Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 12
I DAÍJBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JÚNl 1977. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1977. 13 Iþróttir Iþróttir íþróttir iþróttir Iþróttir iþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Stefnir í íslenzkan keppni við Dani — Hreinn varpaði 20.62 íkúlu og Erlendur Valdimarsson sigraði í kringlukasti — Friðrik Þór stökk 7.41 f langstökki Það stefnir í íslen/kan sigur í landskeppninni við Dani i köstum, sem hófst á Laus;ar- dalsvelli í gær og lýkur í kviild. Þeir Hreinn Halldórsson, KR, og Óskar Jakobsson, ÍR, tryggðu tvöfaldan sigur í kiilur varpi og Erlendur Valdimars- son, KR, varð sigurvegari í kringlukasti. Óskar þar þriðji, þannig að eftir fyrri daginn hafði ísland hlotið 13 stig, en Danmörk 7. í unglingakeppn- inni hafði ísland forustu — og var það óvænt. Stigin (>-4, en líkur að Danir jafni þar metin í kvöld. Þá verður keppt í spjót- kasti og sleggjukasti — og þeir Erlendur og Óskar hafa góða möguleika að ná inn stigum þar, sem ættu að nægja til sig- urs. Hreinn var ákaflega öruggur í kúluvarpinu — og oft flaug kúlan yfir 20 metra strikið, jafnvel í heldur misheppnuðum köstum. Hann varpaði lengst 20.62 metra og var því aðeins 8 sm frá íslandsmeti sinu. Fimm kiist hans voru 20 metrar eða meir. Það st.vt/ta 19.98 ml! — Nú fer að verða skamnrt í, að íslandsmetið verði yfir 21 metri. Óskar Jakobsson, piltur- inn tvítugi, lét ekki sinn hlut eftir liggja. Jafnaði sinn bezta árangur, 17.56 metra. Daninn Henningsen varð 3ji með 16.26 m og Kjeld Nielsen. rak lestina með 14.94 m. Oskar Reykdals- son vann óvænt yfirburðasigur • í unglingakeppninni. Varpaði 13.74 m sem er hans bezta, en Daninn Jan Hansen varpaði 12.80 m. I kringlukastinu í lands- keppninni hafði Erlendur yfir- burði. Kastaði lengst 58.14 m. Öskar var ekki nógu afslapp- aður í hringnum og varð að láta sér nægja þriðja sætið. Kastaði 55.60 m, en Steen Hedegaard varð annar rétt á undan Oskari með 55.66 m. 1 fyrsta kasti sínu var Öskar yfir 58 m en gerði því miður ógilt. Peder Jorl Hansen varð fjórði með 49.82 m. I ung- lingakeppninni sigraði Þráinn Hafsteinsson HSK, kastaði 44.30 tn, en Daninn Jan Hansen 40.82 m. Keppt var i nokkrutn auka- greinum og þar bar hæst árangur Kriðriks Þórs Óskars- sonar, ÍR. Hann stórbætti árangur sinn. Stökk 7.41 m og er því alveg að ná íslandmeti Vilhjálms Einarssonar 7.46 m. Meðvindur var 1,6, þegar Friðrik Þór náði 7.41 m, en má vera 2 m, svo löglegt sé. Hann átti bezt áður löglegt 7.16 m. Jöhann Pétursson, UMSS, varð annar, með 6.34 m eða nokkuð ft á sínu bezta. Urslit í öðrum greinum urðu þau, að Sigurður Sigurðsson, Á, sigraði í 100 m hlaupi á 10.9 sek. Magnús Jónasson, Á, varð annar á 11.1 sek. og Björn Blöndal, KR, fékk sama tíma. Þórdís Gísladóttir, IR, stökk 1.68 tn i hástökki, Valbjörn Þor- láksson, KR, 3.75 m í stangar- stökki. Thelma Björnsdóttir, UBK, sigraði í 3000 m á 11:02.6 mín. Einar P. Guðmundsson, FH, i 1500 m hlaupi á 4:14.6 mín. sem er bezti tími hins unga hlaupara. Gunnar Sig- urðsson, 1"H, hljóp á 4:15.2 mín., sem einnig er hans bezta. Ingunn Einarsdóttir, IR, sigraði í 200 m hlaupi á 25.1 sek. en Sigurborg Guðmunds- dóttir, A, hljóp á 26.0 sek. I 400 m grindahlaupi sigraði Þor- valdur Þórsson, ÍR, á 56.6 sek. og á áreiðanlega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni á þess- ari vegalengd. Keppnin heldur áfram í kvöld á Laugardalsvellinum og hefst kl. 20.30. KR SK0RAÐIUR SIÐUSTU SPYRNUNNI —og sigraði Blikana 2-1 í Kópavogi Hreinn Halldórsson — 20.62. