Dagblaðið - 19.12.1979, Page 29

Dagblaðið - 19.12.1979, Page 29
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. Bók menntir XWRTCHBDW Ólafur Ormsson: Stútungs pungar. Lystrœninginn 1979,171 bb. Komist hef ég í hann krappan en sjaldnast eins og nú að þurfa að lesa til enda bókina Stútungs punga eftir Ólaf Ormsson. Ég blessaði Magnús frá Hafnarnesi, sem ég hafði lesið næst á undan, hátt og í hljóði. Mér þykir leitt að hafa ekki húmor fyrir Stútungs punga, m.a. vegna þess að höfundur hélt því fram í viðtali við Dagblaðið 13. des. sl. að hann skrifaði fyrir alþýðuna, — en kannski þó mest vegna þess sem sagt er á bókakápu, að Stútungs pungar sé „hæðin ádeilusaga sem leiftri af húmor”. En hvað er þá að? — Nú er það vitað mál, að húmor er viðkvæmt fyrirbrigði. Það sem sumum finnst sniðugt finnst öðrum asnalegt og öfugt. Gæti það verið ástæðan? Sennilega, því um daginn sagði við mig kona að ég yrði að lesa þessa sögu því hún væri svo stútfyndin. Og þá bið ég höfund forláts. Ég hygg líka að það hafi verið misráðið af útgefanda að hæla bókinni svo ofsalega í auglýsingum og á bókar- kápu. Það hafði öfug áhrif á mig, og af þeim ástæðum kannski hefur mér sést yfir það sem bókina mætti prýða. Söguþráðurinn er í einfaldleik sinum áhugaverður: Tvær bræður, synir alræmds bruggara, alast upp á Akureyri á árunum fyrir seinna stríð. 'Þegar þeir hafa vit og aldur til fella báðir hug til sömu stúlkunnar en i pólitíkinni aðhyllast þeir „trú” á sinn hvorn guðinn, sem eiga það þó sammerkt að vera einræðisherrar. Annar bróðirinn, Pjetur Diðrik, er trúr sínum guði, Hitler, allt til elliára, en hinn, Snorri Þór, svíkur sinn guð, Stalín, þegar hann flytur til Reykja- víkur i striðinu, tekur að dýrka Mammon og stelur auk þess stúlkunni frá bróður sínum. Fyrstu þrír kaflarnir, þar sem segir frá Gvendi bruggara, föður pilt- anna, og vini hans, konsúlnum Ágústi, eru býsna spretthraðir og skelmislegir. Inn i frásögnina fléttast fyrstu frásagnir af bræðrunum og kostuleg lýsing á tilþrifum þeirra í ástamálum, þessara hrútspunga, eins og faðir þeirra kallar þá. Þarna er stráksskap þeirra og óprúttni hóflega lýst og lesanda ekki ofgert. Hins veg- Prjóna- kjólar frá Ten Points Umferðar- leikurinn frá serverslun konunnari Abecita nsa Laugavegi 19 Reykjavík sími I7445 Rannveig Ágústsdóttir skiptum Snorra Þórs við komuna suður, hvernig hann ,,á nóinu” gleymir sínum fyrri hugsjónum að því er manni skilst vegna þess að hann fær tækifæri til að gerast þjófur í vöruskemmum hersins. Þetta verður dálítið vandskilið en kannski er það vegna þess að þegar hér er komið rennur skelmisþátturinn út i sandinn, hinn „gáskafulli fáfnis- stíll” missir flugið, höfundi verður svo mikið niðri fyrir í alvöru á- deilunnar að hann ætlast til að les- endur taki allt bókstaflega. Það er m.a. þess vegna sem þátturinn af breska kafteininum verður svo ótrúlegur, þessum, sem njósnaði um Snorra og sannfærðist um að hann væri þjófurinn, en gerist svo drykkjufélagi hans (báðir fyrrverandi kommar) og platar Snorra inn á ættingja sína í Englandi — gerir hann að umboösmanni fyrir vörur þeirra á íslandi! — 231 SERSTAKT JÓLATILBOO Útborgun aðeins 250þús., restúómún. », Verð 22" 711.980 Verð 26" 749.850 * SKIPHOLT119 SIMI29800. Sérverzlun með htasjónvörp og hljómtieki, Sloppar og amfestingar frá ar finnst mér halla á ógæfuhliðina þegar dregur á söguna, t.d. varðandi lýsingu á Pjetri Diðrik í höfuð- borginni og heimkomu hans til Akureyrar, þar sem skopskyninu er ofgert að mínum smekk (vel að merkja). Þá eru lýsingarnar á póli- tísku brölti bræðranna fullar af stöðluðum orðræðum. Ádeilan á þann, sem svíkur heilagan málstað, á að birtast i um- Siðasti kafli bókarinnar, Fram- bjóðandinn, hefur áður birst í tíma- ritinu Lystræningjanum og stendur vel fyrir sínu sem sjálfstæð smásaga. Þar eru þó nokkur hold á beinum, sögð saga, býsna fjarstæðukennd en samkvæm í sjálfu sér og fyndin. Ekki er ólíklegt að þessi kafli hafi verið saminn á undan fyrri hluta bókar og sést á því að hefði höfundur haft þolinmæði til að vinna betur ágætt hráefni hefði honum eflaust tekist að setja saman heilsteypt verk. Þetta er fyrsta skáldsaga höfund- ar og í henni eru allmargir góðir sprettir. En listamaður verður að flýta sér með gát. Það er ekki nóg að ætla sér að semja „hæðna ádeilu- sögu sem leiftri af húmor”, maður verður að kunna handverkið og gefa sér tíma til að vinna það. En kannski er ég svona húmor- laus. Betra ef svo væri. . . fyrir Ólaf Ormsson, alias Fáfni Hrafnsson. Með bestu kveðjum til hans. Rannveig Ólafur Ormsson. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvember- mánuð 1979, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 17. desember 1979.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.