Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979. 13 iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D úrslitin í Austur-Þýskalandi” —sagði þjálfari unglingalandsliðsins, Lárus Loftsson, við DB ígærkvöld „Við höfum að sjálfsögðu (ekirt stcfnuna á úrslilakeppnina, sem fram fer í Auslur-Þýzkalandi næsla vor en það verður örugglega við ramman rcip að draga þar sem Finnanir hafa stcrku lifli á afl skipa," sagði I.árus Loftsson, þjálfari islenzka unglingalandsliðsins við I)B í gær. íslenzka unglingalands- liðið, sem er undir hans stjórn, leikur gegn þvi finnska á fimmtudaginn kemur kl. 17.30 á l.augardalsvelli en til þessa hefur þessi leikur drukknað í fréttum blaðanna um Evrópuleiki hinna islcnzku félagsliða. Hópurinn, sem nú undirbýr sig al kappi, er þannig skipaður: Stefán Jóhannsson, KR Kristján Ármannsson, Vík. Ól. Benedikt Guðmundsson, Breiðabliki Hafþór Sveinjónsson, Fram Guðmundur Torfason, Fram Ómar Rafnsson, Breiðabliki Sigurjón Kristjánsson, ÍA L.árus Guðmundsson, Vikingi Ragnar Margeirsson, Keflavík Sigurður Grétarsson, Breiðabliki Óskar Þorsteinsson, Vikingi Ásbjörn Björnsson, KA Einar Ólafsson, ísafirði Valur Valsson, FH Von Óster er orðin lítil Tcitur Þórðarson og félagar hans hjá Öster þurfa víst örugglega að láta sænska meistaratitilinn af hendi í lok þessa keppnistímabils. Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir og von Öster um að halda titlinum er orðin ákaflega lítil. Um helgina gerði Öster jafntefli við Norrköping á útivelli 1—1, en þrátt fyrir þetta góða stig er Öster vonlítið um að endurheimta (itilinn. Efsla liðið Halmstad vann góðan sigur á Gautaborg um helgina en fyrir leikinn var Gautaborgarliðið í 2. sæti deildarinnar. Öster er nú fimm stigum á eftir Halmstad. Úrslitin í Sviþjóð á sunnudag urðu sem hér segir: Elfsborg-Landskrona Halmstad-Gautaborg Hammarby-Atvidaberg Kalmar-AIK Malmö-Halmia Norrköping-Öster ♦ Sundsvall-Djurgaarden 2—1 2—0 0—0 4— 3 — 1 — I — Það er fyrst og fremst hin slæma byrjun Öster sem verður liðinu að falli í Liðinu gekk afleitlega í byrjun enda settu sífelld meiðsl leikmanna strik i reikninginn svo um munaði. Teitur hefur sjálfur ekki náð sér á strik fyrr en síðari hluta mótsins en þá líka farið í gang svo um munar. Hann hefur verið óstöðvandi undanfarnar vikur og mánuði og hann er nú markahæstur leikmanna Öster með 7 mörk. Það er mun minna en hann skoraði i fyrra en nú þekkja hann allir varnarmenn og hann er stíft „dekkaður” í öllum leikjum. Staðan í Allsvenskan er nú þannig eftir að4 umferðir eru eftir: Halmstad Malmö Elfsborg Gautaborg Hammarby Norrköping Öster Kalmar Atvidaberg Landskrona Djurgarden AIK Sundswall Halmia Jósteinn Einarsson, KR Gísli Felix Bjarnason, KR Fyrirliði hópsins cr Benedikt Guðmundsson úr Blikunum. Eins og 'menn sjá er hópurinn settur saman úr mörgum liðum og t.d. er þarna i fyrsta skipti leikmaður úr Víkingi, Ólafsvik. „Við settum á fót leiki viðs vegar um landið i sumar til þess að geta fengið einhverja mynd af því, sem var