Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 11
DACBI.AÐIÐ. — I’IMMTUDACUH 5. ACUST 1976. Húsið þar sem Clark hafðist við ásamt samfanga sínum, móður hans og 17 ára hálfsystur. Frjáls í hálfan mánuð: Ciark Olofsson er einn bíræfnasti bankaræningi á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. skulum heldur skemmta okkur við drykkju," svaraði Nilson. Þau óku að húsi þar sem Nilson náði í flösku og hann hafði enn- fremur tösku meðferðis. Þar næst var ekið að tjaldi hjón- anna á tjaldstæðinu.- „Hann virtist svolítið undar- legur, því hann vildi alls ekki segja til nafns. í hvert skipti sem við spurðum hann komu á iáBi v£ö7 hann vomur en seinna sagði hann að við gætum kallað hann Jan. Hann spurði hvort okkur vantaði peninga og sýndi okkur mörg þúsund sænskra króna. Allan tímann hélt hann vendi- lega utan um töskuna sína.Við skildum ekkert í þessu og eftir að við höfðum drukkið úr flösk- unni, fóru þau Cornelía inn í hennar tjald,“ sagði Heiner Kölzer. „Hann gleymdi tösk- unni og við gátum ekki staðizt freistinguna að kíkja i hana og okkur brá mikið þegar við sáum að í henni var stór skamm- byssa.“ Hjónin létu lögregluna vita og Jan Nilson var handtekinn í tjaldinu hjá þýzku stúlkunni. Þjóðverjarnir gátu síðar bent á húsið sem Nilson hafði sótt flöskuna í. Klukkan hálfátta um morguninn hringdi lögregl- an dyrabjöllunni. Móðir Jan Nilson kom til dyra á náttklæðum og sagði, að það byggju engir aðrir I húsinu en hún. Tveir lögreglumenn gengu bak við húsið og sáu Clark Olofsson hoppa út um gluggann. íbúarnir fjórir hafa algjör- lega neitað að veita lögreglunni upplýsingar. Eigandi hússins og kona hans eru á ferðalagi í Frakklandi. Þau létu stúlkunni, eftir hundinn og lyklana, sem þar með hafði ágætt tækifæri til að fela hálfbróður sinn og Clark. Clark Olofsson hefur verið færður í lögreglustöðina í Gautaborg. Hann er grunaður um a.m.k. eitt bankarán, sem framið var á síðasta hálfum mánuði. Þess er rétt að geta að fang- elsið í Gautaborg er talið algjör- lega mannhelt. ferðinni sakamál af versta tagi. Viðkvæði í deilum I ræðu og riti um rannsókn þessara mála, einkum svonefnds Geirfinns- máls, hefur gjarnan verið, að það sé prófsteinn á hvort á ts- landi sé sannkallað réttarríki, hversu skjótt slík mál séu til lykta leidd á þann hátt að sak- borningur hljóti dóm. Hér er á ferðinni hugtaka- ruglingur, sem getur orðið háskalegt að festist í vitund al- mennings með sífelldri endur- tekningu. Mælikvarðinn á það hvort réttarríki sé við lýði er ekki sá, að rannsóknaryfirvöld- um séu gefnar frjálsar hendur til að fara sínu fram með það fyrir augum að málum ljúki sem skjótast. Þvert á móti er það kennimark og ég vil segja aðalsmerki réttarríkis, að þar eru rannsóknaryfirvöldum settar strangar starfsreglur, sem miðað að þvl jöfnum höndum, að mál upplýsist án óeðlilegra tafa en jafnframt sé þess gætt að réttur sakbornings til að hreinsa' sig af sakar- giftum sé virtur í hvívetna. Æðsta boðorð réttarríkisins er, að skárra sé að sekur sleppi en að saklaus líði, og því fylgir að sakborningur er talinn sak- laus meðan sekt hans er ekki löglega sönnuð fyrir dómi. Af þessu kann að leiða, að fleiri sakamál dragist á langinn eða renni út i sandinn sökum sann- anaskorts i réttarrikjum en lög- regluríkjum, en þó er mér ókunnugt um að samanburður hafi verið á því gerður. Hitt er alkunna, að þar sem reglur réttarríkja um meðferð saka- mála eru látnar lönd og leið, er það algengt að fólk sem talið er auðvelt að fá dæmt, af ýmsum annarlegum ástæðum, er haft fyrir rangri sök og sakfellt, stundum beinlínis vegna þess að yfirvöld nota þetta bragð til að firra sig ámæli fyrir slælega frammistöðu í að upplýsa mál sem vakið hafa