Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 6
6 DAÍiBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977. Samveldisráðstef nan í Bretlandi: Varað við auknum áhrifum kommúnista í þriðja heiminum ilarðar deilur uröu þegar á fyrsta degi samveldisráðstefn- unnar í London í gær. Forsætis- ráðherra Singapore, Lee Kuan Yew, hélt harðorða ræðu þar sein' hann varaði við auknum áhrifum kommúnista i Suðaustur-Asiu, Afríku og Suður-Ameríku. Talsmaður ráðstefnunnar kvað nokkra þátttakendur frá pólitiskt óháðum lcindum hafa tekið undir orð Lees um valdabaráttuna í heiminum. — Fulltrúar 33ja landa taka þátt i ráðstefnunni. Upphaflega áttu löndin að vera 35. Gestgjafarnir, — Brelar, — hafa hins vegar lýst fulltrúa Uganda, Idi Amin, óvelkominn til landsins, eins og frægt er orðið. Fulltrúi Seyehelleyja hefur ekki látið sjá sig. — Þjóðhöfðingjanum þar var steypt af stóli síðasta sunnudag, er hann var farinn af stað til Bretlands til að sitja sam- veldisráðstefnuna. Fundahöldin standa yfir í átta daga. Stjórnandi þeirra, James Callaghan forsætisráðherra, sagði í setningarraæðu sinni i gær meðal annars að bilið milli rikra þjóða og fátækra væri eitt alvar- legasta fyrirbæri aldarinnar og bæri leiðtogunum ófagurst vitni. 1 dag fara fram umræður um Ródesíu og ástandð í suðurhluta Evrópu. Talið er að Ródosiumál- efnið sé eitt það heitasta á ráðstefnunni sem á þó tæpasteftir að hafa nein afgerandi áhrif á gang heimsmálanna. — Kenneth Kaunda forseti Zambíu hefur gefið í skyn, að leiðtogar Afríku- ríkja muni fara fram á það við Breta að hætt verði að flytja olíu til landsins. 1» BILL EÐA MÓTORHJÓL? — Hver skyldi trúa því, að þetta fvrirbæri nái 160 kílómetra hraða á klukkustund? Svo er það nú samt. Bandarískur hug- vitsmaður, búsettur í Ohioríki setti farartækið saman úr Volkswagen árgerð 1968 og Triumph mótorhjóli og lét skrá það sem mótorhjól. Er ekki þarna einmitt kominn draumur mótorhjólaga-janna að fá þak yfir höfuðið. þegar veður gerir mótorhjólaakstur frekar óyndislegan? í.-«t0Í*5ÍÍr Lyftari Til sölu notaður 4,5 tonna lyftari með vökvaútfærslu á göfflum, sjálfskiptur og í mjög góðu lagi. Hagstætt verð. Uppl. hjá Eyjólfi Kolbeins í síma 85533 og eftir kl. 19 í kvöld í síma 40743. Skæruliðar drepnir Átta vinstrisinnaðir skæruliðar — þeirra á meðal tvær konur — létust í skotbardaga við öryggis- herinn í E1 Salvador í gær. Átökin urðu í San Miguel, sem er um það bil 140 kílómetrum austan við höfuðborgina, San Salvador. Þetta eru fyrstu meiri háttar átökin í landinu, sem sagt er frá, siðan vinstrisinnar rændu utan- ríkisráðherra landsins, Mauricio Borgonovo Pohl í apríl síðastliðn- um. Hann var síðan tekinn af lífi er yfirvöld i E1 Salvador urðu ekki við kröfum mannræningj- anna um að sleppa félögum þeirra úr fangelsi. Frú Trudeau ísjónvarpsviðtali Þykir fyrir þvíað hafa valdið eiginmanni sínum svívirðu - en kennir fjölmiðlum um hvemig for Margaret Truaeau fraíar- andi forsætisráðherrafrú í Kanada sagði í sjónvarps- viðtali í Bandaríkjunum í nótt, að hún hefði sett blett á sambúð sína og manns síns, Pierre Trudeau, með því að búa á sama hóteli og hljómsveitin Rolling Stones á dögunum. „En þetta atvik var raunar mjög, mjög saklaust,“ sagði frúin, sem kvað sig hafa metið aðstæðurnar rangt. — Upp úr þessu lenti frú Trudeau milli tannanna á umheiminum, eins og frægt hefur orðið. Forsætis- ráðherrann, maður hennar til- k.vnnti síðan í lok síðasta mánaðar að þau hjónin hefðu ákveðið að skilja. Frú Trudeau kom fram í þætti ABC-sjónvarps- stöðvarinnar „Good Morning America“.’Hún sagði jafnframt að dauði Aliu drottningar í Jór- daníu hefói haft mikil áhrif á sig og átt þátt í ákvörðun nenn- ar að helga sig ljósmyndun. „Við Alia vorum nanar vtu- konur,“ sagði Margaret Trudeau. „Við dauða hennar varð mér ljóst í fyrsta skipti, að þú getur ekki ávallt dregið það til næsta dags, sem þig langar til að gera í dag. Það kemur nefnilega stundum fyrir að það er enginn næsti dagur.“ Spurningunni um, hvort nokkurt samband væri milli hennar og Mick Jagger, söngv ara Rolling Stones, neitaði frú Trudeau algjörlega. Ekkert hefði gerzt frekar en að hún hefði farið á hljómleika hljóm- sveitarinnar sem aðdáandi og ljósmyndari. Hún kvaðst harma það að hafa valdið eiginmanni sfnum svívirðu, en.... „það var ekki ég sem olli henni,“ sagði hún, „heldur fjöl- miðlar og af þeirri reynslu lærði ég fjölmargt.“ Tjald- og h jólhýsasvæðin á Laugarvatni verða opnuð almenn- ingi föstudaginn 10. júní 1977. Tjaldleyfi og almennur feróamanna- varningur til sölu í tjaldmiðstöðinni. Að gefnu tilefni skal tekið fram að meðferð áfengis er bönnuð á útivistar- svæðunum og í tjaldmiðstöðinni. Tjaldmiðstöðin Laugarvatni Framhaldsdeildir Ákveðið er að framhaldsdeildir starfi við GRUNNSKÓLANN í Stykkishólmi næsta skólaár. Námsbrautir: Almennt bóknám. Heilsugœslubraut. Viðskiptabraut. Heimavist verður starfrækt við skól- ann ef næg þátttaka fæst. Umsóknir sendist skólastjóra sem veitir allar nánari upplýsingar. Skólanefnd.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.