnteknar af ást til hans að þær missa allt vald á sjálfum sér. Þar rekur hvert ævintýrið annað og lýsingin í hvert sinn bæði átakanleg og ljómandi. En ótrúlegt má það heita, hve aumingja stúlkurnar eru auðtrúa og fljótar til við hann, þó þær viti að hann er á faraldsfæti og muni brátt hverfa sjónum þeirra og bregðast trausti þeirra.“ Það var Guðmundur Guð- mundsson skólaskáld sem þýddi söguna á íslenzku. A.Bj. PRENTUM áZfc FLJÓTT OG VEL* Við prentum fljótt og vei með nyjum og hraðvirkum vélum, sem gerir okkur möguleglað taka rastaðar ljós- myndir tíeint á plötu án filmugerðar. — Það er ódýrara og hraðvirkara. Því ekki að hringja eða koma og kanna hvað við getum gert fyrir þig? Offsetprentsmiðjan FJÖLNIR H/F Brautarholti 6. — Sími 22133. Reykjavik. FlOINIRhf

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.