athygli. Þá fyrst þegar ástæða væri til að óttast að eitthvað slíkt ætti sér stað, væri tilefni fengið til að halda því fram að uggvæn- lega horfði um íslenska réttar- ríkið. Reyndar þarf ekki alræmd lögregluríki til að dómsmorð eigi sér stað. Ein meginástæðan til að meirihluti breska þings- ins ákvað aó afnema dauðarefs- ingu, þvert gegn meirihlutaáliti almennings á Bretlandseyjum, var að á daginn kom að saklaus maður en vitgrannur var fyrir nokkrum áratugum hengdur í London fyrir morð sem annar, hafði framið. Og það sem meira var, það sýndi sig að hinn raun- verulegi morðingi var eitt helsta vitni ákæruvaldsins gegn þeim sem líflátinn var fyrir ranga sök. Og ekki þarf langt að leita sannana f.vrir því, að mis- brestur er stundum á að þeir sem hæst hrópa um lög og reglu og enga silkihanska i viðúreign- inni við afbrotin tali af ein- _____________________________________________ 11 ER MENNTUN ORÐIN FORRÉTTINDI? Eitt af frægðarverkum þeim sem unnin voru á síðasta Al- þingi, var samþykkt þingsins á nýjum lögum fyrir lánasjóð íslenzkra námsmanna. Vafalítið verður þess minnzt lengi, a.m.k. af námsmönnum meðan á námi stendur og í lengri tíma á eftir, þegar þeir eru að greiða óhag- stæðustu lán sem til eru á íslenzkum lánamarkaði. Athyglisvert er að skoða þátt ríkisvaldsins í endurskoðun og samningi lánafrumvarpsins sem nú er orðið að lögum. Þegar ljóst var að nauðsyn bæri til að endurskoða lánakjör þau sem íslenzkir námsmenn hafa haft á undanförnum árum, kom hið opinbera á fót nefnd til §ndurskoðunar laganna. Eftir nokkurt þóf tókst námsmönn- um síðan að fá þeirri sjálfsögðu réttlætiskröfu framgengt að eiga fulltrúa í endurskoðunar- nefndinni. Þar sem námsmenn hafa á síðari árum orðið sér þess betur meðvitaðir að barátta þeirra fyrir bættum kjörum má ekki vera einblínandi hagsmunabar- átta með eintómar kröfur, heldur að taka verður tillit til velfarnaðar þjóðfélagsins í framtíðinni, þá lögðu fulltrúar námsmanna í endurskoðunar- nefndinni fram tillögur sem uppfylltu skilyrði ríkisvaldsins um upphæðir þær er renna ættu til baka í sjóðinn í framtíð- inni. Lánin yrðu vísitölutryggð og endurgreiðslur dreifðust á mislangan tíma sem færi eftir tekjum manna að námi loknu. Ríkisvaldið sýndi sitt grimm- asta andlit, sýndi og sannaði að - ^ * að rannsókn á mannshvörfum taki tíma, þegar þannig stendur á að líkur benda til að þau séu af mannavöldum, en hinir horfnu eru enn ófundnir. Arangursrik rannsókn saka- mála byggist ekki aðeins á eftir- grennslunum hugvitssamra og athugulla manna, þar þarf einnig til aó koma aðstaða á vel búnum rannsóknarstofum og liðsinni vísindalega menntaðra sérfræðinga á ýmsum sviðum með sakfræðilega þekkingu og reynslu. Borin von er að hér á landi verði til taks öll sú aðstaða og allt það sérhæfða lið, sem æskilegt kann að reynast að geta gripið til í einstökum málum. Ljóst viröist því að fyrsta verkefnið sé það, ef menn vilja læra af fenginni reynslu, að bæta sem skjótast úr skipulags- ágöllum sem allir ættu að geta viðurkennt að komið hafa í ljós, og varða stjórn og samhæfingu rannsókna. Jafnframt þarf svo að gera sér grein fyrir, hverja sérþekkingu og rannsóknaraó- stöðu þarf að hafa tiltæka í landinu aó staðaldri, og hverja þætti viðunandi er að þurfa að sækja út fyrir landsteinana í viðlögum. Skoða þarf I því efni hvor kosturinn er betri, að ein- beita sér að sambandi við rann- sóknarmenn og stofnanir I ein- hverju einu landi, eða velja til aðstoðar einstaka menn víðar að eftir því hver gagnlegastur er talinn i hvert skipti. Magnús T. Ólafsson, alþingismaður Kjallarinn Magnús Torffi Ólafsson lægni og án annarlegra sjónar- miða. Hróplegast nýlegra dæma af því sauðahúsi er Richard Nixon. Hann var kosinn forseti Bandaríkjanna meðal annars vegna þess að landar hans trúðu fyrirheitum hans um að beita sér óspart í baráttunni gegn afbrotafargani því sem liggur eins og mara á heilum landshlutum. Endirinn varð sá, að Nixon mátti hrökklast frá völdum sannur að sök að hafa skipulagt lögbrot í stórum stíl til að auka völd sín umfram það sem lög leyfa. ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og auðga sjálfan sig. Vonandi mæla þeir af meiri heilindum en Nixon sem nú bera það fram fyrir íslensku þjóðina að réttarríki hennar, sem landsmönnum er vitanlega annt um, sé í voða. Og svo sann- arlega hefur komið á daginn að ekki er vanþörf á að bæta aðstöðu þeirra manna sem fengið hafa það hlutverk að upplýsa vandasöm sakamál. En eigi umræður um það viðfangs- efni að leiða til jákvæðrar niðurstöðu, má það ekki eiga sér stað að grundvallarhug- tökum sé ruglað. Það verður að minnsta kosti að ætlast til þess að þeir sem telja sig öðrum fremur kjörna til að slá skjald- borg um íslenska réttarríkið, geri sér sæmilega skilmerki- lega grein fyrir í hverju það er fólgið, en rugli því ekki saman við lögregluríki. Þar að auki er öllum fyrir bestu að hafa í huga, að þær veilur, sem eru í aðstöðu til rannsóknar sakamála hér á landi eru ekki nýjar af nálinni. Nokkur ár eru liðin siðan leigu- bílstjóri fannst skotinn i bíl sínum hér í Reykjavík. Þótt líkið fyndist strax, unnt væri að kanna aðstæður á morðstað og byssukúlan sem varð mannin- um að bana kæmi í leitirnar, er það mál óupplýst enn þann dag í dag. Miklu rneiri ástæða er til að gera veður út af þeirri staðreynd, og leitast við að draga af henni réttar ályktanir um bætta starfsaðstöðu rann- sóknarmanna, en að furða sig á Bolli Héðinsson í kjarasamningum má aldrei koma fram með raunsæjar til- lögur, heldur verður alltaf að krefjast sem mests og gefa síðan eftir. Má nú verkalýðs- hreyfingin og aðrar stéttir læra af þessari framkomu ríkis- valdsins er að því kemur að semja við það um kjarabætur. Ríkisvaldið sem sagt vísitölu- batt Iánin, en gerði endur- greiðslukröfurnar ókleifar fjölda stúdenta. Fyrst og fremst gera endur- greiðslurnar þeim námsmönn- um ókleift að taka námslán, sem eru í námi jafn nauðsyn- legu þjóðfélaginu og hvert annað, en bjóðast illa launuð störf að námi loknu. Endur- greiðslukröfurnar krefjast þess að menn haldi fyrst og fremst í „hagnýtt“ nám, en gæli ekki við að fara í „óarðbærar" greinar svo sem tónlistar- og húmanískt nám. Þori ég vart að hugsa þá hugsun til enda hvaða áhrif þetta getur haft á þjóðfélagið í framtíðinni. Skammtímasjónar- miðin ráða hér öllu, jafnt sem I öðrum gerðum þess opinbera. Hér hefði t.d. mátt athuga hversu geysimikill sparnaður það er fyrir íslenzka rlkið að senda námsmenn til útlanda í nám og lána þeim fé til uppi- halds þar í stað þess að þurfa að sjá þessu fólki fyrir kennslu á íslandi og auk þess I fæstum greinum jafngóðri kennslu og völ er á erlendis. Með hinum óaðgengilegu kröfum má búast við að námsmenn sæki minna 1 nám til útlanda og vilji frekar læra á íslandi þar sem má e.t.v. komast ódýrar af. Námsmenn munu einnig vafalaust í ríkari mæli reyna að vinna með námi og er þá gefið mál að það mun fyrst og fremst bitna á náminu. Leiðir það þá mögulega til lengri námsdvalar I skólunum sem kostar þá ríkisvaldið meiri útgjöld til skólakerfisins. Ljóst er að barátta náms- manna við misviturt ríkisvald verour að hálda áfram og fellur ekki í gleymsku og dá því það að verða að taka lán á afarkost- um til þess eins að mennta sig, hlýtur að verða námsmönnum öllúm ofarlega í huga á hverju ári þegar skrifað er undir skuldabréfið. BoIIi Héðinsson, námsmaður í Múnchen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.