Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 10

Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. ’BIAÐÍÐ 'Útgefandi: DagblaQið hf. Framkvœmdattjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánaaon. RitstjómarfuHtrúi: Haukur Holgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöabtakm IngóMsson. Aflstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrímur Páisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Atfi Rúnar HaMdórsson, Atf Steinarsson, Bragi Sig urflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elfn Afcertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Hilm'v Karisson. Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, BjamleMur BjamleMsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragoar Th. Sig- urflsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjórí: ólafur EyjóMsson. Gjaldkeri: Práinn ÞorieMsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreMing- arstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Sfflumúla 12. Afgreiflsla, áskrMtadeild, auglýsingar og skrMstofur Þverhotti 11. Aðabknl btaOsins er 27022 (10 llnur) Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prent Árvakur hf., SkeMunni 10. AskrMt' > /erfl á mánufli kr. 4000. Verfl í lausasöiu kr. 200 ekitakifl. > Eintal Steingríms í stjórnarmyndunarviðræðunum yg sitja fulltrúar Framsóknarflokksins nánast á eintali. Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa ekki áhuga á þátttöku í stjórninni að þessu sinni og fara sér að engu óðslega. Ekki vantar að Steingrímur Her- - mannsson rembist eins og rjúpan við staurinn. Hann hefur lagt fram kosningaloforð Framsóknarflokksins, útskýrt þau og látið reikna þau út í Þjóðhagsstofnun. Hinir flokkarnir tveir hafa að vísu líka sett fram sín kosningaloforð, Alþýðubandalagið skriflega og Alþýðuflokkurinn munnlega. En þeir hafa að öðru leyti haldið að sér höndum í viðræðunum við Fram- sóknarflokkinn. Ágreiningur Alþýðuflokks og Alþýðubandalags er hatrammari en nokkru sinni fyrr. Hjá Alþýðubanda- laginu fær hann sem fyrr útrás í blóðugum skömmum í fjölmiðlum. Og hjá Álþýðuflokknum fær hann útrás í atkvæðagreiðslum á þingi. Alþýðuflokkurinn hefur ekki viljað haga sér á alþingi eins og vinstri stjórn væri aftur komin til valda. Hann hefur farið einförum íatkvæðagreiðslumumfor- seta og nefndir. Og þrisvar hefur hann hlaupið út und- an sér til hægri. Lystarleysi Alþýðuflokksins er því nokkuð ljóst, enda má búast við, að honum verði kennt um, að ekki tekst að mynda vinstri stjórn í þessari umferð. Lystar- leysi Alþýðubandalagsins er ekki eins augljóst, en samt engu minna. Ef talsmenn Alþýðubandalagsins væru að stefna að vinstri stjórn, mundu þeir tempra skammirnar í garð Alþýðuflokksins, að minnsta kosti í bili. í stað þess segja þeir nánast, að Alþýðuflokkurinn sé óalandi og óferjandi. Að svo miklu leyti, sem málefnaágreiningur er í spilinu, er hann milli Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Hinar vonlitlu tilraunir til stjórnarmyndunar ættu að felast í hjöðnun þessa málefnaágreinings. Stefna Framsóknarflokksins skiptir minna máli, því að hún er hvort sem er einkar sveigjanleg og gefur flokkum möguleika á að mynda meirihluta innan ríkis- stjórnar með hinum flokkunum á víxl, alveg eins og í síðustu vinstri stjórn. Það er því skrítið, að togleður Framsóknarflokksins skuli vera þungamiðja viðræðnanna. Það