Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JUNI 1977. 23 ð Utvarp Sjónvarp 9 Útvarp íkvöld kl. 20.30: Útvarpsleikritið Byrðin eilífa Líf konu sem strýkur að heiman Hvað hafa húsmæóur að lifa fyrir þegar börnin eru farin að heiman og hjónabandið orðið innantómt? Það er sú spurning sem reynt verður að svara í út- varpsleikritinu í kvöld. Leikritið nefnist Byrðin eilífa og er eftir Lesk Fischer. Sagt er frá konu nokkurri sem strýkur að heiman því henni finnst hún ekki hafa neitt að lifa fyrir því maðurinn og börnin, sem alla tíð hafa verið það sem lífið snerist um, eru nú ekki lengur miðpunktar þess. Konan kemur á lítinn veitingastað og þar rifjast upp fyrir henni ævin og það verður til þess að hún tekur örlagaríka ákvörðun. Ekki er rétt að rekja efni leiksins frekar til þess að eyðileggja ekki ánægjuna fyrir hlustendum. Þýðandi leikritsins er Þor- steinn Ö.Stephensen en leikstjóri Haraldur Björnsson. Leikarar eru Regína Þórðardóttir, Valur Gísla- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Bessi Bjarnason og fleiri. Leikritinu var áður útvarpað árið 1956. Það tekur 40 mínútur í flutningi. -DS. Margar húsmæður hafa það á til- finningunni að þær séu lokaðar inni í pínulitlum kassa sem þær geta alls ekki komizt út úr. En hvað gerist þegar börnin eru farin að heiman og eigin- maðurinn orðinn ósköp iitið spennandi? Höfundur leikritsins íkvöld: Leck Fischer SAMDIYFIR 60 LEIKRIT Höfundur útvarpsleikritsins í kvöld er Leck Fischer. Hann fæddist í Kaupmannahöfn árið 1904 og lézt árið 1956. Hann skrifaði bæði skáldsögur og' leikrit og gerði handrit að 20 kvikmyndum. Hann fékk fyrstu verðlaun fyrir leikritið Magtens bröd í norrænni leik- ritasamkeppni árið 1955. Hann samdi alls 60 leikrit, bæði fyrir svið og til flutnings í útvarpi. Byrðin eilifa var frumflutt í danska útvarpinu árið 1951. Þekktustu leikrit Fischers auk þess, að minnsta kosti hér á landi, eru Rauóa þyrnigerðið. Lífið er fagurt, Móðurhjartað, Karlinn í tunglinu og Vafur- logar. Þau leiKrit hefur ríkisút- varpið öll tekið til flutnings en ekkert af verkum Fischers hefur verið sett á svið hér á landi svo okkur sé kunnugt. DS. Útvarp Fimmtudagur 9. |um 12.25 VedurfreKnir on fréttir. Tilkvnn- in«ar. Á frívaktinni. Margrét (iuð- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.20 Miðdogissagan: ,,Nana" eftir Emilo Zolo. Karl ísfeld þýddi. Kristín Magnús (iurtbjartsdóttir les (22). 15.00 Miödegistónleikar. Maria Littauer og Sinfóniuhljómsveitin i Hamborg leika Konsertstiick fyrir pianó og hljómsveit i f-moll op. 79 eftir Weber; Siegfried Köhler stj. Hljómsveit Alþýrtuóperunnar i Vin leikur Sin- fóniu nr. 2 i D-dúr. „Pólsku hljómkvirt- una“ eftir Tsjaíkovský. 16.00 Fréttir. Tilk.vnningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt. Helga Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar. Jón Á Gissurarson fv. skólastj. talarum Eyjafjallajökul. 20.05 Samleikur ó fiðlu og píano. Hlíf Sigurjónsdóttir og Bary Belanger leika Sónötu i G-dúr eftir Mozart. 20.30 Leikrit: „Byröin oilífa" eftir Leck Fischer. Áður útvarpað 1956. Þýðandi: Þorsteinn ö. Stephensen. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Persópur og leik- endur: Maria ...........Regina Þórðardóttir Meta Gurtbjörg Þorbjarnard. Faðirinn..............Valur Gíslason Sonurinn ........Róbert Arnfinnsson Dóttirin.......Herdis Þorvaldsdóttir Drengurinn .........Bessi Bjarnason Varðstjórinn.......Klemenz Jónsson 'Aðrir leikendur: Haraldur Björnsson. Ævar Kvaran, Rúrik Haraldsson og Guðrún Asmundsdóttir. 21.10 Tónleikar. a. Adrian Ruis leikur á píanó tvö lög eftir Christian Sinding, Prelúdíu í As-dúr op. 54 nr. 1 og ..Dögun" í f-moll op. 34 nr. 4_þ. Kirsten Flagstad syngur lagaflokkinn ..Haug- tussu" eftir Edvard Grieg: Edwin McArthur leikur á píanó. 21.50 Aö austan. Birgir Stefánsson kenn- ari les eigin Ijóð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldaagan: „Vor í verum" eftir Jón Rafnsson. Stefán Ögmundsson les (21). 22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. „Hef ekki ennþá fengið glímu- skjálftann sem ég bjöst við” — segir Róbert Trausti Árnason, nýr útvarpsþulur „Þetta var eiginlega tilviljun að ég byrjaði hérna,“ segir Róbert Trausti Árnason sem nýlega hóf störf sem þulur hjá útvarpinu. „Ég var að fara í munnlegt próf og einn kennari minn hafði heyrt að það vantaði þul í útvarpið svo ég brá mér niður eftir og sótti um og fékk stöðuna. Eg er þó aðeins ráðinn til afleysinga í stuttan tíma, nánar tiltekið aðeins í sumar. Hvað þá verður er óvíst.“ Róvert hefur í vetur og fyrra- vetur stundað nám í félags- vísindadeild Háskóla Islands og er að læra stjórnmálafræði. Hann er fæddur árið 1951 og er því 26 ára gamall. Foreldrar hans eru Árni Guðmundsson múrarameistari og Anna Guðmundsdóttir. Róbert tók stúdentspróf frá MR árið 1973 og hefur síðan stundað háskóla- nám og kennslu. — Og hvernig er svo til- finningin sem fylgir því að vera þulur frammi fyrir alþjóð? „Þetta er þægilegt starf og ég hef ekki ennþá fengið þann glimuskjálfta sem ég bjóst við að fá. Annars er ekkert að marka það ennþá, því ég hef aðeins verið í nokkra daga,“ sagði Róbert að lokum. Við óskum Róberti velfarnaðar í nýja starfinu og vonumst til að heyra í honum sem lcngst. DS. Róbert Trausti Arnason DB-mynd Hörður. TT*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.