Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 3
n.M.lil. \)) 11»; - KIMMTl'DAr.UR ö. ACUST 1976. Var Jón Sigurðs- son „bónbjargar- stefnu'-maður? Helgi skrifar: annað en þjóðarhagsmuna hug- Það er kynlegur andskoli að hlusta á og lesa eftir menn í fjölmiðlum landsins, að það sé þeim misvirðing að hugsa til þess að bandaríski herinn yrði látin borga leigu og gjöld fyrir afnot af íslenzku landi og aðstöðu. Fullvita og sjálfstæðir íslendingar vita það sem Bandaríkjamenn eru manna fyrstir til að viðurkenna, að að- staða þeirra hér er fyrst og fremst ef ekki eingöngu í þeirra þágu. Var Jón Sigurðsson einhver ,,bón- bjargamaður" eða „hóra“ í þessara manna augum fyrir að hafa farið fram á stórfé við Dani fyrir aðstöðu þeirra hér? Hefði Jón Sigurðsson, sverð sjálfstæðis íslands, leyft erlendu herliði að nota land vort og þjóð? Njóta forréttinda fram yfir íslendinga sjálfa.svo íslendingar sjálfir eru vart meira en fjórða flokks borgarar í sínu eigin landi? Að það skuli vera fullorðnir menn og jafnvel svokallaðir forystu- menn þjóðarinnar sem-viljaút- lendingum svo til allt, gerir málið sárgrætilegt. Ég vil benda þeim á sem ekki vilja taka leigu af útlendingum á islandi að það er ekkert skylt þjóðernistilfinningu, þjóðar- stolti, eða skyldum göfugum hugsjónum að vilja gefa erlendum her slík forréttindi fram yfir þjóð sína, að hann þurfi ekki einu sinni að greiða leigu, hvað þá aðra skatta og skyldur. Þessi vesaldómur er Sómi íslands, sverð og skjöldur fyrir aðstöðu þeirra hér á landi! sjón. Skyldu þessir sömu menn sem vilja útlendingum allt, nokkurn tima taka sér Lög- birtingarblaðið í hönd, eða jafn- vel hin daglegu blöð og líta á nauðungaruppboðsauglýsingar, þar sem er verið að selja ofan af íslenzkum fjölskyldum? Hafa þeir nokkurn tíma litið andlit íslenzks fjölskylduföður sem gerði allt sem hann gat en allt var tekið af honum? Hafa þeir lesið auglýsingarnar „til leigu“ eða „óskast leigt?“ Þar sjá þeir að Islendingar þurfa að borga, oft með lánuðum peningum, langt fram í timann, og eins er reyndar með fjárhag þjóðarinnar í heild. Já íslendingar verða svo sannar- lega að borga fyrir veru sína í sínu eigin landi. Á meðan svo er eigum við heimtingu á að útlendingar í landi voru, ef þeir eiga a'ð vera hér á annað borð, verði látnir greiða fyrir öll afnot og þjónustu í þann tíma sem hennar er notið, og það vísar aftur í tímann. Einnig eigum við heimtingu á að her- setan verði algjörlega ein- angruð frá íslenzku þjóðinni. Öll forréttindi verður að afnema, og við ráðum hvaða tegund og fjolda manna verður leyfð vera á íslenzkri grund. Það verður að framfylgja stranglega þeim kvöðum sem íslendingar setja á hersetuna, að hingað til lands sendi Banda- ríkjamenn ekki menn af öðrum kynstofnum en hvítum.... -------------------------^ : Hann vildi taka stórfé af Dönum Spurning dagsins Á að fella niður beina skatta? Steingrímur Arason, viðskipta- fræðinemi: Það er ekki unnt að framkvæma tekjujöfnun með óbeinum sköttum og það var það sem stefnt var að með þeim beinu. Ég vil því ekki að þeir verði felldir niður heldur farinn einhver millivegur. Valgeir Bjarnason, líffræðinemi Ég vil halda i þetta kerfi sem nú er. Þó tel ég að ætti að stefna að því að lækka óbeinu skattana. Guðbjörn Bergþórsson, skipstjóri: Það held ég ekki. Óbeinu skattarnir eru þegar orðnir það háir að ekki er á bætandi. HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ RÚM- LIGGJANDIGAMALMENNI? Unnur Ingimundardóttir, Holtsgötu I, hringdi: Ég er farinn að nálgast fimmtugt og tekin að hafa á- hyggjur af framtið minni. Það veitir víst ekki af að hugsa snemma fyrir því hvar maður ætlar að útvega sér samastað í ellinni. Þrátt fyrir að elliheimili hafi verið reist og aukið við byggingum þá er enginn staður til fyrir gamla fólkið, svo ekki sé talað um það fólk sem orðið er sjúklingar. Elliheimilin hafa ftest einhverjar sjúkradeildir, en þær taka við ákaflega tak- mörkuðum fjölda. Mþrg sjúkrahús eru hálffull af gömlu fólki. Það vantar hins vegar stöðugt sjúkrarúm, svo öldruðu fólki er bara ýtt út. Það virðist vera reiknað með því að börnin sjái um að foreldrunum líði vel í ellinni. Nú er það svo að margir eignast engin börn, og jafnvel þó börnin séu fyrir hendi hafa þau ekki aðstöðu til að taka við foreldrunum. Það er bæði synd og skömm að fólk sem alla ævi hefur staðið í því að byggja upp þá velsæld sem við búum við skuli þurfa að hírast úti horni eins og niðursetningar. Þetta eru þakkirnar sem gamla fólkið fær sem hefur greitt sína skatta og innt sínar skyldur af hendi í meira en hálfa öld. Hvað hafa stjórnvöld eiginlega hugsað sér að gera? Kr f.vrirhugað að iála þessi ntál reka á reiðanum og láta veikt fólk vera aleitl i stórum húsum, þegar það gelur ekki einu sinni hugsað um sjálft sig? A að losa sig víð það á þennan hátt? Þá langar mig að vekja ath.vgli á því, að blessaðar rauðsokkurnar eru ailtaf að heimta fieiri og belri barna- heimili. Þær virðast i'kki hafa neinar áhyggjur af því hvernig eldri kynslóðinni reiðir af. Þær vilja bara komast út að vinna hvað sem það kostar. Þær ættu að leiða hugann að því að einn góðan veðurdag verða þær gamlar. Oneitanlega hefðu þær það betra í ellinni ef farið væri að berjast fyrir bættri aðstöðu gamalmenna strax í dag, og þá sérstaklega þeirra sem eru rúmliggjandi. Jón Ragnarsson, guðfræðinemi: Skattar eru vondir hvernig sem þeir eru teknir Edward Berensen, húsvörður: Eg tel að það sé heppilegast að greiða með óbeinum sköttum, þvi þannig er komið í veg fyrir skattsvik. Kerfið í dag gerir það að sporti að vera skattsvikari. Nú hefur verið ákveðið að Hafnarbúðir verði útbúnar tii þess að taka við langlegusjúklingum seni verið hafa í Iieilsuverndarstöð- inni. Það hefur að miklum hluta til verið gantal' og rúntliggjandi fólk. Elín Eltonsdóttir, húsmóðir Keflavík: Eg vil heldur hafa óbeina skatta. I það minnsta veit maður hvað er verið að greiða og þarf ekki að bíða i óvissu eftir skattseðli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.