að ger- ast á hinum ýmsu stöðum og í þessum leikjum komum við auga á leikmenn, sem voru vel boðlegir i landslið. T.d. er markvörðurinn frá Ólafsvík þannig til kominn i unglingalandsliðshópinn,” sagði Lárus er DB leit inn á æfingu hjá strákunum þar sem þeir æfðu undir hans stjórn á grassvæði við l.augar- dalslaugina. Grasið líktist meira lauginni sjálfri en nokkurn tima grasi þvi allt var á floti en piltarnir létu ekki slika smámuni á sig fá og greinilegt var að andinn innan hópsins var góður. „Það er ekki svo gott að búa liðið undir leikinn gegn Finnunum þar sem við vitum harla lítið um þá,’’ sagði L.árus. „Við vitum þó að þeir hafa lagt gcysilega áherzlu á að drífa knatt- spyrnu upp hjá sér á undanförnum árum og t.d. á A-landslið þeirra möguleika á að tryggja sér sæti í úr- slitum HM í fyrsta skipti i finnski knattspyrnusögu. Við lékum æfinga- leik við KR hér á þessu æftngasvæði á laugardag og þ.að varð jafntefli 1 — I.” Piltarnir sem skipa þennan hóp eru lescndum DB vafalitið ekki ókunnugir með öllu. Stór hluti þeirra hefur æft og lcikið rcglulega með meistaraflokkum telaga sinna. Benedikt Guðmundsson, Breiðabliki, hefur leikið nteð Blikunum i sumar og sömu sögu er að segja um markakónginn Sigurð Grétarsson, félaga hans úr Blikunum. Gunnar Torfason og Hafþór Sveinjónsson úr Fram hafa báðir verið i meistaraflokks- liði síns félags i sumar og Hafþór var fastamaður mikinn hluta keppnistíma- bilsins. Lárus Guðmundsson og Óskar Þorsteinsson léku með Víkingi í sumar og var Lárus i flestum lcikjanna en Óskar fékk nokkur tækifæri. Einar Ólafsson, Valur V'alsson og Jósteinn Einarsson léku einnig allir i meistaraflokki sinna félaga, og sömu sögu er að segja um Kristján Ármanns- son, Vikingi Ólafsvík. Það er þvi vist að nær allir piltanna hafa híotið tals- verða leikreynslu hér heima. Islenzka unglingalandsliðið getur státað af mjög góðum árangri í Evrópukeppni landsliða siðustu árin. L.iðið hefur komizt i úrslitakeppnina fimm sinnum á sl. sjö árum en i fyrra var leikið gegn Hollcndingum. Þeir reyndust ofjarlar okkar í það skiptið en leikurinn hér heima var bráð- skemmtilegur á að horfa. Það er ekki létt verk að stjórna unglingalandsliðinu ár eftir ár þvi endurnýjunin er mjög mikil á milli ára. Þannig taldist Lárusi Loftssyni til að það væru ekki nema 3—4 leikmenn i liðinu frá því i fyrra þannig að það þýðir lítið að byggja á gömlum merg. Lárus hefur sýnt það ár cftir ár að hann nær því bezta út úr strákunum sinunt hverju sinni. Við skulum bara vona að svo verði einnig nú og hvetjum um leið alla til að sjá strákana á fimmtudag. -SSv. Jens Jensson sýnir hér balletttilþrif i leik Fram og Víkings DR.mvnd Árni Páll. Eyjamenn þakka fyrirsig íþróttabandalag Vestmannaeyja sendir kveðjur sínar og alúðarþakkir til hinna fjölmörgu félaga, fyrirtækja og einstaklinga, sem glöddu okkur á sigurdegi í I. deild með rausanrlcgum áheitum, gjöfum, blómum og heillaskeytum. I.angþráðu takmarki er nú náð. íslandsbikarinn hcfur loksins verið fluttur heim til