Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLl 1980. 13 »ttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir gxr, sækir hér að marki Akurnesinga. DB-mynd Sig. Þorri. ilGUR VIKINGS KAGAMÖNNUM Þetta mark hafði engin áhrif á Skagamenn því þeir hófu strax að sækja á ný. Klukkan hafði þó ekki gengið nema í tæpar 5 mínútur til viðbótar er Víkingur skoraði aftur — úr sinni annarri sókn að heitið gat. Hinrik gaf þá mjög laglega fyrir markið þar sem Helgi Helgason var heppinn i óheppni sinni. Hann hitti knöttinn illa en það setti Bjarna úr jafn- vægi í markinu og knötturinn sigldi í boga yfirhann. Eitt bezta færi Skagamanna í leiknum kom á 20. min. er Jóhannes Bárðarson náði að afstýra marki eftir að Krisdnn Björnsson hafði komizt í gott færi á markteig. Með því að vera aðeins fljótari á sér hefði Kristinn átt að geta skorað og það hefði reynzt dýr- mætt. Víkingarnir héldu hins vegar ótrauðir áfram og Lárus átti skot rétt yfir úr vítateign- um og síðan bjargaði Bjarni tvívegis með út- hlaupi. Fyrst komst Lárus í gegn eftir að hafa unnið kapphiaup við Sigurð Harðarson og síðan renndi Helgi Helgason sér í gegnum vörnina áður en Bjarni náði að grípa knött- inn af tám hans á markteig. Rothöggið kom á 46. mínútu. Hinrik gaf þá út i hornið til Lárusar, sem sendi strax fyrir markið. Af varnarmanni barst knöttur- inn út fyrir teig til Hinriks, sem var ekki að tvínóna heldur sendi hann með þrumuskoti I bláhornið, 3—0. Tveimur mínútum síðar átti Ómar Torfason hörkskot af svipuðu færi en í hliðarnetið. Akurnesingar áttu lítið minna í leiknum úti á vellinum en bitið í sókn Vikinganna var miklu meira. Hæðargarðsliðið féll þó i þá gryfju að draga sig aftur er þessi góða for- ysta var komin og lið með sterkari framlínu hefði getað skapað usla I vörn þeirra. Sókn Skagamannanna var allt of einhæf — mest upp miðjuna — og það réði Víkingsvörnin, sem var mjög traust, auðveldlega við. Síðasti hálftíminn var að mestu eign Akur- nesinga en Víkingar komust þó hvað eftir annað nærri þvi að skora þar sem vörn Skagamanna var i molum. Kristján Olgeirs- son, bezti leikmaður liðs Akraness, lék lag- lega á tvo varnarmenn á 63. mínútu og gaf á Sigþór, sem var í dauðafæri á markteig. Þarna vantaði Matthías illilega því Sigþór klúðraði færinu á ákaflega klaufalegan hátt. Lárus Guðmundsson komst þrívegis einn í gegnum vörn Skagamanna það sem eftir lifði og alltaf mistókst honum. Fyrst var honum brugðið innan vítateigs en tvívegis missti hann knöttinn of langt frá sér eftir að hafa verið búinn að leggja grunninn að marki. Skagamenn fengu einnig sín færi en ekki nærri því eins opin. Þrátt fyrir sóknarþunga vantaði allan neista í liðið og vörnin var grát- legaopinoftátíðum. Mér er sama hvað Brynja vinkona mín af Skaganum og Hansi pípari segja. Þetta var sanngjarn sigur Vikings og hefði e.t.v. getað orðið stærri. Magnús Þorvaldsson lék mjög vel I stöðu vinstri bakvarðar, Helgi Helgas. vaxandi leikmaður og Jóhannes Bárðarson barðist vel þótt oft mætti hann skila knettin- um betur. Lárus lék vörn Skagamanna grátt en þó enginn eins og Hinrik, sem sprakk út í þessum leik. Maður, sem skapað hefur sér fjölda færa í undanförnum leikjum, en ekki náðað nýta þau. Kristján Olgeirsson var langbeztur Skaga- manna og það voru satt að segja fáir sem sýndu góðan leik. Vörnin, meira að segja Siggi Donna var slakur, átti ekki góðan dag og það var helzt að Jón Gunnlaugsson gerði hlutina rétt. Sigþór og Kristinn byrjuðu ágætlega en döluðu verulega er á leikinn leið. Keppnin um íslandsmeistaradtilinn er því orðin æsispennandi og Víkingur bætti stöðu sína verulega með þessum sigri. Útilokað er að segja fyrir hvernig mótið kann að fara — allir virðast eiga jafna möguleika af topplið- unum. Dómari í gær var Sævar Sigurðsson og var hann ekki góður, stöðvaði leikinn hvað eftir annað og ósjaldan