Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980. 5 VEIÐIVON ÚTSALA ATH! ADEINSIMOKKRA DAGA vidor huGö PARIS ROM LONDON Hafnarstræti 16 - Reykjavík - Sfml 24338 Norðurá: Blá af laxi Horf ur á mjög góðri kartöf luuppskeru í ár: Þær fyrstu nýju f búðir á morgun —Verðið talsvert hærra en á þeim „nýju erlendu” í morgun var von á fyrstu tveimur tonnunum af nýuppteknum islenzkum kartöflum til Grænmetisverzlunar rikisins. Má þvi búast við að sjá þær i búðum í dag eða á morgun við hliðina á nýjum erlendum kartöflum sem verið hafa til sölu hjá Grænmetisverzluninni og verða áfram þó aukið niagn islenzkra kartaflna komi á markaðinn eftir verzlunarmannahelgina. Nýju islenzku kartöflurnar verða mun dýrari en þær nýju erlendu. Það er Fannar Ólafsson að Háfi i Þykkvabæ sem búinn er að taka upp nýjar islenzkar kartöflur. Er koma þeirra á markaðinn óvenjuleg að því leyti að mjög sjaldgæft er að nýupp- teknar ísl. kartöflur sjáist á markaði áður en júlimánuður er liðinn. Fannar sýndi okkur valið sýnishorn af uppskerunni sem var glæsilegl á að líta. Kvað hann fyrstu uppskeruna hal'a verið sigtaða á 28 mm sigti eins og venjulega. Gengu ekki nema um 2 pokar, þ.e. 100 kg, úr uppskerunni meðan verið var að fá fyrstu 2 tonnin lil sendingar til Reykjavikur. Er þvi vcl yfir 90°/o uppskerunnar i góðum stærðarflokki þó ekki sé lcngra á suntarið liðið. Fannar kvað uppskeruhorfur mjög góðar og áætlaði hana þegar þrel'alt nteiri en i fyrra. Kartöflurnar sem nú eru upp teknar hafa verið i moldar- kcnndum jarðvegi síðan 2. mai. Upp- skeruland Fannars er I5 hektarar svo hann á töluvert óupptekið ennþá þó hann sendi 2 tonn á diska Reykvíkinga. Ingi Tryggvason hjá Grænmctis- verzluninni kvað tilkomu isl. kartallna i ár bera að óvenju snentma. Uppskeru- horfur væru góðar og von væri á tals- verðu magni eftir næstu helgi i verzl- anir bæði syðra og eins nyrðra frá Sval- barðsströnd. Verðið væri cnn ckki ákveðið cn það vrði örúgglega hærra cn það verð scm nú er á Inerju kilói i búðum og er frá 285— 295 kr. á kiló. - A.St. Neskaupstaöur: PÁSA í FISKINUM Þær voru hrcssar þessar stelpur sem vinna í frystihúsinu á Neskaupstað þegar blaðamaður DB hitti þær að máli. Rólegur dagur í fiskinum og ágætt að nota pásuna sem gafst til að kikja augnablik á sólina. Þær sögðu að fiskurinn væri farinn að hlaðast upp f frvstihúsinu en þar starfa um 250 manns. Stelpunum finnst mjög gott að búa á Neskaupstað þó meira mætti vera um að vera að þeirra sögn. Þær heita Nanna Kristinsdóttir, Ragna Ragnars, Þórhildur Hilmars- dóttir, Sigrfður Halldórsdóttir, Bjarney Þorsteinsdóttir, Theodóra Pétursdóttir, Iris Másdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Lára Kristinsdóttir. - ELA Fegurðin við Norðurá er rómuð. DB-mynd Gunnar Bender. Nýju kartöflurnar eru hinar föngulegustu. DB-mynd Bjarnleifur. ..Norðurá fegurst áa,” sagði eitt al' óskabörnum þjóðarinnar eitt sinn unt ána. Þetta er án efa laukrétt. Norðurá er falleg á og hefur margt uppá að bjóða. Það fer ekki ntilli mála að hún er ein af betri ám lands- ins. Veiðin það sem af er hefur verið sæmileg. Munu vera komnir á land um 50 laxar. Sá stærsti vó um 18 1/2 pund. En mikið af laxinum sem veiddur hefur verið er smár, 4—5 pund. En það er nóg af fiski i ánni. Hann er i þúsundatali um alla á og upp á heiði er hann kominn. Fyrir neðan Dynjanda voru til dæmis mörg hundruð laxar. Áin var blá þar. En það sem vantar núna er rigning sem ekki hefur verið neitt kræf, enda hel'ur áin ntinnkað mikið. Sumir nuina hana ekki svona litla. En það er gaman að renna fyrir laxinn i þess- ari ..fegurstu á” landsins. Þó laxinn sé nú ekki alltaf mjög gráðugur að taka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.