þýðir lítið fyrir Steingrím að vera á eintali, þegar vandamálin felast einkum í sérsjónarmiðum hinna flokkanna. Og ekki verður sagt, að útreikningar Þjóðhags- stofnunar auki lystina á stefnu Framsóknarflokksins, nema þá hjá hörðum verðbólgusinnum. Verðbólgan á nefnilega að verða um 40% í lok næsta árs, þrátt fyrir nokkra kjaraskerðingu. Ekki verður sagt, að markið sé hátt sett í slíkri stefnu. Hermann Jónasson hefði sett markið nokkru hærra. Og sá samanburður skiptir máli, úr því að Steingrímur telur sér í öðrum atriðum skylt að starfa að hætti Hermanns. Ýmislegt bendir til, að Steingrímur sé farinn að átta sig á, að honum muni ekki takast að mynda stjórn í þessari umferð. Hann er farinn að tala um að skila af sér fyrir jól, í stað þess að rembast fram eftir janúar. Erfitt er að spá um, hvernig öðrum leiðtogum muni ganga eftir áramótin. Eitt er þó ljóst. Foringjar stjórn- málaflokkanna hyggjast ekki hlíta aðvörunarorðum forseta íslands frá síðustu viku: „Ef til vill eru mjög langdregnar stjórnar- myndunarviðræður það, sem einna mest reynir á þolin- mæði fólks og vinnur áliti alþingis mest tjón.” En það er þó áfangi, að eintali Steingríms skuli senn lokið. Vesturlönd: Fómardýr ný-verð- bólgunnar en sú gamla fíðin tíð? — Verðbólgan er eins og syndin, allir fordæma hana og allir iðka hana — þetta voru fleyg orð sem sögð voru af brezka lávarðinum Sir Fred Leith- Ross fyrir tuttugu og tveim árum. í dag eiga þau ekki lengur við. Hið raunverulega tákn verðbólg- unnar er ekki seðlaprentsmiðjur rikisstjórnanna sem dæla verðlausum seðlum út í efnahagslífið. Það eru júgóslavnesku verkamennirnir i sam- vinnufyrirtækjunum — sem eiga og stjórna sjálfir eigin fyrirtækjum sem ’skaffa beim brauðið. — Þrátt fyrir þá staðreynd ákveða peir sér laun sent fyrirtækið hefur ekki efni á að ’reiða. Þau eru síðan greidd út úr sjóðum fyrirtækisins og jiá gengið á ai asjóði. í dag er það þannig að ríkissljórnir valda ekki einu sinni verðbólgunni, þær ráða ekki heldur neitt við hana. Jafnvel svo Iág verðbólga sem fimm af hundraði veldur þvi að peningar tapa helmingi verðgildis síns einu sinni á hverjum fjórtán árum. Það má auðveldlega telja þau iðnriki á fingrum annarrar handar sem hafa nú svo lágt verðbólgustig. í flestum þessara landa er þessi margumtalaða bólga komin upp i rúmlega tíu af hundraði á ári eða jafnvel enn hærra í Bandaríkjunum 13% og Bretlandi Gwynne Dyer hvort nokkur ástæða sé til að hafa áhyggjur af málinu — nema þá fyrir þá sem ætluðu sér að lifa af föstum árlegum tekjum. Svarið er einfalt: enginn hefur hug- mynd um það. Á alþjóðagjaldeyris- markaði er stöðugt upphlaup og í dag er það þannig að ríkisstjórnir valda ekki einu sinni verðbólgunni, þær ráða ekki heldur neitt við hana. 16%. Alll bendir til þess að hún eigi eftir að fara enn hærra innan tíðar. Ástandið hefur verið á þennan veg undanfarinn áratug og öll sólarmerki benda til áframhaldandi þróunar i sömu átt. Flestir hinna almennu borgara hafa aðlagað sig þessu ástandi eftir fyrstu skelfinguna og undrunina. Fólk gerir sér grein fyrir því að tekjur þess hækka ávallt hlut- ■fallslega jafnmikið og verðbólgan eða þar um bil þannig að spyrja má '„kreppa”. En með þvi að láta nær alla gjaldmiðla fljóta, eins og tekið var upp á áttunda áratugnu’m, hefur tekizt að ná nokkurn veginn jafnvægi á þeim vígstöðvum. Hvort þessi „nýtiz.ku” verðbólga grefur undan