F.yja. Við munum seint gleyma hinum stórkostlegu móttökum Vest- mannaeyinga þá er við komum heim mcð bikarinn. Til að tjá sig iiiii |>ær skortir lýsingarorð. ÍBV þakkar öllum þeim er hafa stutl liðið og styrkt, bæði heiiua i t.yjum og viða um landið. Þar hafa margir lagt hönd að verki og mcð þessari sluttu orð- sendingu viljum við koma á framfæri til ykkar allra okkar innilegustu þakklætiskveðjum. I.eikmcnn, þjálfarar og knaltspyrnuráðsmenn i ÍBV Mennea enn langfyrstur Eric Motti, Frakklandi, var kominn með 4.087 stig cftir fyrri dag lugþrautarkcppninnar á Miðjarðarhafsleikunum, sem lýkur um næslu helgi en lauk ekki um sl. helgi eins og við sögðum hér í hlaðinu í gær. Konslantin Kostis frá Grikklandi var annar með 3.850 stig. Pietro Menneajtalíu, sigraði næsta örugglcga i úrslitum 100 metra hlaupsins á 10,24 sek. eftir að hafa einnig hlaupið á mjög góðum tima í undan- rásunum. Franco l.azzer, landi hans, hafnaði í öðru sætinu á 10.47 sek. í 400 metra grindahlaupi var selt nýtt lcikjamel . Þar hljóp Rok Kopitar frá Júgóslavíu á 49,70 sek. í kúlunni sigraði Vldimir Milic frá Júgóslaviu með 20,58 metra, sem er einnig nýtl leikjamct. Angelo Groppelli, sem kom hingað með ítalska kastlands- liðinu varð aðeins i 5. sæli með 18.46 metra. Skallagrímur sigraði Meistaramóti Ungmennasambands Borgarfjarðar í knattspyrnu 1979 lauk á Miðgarðsvelli 15. scpt- ember með úrslitalcik á milli UMF Hauks, Þrasla, Vísis og UMF Skallagríms. Leiknum, sem fram fór i roki og rigningu, lyktaði með jafntefli, hvort lið skoraði þrjú mörk. Jafnteflið nægði Skallagrims- mönnum til sigurs í mótinu þar scm þeir höfðu eins stigs forystu yfir sunnan-heiðarmenn fyrir úrslita- leikinn. Úrslil mólsins urðu þessi: . 1 UMF Skallagrímur (Borgarfjarðarm. 1979) lOstig 10 sliK 2. l!MF Haukur, Þrestir, Vísir 9stig 3. UMFSinfholtstunen-> Rcvl.dæla 3slig 4. UMF Björn Hitdælukappi, Hitdælak., lCgill Skallagrimss. 2s,iB I eikiu vui tvolold iimlerð. leiklimi 2xJ5 min- útur. Að úrslitaleiknum loknum bauð stjórn UMSB og UMF Þrestir leikmönnum liðanna til kaffidrykkju þar sem verðlaun voru afhent. UMF Skallagrímur vann, með sigri í mótinu, farandbikar til varðveizlu í eitl ár. Ungverjar í efsta sætinu Hcimsleikar unglinga í tugþraul standa nú yfir í llaag i Hollandi. Eftir fyrsta dag keppninnur voru Ungverjar í cfsta sætinu með 3284 stig en á hæla þeim komu Svíar með 3240 stig. Hollendingar voru í þriðja sætinu með 3230 stig, þá komu V-Þjóðverjar mcð 3228, Finnar 3222, Ástralíumenn 3184, Rússar 3180, Bandaríkjamenn 3170 og Tékkar 3166. Pól- verjar og Brelar voru mcð 3lSOstig hvor þjóð. Getraunir í 5. Icikviku Gctrauna urðu úrslit nokkuð óvænt og af 12 leikjum lyktaði 7 með jafnlefli. Fyrsti vinningur kom á 10 rétta cn mcð þann árangur voru 18 seðlar og vinningur á hvern kr. 63.000.- Með 9 rétta voru 120 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 4.000.