hagnaðist brotlegi aðil- inn. Þá virtist einnig, sem oft væri nóg að einhver leikmanna kallaði til þess að dæmt væri. -SSv. Spánverjar lögðu Pólverja að velli — í handknattleikskeppninni íMoskvu Spánverjar komu heldur betur á óvart I handknattleikskeppni ólympiuleikanna i Moskvu i gær er þeir lögðu Pólverja að velli 24—22 i æsispennandi leik. Pólverjar leiddu 13—11 i hálfleik en Spánverjarnir náðu stór- góðum siðari hálfleik og sigruðu. Þá kom það verulega á óvart að Svísslendingar stóðu uppi i hárinu á Rúmenum og töpuðu aðeins 16—18 og unnu meira að segja siðari hálf- leikinn 10—9. í öðrum leikjum sigruðu Ung- verjar Kúbumenn 26—22 og Alsir vann Kuwait 30—27. Be@nn náðíbeztum tíma í400 metrunum Belgiumaðurinn Alfons Brijdenbach náði beztum tima í undan- Enn tapaði pólski heims- methafinn — í 100 m grindarhlaupi Það er sama hvað heimsmethafinn i 100 m grindahlaupi kvenna, Grazyna Rabsztyn, Póllandi, reynir — henni tekst aldrei upp á stórmótutn. Varð að- eins fimmta i úrslitum hlaupsins i gær en Vera Komisova, Sovétríkjunum, varð ólympíumeistari rétt á undan ólympiumeistaranum frá Montreal, Johanna Klier, A-Þýzkalandi. Heims- met Rabsztyn er 12,36 sek. Úrslit: 1. Vera Komisova, Sovét. 12,56 2. Johanna Klier, A-Þýzk. 12,63 3. Lucyna Langer, Pólland, 12,65 4. Kerstin Claus, A-Þýzk. 12,66 5. Grazyna Rabsztyn, Póll. 12,74 6. Inina Litivchenko, Sovét, 12,84 7. Bettine Gartz, A-Þýzkal. 12,93 8. Zofia Bielczyk, Póll. 13,08 úrslitum 400 m hlaupsins í Moskvu í gær. Hlaupið var i tveimur riðlum og komust fjórir beztu úr hvorum riðli i úrslit. Bretinn Alan Bell, sem sigraði Odd Sigurðsson á marklinunni í und- anrásunum, var með langlakastan tima ígær. Undanúrslit í 400 m hlaupi. Fyrri riðill 1. Alfons Brijdenbach, Belgíu 45.46 2. Richard Mitchell, Ástralíu, 45.48 3. David Jenkins, Bretlandi, 45.59 4. Michael Solomon, Trinidad, 45.61 5. Dele Udo, Nígeriu, 45.88 6. Nikolai Chernetsky, Sovét, 45.94 7. IVlauro Zuliani, Italíu, 46.01 8. Karel Kolar, Tékkóslóv. 46.11 Siðari riöill. 1. Frank Schaffer, A.-Þýzkal. 45.47 2. Viktor Markin, Sovét. 45.60 Öruggur sigur heimsmethafans Heimsmethafinn í 400 m hlaupi, Marita Koch, Austur-Þýzkalandi, vann auðveldan sigur í 400 m hlaupinu i Moskvu í gær. Setti nýtt ólympíumet. Hljóp á48,88 sek. Úrslit: 1. Marita Koch, A-Þýzkal. 48,88 2. Kratochvilova, Tékk. 49,46 3. Christina Latham, A-Þýzk. 49,66 4. Irina Nazarova, Sovét, 50,07 5. Nina Zyuskova, Sovét, 50,17 6. Grabiela Lowe, A-Þýzk. 51,33 7. Pirjo Hagman, Finnlandi, 51,35 8. Linsey MacDonald, Bretl. 52,40 3. Alberto Juantoreno, Kúbu, 45.95 4. Joseph Cooms, Trinidad, 45.96 5. Viktor Burakov, Sovét, 45.97 6. Didier Dubois, Frakkl. 46.72 7. Smedegaard Hansen, Danm. 47.00 8. Alan Bell, Bretlandi, 48.50 Skipting verðlauna Skipting verðlauna eftir keppnina á ólympíuleikunum í gær var þannig: G S B Sovétríkin 47 49 28 A-Þýzkaland 34 27 28 Ungverjal. 6 7 5 Rúmenía 5 Ítalía 5 Búlgaría 4 Bretland 4 Frakkland 4 Svíþjóð 3 Kúba 3 Ástralia 1 Sviss ' - Tékkóslóv. I 2 6 Finnland I I 1 Brasilía i - 2 Danmörk I - 2 Kþiópía I - - Grikkland I Belgía I - - Pólland - 7 Júgóslavía - I \-Kórea Mexíkó Holland Austurriki Jamaíka I.íbanon Öllvitumviðað ostur er bragðgóður en hann er líkahollur því að í honum eru öll næringarefni mjólkurinnar og flest í mun ríkara mæli. Próteinið- byggingarefni likamans Daglegur skammtur af því er nauðsynlegur til uppbyggingar og viðhalds frumum líkamans. Ostur er mun próteinríkari en t. d. kjöt eða fiskur. Dagleg þörf af próteini er áætluð um 45—65 g en í 100 g af osti eru 27—32 g af próteini. Mjólkurostur er í venjulegu fæði. En kalkið á mesfán þátt í myndun og viðhaldi tanna og beina. Af því þurfa börnin mikið og allir eitthvað. Auk þess er í osti gnapgð aimarra steiuefna og vitamms sem auka orku og íétta lund.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.