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Hreint ótrúleg mistök kostuðu Breiðablik bæði stigin gegn KR i 1. deild fslandsmótsins í gær- kvöld. KR sigraði þá Blikana 2-1 i Kópavogi og vann þar með sinn annan sigur. Ósigur í gærkvöld þýðir í raun að Breiðabliki tókst ekki að þoka sér nær forustu- liðum 1. deildar — og Blikarnir geta engum nema sjálfum sér um kennt. Tvö mörk á silfurfati færðu Blikarnir KR. Breiðablik byrjaði stórvel — lék laglega knattspyrnu og knötturinn var látinn ganga. Tækifærin létu ekki á sér standa og segja má að fyrstu 20 mínúturnar hafi KR vart komizt yfir miðju að gagni. Þegar á ll. mínútu small knötturinn í stöng KR-marksins eftir fremur laust skot Heiðars Breiðfjörð af stuttu færi. Halldór Pálsson varði einnig vel gott skot af stuttu færi en markið lá í loftinu. Og það kohia á 14. mínútu. Eftir mistök varnarmanna KR á hægri vængnum brunaði Hinrik Þór- hallsson upp hægra megin og sendi fasta sendingu fyrir mark KR. Þar kom Heiðar Breiðfjörð á fullu og skoraði með góðu skoti. 1-0. Og Blikarnir héldu áfram sókn sinni — 3 25. mínútu átti Heiðar Breiðfjörð hörkuskot af 20 metra færi — efst í markhornið hægra megin en Halldór Pálsson mark- vörður KR bjargaði vel í horn. KR kom smám santan inn í myndina — án þess þó að ná að skapa sér hættuleg marktækifæri. Staðan í leikhléi var því 1-0. Blikarnir gerðu afdrifarík mis- tök í síðari hálfleik. Ætluðu sér bókstaflega að sitja á naurnri forustu sinni — gáfu KR eftir miðjuna. Sókn KR þyngdist því til muna. Örn Óskarsson var færður frarn — og sóknarbroddurinn jókst verulega. KR-ingum tókst að knýja fram nokkrar hornspyrnur og sérstak- lega var hætta er Hálfdán Örlygs son tók þær frá hægri. Bæði var sólin lágt á lofti og vindur stóð af norð-austri í bak KR-inga. A 16. mínútu tók Hálfdán hornspyrnu frá hægri. Hann sendi knöttinn vel fyrir — Ólafur Hákonarson átti misheppnað úthlaup, náði ekki til knattarins sem fell beint á kollinn á Erni Öskarssyni sem skallaði auðveld- lega í netið af stuttu færi. En markið verður raunverulega að skrifast á reikning Ólafs, 1-1. A næstu mínútum fékk KR dæmda röð hornspyrna og mark- ið virtist liggja í loftinu en vörn Breiðabliks náði að lægja storminn. Blikarnir komu aftur inn í tnyndina — og leikurinn leystist upp í miðjuþóf. Bæði lið virtust sætta sig fyllilega við jafn- tefli — hvorugt náði að skapa sér tækifæri; sóknarleikurinn mátt- litill. A 45. mínútu síðari hálfleiks spyrntu KR-ingar langt fram — engin hætta á ferðum. Einar Þórhallsson hljóp á eftir knettin- um og ætlaði að senda til mark- varðar en ntjög klaufalega missti hann knöttinn í horn. Hálfdán Örlygsson tók hornspyrnuna — sendi fremur lága sendingu fyrir markið og engin hætta virtist á ferðunt — enginn KR-ingur nálægur. Olafur . Hákonarson ætlaði að góma knöttinn en ótrúlega klaufalega missti hann knöttinn í gegn um hendur sér — blindaðist af sólinni, 1-2. Blikarnir höfðu ekki tíma til að byrja á miðju aftur. KR-ingar fögnuðu — þó hissa væru ef til vill. Övænt tvö stig í höfn. Enn máttu Blikarnir sætta sig við ósigur vegna mistaka. Ölafur Hákonarson stóð í marki Blikanna — og hann gerði tvær skyssur — báðar kostuðu mörk. Vörn KR var þétt i leiknum við Blikana—og bezlí hluti liðsins. Haildór Pálsson var öruggur í niarki. Leikinn dæmdi Þorvarður Björnsson -h. halls. Sviar til Argentínu Sviar tryggðu farseðil sinn til Argentínu í Stokkhólmi í gær- kvöld með góðum sigri yfir Sviss, 2-1. Þar með hafa Svíar unnið alla leiki sína í riðlinum. Eftir mark- lausan og fremur slakan fyrri hálfleik náðu Svíar frumkvæðinu í síðari hálfleik með góðum leik. Tæplega 45 þúsund áhorfendur fögnuðu innilega þegar Sjöberg náði