- Stenmark á batavegi Ingcmar Stenmark, sænski skíðakappinn, mun fara af sjúkrahúsinu í Innsbruck eftir rétta viku, að því cr talsmenn þess segja. Stcnmark slasaðist illa um fyrri hclgi við brunæfingar og eftir slysið hefur hann sagt að héðan í frá muni hann aldrei keppa aftur í bruni. „F.g hef gefiö upp alla von um að vinna hcimsbikarinn í vetur, en það eru enn fimm mánuðir þar til ólympíuleikarnir hefjast í l.ake Placid og ég stelni að sigri þar í sviggreinunum,” sagði Sviinn og lætur greinilcga cngan bilbug á sér finna. íslenzka unglingalandsliðið á æfingu í gær ásaml þjálfara sínum, l.árusi Loftssyni. DB-mynd Árni Páll. „Stefnum að sjálfsögðu í Hurst rak Osgood frá Chelsea með skömmum —og leysti að auki 7 leikmenn f rá samningi við félagið Það gengur greinilcga á ýmsu hjá Chelsea þessa dagana. I gær var Peter Osgood rekinn frá félaginu fyrir að mæta ekki á æfingu og Geoff Hurst, sem tók við af I)anny Blanchflower fyrir tveimur vikum hefur heldur betur látið til skarar skríða á þeim stutta tíma, sem hann hefur verið við völd hjá félaginu. Auk þess að reka Osgood frá félaginu leysti hann 7 leikmenn til við- bótar frá samningi. Víkingar Knapp í vígahug Víkingarnir hans Tony Knapp hafa nú heldur betur hækkað flugið á ný eftir skrykkjótt gengi undanfarnar vikur. Viking er nú í efsta sæti norsku 1. deildarinnar og um helgina tryggði liðið sér þátttökuréttinn í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Viking vann Brann frá Bergen 1—0 um helgina og mætir annarrar deildar liðinu Haugen i úrslitum. Haugen kom mjög á óvart nú og vann Mjölndalen 3—1 á útivelli í undanúrslitum. Það verður því að telja sigurlíkur Viking miklar í bikarnum og i deildinni stendur liðið langbezt allra liða að vígi. Leiðrétting Úrslit tveggja leikja i körfuboltan- um um síðustu helgi voru ranglega gefin upp i blaðinu i gær. Leikur Fram og Ármanns fór 122—100 fyrir hina fyrrnefndu og KR vann Ármann með 124 stigum gegn 107. Forsaga málsins var sú að fyrir rúmum tveimur vikum kom upp mikil óánægja með Blanchflower eftir tap Chelsea á heimavelli fyrir Birmingham. Undirritaður sá þann leik á Stamford Bridge og þar var Osgood tekinn af leikvelli um miðjan siðari hálfleikinn vegna slakrar frammistöðu. Ekki mun Osgood alls kostar hafa líkað við þessa ráðstöfun Blanchflower sem þá var enn við stjórn og lýsti því þá yfir við blaða- menn eftir leikinn að Blanchflower væri gamaldags skarfur og það væri einlægur vilji leikmanna að hann léti af stjórn. Osgood hefur aldrei þótt vera merkileg manngerð og i þetta skiptið kom hann algerlega aftan að Blanch- flower, sem hugsaði ráð sitt í tvo daga. Síðan sagði hann starfi sínu lausu og Geoff Hurst, þrennuhetjan frá því í úr- slitaleik HM 1966, sem hafði verið þjálfari hjá Chelsea og enska landslið- inu um skeið, tók við völdum. Hafi Osgood gerl sér vonir um betri tið byggðist það á einhverjum misskiln- ingi. Hurst hristi heldur betur upp í lið- inu og Osgood varð fyrsti maðurinn sem hann tók út úr liðinu i næsta leik. Að auki fylgdu tveir aðrir leikmenn og annar þeirra var Clive Walker. Þótti undirrituðum það undarleg ráðstöfun þar sem