Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979. 19 Avallt fyrstir. Hreinsum teppi og húsgögn með há- Iþrýstitækni og sógkrafti. Þessi nýja aðferð nær jafnvel ryði, tjöru, blóði o.s.frv. Nú, eins og alltaf áður, tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu. húsnæði. Erna og Þorsteinn, sími 20888. Hreingerningastöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hreingerninga. Einnig önnumst við teppa- og húsgagnáhreinsun. Pantið í síma 19017. Ölafur Hólm. I ökukennsla Okukennsla. Uppl. i sima 83825. Ökukennsla, æfingatímar. Kenni á Toyota Cressida eða Mazda 626 '79 á skjótan og öruggan hátt. Engir skyldutimar. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Greiðsla eftir samkomulagi. Nýir nemendur geta byrjað strax. Öku- kennsla Friðriks A. Þorsteinssonar. Simi 86109. Ökukennsla er mitt fag, á þvi hef óg be/.ta lag. Verði stilla vil i hóf. Vantar þig ekki ökupróf? Í nitján átta níu sex. náðu i sima og gleðin vcx. í gögn óg næ og greiði veg. Geir P. Þormar heiti ég. Sinii 19896. Hjálpa einnig þcim sem af einhverjum ástæðum hafa misst öku- leyfi sitt til að öðlast það að nýju. Ökukennsla — endurþjálfun. Kenni á Toyota Cressida. Ökuskóli og prófgögn ásamt litmynd i ökuskírteini ef óskað er. Uppl. i sima 76118 eftir kl. 17. Guðlaugur Fr. Sigmundsson, löggiltur ökukennari. Okukennsla — æfingatfmar. Kenni á Toyota Cressida árg. '78. Engir skyldutímar. Þú greiðir bara fyrir tíma sem þú ekur. Ökuskóli og öll próf- gögn ef óskað er. Þorlákur Guðgeirsson ökukennari, simar 83344, 35180 og 71314. Ökukennsla, æfingatimar, hæfnisvottorð. Engir lágmarkstimar. nemendur greiða aðeins tekna tima. Ökuskóli og öll próf gögn. Jóhann G. Guðjónsson. simar 21098 og 17384. Okukennsla — æfingatimar. Kenni á Mazda 626 árg. '79, engir skyldutimar, nemendur greiði aðeins tekna tíma. Ókuskóli ef tiskað er. Gunnar Jónasson, sími 40694. Okukennsla, æfingatímar, bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626 árg. ’79. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Hringdu í síma 74974 eða 14464 og þú byrjar strax. Lúðvik Eiðsson. Okukennsla—æfingatimar. Get nú aftur bætt við nokkrum nemend- um. Kenni á Mazda 626 hardtopp árg. '79. ökuskóli og prófgögn sé þess óskað. Hallfríður Stefánsdóttir í síma 81349. Okukennsla-Æfingatimar. 'Kenni á japanska bilinn Galant árg. 79, nemandi greiðir aðeins tekna tíma. Ökuskóli og prófgögn ef þess er óskað. Jóhanna Guðmundsdóttir, sími 77704. Okukennsla — æfingatimar. Kbnni akstur og meðferð bifreiða. Kenni á Mazda 323 árg. 78. Ökuskóli og próf- gögn. Nemendur borga aðeins tekna tima. Helgi K.Sessilíusson.simi 81349. Okukennsla — æfingatfmar. Kenni á Cortina 1600. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Nýir nemendur geta byrjað strax. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðmundur Haraldsson öku- kennari, sími 53651. Ökukennsla — bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626 árg. 79. Hringdu og fáðu reynslutíma strax án nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Eiður H. Eiðsson, simi 71501. Kcnni á Datsun 180 B iárg. 78. Mjög lipur og þægilegur bíll. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Kenni allan daginn. alla daga og veití skólafólki sérstök greiðslukjör. Siguröur Gislason. ökukennari. simi 75224. Okukennsla — æfingatimar — bifhjólapróf. Kenni á nýjan Audi. Nemendur, greiða aðeins tekna tíma. Nemendur geta byrjað strax. