Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDACUR 9, JtJNÍ 1977, Korkurinn íhugar að áfrýja til Hæstaréttar — harðasta f íkniefnadómi til þessa Christopher Barbar Smith — Korkurinn — hefur nú tveggja vikna frest til að ákveða hvort hann áfrýjar til Hæstaréttar dómnum sem kveðinn var upp yfir honum í sakadómi i ávana- og fíkniefnamálum í fyrradag. Dóminn kvað upp Asgeir Friðjónsson sakadómari. Smith var dæmdur i fjögurra ára fangelsi og níu hundruð þúsund króna sekl fyrir stór- felldan innflutning og dreif- ingu ávana- og fíkniefna fyrir tveimur árum .lafnframt útskurðað aðgera bæri upptækt andvirði samtals 2.a4ö.462.00 íslenzkra króna. Er megnið af þeim peningum á tveimur bankareikningum i Bandaríkj- unum, skv. síðustu upplýsing- um sem sakadómur í ávana- og fíkniefnum hefur fengið að' vestan. Einnig skal Smith greiða samtals 200 þúsund krónur í málskostnað. Verði níu hundruð þúsund króna sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur sex mánaða fangelsi í hennar stað en til frádráttar fangelsisvist- inni kemur gæzluvarðhald Smiths, sjötíu og átta dagar. Eins og fyrr segir hefur Smith nú tveggja vikna frest til að ákveða hvort hann unir dómnum eða áfrýjar til Hæsta- rétlar. Siðan hefur ákæru- valdið — ríkissaksóknari — þriggja mánaða frest til að ákveða hvort það telur ástæðu til áfrýjunar. Kjósi hvorugur aðilinn að áfrýja dómi undir- réttar fer málið til dómsmála- ráðuneytisins sem felur tiltekn- um sakadómara að sjá um fulln- ustu dómsins. Endanlegur dóm- ur í málinu getur því legið fyrir — eða ekki legið fyrir fyrr en eftir marga mánuði þegar máls- nteðferð fyrir hæstarétti er lokið. Korkurinn situr nú í fangelsi hersins á Keflavíkurflugvelli og afplánar fjögurra ára fang- elsisdóm sem hann hlaut þar nýlega fyrir fíkniefnamisferli. ÓV REYKJAVIK 638 Hornfirðingar um móttökuskilyrði útvarps/sjónvarps: Lengi léleg — en f ara þó hríðversnandi! Spánn: íslenzkirfarar- stjórar slasast íbflslysi Tveir íslenzkir fararstjórar hjá Utsýn og konur þeirra slösuðust í árekstri í Torrimolinos á Spáni aðfaranótt sl. föstudags. Þrennt meiddist óverulega en önnur konan lærbrotnaði, skaddaðist á hendi og skrámaðist eitthvað meira. í morgun lá ekki ljóst fyrir hjá vinnuveitendum þeirra með hverjum hætti slysið bar að hönd- um og ekki var vitað hvort konan er enn á sjúkrahúsi en hún er á góðum batavegi. G.S. Ekki færri en 638 útvarps- og sjónvarpsnotendur í Höfn á Hornafirði hafa sent mennta- málaráðherra bréf þess efnis að þeir sætti sig ekki lengur við þau móttökuskilyrði sem þar eru fyrir hendi. Muni þeir ekki sætta sig við það öllu lengur. að greiða sömu gjöld fyrir þjónustu Ríkis- útvarpsins og til dæmis íbúar Reykjavikur sem búi við örugg móttökuskil.vrði. Segir i bréfi til Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráð- herra að lengi hafi móttökuskil- yrðin verið slæm en upp á síð- kastið hafi þau þó virzt fara hríð- versnandi. Telja Hornfirðingarnir að bætur á dreifikerfinu eigi að hafa algjöran forgang í framkvæmdum útvarps og sjónvarps á næstunni. JBP NÚTÍMA TRÚBOÐ Mormónar halda áfram að boða Islendingum trú sína. En öldin er nokkuð önnur frá því að margir íslendingar tóku trúna á liðinni öld. Nú stunda mormónatrúboðar Stór-Reykjavíkurmarkað, þar er meira af fólkinu. Þeir setja upp myndasýningar á Lækjartorgi, hringja dyrabjöllum og bjóða heimafólki upp á kvikmynda- sýningu. Og ekki lofa Mormónar lengur gulli og grænum skógum f Saltvatnaborginni. Þessi maður var að vekja athygli á mormóna- trúnni í göngugötunni. Ekki vitum við gjörla hversu mörgum glötuðum sálum hann bjargaði þennan sólríka júnídag. — DB- mynd Hörður. Yfir 80 milljóna hagnaður hjá Sam vinnutryggingum VARAHLUTIR í jeppana eru nú sífellt að berast Rúmlega áttatíu milljóna hagnaður varð hjá Samvinnu- tryggingum á síðasta ári. Iðgjöld jukust um 25,4 af hundraði og námu um 1.7 milljörðum en greiðslur vegna tjóna lækkuðu >um 11.6 af hundraði og urðu um 1.3 milljarðar. Rekstur ábyrgðartrygginga bifreiða gekk svo vel að i f.vrsta skipti um árabil var talið fært að endurgreiða tryggingatökum tekjuafgang. Fimm prósent af nettóiðgjöldum ársins. eða 21.6 milljón voru þvi endurgreiddar til bifreiðaeigenda sem tr.vggja bifreiðir sínar hjá félaginu. 610 bifreiðaeigendum var veitl ókeypis ársiðgjald fyrir 10 ára tjónlausan akstur, en iðgjöld þessi hefðu ella orðið 13,1 milljón. Rekstrarafgangur varð einnig hjá líftryggingafélaginu Aiui- vöku, 8.7 milljónir, og voru 5.1 milljón lagðar í bönussjóð. Þá varð rekstrarafgangur hjá Endur- tryggingafélagi Samvinnutrygg- inga 6.8 milljónir og hluthöfum þar greiddur 10"{, arður. Iðgjöld siðasta árs hjá þessum félögum þremur námu samtals unt 2,4 miiljörðum og jukust um 27 af hundraði en heildartjón ársins námu aftur á móti samtals um 1,9 milljörðum og lækkuðu um 3 af hundraði. Þetta kom fram á sameiginleg- um aðalfundi félaganna sent var haldinn fyrir skömmu. Þar var samþykkt að einum fulltrúa frá starfsmannafélagi félaganna skyldi framvegis heimiluð seta á stjórnarfundum þeirra. Sam- þ.vkkt var áskorun til Alþingis unt að lögum um brunatryggingar fasteigna yrði breytt þannig að þ;er verði gefnar frjálsar. HH Dagblað án ríkisstyrks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.