Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1976, Ofbeldi í Kanasjónvarpi: Gagnfrœðaskókikrakkar hafa séð 18 þúsund morð í sjón- varpinu þegar þau Ijúka númi Lvor gerðist það í Boston að unglingar urðu konu nokkurri að bana með því aó neyða hana til þess að væta sjálfa sig bensíni og kvéikja síðan í henni. Sögðu þeir lögreglunni að hugmyndina hefðu þeir fengið úr sjónvarpinu. Barnalæknar í Los Angeles kvörtuðu við sjónvarpsstöðvar, þegar fótbrot meðal barna jukust eftir að farið var að sýna nýjan ofbeldisþátt með Kung Fu! Viðfrægur barnalæknir, Dr. Rosenberg segir að börn séu farin að apa eftir atvik.um, sem þau sjá t sjónvarpsþáttum í miklu ríkari mæli en áður. ,,Um það leyti sem venju- legur bandarískur unglingur útskrifast úr gagnfræðaskóla hefur hann séð um 18 þúsund morð á sjónvarpsskerminum, fyrir utan alls kyns aðra glæpa- starfsemi, sprengjutilræði, barsmíðar og misþyrmingar." Þegar venjulegur bandarískur unglingur er 18 ára er reiknað með að hann hafi horft á hvörki meira né minna en 350 þúsund auglýsingaþætti. Þá er talið að hann hafi eytt um 15 þúsund klukkustundum fyrir framan sjónvarpsskerminn, en ekki nema 11 þúsund klukkustundir hafa farið til náms. Prófessor í barnalækningum við háskólann í Seattle, Washington hefur sagt að barnaþættirnir séu þeir alverstu. „Barna og unglingasjón- varpsþættir sýna yfirleitt um þriðjungi meira af ofbeldi en sjónvarpsþættir sem ætlaðir eru fyrir fullorðna.“ Áhrif sjónvarpsins á börn og unglinga í Bandaríkjunum hafa verið nákvæmlega rannsökuð á sl. 25 árum. Þykir sannað að ofbeldi á sjónvarpsskerminum geri börnin uppivöðslusamari og grimmari. Þeim er jafnvel bent þar á ýmsar ofbeldisaðgerðir sem þeim hafa ekki verið ljósar áður. Um leið slævist sektar- kennd þeirra gagnvart því að sýna öðru fólki ofbeldi. Dr. Rothenberg hvetur starfsbræður sina um gjörvöll Bandaríkin til þess að taka höndum saman og reyna að hafa áhrif á sjónvarpsstöðvar um að bjóða upp á betri þætti fyrir börn og unglinga. Hann hefur einnig hvatt for- eldra til þess að loka fyrir sjón- varpstæki sin þegar ofbeldis- þættir, óhollir börnum eru á dagskrá. Einnig hefur hann hvatt foreldra til þess að hunza þau fyrirtæki sem auglýsa framleiðslu sína í þáttum þar sem mikið er um ofbeldi og glæpi. „Þangað til það verður aó veruleika,“ segir hann, „er ekki nokkur von til þess að breyting verði á þessu.“ Dr. Kothenberg er 49 ára gamall og þriggja barna faðir. Hann seglr að heima hjá honum sé ekki horft mikið á sjónvarp. Þarna spilar hann kotru við 10 ára gamlan son sinn. smatt... Ef, ef og hefði — Audrey litla Hepburn, sem orðin er 48 ára gömul er komin aftur til Hollywood eftir fimm ára fjarveru. Cary Grant 72 ára, hefur sagt: „Ef ég hefði haldið rétt á spilunum fyrir nokkrum árum, þá værum við hjón í dag.“ Gjafmildur fyrrverandi Keisarinn í Persíu er ákaf- lega gjafmildur maður. Hann sendi Sorayu fyrrverandi drottningu sinni nýlega Sér ofsjónum yfir gróðanum af œvisögunni Lucille Ball sér ofsjónum yfir þeim gróða sem Doris Day hefur fengið fyrir nýútkomna ævisögu sína. Lucille er stíft að hugsa um að feta i fótspor hennar og gefa sína ævisögu út. demantshálsmen að gjöf: Það barst henni í hendur einmitt daginn sem jtau hefðu átt silfurbrúðkaup. Vill heldur eiga skartgripi Bandaríska leikkonan Joan Crawford hefur safnað antík- húsgögnum í mörg ár. Nýlega tók hún sig til og seldi þau öll. Fyrir andvirði þeirra keypti hún si En, ein's og Lucy segir, þá hefur það tekið hana 66 ár að lifa lífinu og það tæki hana örugglega 120 ár að segja frá- því aftur. Hún þarf svo sem ekkert á því að halda að fara að standa í bókaútgáfu. Hún er ein af ríkustu konum Hollywood- borgar. Lana snýr aftur Lana Turner.ein af gömlu, góðu Hollywood-,,glamor“ stjörnunum hefur nú ákveðið að snúa sér að kvikmyndalejk. Hún hefur ekki verið fyrir framan kvikmyndavélina síðan árið 1969. Myndin heitir „And Jill came tumbling down the hill,“ sem mætti útleggja eitthvað á þessa leið: „Jóa valt niður hlíðina." Það er þó frekar ósennilegt að Lana sé í hlutverki ein- hverrar konu sem kæmi velt- andi niður einhverja hlíð. Elztu menn muna ekki eftir að hafa séð Lönu Turner með hárið í óreiðu, sem óhjákvæmilega hlytist af því að velta niður hlíð! Kannski hefur Lana til- einkað sér útlit nútíma kvik- myndadísa og kemur eðlilega fram. Hver man ekki eftir henni í myndinni MadameX? Þarstóð hún á dekki skennntisnekkju í hífandi roki, en ekki haggaðist hár á hennar höfði. Það er greinilega nauðsynlegt að nota ekki eingöngu handleggi og fætur þegar maður ætlar að dansa fallega. Þessar ungu dömur, sem eru ekki nema fjögurra ára gamiar,nota tunguna til þess að haida jafnvæginu. Þær eru að stiga fyrstu sporin á dansbrautinni á barnaheimiii i Kanada. Hver veit nema þær eigi eftir að verða frægar bailettmeyjar þegar fram liða stundir. ÞAÐER VANDASAMT AÐ DANSAVEL? Það gerist alltaff eitthvað í þessari Viku: í nóvígi við vínguðinn. Blaðamaður lýsir fundi mónudagsdeildar AA-samtakanna — Vikan í eftir Soya — „Blindir“ íslendingar í Meðal annarra orða — Inkaborgin gleymda ó — Military Blazer í bílaþœtti — Og margt fleira —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.