Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979. „Framleiði bamahúsgögn” —þó enginn grundvöllur sé fyrir þeim GuAmundur Ó. Eggertsson hús- gagnasmidur kom við á ritsijórninni og hafði eftirfarandi að scgja: í sjónvarpsþætti sl. þriðjudags- kvöld talaði Gíslína Guðmundsdóttir innanhússarkitekt um stól sem mig minnir að heiti Vipp. í framhaldi af þvi vil ég segja að ég hef framleitt barnahúsgögn til flestallra barna- heimila og dagvistunarstofnana hér á landi og ég hef verið að sérhæfa mig i barnahúsgögnum fyrir barna- stofnanir. Þó hefur ekki verið grundvöllur fyrir mig að selja þessi húsgögn í verzlanir því sama álag er á barna- húsgögnum og öðrum. Þykja barna- húsgögnin því vera of dýr, þó.svo að þau þurfi að vera sterkari en flest öll önnur húsgögn. Ég sel þessi barna- húsgögn þvi nú á vinnustofu minni að Heiðargerði 76. n Barnahúsgögnin sem Guðmundur hefur selt til barnaheimila og dagvist- unarstofnana hér á landi. Hefur tekið á móti 380 bömum f 50 ár Regína Thorarensen skrifar: Jensina Óladóttir, Bæ i Árnes- hreppi, hefur verið ljósmóðir i hreppnum í 50 ár, að undanskildum fjórum árum, er ung Ijósmóðir, Guðfinna Jónsdóttir, Reykjanesi, þjónaði hreppnum. Á þessum árum hefur Jensína tekið á móti 380 börnum. Jensína hefur verið mjög lánsöm í störfum sínum og elskuð og virt af öllum sem hana þekkja. Hefur hún apótek fyrir lækninn á Hólmavík og afgreiðir meðul til hreppsbúa, eftir bciðni læknisins. Hann kemur hálfs- mánaðarlega i Árneshrepp á sumrin. Yfir vetrarmánuðina kemur hann aðeins einu sinni í mánuði. Þrátt fyrir að Jensina sé orðin 77 ára af- greiðir hún cnn lyfin og fer í sjúkra- vitjanir. Jensina Óladóttir er fædd 18. febrúar 1902 að Munaðarnesi. For- cldrar hennar fluttust til Ingólfs- fjarðar þegar Jensína var ung. Þau voru heiðurshjónin Óli Þorkelsson og Jensína Óladóttir, rika i Reykjafirði. Jensina er gift Guðmundi Val- geirssyni bónda í Bæ í Trékyllisvik. Hafa þau eignazt sex börn og alið upp eina fósturdóttur. Jensina út- skrifaðist frá Ljósmæðraskólanum 23. júní 1929. Ljósmæðrafélagið gerði hana að heiðursfélaga sínum i mai sl., á sextiu ára afmæli félagsins. Ég vil þakka Jensínu öll þau góðu liknarstörf sem hún hefur unnið fyrir Árneshrepp af mikilli alúð og samvizkusemi í hvívetna. Sjaldan eða aldrei hefur hún tekið neitl fyrir sín mikilhæfu störf. Jensina og Guðmundur áttu fimmtiu ára hjú- skaparafmæli nú fyrir stuttu. Jensina Óladóttir og maður hcnnar, Guömundur Valgeirsson bóndi, áttu nýlega fimmtiu ára hjúskaparafmæli. Þarna eru þau með eitt af barnabörn- um sinum. Raddir lesenda HÚSBYGGJENDUR Húsbyggjendum sem þurfa á rafmagnsheimtaug í hús sín að halda í haust eða vetur er vinsamlega bent á að sækja um hana sem allra fyrst þar sem búast má við verulegum töfum á lagn- ingu heimtauga þegar frost er komið í jörðu. Gætið þess að járðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð. Sími 18222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR /"7\ National JAPÖNSKU BÍLARNIR ERU MEÐ Panasonic RAFGEYMAi ÞESS VEGNA SETJUM VIÐ Panasonic ÚTVÖRPIÞÁ. ÍSETNING OG VARAHLUTAÞJÖNUSTA: Radíóþjónusta Bjama, Sídumúla, Reykjavík Radíóvinnustofan, Kaupangi, Akureyri Umboöiö: Rqfborg s.f. Rauðarársttg 1 — Simi 11141. Gerir þú við bflinn e!á,f(ur)? Guðrún Steinprímsdóttir sjúkraliði: Nei, það mundi ég nú ekki segja, ég hef þó aldrei reynt það. Spurning dagsins Brynja Sigurmundsdóttir húsmóðir: Nei, það hef ég ekki gert. Ekki einu sinni reynt. Maðurinn niinn gerir það l'yrir mig. Stefán Már Hanson trésmiður: Já, já, það hef ég gert. Það fer þó eftir bilateg- undum, ég hef t.d. gert við Land Rover og Volkswagen. Hjalti Jónsson gervilimasmiður: Ég á engan bíl og kann þvi ekki að gera við bil. Katrin Marisdóttir framkvæmdastjóri: Það fer nú eftir þvi hver bilunin cr. Bíllinn minn er bilaður núna cn það er svo sérstök viðgerð, ég verð þess vcgna að fara með hann á vcrkstæði. Ég gæti þó eflaust gert við hann hcfði ég tima. Ásgeir Sigurðsson næturvörður: Já, að miklu leyti, ég hef oft unnið i honum og gcrt við hitt og annað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.