Alþýðublaðið - 30.04.1969, Page 10

Alþýðublaðið - 30.04.1969, Page 10
22 Alþýðublaðið 30. apríl 1969 Pauline Ase: RÖDDiN 14. — Segið ekki annað eins og þetta, sagði ísabella áköf. — Þér þurfið ekki að vera eirrmana framvegis. Það eru svo margir í yðar stöðu, sem ráða sér einka hjúkrunarkonur. Philip vildi helzt forðast þetta umræðuefni og því sagði hanm — Ég held, að ég ráði heldur til rnín einkabílstjóra, sem getur jafnframt verið herbergis- þjónn minn, ef ég verð ekki fær um að sjá um mig sjálfur. —En þér þarfnizt konu og þeirrar umhyggju, sem aðeins kona getur veitt yður, sagði ísabella í mót- mælaskyni. — Ég gæti annazt yður í hvívetna, ef ég væri einkahjúkrunarkona yðar. Hvers vegna flýið þér mig alltaf. Mér er alvara. Philip vildi alls ekki ræða þetta mál, og svo var hann dauðþreyttur á ísabellu og öllu hennar daðri. -— Ég held, að vð ættum heldur að tala um yður og unnustann, isabella, sagði hann, — Hvers vegna hafið þér ekki sagt mér, að Tom væri kominn heirn. " — Við — við hvað eigið þér? stundi Isabella. — Hann heimsótti mig í dag, sagði Philip og brosti breitt. —• Hann hafði ekkert leyfi til þess, fussaði ísa- bella. — En hann þekkti mig alls ekki fyrir, sagði Philip rólega. Hann ieit hingað inn, og það er mér óhætt að segja, að hann var ofsakátur. Hann sagði mér einmitt, að hann væri trúlofaður ungu stúlkunni, sem hefði hjúkrað mér! 16. KAFLI. Eftir að James Elgin hafði heimsótt Philip fór hann beint heim til afa og ömmu hans. Ekki vegna þess, að hann langaði til að fara þangað. Nei, honum leið þvert á móti aldrei vel þar. En Susan Winters bjó þar;þetta augnablikið og Susan var alltaf jafn falleg, vel klædd og töfr andi. James langaði mikið til að gera hana hamingju- sama og ánægða, en honum fannst hún sífellt vera óánægð. Susan hafði verið trúlofuð öðrum en Philip og enginn maður hafði gert hana sæla, enda var Philip ekki fyrsti ungi maðurinn, sem hún hafði sagt upp. Susan sat við flygilinn í dagstofunni. Herbergið minnti James strax á glæsilegt safn. Þar voru glæsi- leg húsgögn og málverk, en alls staðar skorti heim- ilisumhyggju og yndi. — Blessaður, James! sagði Susan og leit -á hann. — Komuð þér til að heimsækja ömmu hants Philips eða mig? Hann stóð fyrir framan hana, feiminn og hélt á skjalatösku undir hendinni ogífyrst var honum tregt tungu að hræra. Svo sagði hanrn — Ykkur báðar! Hvað voruð þér að spila? — Dægurlag! Finnst yöur eins og frú Ancliffe, að enginn megi snerta flygilinn nema Philip? James minntist Philips við þennan flygil og laga eftir Beethoven, Bach, Debussy og Chopin. Það hafði verið sönn tónlist og ekkert lík glamrirru, sem langir, hvítir fingur Susan framleiddu. Hann sá fyrir sér ör- óttar hendur Philips, sem höfðu hvílt á hvítri sæng- inni ,en hann flýtti sér að hætta að hugsa um það. — Mér finnst allt fallegt, sem yður snertir, Susan, hvíslaði hann hásum rómi. —Gott! En rólegur nú, sagði hún og hló við. — Á ég að segja frú Ancliffe, að þér séuð kominn? — Ekki strax! Ég þarf að tala við yður fyrst, sagði James. .— Og þá um hvað? spurði hún hvasst. — Um Philip. Hann vill ekki skrifa undir neitt um-. boð. Hann ætlar sjálfur að annast sín mál. — Svo að hann lítur enn á sig sem mikinn auð- jöfur, þótt blindur sé, sagði Susan hugsandi. — Þá þarfnast hann aðstoðar. Sjáið þér um það, James, að hann velji yður! — Það verður erfitt að stjórna honum. Viljið þér — hjálpa mér, Susan? — Ég skal fylgjast með yður af og til, James Elgin, fullvissaði hún hann um. — Þér getið treyst því, að yður tekst ekki að stíga svo eitt spor, að ég verði ekki á hælum yðar. — En það er nauðsynlegt, að þér standið með mér, sagði hann. — Ég vildi þó heldur, að þér vær- uð —- í faðmi mínum! — Og hann henti töskunni frá sér og gekk í áttina til hennar. Susan starði á hann galopnum augum. — James, Mig dreymdi ekki um, að þú værir blóðheitur! — Ég held, að yður hafi aldrei dreymt um inig, og því vitið þér ekkert um mig. Hins vegar hef ég aldrei hugsað um aðra konu en yður. — En ég er trúlofuð Philip! hvíslaði Susan og hún fölnaði allmjög. — Þér berið þó ekki hringinn hans enn! Hvers vegna hugsið þér sífellt um Philip, Susan? Kannski er ég ekki jafn ríkur og hann, en ég fuilvissa yður um, að ég er engan'veginn fátækur maður — og ég elska yður af alhug! Hann faðmaði hana að sér, án þess að hún sýndi minnstu mótstöðu, og fyrst virtist hún næstum þiggja kossa hans með gleði, en svo ýtti hún honum frá sér og hvíslaði: — Ég vissi ekki, að þér gætuð kysst svona, James! Svona kyssa aðeins þeir menn, sem hafa mikla reynslu í kvennamálum. Harrn, roðnaði af gleði, en Susan flýtti sér að hlaupa bak við flygilinn. — Það er víst réttast, að ég fari upp til frú Ancliffe, sagði hún taugaóstyrk. — Og hvað um okkur? spurði hannL 1 Sendum öllu vinna'nd’i fólki til sjávar og sveita , beztu árnaðaróskir í tilefni dagsins. Eimskipafélag íslands hf. Sameinaða gufuskipafélagið ! Ir br R. Iðja, félag verksmiðjufóiks flytur öllum félagsmönnum sínum beztu ámaðaróskir í tilefni 1. mal. STJÓRN IÐJU Sfarfsmannafélag ríkissfofnana sendir meðlimum sínum og öðrum launþegum beztu árnaðaróskir í tilefni 1. maf. Beztu árnaðaróskir með daginn Nóf, Sveinafélag nefagerðarmanna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.