Walker var tvímælalaust bezti maður Chelsea í leiknum gegn Birming- ham. Vel má þó vera að aðrar ástæður hafi legið að baki. Chelsea fékk Ijótan skell gegn ný- liðum og neðsta liði deildarinnar, Shrewsbury. Síðan hefur ekki mikið heyrzt af samskiptum þeirra Osgood og Hurst þar til i gær að Osgood var leystur frá samningi við félagið. Hætt er við að hinir tryggu áhangendur félagsins verði ekki ánægðir með þessa framvindu mála. Að auki leysti Hurst sjö leikmenn frá samningi og þar á meðal voru þeir John Phillips mark- vörður, sem fékk frjálsa sölu og svo einhver Docherty, sem Chelsea keypti fyrir 50.000 pund sl. vetur. Félagið er i miklum fjárhagskröggum um þessar mundir og hefur í raun aldrei borið sitt barr eftir byggingu hinnar nýju stúku vallarins, sem kostaði vel yfir tvær milljónir punda. Menn bíða nú spenntir eftir því hvað muni gerast hjá Chelsea en ekki kæmi á óvart þótt fleiri uppsa.mir fylgdu í kjöl- farið og af reynslu fyrr. ’ra má allt eins búast við að Hurst verði látinn fjúka. Osgood er hér sigurreifur eftir bikarsigur Southampton 1976 og hampar verðlauna- gripnum. Ferill hans eftir það hefur verið hálfgerð hrakfallasaga. LEIKMENN BARCEL0NA K0MU TIL LANDSINS í GÆRKVÖLD —æfa á LaugardalsveHi kl. 17.00 í dag Leikmenn spænska liðsins Barcelona, sem leika gegn Skaga- mönnum í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvellinum á morgun kl. 17.30 komu til landsins í gærkvöld. Um helgina lék liðið gegn Real Madrid á útivelli og mátti þola 2—3 tap gegn þessu fræga liði. í Dagblaðinu á föstudag var ýtarleg kynning á leik- mönnum Barcelona en til þessa hefur lítið farið fyrir leikmönnum Akurnesinga, sem leika á morgun. Sá Skagamaður, sem athyglin beinist mest að á morgun er vafalitið hin síunga kempa Jón Alfreðsson. Jón hefur eftir þvi sem bezt er vitað leikið flciri meistaraflokksleiki en nokkur annar hér á landi og leikurinn gegn Barcelona verður 320. leikur hans með ÍA. Auk þess verður þelta 15. Evrópuleikur Jóns en hann hefur leikið í öllum Evrópuleikjum ÍA til þessa. Jón hefur margoft lýst því yfir á undanförnum árum að „nú væri hann að hætta” en alltaf hefur hann haldið áfram, Akur- nesingum til ómetanlegs gagns í gegn- um árin. Að öðrum ólöstuðum hefur Jón vcrið driffjöðrin í leik Akurnesinga í mörg ár og það er því vel við hæfi að stórlið sem Barcelona skuli verða mótherji Skagamanna í 320. leik hans. Eins og endranær mun Knatt- spyrnuráð Akraness gefa út vandaða leikskrá fyrir leikinn. Að þessu sinni verður spjallað við þá Jóhannes Guðjónsson, Svein Teitsson og Hans Nielsen, sem ætti að vera óþarfi að kynna fyrir öllum þeim er á annað borð sækja leiki Skagaliðsins. Hansi er eldhress að vanda og víst er að hann fer ekki troðnar slóðir í tilsvörum. Annars er hópurinn, sem leikur gegn Barcelona þannig skipaður: Jón Þorhjörnsson, markvörður, 21 árs. Háskólanemi. Hóf að leika með ÍA 1977, lék áður með Þrótti, Reykjavík. Hefur leikið 84 leiki og skoraé I mark. Hefur leikið 9 unglingalandsleiki. Bjarni Sigurðsson, markvörður, 