forustu á 69. mínútu með góðu marki. Sjö mínútum síðar jók Svíþjóð forustuna er Bo Böerjson skoraði, 2-0. Tíu mínútum fyrir leikslok náði Sviss að minnka muninn er. Peter Risi skoraði en það breytti litlu — Svíþjóð hefur tryggt far- scðilinn til Argentínu. Staðan í 6. riðli er: 6 2 0 Svíþjóð 3 3 0 0 6-2 Noregur 2 1 0 1 1-2 Sviss 3 0 0 3 2-5 ítalir sigruðu í Helsinki Italía steig mikilvægt skref í átt til Argentínu er ítalir sigruðu Finna i Helsinki 3-0. Þar með hafa ítalir hlotið 6 stig úr þremur leikjum — sama stigafjölda og Englendingar er leikið hafa einum leik meira. En þessi sigur gefur litla mynd af gangi leiksins. Finnar sóttu mjög stíft í fyrri hálfleik og fengu til að mynda 12 hornspyrnur gegn 3 ítala. En leikni ítala réð í lokin. Þeir náðu óvænt for- ustu á 10. mínútu er Claudio Gentile skoraði með skalla. Roberto Bettega jók forustu ítala í 2-0 á 57. mínútu einnig með skalla. Þriðja mark Itala skoraði Romeo Benetti á 82. minútu. Þrátt fyrir að lið Finna hafi sótt mun meira og virzt betur skipulagt lioföiv þeir ekki leikmenn til að koma knett- inum í netið. „Væri ég framkvæmda- stjóri Ítalíu væri ég mjög ánægður með að vinna með þremur mörkum þrátt fyrir jafnslakan leik,“ sagði Don Revie eftir leikinn. Staðan í riðlinum er nú: Ítalía 3 3 0 0 9-2 6 England . 4 3 0 1 11-4 6 Finnland 5 2 0 3 10-4 4 Luxemburg 4 0 0 4 2-17 0 England hélt jöfnu í Rio England og Brazilía skildu jöfn í Rio de Janeiro í gærkvöld, 0-0. Þessi úrslit eru mikil uppreisn fyrir England eftir niðurlægingu síðustu leikja — m.a. tveggja ósigra á Wembley. Englendingar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik — og Stuart Pearson, Trevor Francis og Kevin Keegan misstu auðveld tækifæri. Þannig skaut Pearson beint í fætur markvarðar Brazzanna er auðveldara virtist að skora. En Brazzarnir tóku öll völd í síðari hálfleik hvattir af 200 þúsund áhorf- endum. Gil skoraði raunar — en markið var dæmt af og skömmu síðar bjargaði Clemence af tám hans eftir slæma sendingu Francis til mark- varðar. Clemence var hreint frábær í marki Englands — og lukkan var honum einnig fylgispök og vörn Englands var mjögtraust. Þá léku heimsmeistarar V- Þýzkalands í Montevideo — höfuðborg Uruguay. Enn sönnuðu V-Þjóðverjar mátt sinn með góðum sigri, 2-0. Þeir Flohe og Dieter Muller skoruðu mörk V-Þýzkalands, en staðan i leikhléi var 1-0. „Almcnn rai>ii \* , Ly íi aictiii oIIiiiii sem leiDast Nú eiga allir sem hyggja á feröalög kost á afsláttar- fargjaldi allt áriö án þess að fara í skipulagða hópferö, Snúiö ykkur til söluskrifstofa okkar, umboösmanna eöa ferðaskrifstofanna, og fáiö nánari upplýsingar, um !i P g og án þess aö vera félagsbundinn 1 einhverjum samtökum. ”Almennu sérfargjöldin” áöur en þiö skipuleggiö fríið, og rp.-| 114. k .r\r\/ r. t ^ t þið muniö komast aö raun um aö þau eru FARGJÖLD SEM Til viöbotar allt aö 40% afslætti, samkvæmt almennum wnjptttd afi sérfargjöldum”, veitum viö sérstakan 25% unglingaafslátt, þeim sem eru á aldrinum 12-22ja ára. Fargj aldakostnaður fyrir ...-.... ..—..... n^mi 'j i I Fargj aldakostnaöur fyrir hjón með tvö börn til Hrn errriö Hrvrapu hóAar Venjulegt fargjald kr: ”4 Kaupmannahöfn London Barcelona 80.960 53.740 71.820 45.840 110.760 65.860 27.220 33,62% 25.980 36,16% 44.900 40,54% Kaupmannahotn London Barcelona 242.880 161.220 215.460 137.520 335.280 197.580 81.660 33,62% 77.940 36,16% 137.700 40,54% leiðir. Afsláttur.. 33,62% 36,16% 40,54% HfffíMC 10FTLEIDIR ISLANDS Friðrik í stökki sinu — 7.41. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. ti-íKi .11.7 — uni/ i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.