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskaðer. Magnús Helgason, sími 66600. Ökukennsla — æfingalimar. Kenni á mjög þægilegan og góðan bil. Mazda 929. R 306. Nýir nemendurgeta hyrjað strax og greiða aðeins tekna tima. (ióður ökuskóli og öll prólgögn. (ireiðslukjör ef óskað er. Kristján Sigurðsson. simi 24158. Ökukennsla-endurhæfing- hæfnisvottorð. Ath. Breytt kennslutilhögun. Allt að 30—40% ódýrara ökunám ef 4 panta saman. Kenni á lipran og þægilegan bíl, Datsun 180 B. Greiðsla aðeins fyrir lág- markstíma við hæfi nemenda. Greiðslu- kjör. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022. Halldór Jónsson, ökukennari, simi 32943. •H—205. Aðalfundur Rauða krossins Aðalfundur Rauða kross lslands var haldinn dagana 7.-9. sept. í Valhúsaskóla á Seltjarnamesi. Auk venjulegra aöalfundarstarfa voru ýmis mál á dagskrá fundarins. Rætt var um alþjóðlegt hjálparstarf Rauöa krossins og þátttöku Rauöa kross íslands. Hafa 4 islendingar sótt Norðurlandafund Rauða kross félaga um alþjóö- legt hjálparstarf, auk þess sem hér var haldið nám- skeið í mai 1979 og voru 30 íslendingar þjálfaðir til al- þjóðlegra hjálparstarfa. Jóhannes Reykdal var einn þeirra er sótti fundinn og flutti hann erindi um alþjóð- legt hjálparstarf og þátttöku íslendinga í þvi. Leifur Dungal læknir flutti athyglisvert erindi um starf sitt i Simbabwe en þar hefur hann starfað undan- farna 3 mánuði á vegum danska Rauða krossins. Sigurður H. Guðmundsson flutti erindi um flótta- mennina frá Malasíu og einnig voru sýndar kvik- myndir um þaðefni á fundinum. Núverandi stjórn Rauða kross Islands er þannig skipuð: ólafur Mixa formaöur, Benedikt Blöndal varaformaður, Sigurður H. Guðmundsson ritari. Björn Friðfinnsson gjaldkeri, Björn Tryggvason, Jón Guðmundsson frá Seyðisfirði, Ragnheiður Þórðar- dóttir frá Akranesi, Guðrún Holt, Arinbjörn Kol- beinsson. Varastjórn: Einar Þorbjörnsson, Alda Jónsdóttir frá Njarðvik, Þórir Stephensen, Sigurjón Þórólfsson frá AkraneSi, Friðrik Guðni, Þórleifsson Rangárvalla- sýslu, Anton Angantýsson frá Dalvik, Guðjón Peter- sen og Sigurbjörg Guðnadóttir frá Eskifirði. Félag farstöðvareigenda FR deild 4 Reykjavik FR 5000 — simi 34200. Skríf-' stofa félagsins að Síðumúla 22 cr opin alla daga frá kl. 17.00—19.00. að auki frá kl. 20.00-22.00 á fimmtudagskvöldum. Frá viðskiptaráðuneytinu Dagana II.—14. september fóru fram i Bcrlin við- ræður um viðskipti Islands og Þýzka alþýðulýðvcldis- ins. Rætt var um framkvæmd viðskiþtasamniiigs rikj- anna sem gerður var í febrúar 1973, svo og um fram lengingu samningsins. Islendingar hafa einkum selt til Þý/ka alþýðulýðveldisins fiskimjöl og niðursoðnar sjávarafurðir og keypt þaðan bifreiðar, áburö, vélar. vefnaðarvörur. pappirsvörur, glervörur o.fl. Ákveðið var að framlengja viðskiptasamning rikj anna til ársloka 1980. Einnig varð samkomulag um nýja vörulista sem aö visu eru ekki bindandi. Á vöru- lista yfir útfiutningsafurðir okkar til Þýzka alþýðulýö- veldisinseru m.a. niðursoðnar sjávarafurðir, fiskimjöl. fryst fiök, saltsild. ullar- og skinnavörur. ■ Eftir viðræðurnar i Berlin eru góðar horfur á þvi að hcfjast muni útflutningur á ullarvörum til Þý/.ka alþýðulýðveldisins þegar á þessu ári. í viðræðunefnd íslands voru þessir: Björgvin Guðmundsson. skrifstofustjóri i viðskiptaráðu ncytinu. scm var formaður ncfndarinnar. Ingólfur Þorsteinsson. skrifstofustjóri. Gjaldcyrisdcild bank anna. Árni Finnbjörnsson, framkvæmdastjóri Sölu- miðstöðv hraðfrystihúsanna. Andrés Þorvarðarson. sölustjóri SÍS. og Eyþór