18 ára: Nemi Hóf að leika með ÍA 1979, lék áður með ÍBK. Hefur leikið 10 leiki með ÍA og 6 unglingalandsleiki. Árni Sveinsson, varnarmaður, 23 ára. Trésmiður. Hóf að leika með ÍA 1973 og hefur leikið 163 leiki og skorað 25 mörk. Hann hefur leikið 24 landsleiki og 7 unglingalandsleiki. Guðjón Þórðarson, varnarmaður, 24 ára. Rafvirki. Hóf að leika með ÍA 1972 og hefur leikið alls 185 leiki og skorað 3 mörk. Hefur leikið 7 unglingalandsleiki. Guðjón er kvæntur Bjarneyju Jóhannesdóttur og eiga þau tvö börn. Jóhannes Guðjónsson, varnarmaður, 28 ára. Endurskoðandi. Hóf að leika með ÍA 1968 og hefur leikið 174 leiki og skorað I mark. Er fyrirliði IA á leik- velli. Jóhannes er kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur og ciga þau eitt barn. Jón Gunnlaugsson, varnarmaður. 29 ára. Forstöðumaður. Hól að leika nteð í A 1968 og hefur leikið alls 277 leiki og skorað 29 mörk. Hefur leikið 5 lands- leiki. Jón er kvæntur Elínu Einarsdótt- ur og eiga þau eitt barn. Sigurður Halldórsson, varnarmaður, 22. ára. Trésmiður. Hóf að leika með ÍA 1975 og hefur leikið 53 leiki og skorað 6 mörk. Hefur leikið 2 unglingalandsleiki. Sigurður er kvæntur Lovísu Jónsdóttur. Jón Áskelsson, varnarmaður, 22 ára. Trésmiður. Hóf að leika með ÍA 1976 og hefur leikið 74 leiki og skorað 3 mörk. Jón Alfreðsson, framvörður, 29 ára: Verkamaður. Hóf að leika með ÍA 1966 og hefur leikið 319 leiki og skorað 20 mörk. Jón hefur leikið 4 landsleiki. Sveinbjörn Hákonarson, framvörður, 21 árs. Trésmiður. Hóf að leika með í A 1976 og hefur leikið 55 leiki og skorað 11 mörk. Kristján Olgeirsson, framvörður, 19 ára. Nemi. Hóf að leika með ÍA 1979 en lék áður með Völsungi, Húsavík. Hefur leikið 33 leiki og skorað 3 mörk. Hefur leikið 8 unglingalandsleiki. Sigurður I.árusson, framvörður, 25 ára. Trésmiður. Hóf að leika með ÍA 1979 en lék áður með Þór og ÍBA. Helur leikið 34 leiki og skorað I mark. Sigurður er kvæntur Valdisi Þorvalds- dóttur og eiga þau tvö börn. Matthías Hallgrimsson, framherji, 32 ára. Rafvirki. Hóf að leika með IA 1965 og hefur leikið 306 leiki og skorað!6l mark. Lék i Svíþjóð 1976— 77. Matthías hefur leikið 45 landsleiki. Kristinn Björnsson, framherji, 24 ára. Háskólanemi. Hóf að leika með ÍA 1977 en lék áður með Val. Hefur leikið 88 landsleiki og skorað 30 mörk. Hann hefur leikið 2 landsleiki. Sigþór Ómarsson, framherji, 23 ára. Rafvirki. Hóf að leika með ÍA að nýju 1979 eftir að hafa leikið tvö ár með Þór á Akureyri. Hefur leikið 52 lciki og skorað 16 mörk. Hefur leikið 1 unglingalandsleik. Andrés Ólafsson, framherji, 28 ára. Bankagjaldkeri. Hóf að leika með ÍA 1968 og hefur leikið 128 leiki og skorað 21 mark. Andrés cr kvæntur Rósu Pétursdóttur og eiga þau citt barn. Guðbjörn Tryggvason, framhcrji, 20 ára. Rafvirkjanemi. Hóf að lcika með ÍA 1976 og hefur leikið 36 leiki og skorað5 mörk. Þjálfari ÍA er Klaus Júrgen Hilpert frá Vestur-Þýzkalandi og aðstoðar- þjálfari er Hörður Helgason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.