öllu efnahagskerfinu og dregur að lokum með sér allt sið- ferðiskerfið, eins og hin áður kunna verðbólga gerði, á eftir að koma í ljós. Það sent verið hefur að gerast á undanförnum árum i iðnríkjum heims er algjörlega frábrugðið þvi sem áður var þegar rikisvaldið stóð fyrir verðbólgunni með stöðugt aukinni seðlaútgáfu. (Bezt þekkt frá Þýzkalandi á millistríðsárunum). í dag er það bezta leiðin til að útvega fjármagn að hafa lánstraust í bönk- um og öðrum lánastofnunum. Er peningamagn i umferð (eða peninganotkun) eykst meira cn sem nennir þjóðarframleiðslu (e. GNP) veldur það aukinni verðbólgu. Hið eina sem ríkisvaldið getur gert til að draga úr þeirri þróun er þá að þvinga lánastofnanir með einhverjum ráðurn til að minnka framboð á lánsfé. Vinsælar efnahagskenningar í dag (Milton Friedman) segja að nægilegt sé til að draga úr verðbólgunni að takmarka peninga i umferð. í raun má þó segja að þetta hafi reynzt eins og að reyna að drepa flugur með því að sveifla í kringum sig stórum síma- staur. í október gafst gott dæmi um þetta vestur i Bandaríkjunum. Seðlabanki Bandarikjanna tilkynnti skyndilega um metvaxtahækkun, 15,25%. Þetta olli mikilli þenslu á verðbréfa- markaðinum vegna þeirrar trúar að allt hefði farið úr skorðum á peninga- markaðinum. — Einni viku síðar kom i Ijós að allt fjaðrafokið var vegna samlagn- ingarskekkju. Aukið peningamagn hafði verið mistalið um 3,7 milljarða dollara. Vaxtahækkunin hafði verið óþarfa kák. 1 dag er verðbólgan ekki hin „gamla góða” sem hægt var að skamma ríkisstjórnina fyrir. Hún er aðeins stöðug barátta fyrir hærri launum og hærra söluverði sem kynt er undir með vissunni um áframhaldandi verðbólgu sem enn- frekar er ýtt undir með reynslunni af fyrri verðbólgu. Þannig er þetta eins og hundur sem eltir á sér skottið en leiðir til þess að verðlag og kaupgjald hleður utan á sig eins og snjóbolti. Þannig hefur þróunin verið ásjöunda og áttunda áratugnum. VANÞR0UD VIÐSKIPTI Hún hefur einhvern veginn farið fyrir ofan garð og neðan í því mikla bákni, sem menntakerfið íslenzka er, alúðin við að hlúa að raunverulegri og hagkvæmri þekkingu í verzlun og viðskiptum. Verzlunarskóli islands og Samvinnuskólinn eiga þóenga sök i þvi máli. Þessir skólar báðir gegna nijög ntikilvægu hlutverki í undirbúnings- menntun verzlunar- og viðskipta- fræða og úr þessum skólum hafa ein- mitt komið menn sem orðið hafa leiðandi i baráttunni fyrir nauðsyn þess að hér sé fylgt þeirri þróun sem ríkjandi er i hinunt frjálsa heimi. Hinu er ekki að leyna að þeir sem halda áfram lengra námi, t.d. við há- skóla í þessum fræðum, virðast ekki hafa náð tökum á verkefni þvi sem þjóðinni er svo mikilvægt að leyst sé af hendi i samræmi við kröfur nú- timans, ekki sizt í ntilliríkjavið- skiptum. Og ætla verður að hið opin- bera hafi á sinum snærunt hina bezt menntuðu menn sem völ er á, svo sem viðskiptafræðinga og hag- fræðinga. — Nema staðreyndin sé sú að slíkir menn séu virtir að vettugui, þeir er starfa í opinberri þjónustu. Og þá horfir ntálið lika dálítið öðruvisi við. Löndin áttatíu Í Hagtíðindum Hagstofunnar er að finna greinargott og skilmerkilegt yfirlit yfir flesta þætti þjóðar- búskapar landsmanna, þar á meðal greiðslujöfnuð við útlönd, vörur, þjónustu og fjármagnshreyfingar. Það skal tekið fram að þetta rit Hag- stofunnar ber ekki vott um

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.