Ólafsson. sölustjóri Sölustofn- unar lagmetis. Stjami er týndur Þessi rauöstjörnótti hestur cr týndur. Hann tapaðist úr girðingu i Laugardælum hjá Sclfossi 22. júli. Gæti verið á leiö út i Holt þar sem hann var i girðingu eða út á Kjalarnes þaðan sem hann kom. Annars kemur allt svæðið vestan Þjórsár til greina. Þeir sem kunna að hafa orðið varir við þennan rauðstjörnótta hest gjöri svo vel að láta vita i sima 91 —74095. SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið. K völdsimi alla daga ársins 81515 frá kl. 17 til 23. Nýjar bækur Almenna bókafélagið hefur sent frá sér annað bindið i bókaflokknum um Heimsstyrjöldina 1939—1945 og nefnist hún Leifturstrlð. Spannar hún fyrsta ár styrj- aldarinnar, töku Póllands og Frakklands og björgun- ina við Dunkirk og er fjöldi ljósmynda i bókinni sem fæstar hafa áður komið fyrir augu almennings, hér sem annars staðar. Ritstjóri bókafiokksins hér er örn- ólfur Thorlacius en þetta bindi þýddi Björn Jónsson. Höfundur er Robert Wernick og ritstjórar Time-Life bókanna. i Aðrar bækur frá AB eru endurútgáfa á Blltt lætur veröldin eftir Guðmund Gislason Hagalín fyrir bóka- klúbb AB. Þessi skáldsaga var fyrst gefin út árið 1943 og er að einhverju leyti sjálfsævisöguleg. í þriðja lagi gefur AB út bókina Skynja og skapa eftir Ellen Fáltman. Bókin fjallar um það hvernig unnt er að hagnýta sér umhverfi sitt við að skapa sín eigin mynstur og miðar að því að opna augu fólks fyrir mynsturauðgi umhverfisins. Um lestrar- og skriftarörðugleika Iðunn hefur gefið út bókina Um lestrar- og skriftar- örðugleika eftir Kristinu Björk Gunnarsdóttir. Hér er um að ræða lokaritgerð til kennaraprófs 1978. Þetta er fimmta bókin i fiokki smárita Kennaraháskóla ís- landsog Iðunnar. Ritgerð þessi er kennslufræðileg athugun á tálmun- um sem fram koma i lestrar- og skriftarnámi barna. Hún skiptist í allmarga kafla. Er þar fjallað um lestrar- ferlið, rannsóknir *m geröar hafa verið á lestrarörð- ugleikum og ýmis sjónarmið sem þar koma til álita, hugsanlegar ástæður lestrarörðugleika, sálrænar og fé- lagslegar. Þá er fjallað um lestrarkennslu, að sjálf- sögðu einkum kennslu lestregra barna, greiningu lestr- arörðugleika og fieira. Bókin Um lestrar- og skriftarörðugleika er rúmar 100 bls., prentuð í Odda. Mosfellsapótek Opið virka daga frá kl. 9—18.30, laugardaga frá kl. 9— 12. Lokað sunnudaga og helgidaga. Aðalfundur Bílgreinasambandsins Aðalfundur Bílgreinasambandsins 1979 var haldinn að Hótel Loftleiðum laugardaginn 15. sept. sl. Þátt- takendur voru um 120, félagar og gestir. Aðalfundur- inn hófst kl. 15 en kl. 9 um morguninn voru haldnir sérgreinafundir bilainnflytjenda og bilasala, bílamál- ara og bílasmiða, almennra verkstæða, smurstöðva og gúmmíverkstæða. Kl. 15 hófst aðalfundur Bilgreinasambandsins. Fundarstjóri var kjörinn Geir Þorsteinsson, fyrrver- andi formaður. og fundarritari örn Guðmundsson skrifstofustjóri. Formaður Bilgreinasambandsins, Ingimundur Sigfússon forstj., flutti skýrslu stjórnar um starfsemi þess á sl. ári. Þá fór fram stjórnarkjör. Ingimundur Sigfússon var einróma endurkjörinn for-, maður. Þá voru endurkjörnir i stjóm Þórir Jónsson, Matthias Guðmundsson, Jón Hákon Magnússon, Eysteinn Guðmundsson, Gunnsteinn Skúlason og Brynjar Pálsson. Þeir Birgir Guðnason og Guðmundur Gislason gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs og voru í þeirra stað kjörnir þeir Sigurður Hans- son og Gisli Guðmundsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.